Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 37 . SKARPHÉÐINN MAGNÚSSON + Skarphéðinn Magnússon fæddist í Reykjavík 10. júlí 1952. Hann Iést á heimili sínu 5. september síðast- liðinn. Foreldrar hans eru hjónin Magnús Friðriks- son, f. 26.7. 1924, og Inga Skarphéð- insdóttir, f. 18.5. 1933 í Reykjavík. Systkini hans eru: Margrét, f. 15.11. 1953, maki Daniel Viðarsson, Friðrik, f. 16.11. 1959, maki Margrét Guðmundsdóttir, Leifur, f. 28.3.1970, maki Stella A. Norð- fjörð, Sólveig, f. 12.9. 1974. Skarphéðinn kvæntist 1976 írisi H. Hólmarsdóttur, f. 2.11. 1956. Þau skildu. Börn þeirra eru: Linda Rún, f. 29.6. 1979, maki Þröstur Erlingsson, Magnús Birkir, f. 30.7. 1982, Ævar Ingi, f. 1.8. 1987 og Inga Rut, f. 1.2. 1991. Eftirlifandi kona hans er Anna Björg Viðarsdóttir, f. 15.4.1964. Þau gengu í hjónaband 15.6.1996. Foreldr- ar Onnu eru hjónin Viðar Benediktsson og Bára Jóhanns- dóttir. Skarphéðinn var ungur að árum sendill við fyrirtæki afa síns, Friðriks Magnússonar. Eftir það vann hann við bílaviðgerðir og hafði það alltaf í hjáverkum síðar meir. Seinna vann hann ýmis störf, m.a. sem vagnstjóri hjá SVR, verslunarstjóri hjá Skeljungi hf. og síðast sem vagnstjóri hjá Hagvögnum hf. Einnig starfaði hann með ungl- ingum hjá Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar. Utför Skarphéðins fer fram frá Áskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Svo er því farið; Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) „Dauði, þú ert ölvuð aftökusveit og enginn veit hvem þú hæfír." Sumarfrí. Tjaldstæðið sæmilegt og langt síðan við fórum í útilegu enda ekki jafnsáttir við blaut tjöld að morgni og kynslóð foreldra okk- ar. Ferðaskapið í góðu lagi, hæfi- lega kærulausir og framtíðin leikur einn. Hann var samt ekki enn viss um að ég væri rétti maðurinn fyrir systur sína, vildi engan lúðulaka fyrir mág. Ég þurfti að sannfæra hann um að honum væri óhætt að sleppa verndarhendinni af systur sinni, ég var ekki enn búinn að ná inntökuprófinu inn í fjölskylduna, þar sem hann var prófdómarinn. Rúmlega viku síðar var hringferð- inni lokið og prófínu náð. Þetta var fyrir tveimur áratugum og þarna kynntist ég Skarpa fyrir alvöru og hef alltaf kunnað vel við hann síðan, háværan og fyrirferð- armikinn, vin vina sinna, sem lá aldrei á skoðunum sínum. Ég hitti Skarpa um daginn þar sem við rifj- uðum upp gamlar minningar og hann gaf mér mynd úr þessu ferða- lagi. Þá sem endranær sparaði hann ekki hrósyrðin um vini sína né blóts- yrðin um alla hina, sjálfum sér líkur til hins síðasta. Það sem Skarpa fannst skipta máli, framkvæmdi hann. Hálfum mánuði fyrir andlátið lagði hann á sig, meira af vilja en mætti því heilsan leyfði það tæplega, að koma í fermingu sonar míns. Hann hafði ákveðið að koma, og hann kom. Skarpi reyndist mér alltaf vel. Ef eitthvað bjátaði á, einkum ef bíllinn var í ólagi, skipta þurfti um þokuljós, laga bremsur eða sjóða í pústkerfi, mátti auðveldlega redda því, bara koma í skúrinn til hans og Óla félaga hans, ekkert mál. Þetta var afslappaður strákatími, áhyggjur og erfiðleikar lífsins langt undan. Eða hvað? Fyrst hjónaband, bameignir og húsnæðisbasl, ailt samkvæmt bókinni, en síðan áföll og sjúkdómar, örlaganornirnar greinilega í vondu skapi. Þegar vinur manns deyr, lifir maður áfram á eins konar undan- þágu, líkt og skip sem fær haffærni- skírteini til bráðabirgða. Ótímabær brottför Skarpa, mágs míns og jafn- aldra, er enn ein áminningin um skammtímavist okkar hér á jörð, og, eins og hann sagði sjálfur fyrir skömmu, það sem menn ætla að gera í lífinu eiga þeir að gera strax. Ég bið guð og góðar vættir að varðveita Skarpa mág minn að ei- lífu, sendi Önnu eiginkonu hans, ættingjum og vinum og sér í lagi börnum hans, innilegar samúðar- kveðjur. Daníel Viðarsson. Ernest Hemmingway sagði í langri bók um nautaat að ekki kæmi í ljós hvað í nautabana væri spunnið fyrr en hann hefði orðið fyrir barðinu á nautshorni. Auðvelt er að glansa í meðlæti en mótlætið sýnir hvað í mönnum býr. Ég stóð tvívegis við hlið vinar míns Skarp- héðins Magnússonar þegar hann horfði á dauðans dyr. Þá hófst bar- átta sem háð var af æðruleysi og djörfung og dug. Þótt dauðinn hefði sigur að lokum, eins og hann mun sigrast á okkur öllum, hafði hann aðeins hálfan sigur. Mér er óljúft að kasta ótímabærri hinstu kveðju á vin minn. Leiðir okkar Skarphéð- ins lágu saman fyrir löngu. í fyrstu voru kynnin bundin við fjölskyldu- boð og þessi tilvik þegar ég þurfti á aðstoð að halda í glímunni við fjölskyldubílinn. Þeir voru margir sem leituðu til þúsundþjalasmiðsins með slík erindi. Hann var afar hjálp- samur maður sem margir reiddu sig á. Síðar urðu kynni okkar nán- ari. Við fórum á bílauppboð og í veiðiferðir, sem þó urðu allt of fá- ar. Oft áttum við stuttar samveru- stundir og ræddum um lífið og til- veruna og daglegt amstur. Þau kynni juku mér stöðugt virðingu fyrir miklum mannkostamanni og skópu mér minningar sem munu vara lengi því þær eru oft kallaðar fram. Þeir sem þekktu Skarphéðin Magnússon eiga nú um sárt að binda. Fjölskylda mín sendir eigin- konu hans og börnum, vinum og öðrum vandamönnum, hjartans samúðarkveðjur. Ólafur Steingrímsson. í dag er til moldar borinn kær vinur og samstarfsmaður til margra ára, Skarphéðinn Magnússon. Hann varð að lokum að gefa eftir í barátt- unni við illvígan sjúkdóm langt fyr- ir aldur fram. Ég kynntist Skarpa fyrir 20 árum þegar hann byrjaði að vinna hjá fyrirtæki minu, Vöku ehf. Hann var einn af þessum mönnum sem gott var að vinna með og okkur varð fljótt til vina. Alltaf gat maður treyst á hann ef mikið lá við. Sér- staklega minnist ég greiða sem hann gerði mér sl. vetur, þá vann hann fyrir mig hálfan dag. Síðar frétti ég að hann hefði nánast farið beint frá mér og á spítalann og legið þar í tvær tvikur. Strax á miðju sumri var augljóst að hveiju stefndi. Þó hélt Skarpi sínu striki, hugsaði ekki til baka, heldur fram á við. Genginn er sannur drengur, tryggur vinur og samstarfsmaður. Fyrir hönd eigenda og starfs- manna í Vöku ehf. vil ég þakka honum samfylgdina. Farðu í friði og hafðu þökk fyrir allt. Eiginkonu og börnum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Steinar Már Gunnsteinsson. Það er hausthljóð í vindinum. Sumardagar að baki og umhleyp- ingar haustins boða komu vetrar- ins. Mannlífið skiptir um gír. Yfir- hafnimar dregnar fram í nöpmm næðingnum og það er hrollur í mönnum. Á þessum tímamótum í hringiðu árstíðanna berst helfregnin kalda: hann Skarpi er allur. Það fer kulda- gjóstur um hjarta og sál. Hinn ill- vígi sjúkdómur krabbameinið hafði ekki látið undan síga, heldur hert sín tök; örlögin urðu ekki umflúin. Barátta Skarpa við þennan vágest hafði staðið í rétta átta mánuði og hafði tekið sinn toll. Hann neitaði þó að gefast upp og barðist fram til síðustu stundar. Uppgjöf var aldrei til í hans orðabók. En eitt- hvað varð undan að láta. Líkaminn var þrotinn kröftum, þótt andinn væri styrkur fram til síðustu stund- ar. Lífsins þróttur þvarr og Skarpi mætti skapara sínum stuttu eftir miðnætti föstudaginn 5. september á heimili hans og konu hans, Önnu Bjargar Viðarsdóttur. Skarphéðinn Magnússon var góður vinur okkar hjóna. Traustur og sannur, hvort heldur var í blíðu eða stríðu. Kom ævinlega hreint og beint fram, fasmikill og stundum fljóthuga, en um leið næmur og hlýr. Það gustaði af honum, þegar hann snaraði sér inn í eldhúsið, gjaman með vindilstúf í munnvik- inu og vildi kaffi og engar refjar. Og svo var spjallað um heima og geima. Hann Skarpi var vel með á nótunum í tali um lífsins gagn og nauðsynjar, hvort heldur umræðu- efnin voru bílar, þar sem Skarpi var aldeilis á heimavelli, stjórnmál, barnauppeldi, kökubakstur, skóla- mál eða hvaðeina sem bar á góma. í seinni tíð voru það eðlilega heil- brigðismálin sem voru ofarlega á baugi og Skarpi benti okkur á margt, sem þar mætti betur fara, þótt annað væri vel gert. Hann hafði kynnst því af eigin raun í hinum erfiðu veikindum. Það var ævinlega ferskur and- blær sem fylgdi heimsóknum Skarpa. Það var einfaldlega gott og fölskvalaust andrúmsloft sem fylgdi afslöppuðum en samt lífleg- um samskiptum við Skarphéðin Magnússon. Lífið verður ekki samt aftur, þegar þær verða ekki fleiri heimsóknirnar hans í Stekkjar- hvamminn og samverustundirnar góðu verða minningar einar. Réttlætiskennd var rík í Skarpa. Hann vildi að rétt væri rétt. Og að möguleiki fólks til traustrar lífsafkomu væri jafnsettur. Það var því engin tilviljun að hann lagði jafnaðarstefnunni gott lið. Var öt- ull stuðningsmaður Alþýðuflokks- ins, einkum er hann bjó í Hafnar- firði um nokkurra ára skeið. Og þar eins og annars staðar, þar sem hann kom að verki, dró hann ekki af sér, heldur hellti sér í baráttuna af lífi og sál. Skarphéðinn var tengdur fjöl- skyldu Jónu Dóru. Hafði verið kvæntur frænku hennar, írisi Hólmarsdóttur, um árabil. Þau eignuðust fjögur mannvænleg börn, Lindu Rún, Magnús Birki, Ævar Inga og Ingu Rut. Hjóna- bandi þeirra lauk fyrir nokkrum árum. Éngu breytti það hins vegar í samskiptum okkar og Skarpa; vinaböndin styrktust ef eitthvað var. Skarpi var bóngóður og greiðvik- inn með afbrigðum. Bílaeign okkar hjóna hefur gjarnan verið því marki brennd í gegnum tíðina, að á hlað- inu hafa staðið gömul og lúin farar- tæki. Skarpi var hins vegar þús- undþjalasmiður þegar bílar voru annars vegar. Hann var því betri en enginn við að lappa upp á og laga bílgarmana okkar. Við vorum í raun búin að afskrifa þá nokkra bílskijóðina, þegar Skarpi kom til leiks og hristi þá af stað aftur með útsjónarsemi og kunnáttu. Þær voru ófáar klukkustundirnar, sem hann Skarpi Iagði að baki í viðgerð- arstússi fyrir okkur. Það eitt verður seint nógsamlega þakkað. En umfram allt er okkur þakk- læti í huga fyrir að hafa átt hann Skarpa að vini. Við söknum vinar í stað, en minningar lifa skýrar í hugskoti. Sorg þeirra sem næst standa, barna, eiginkonu og annarra ná- inna aðstandenda Skarpa, er djúp og sár. Þeim sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur á þess- um erfiðu og köldu haustdögum. En það vorar að vetri loknum og minningarnar munu ylja um ókom- in ár. Lífið er fullt af þverstæðum. Þegar einn kveður, þá heilsar ann- ar. Við leiðarlok í lífí Skarphéðins Magnússonar bíður elsta dóttir hans, Linda Rún, þess að ala frum- burð sinn og fyrsta barnabarn Skarpa. Lífið er eins og árstíðirn- ar. Þegar ein kveður tekur önnur við. Lífsferill Skarphéðins Magnús- sonar, sem var alltof stuttur hér á jörðu, fellur ekki í gleymskunnar dá. Samferðarmenn hans, ættingj- ar og vinir gleyma aldrei góðum dreng. Blessuð sé minning Skarphéðins Magnússonar. Með bestu kveðjum, Jóna Dóra og Guðmundur Árni. Dauðinn var ekki það fyrsta sem okkur datt í hug þegar við hugsuð- um til þeirra Önnu Bjargar og Skarphéðins sem fyrir réttu ári gengu í það heilaga og hófu nýtt líf saman, en örlagahjólin snúast og nú er Skarphéðinn allur eftir hetjumikla baráttu við þann illvíga sjúkdóm sem lagði hann af velli. Én við hjónin viljum með þessum fátæklegu orðum kveðja vin okkar sem var okkur mikið lífsverðmæti að fá að kynnast, öðling sem á sér fáa líka. Við spyijum hver sé til- gangurinn en það er fátt um svör, þetta er guðsvilji og við trúum því að hann eigi að gegna mikilvægara hlutverki hjá honum. Elsku Anna Björg, við vottum þér og börnum hans, foreldrum, systkinum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð, megi guð styrkja ykkur og vera ykkur misk- unnsamur um ókomna tíð. Við spyijum margs en finnum fátt um fullnægjandi svör. Við treystum á hinn mikla mátt sem mildar allra Iq'ör. í skjóli hans þú athvarf átt er endar lífsins fór. Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær. Áá í hjarta, blik á brá og brosin silfurtær. Mesta auðinn eignast sá er öllum reynist kær. Þú minning öllu skærar skín þó skilji leið um sinn. Þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólin brjótast inn. Við biðjum Guð að gæta þin og greiða veginn þinn. (G.Ö.) Hafdís og Georg. 'T' Þá er hann elsku Skarpi farinn frá okkur. Langri og strangri bar- áttu við hinn skæða sjúkdóm, krabbamein, er nú lokið. Skarphéð- inn sem var nýbúinn að finna ham- ingjuna aftur þegar hann hitti frænku mína hana Önnu Björgu. En því miður voru hamingja þeirra og gleði allt of skammvinn. Því.að sjúkdómurinn sem hafði verið í rén- un skaut aftur upp kollinum og hafði yfir í lokin, eftir erfið og þján- ingarfull veikindi. Af hverju? spyr maður sjálfan sig, af hveiju er maður í blóma lífs- ins tekinn frá okkur allt of snemma? En þegar stórt er spurt er oft fátt um svör. Ég kynntist Skarphéðni eða Skarpa eins og hann var oftaSt kallaður fyrir rúmum tveimur árum. Þá voru þau Anna Björg að byija að vera saman. Maður sá strax á Skarpa og fann á sér að hann var einstaklega vel gerður og vandaður maður. Skarpi var sérstakega hlát- urmildur, átti hann auðvelt með að kitla hláturtaugarnar hjá manni og koma öllum í gott skap sem í kring- um hann voru. Skarpi var opin per- sóna og því var maður fljótur að ^ kynnast honum. Hann var einstak- lega góður og tillitssamur í sambúð- inni með Önnu Björgu. Og hann tók mikinn þátt í heimilishaldinu, hvort sem það var tiltekt, þvottur, mats- eld eða jafnvel bakstur. Þegar ég. var að leita mér að vinnu eftir að skólagöngu minni lauk var það Skarpi sem hjálpaði mér að fá vinnu hjá fyrirtækinu sem hann vann hjá. Þar vann ég í eitt ár undir hans stjórn og urðum við hinir mestu mátar á því tímabili. Betri yfirmann er ekki hægt að ' ^ hugsa sér en Skarpa, réttlátur og þægilegur var hann á allan hátt. Hann var alltaf tilbúinn að hlusta á mann ef manni lá eitthvað á hjarta, hvort sem það viðkom vinn- unni eða einhveiju af öðrum toga. Skarpi var einstaklega laginn í öllu því sem viðkom bílum, og voru þeir ófáir bílarnir sem hann keypti útúrklessta og skemmda. Hann gerði við þá og dundaði sér í þeim þar til að ekki var hægt að ímynda sér að um sama bíl væri að ræða. Alltaf var jafn gott að leita til Skarpa, því hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa vinum sínum. Oftar en ekki áttum við Maggi í vandræðum með bílinn okkar og V var þá Skarpi ekki lengi að kippa því í lag og gera við fyrir okkur. Nú þegar þú ert búinn að kveðja þennan heim minnist ég allra góðu stundanna sem við Maggi og þú og Anna Björg áttum saman. Óg það var einmitt á góðri stundu í sumarbústaðnum hjá ömmu og afa að þið tilkynntuð okkur að þið ætl- uðuð að gifta ykkur um sumarið. Mikið urðum við glöð og ánægð fyrir ykkar hönd. Og þegar þið genguð inn kirkjugólfið vöknaði mér um augu því þið voruð svo sæl og falleg saman. Elsku Anna Björg mín, ég finn svo til með þér við þennan mikla. _ missi. Ég bið Guð að styrkja þig í sorg þinni og votta þér mína dýpstu samúð. Einnig vil ég votta börnun- um hans Skarpa, þeim Lindu, Magnúsi, Ævari og Ingu, samúð mína. Guð geymi minninguna um góðan mann. Anna Bára Teitsdóttir. Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 | HOTR LOFTUEHÐIR g t tc a t * it it i; * 1* o t í 11 s Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.