Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 29 AÐSEIMDAR GREINAR Er það stjórnlist að kenna öðrum um? EINA svar Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur og R-list- ans í borgarstjórn gagnvart ásökunum um slaka stjórnun borgarinnar felst nú orðið í þeirri uppgjöf að kenna öðrum um. Hún kennir sam- gönguráðherra um að ekki fáist fjármagn til Gullinbrúar í Grafar- vógi. Samt veit hún að það verkefni setti hún ekki í forgang í viðræðum við ráð- herra. Hún vill ekki vita að með vönduðum undirbúningi og viðræðum við ríkið ætti Reykvíkingum að vera óhætt að fjármagna svo mikilvægar framkvæmdir tímabundið. Það hefur gerst áður og það er hægt að gera aftur. Hún skreytir sig hins vegar með fjöðrum samgönguráðherra þegar kemur að vígslu göngubrúa og stórmannvirkja við Elliðaámar. Það eru framkvæmdir sem ríkið greiðir. Hún segir að kjarasamningar við grunnskólakennara séu nú í ógöngum vegna ríkisins. Samt er það svo að sveitarfélögin hafa tek- ið þá alfarið yfir. Hún virðist búin að gleyma yfírlýsingum sínum um bætta stöðu kennara. Þær hafa að líkindum skapað afar miklar vænt- ingar þegar forsvarsmaður lang- stærsta sveitarfélagsins talar. Hún kennir embættismönnum borgarinnar um mikinn halla á fjárhagsáætlun. Sumir þeirra hafa að undanförnu farið í gegnum þjálfun við fjárhagsáætlanagerð þar sem ábyrgð þeirra er aukin. Eins og hún virðist nota þetta virð- ist það vera einkar þægilegt ef illa gengur og dásamlegt ef vel geng- ur: Embættismennirnir taka á sig skellinn en hún lofið, ef það kem- ur. Nú er því tilvalið að varpa skuldinni á þá. Réttara væri að huga að hvort regl- urnar, sem R-listinn hefur skapað, t.d. er varðar fjárhagsaðstoð Félagsmálastofnunar, eða dýr yfirbygging stofnana, eru ekki lík- legri skýring en rekstrarlegar ákvarð- anir forstöðumanna. Ingibjörg Sólrún kennir sjálfstæðis- mönnum í borgar- stjórn um kreppuna í atvinnulífi allra lands- manna 1992-1994 og þörf á auknum lántökum sveitarfé- laga til að mæta henni. Hún hefur í blaðagrein sérstaklega tiltekið þær upphæðir sem samþykktar voru sem aukafjárveitingar í borg- Sjálfstæðismenn treysta sér til að draga úr yfir- stjórnarkostnaði borg- arinnar, segir Arni Sig- fússon, og skipuleggja rekstur hennar með nú- tímalegum hætti. arráði á meðan ég stýrði þar fund- um. Hún leggst svo lágt að deila í allar aukafjárveitingar til undir- búnings sumarstarfi með þeim dögum sem mér gafst að stjórna fundum borgarráðs. Sumarvinna skólafólks og ýmis atvinnuskap- andi verkefni heita nú aukaútgjöld mín. Ég get ekki annað en verið stoltur af, þótt ekki eigi ég einn heiðurinn. Hér þurfti í flestum til- vikum að taka fyrir ákvarðanir um aukaútgjöld við erfiðar aðstæður og ég hikaði ekki við að gera það. R-listaflokkarnir voru þessum fjár- veitingum fylgjandi í flestum til- vikum. Nú á að breiða yfir það. Ingibjörg Sólrún heldur áfram að kenna öðrum um ófarir sínar. Hún kennir ríkinu um hækkanir fasteignagjalda, þegar fullljóst er að langstærsti hluti þeirra hækk- ana kemur vegna ákvarðana henn- ar. Hér er um að ræða holræsa- skattinn og hærri vatnsskatt, auk hækkana á þjónustugjöldum hjá SVR, sundstöðum, félagsþjónustu aldraðra, hitaveitu, rafmagnsveitu og bílastæðum borgarinnar. Það er nöturleg staðreynd að á þremur árum hafi sú breyting orð- ið á að nú er dýrara að búa í Reykjavík en Kópavogi. Það er skrýtin stjórnlist að kenna öðrum um. Hún skilar borg- arbúum ekki áfram. Markmiðið á að vera að gera Reykjavík að fyrir- myndarborg á heimsmælikvarða. Umheimurinn keppir um unga fólkið okkar. Mikilvægt svar okkar er friðsamt og skemmtilegt borg- arsamfélag með gnægð atvinnu- tækifæra og ekki síst lága skatta. Við sjálfstæðismenn höfum lýst yfir að R-lista skattarnir verði lagðir af ef við hljótum meirihluta í borgarstjórn á næsta ári. Það mun þýða 50-100 þúsund króna hreina skattalækkun á hveija fjöl- skyldu á næsta kjörtímabili. Þetta er hægt því allar aðstæður eru til þess. Við treystum okkur til að draga úr yfirstjórnarkostnaði borgarinnar og skipuleggja rekstur hennar með nútimalegum hætti. Það þýðir lægri álögur á borg- arbúa. Sjálfstæðismenn í borgar- stjórn eru þekktir fyrir að standa við orð sín. Þessi orð og gerðir okkar verða svo að sjálfsögðu lögð fyrir dóm kjósenda fjórum árum síðar. Höfundur er oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn. Árni Sigfússon 900 milljóna króna tekjuöflun í ríkissjóð í FRÉTTUM nýlega var þess getið að búið væri að ákveða að auka við kvóta lands- manna. Það er mjög ánægjulegt að vita til þess að samdráttur í aflaheimildum og kvótalögin í heild sinni hafi orðið til þess að fisktegundir og þá sér í lagi þorskurinn hafí fjölgað sér það mikið að fiskifræðingar og stjórnmálamenn hafi tekið þá ákvörðun að auka við aflaheimildir. Allir landsmenn hljóta að. kætast yfir þessum fréttum og vonandi tekst útgerðarmönnum að fiska allan þennan fisk og þar með að auka tekjur okkar allra. í allri umræð- unni um kvótalögin og breytingar á þeim hafa komið fram ýmsar til- lögur um gjaldtöku til handa ríkis- sjóði í formi t.d veiðileyfagjalds og sýnist sitt hveijum um það, ásamt fleiri tillögum sem ég ætla ekki að tíunda hér. Nú hafa aflaheimildir dregist saman nánast á hveiju ári síðustu ár og þeir útgerðarmenn sem þurfa meiri afla til að reka sitt fyrirtæki hafa þurft að kaupa kvóta eða að leigja hann af öðrum út- gerðarmönnum sem af einhveijum ástæðum þurfa ekki að veiða hann sjálfir eða þá að þeir eru að hætta út- gerð og selja þá sinn kvóta. Sumir útgerðar- menn sem eiga skip sem geta stundað út- hafsveiðar þar sem enginn er kvótinn geta á sama tíma leigt sinn kvóta við íslandsstrendur og er það hið besta mál fyrir við- komandi útgerð, sérstaklega af því að verðið á leigukvóta við íslands- strendur er ótrúlega hátt, u.þ.b 70-90 kr. á kíló þegar söluverð á markaði er í kringum 90-120 kr. á kíló. Kaupverð á kvóta er hins veg- ar mikið hærra, eða um 600 kr. á kíló. Það segir sig sjálft að það tekur útgerðarmanninn mörg ár Er endilega rétt, að út- gerðarmenn fái aukinn — kvóta frítt, spyr Omar S. Rafnsson, og telur að þeir sem leigi kvóta fyrir 70 til 90 krónur, geti vel greitt 30 krónur í veiðileyfagjald. að fiska upp í þann kostnað. Þetta er staðreyndin í kvótamál- unum fyrir aflaaukninguna og tíminn á eftir að leiða í ljós hvort aukningin hafí einhveija lækkun í för með sér. Hvers vegna nota stjórnmálamenn ekki tækifærið núna og segja: Jæja, kæru útgerð- armenn, hingað til hafíð þið fengið aflaheimildir frítt og það er hið besta mál og því ætlum við að halda áfram en núna ætlum við að auka við kvótann og nota tækifærið og leigja ykkur þessa aukningu í þorski fyrir Ómar S. Rafnsson Hafnarstræti - ástæðulaus aðför NÝLEGA tók meiri- hluti borgarstjórnar þá ákvörðun að loka fyrir alla almenna umferð í Hafnarstræti frá Póst- hússtræti. Fyrir all- mörgum árum var samskonar ákvörðun tekin um Austurstræti við lítinn orðstír. Saga og menning Hafnarstrætið, ásamt Austurstræti, eru einar af þekktustu götum Reykjavíkur- borgar. Frá þeim tíma sem Reykjavík breytist úr þorpi í bæ og síðar í borg hafa þessar tvær systur, sem liggja hlið við hlið, verið tengdar óijúfanlegum böndum. Mannlíf, saga og menning bæjarins á hveij- um tíma hefur orðið til í Kvosinni og þó Reykjavíkurborg hafi breyst mikið hefur miðbærinn og „gömlu göturnar okkar Reykvíkinga" sér- stakan sess í hugum og hjörtum borgarbúa. En núna er hróflað við þessari mynd með óheppilegri ákvörðun. tæki, heldur er hann nauðsynlegt sam- göngu- og öryggistæki sem meginþorri borg- arbúa getur ekki verið án. Hver er reynslan? Fyrir tveimur ára- tugum var Austur- stræti lokað. Um þá ákvörðun var ekki samstaða meðal borg- arbúa. í ljós kom, þeg- ar nokkurra ára reynsla lá fyrir, að þessi ákvörðun var óheppileg. Ákvörðunin hafði öfug áhrif á þró- un mannlífs og viðskipta í gamla miðbænum. Þessu var breytt og Þessi ákvörðun meiri- hluta borgarstjórnar, segir Júlíus Hafstein, hefur ekki vakið neina aðdáun. Júlíus Hafstein Hvers vegna? Þessi ákvörðun meirihluta borg- arstjórnar hefur ekki vakið neina aðdáun. Þegar spurt er, er fátt um svör, hvað þá rök. Helst er sagt að almenn umferð um Hafnarstrætið teQi strætó og sé hættuleg gang- andi fólki. Sé þetta kjarni málsins hljóta menn að spyija: Hvers vegna ekki að loka Hringbrautinni eða Grensásveginum eða Snorrabraut- inni, en á þessum götum er !íka gangandi fólk og þar ekur strætó einnig? Líklega er þó svarið annað. Nýlega var aðalskipulag Reykjavík- ur samþykkt í borgarstjórn. Þar kom fram sú stefna meirihlutans að hamla gegn og torvelda alla umferð einkabíla vestan Elliðaáa eins og mögulegt væri. Það virðist því vera að meirihlutinn geri sér ekki grein fyrir því að í Reykjavík búa á annað hundrað þúsund manns og krafturinn í borgarsamfélaginu er eins mikill og í helmingi stærri borg. Einkabíllinn er ekkert lúxus- umferð leyfð, þannig að í dag eru engin vandræði því fylgjandi. Afstaða borgarfulltrúa Þeir sem hafa fylgst með borgar- málum á undanförnum árum þekkja skoðanir einstakra fulltrúa meiri- hlutans. Þeir hafa lagt einkabílinn í einelti og því miður hafa þau sjón- armið orðið ofan á í nýsamþykktu aðalskipulagi sem birtist nú í lokun Hafnarstrætis. Það útaf fyrir sig er gott sjónarmið að vilja gæta ör- yggis gangandi vegfarenda, það vilja allir. En um Hafnarstrætið seytlar umferðin áfram og lítill vandi að stýra hraðanum með hindrunum og ljósum. Og þegar ein þekktasta gatan í Kvosinni er tekin í karphúsið og henni lokað, verður manni að orði: Er ekki kominn tími til að skipta um fulltrúa í borgar- stjórn? Höfundur er fyrrverandi borgarfulitrúi. svona eins og V3 af verði leigukvóta á markaði í dag. Útgerðarmenn vilja að sjálfsögðu fá þessa aukningu frítt og bera við skerðingu síðustu ára. En er það endilega rétt? Það tel ég ekki vegna þess að útgerðarmaður sem í dag borgar 70-90 krónur fyrir leiguk- vóta í dag hlýtur að verða ánægður ef honum býðst aukning á sínum kvóta miðað við þá skerðingu sem hann hefur orðið fyrir síðustu ár á þriðjungi þess verðs sem hann þarf að greiða í dag. Ef útgerðarmaður- inn þarf ekki á þessum kvóta að halda getur hann samt leigt hann af ríkinu og endurleigt hann síðan á hærra verði. Um er að ræða 30.000 tonn af þorski sem útgerðarmenn leigja á 30 kr. kílóið. Það gerir svo mikið sem 900.000.000 - já, níu hundruð milljónir. Þá verða allir ánægðir. Ríkið fær svo mikla peninga að hægt verður að borga upp gamlar skuldir, út- gerðarmaðurinn fær aukinn kvóta á tilboðsverði og LÍÚ þarf ekki að mælast gegn aukningu á kvóta eins og gerðist undir lok fískveiðiársins 1996 vegna þess að núna eiga allir nægan físk til að veiða og þeirra félagsmenn sem græddu meira á því að veiða í Smugunni og leigja kvótann sinn við Islandsstrendur hafa meira upp úr því að veiða físk- inn sjálfír hér heima. Þá verða sjó- mennirnir ánægðir og allt endar vel. Höfundur er húsasmíðameistari og fyrrverandi sjómaður. MEG frá ABET UTANÁHÚS FYRIRLIGGJANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.