Morgunblaðið - 13.09.1997, Side 32

Morgunblaðið - 13.09.1997, Side 32
32 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + ÞorvaIdína Agn- borg Jónasdóttir var fædd á Sléttu í Sléttuhreppi N-ís. 5. mars árið 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi ísa- fjarðar 5. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þórunn Brynjólfsdóttir og Jónas Dósótheus- son. Systkini hennar voru Sigurjóna, d. 1954, Fanney búsett á Hlíf, ísafirði, Mar- grét, d. 1993, Krist- ján, d. 1992, og Brynhildur, d. 1993. Þorvaldína giftist 8. október árið 1933, Sigurði Hjálmari Sig- urðssyni, ættuðum frá Garði í Skötufirði. Hann lést 20. apríl árið 1991. Þau stofnuðu heimili á ísafirði og bjuggu þar lengst af í Hrannargötu 8, en dvöldu Sumarið ’63 hélt ungur hún- vetnskur sveitastrákur með Vest- fjarðaleið til ísafjarðar yfir fjöllin sjö til að hitta stelpuna sem hann hafði kynnst á Blönduósi veturinn þar áður og orðið óskaplega skotinn í. Hún hafði verið á Kvennaskólan- um og hlotið leiðsögn í kvenlegum dyggðum, af konum sem báru titil- inn „frú“ eða „fröken“ eftir því sem efni stóðu til. Hann i landsprófi. Leiðin var löng, eftirvænting og kvíði fyllti hugann. Móttökumar í Hrannargötu 8 voru í senn hlýjar og varfæmar. ína og Siggi voru ekki tilbúin, alveg fyrir- varalaust, að viðurkenna þennan Húnvetning, sem eina dóttirin var að töfra þama vestur. Hann var allt- of ungur og þar að auki af íhakls- fólki og úr sveit. Ég held þó að ínu hafi ekki þótt það neitt verra, þetta með íhaldsmennskuna, og alls ekki henni Þómnni ömmu, sem tignaði Ólaf Thors. Þessi fyrrum hreppstjór- afrú á Sléttu, sem bjó í sömu húsa- lengju í Hrannargötunni, hafði alla tíð af því áhyggjur að Siggi tengda- sonur sinn kysi ekki rétt. Þær áhyggjur vom ekki ástæðulausar, því hann var alvöru krati, rauður krati, staðfastur og trúr sinni hug- sjón til æviloka. Sveið honum oft, hve giftan átti á stundum litla sam- leið með flokknum hans. einnig langdvölum hin síðari ár á Torfalæk og Hlíf II á ísafirði. Börn þeirra eru: 1) Sigurður Gunn- ars, f. 1935, kvæntur Helgu Margréti Ket- ilsdóttur, eiga þau tvo syni og tvö barnabörn. 2) Brynj- ólfur Ingvar, f. 1940, kvæntur Ingi- björgu Láru Hest- nes, eiga þau fjögur börn og þrjú barna- börn. 3) Elín Sig- urlaug, f. 1944, gift Jóhannesi Torfasyni, eiga þau fimm börn og eitt barnabarn. 4) Þórarinn Jónas, f. 1948, kvæntur Hildi Káradóttur og eiga þau tvo syni og eitt barna- barn. Útför Þorvaldínu fer fram frá ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Við kringlótt eldhúsborðið hófst svo yfirheyrslan yfir staðgóðum mat ættuðum af sjó og landi. Spurt var um ættir, um búrekstur, staðhætti og fólk í hinni fjarlægu sveit og um framtíðaráform þessa piltunga sem þar sat. Öllu varð að gera skil. Þetta var munnlegt próf, alvöru próf. Löngu síðar varð mér betur ljós munurinn á menntuðu fólki og lærðu. Þau sæmdarhjón, Þorvaldína Agnborg og Sigurður Hálmar, hús- bændurnir í Hrannargötu 8, voru menntuð í sönnustu merkingu þess orðs. Þau bjuggu yfir hlýju, stað- festu og víðsýni, en voru þó hvort með sínum hætti. ína létt og glað- vær með bros á vör og hlátur við hin dagiegu störf og átti létt með að segja sögur og sagnir af fénaði og fólki á Sléttu frá því í gamla dagá. Hún raulaði gjaman vísur eða söng við vinnu sína og sálmabókina kunni hún flestum betur, enda fast- ur punktur í lífinu að hlusta á út- varpsmessuna á sunnudögum. Siggi alvörugefinn, brúnaþungur ef á móti blés, en undir dökkum miklum brúnum, kímin augu sem sögðu oft annað en orðin. Hann virti titla og vegtyllur viðmælenda sinna, en hvorugt aftraði honum frá að tjá sína eigin hugsun og skoðanir á ským og kjarnmiklu máli, bæði í ræðu og riti. En alvara þess sem reynt hefur ástvinamissi og skort, bjó í þeim báðum og í æðum rann arfleifð ís- lenska bóndans. Þessir sumardagar liðu fljótt, pilt- urinn var sýndur frænkum og frændum og óneitanlega varð bæði þröng á þingi og nokkur þáreysti þegar systur og mágkonur ínu hitt- ust í kaffi og fram fór úttekt á dægurmálunum. Þeim gat legið nokkuð hátt rómur og lá alltaf mik- ið á hjarta, hélt ég fyrst að skollin væri á stórstyijöld í fjölskyldunni, en þetta var selskapsbragurinn. Hafí handtakið verið varfærið þegar ég kom fyrsta kvöldið var faðmlag- ið þétt og hlýtt þegar ég fór. Tíminn hefur liðið, margt sem var vænting varð veruleiki, síðar minn- ing. Að verða tengdasonur þessara hjóna og eiga með þeim samvistir um Iangan veg og tíma var ekki alltaf áreynslulaust, en heilt og gef- andi. Tengdafaðir minn var vélstjóri að mennt og mátti varla líta vélbún- að án þess að verða um leið ataður smurolíu og skít, að áliti eiginkonu sinnar og dóttur og stundum heyrist að ég hafi lært alit of mikið af hon- um. Nú er hún ína mín öll, minn aðal- málsvari. „Hann Jóhannes minn,“ var það viðkvæði hennar sem enginn andmælti. Þau leituðu vars hingað til dóttur sinnar og dvöldu hér lang- dvölum um árabil, þegar vanheilsa og aldur sóttu að. En sjálfstæðisþráin og vilji til að íþyngja ekki öðrum togaði þau líka á heimaslóðir. Og þar, við lygnan pollinn, átti hvort um sig sínar hinstu stundir. Þeim var báðum gefið að eiga skýra hugsun og kjark til loka. Hún ína tengdamóðir mín trúði á Guð og Jesúm Krist og vænti þess að hitta hann Sigga sinn í hinu fyrirheitna landi trúarinnar og hafði oft á orði síðustu árin að vonandi fengi hún brátt að vakna í því Iandi. Það er söknuður, ekki sorg, þegar ferðlúin ættmóðir kveður, en minn- ingin um hana er vegvísir til góðra verka. Ein síðustu orð ínu í þessum heimi voru; „Ég ætla nú að komast fram úr rúminu á morgun.“ Blessuð veri minning þeirra hjóna. Jóhannes Torfason. ína amma. Hugurinn reikar til „Vesturferða" fjölskyldunnar á haustdögum áður fyrr. Eftirvænting fyllti huga okkar sveitakrakkanna á Torfalæk þegaj haldið var af stað til Isafjarðar, til ínu ömmu og Sigga afa, í það sem næst komst sum- arfríi í huga okkar. Sólríkir sept- embermorgnar, smalað saman í aft- ursætið í jeppanum og ekið af stað út í óvissuna. Ferðin var löng, myrkrið umlukti okkur í Djúpinu og hver ljóstýra vakti von um að Ieiðin styttist. Um síðir komumst við á leiðarenda, götuljósin lýstu í svörtu haustmyrkrinu og það brást ekki að ína amma og Siggi afi stóðu fyrir utan grænmálaða útidyrahurð- ina í Hrannargötunni og tóku á móti lúnum ferðalöngum. Uppi í litla eldhúsinu beið okkar svo „rúsintu- brauð“ með beijasultu og hafra- grautur með nýju slátri. Þessir dagar á ísafirði voru fyrstu kynni okkar krakkanna af þéttbýli, við fengum að kaupa „sleikjó" og karamellur í litlu bensínstöðinni við Hafnarstræti, afí fór með okkur niður í fjöru og_ steinar og skeljar fylltu vasana. ína amma fléttaði hárið í langar fléttur á morgnana og setti þær upp í hnút, ég reyndi oft að safna eins síðu hári og hún, en afi kveikti í pípunni sinni, púaði reykhringi á leyndardómsfullan hátt og dundaði sér í skúrnum við hin ýmsu verk því hann var alltaf að gera eitthvað. Eftir að afi og amma fóru að dvelja á Torfalæk að stað- aldri féllu þessar fjölskylduferðir niður og æ lengra varð á milli heim- sókna okkar eldri krakkanna til ísa- fjarðar. Við systkinin kynntumst ömmu og afa á annan hátt, við stækkuðum og hleyptum heimdrag- anum en þau þurftu meiri umönnun og daglegt heimilislíf tók á sig ann- an blæ. Allt þurfti að gerast í meiri kyrrþey og ekki eins hratt og undir- búningslaust og við vorum vön. Við lærðum tillitssemi og þolinmæði í umgengni við gamalt fólk og að bera virðingu fyrir viðhorfum þess. ísafjörður sleppti ekki takinu á gömlu hjónunum og þeim tókst að eiga tæp 2 ár saman á Hlíf áður en afi dó-. í kjölfar þess dvaldi ína amma meira og meira hjá okkur á Torfalæk og ég kynntist henni bet- ur. Við vorum ekki alltaf sammála, sérstaklega ekki um stöðu og störf kvenna í dag. Hún lét stundum í ljósi, að áralangt námsbrölt stúlkn- anna í fjölskyldunni væri „soddan“ óþarfí, tíma okkar væri betur varið í að styðja við og þjóna karlmönnun- um. Þrátt fyrir það var hún mjög stolt af okkur stelpunum, sem erum aðeins þijár af 13 barnabörnum. ína amma var vinnusöm og það gladdi hana að fá að taka af borðinu og velgja hendurnar í eldhúsvaskinum á morgnana, svo ég tali nú ekki um að hella upp á aukasopa af „náðar- dropanum" og drekka með okkur molasopa. Það er varla hægt að muna eftir ömmu öðru vísi en með eitthvað á milli handanna. Sokkar og vettlingar urðu til eins og sjálf- krafa og skilaðu sér svo í jólapakk- ann ásamt bijóstsykurspoka eða súkkulaðistykki og glöddu hjörtu bamabarnanna og langömmubarn- anna hver einustu jól, jafnvel þau síðustu þegar heilsan var ekki upp á marga fiska. Það haustar á ný. Það stóð fyrir dyrum hjá mér að endurvekja gamla hefð æskudaganna og heimsækja Inu ömmu til Isafjarðar. Við mæðg- urnar flýttum ferð okkar þegar fréttir um alvarleika veikinda ömmu bárust. Þótt ferðin um Djúpið tæki fyrr af en áður, kom eftirvæntingin og vel geymdar minningar barns- hjartans um ferðirnar löngu, þegar ljósin á ísafirði birtust handan fjarð- arins og ég kvaddi ínu ömmu hinstu kveðju, þakklát fyrir stundimar sem ég átti með henni. Astríður Jóhannesdóttir. Sómakonan Þorvaldína Jónas- dóttir verður kvödd í dag. Að leiðar- lokum leita ótal minningar á hug- ann, minningar frá áratuga langri samfylgd. Minningar um ákaflega hjartahlýja konu, sem tók ungri stúlku opnum örmum í fyrsta skipti sem hún heimsótti væntanlega tengdaforeldra, eins og í öll önnur skipti, nú síðast um miðjan ágúst. Þótt hjartahlýja væri ríkur þáttur í lundarfari tengdamóður minnar, var hún afar þróttmikil kona og elju- söm, enda alin upp við að ganga til flestra verka eins og títt var um fólk af aldamótakynslóðinni. Fólk sem lifað hefur jafn langa ævi og hún hefur frá mörgu að segja, enda var Þorvaldína ótrúlega fróð um líf- ið og tilveruna fyrr á öldinni. Hjálp- aði þar til að hún hafði stálminni og því var gaman og fróðlegt að heyra hana segja frá. Annar ríkur þáttur í fari Þorvaldínu var glað- værðin, hún var bæði glaðsinna og mjög félagslynd, enda sagði hún oft að maður væri manns gaman. Þorvaldína tengdamóðir mín átti langa og mjög farsæla ævi. Hún ólst upp hjá ástríkum foreldrum ásamt fjórum systrum og bróður. Á æskuslóðum hennar á Sléttu í Hest- eyrarfirði er landslag stórbrotið og fagurt, sumarfegurð ævintýri líkust en veður válynd á vetrum. Líf fólks hefur ekki verið létt á þessum slóð- um, vinna mikil og erfið. Þó gafst tími til að slá á létta strengi og minntist Þorvaldína oft gleði- og ánægjustunda á æskuheimili sínu, sem var henni mjög kært. Á Isafirði kynntist hún Sigurði eiginmanni sínum og hófu þau bú- skap þar þegar kreppan rnikla stóð sem hæst. Það var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja á fyrsta heim- ilinu þeirra og hefur þurft bæði út- sjónarsemi og dugnað húsmóðurinn- ar til að láta enda ná saman, ekki síst þegar atvinna var stopul. Árið 1940 festu Þorvaldína og Sigurður kaup á húsnæði í Hrannargötu 8 á ísafirði og stóð heimili þeirra þar í áratugi. Þau hjónin áttu barnaláni að fagna. í uppeldi barnanna lögðu þau ríka áherslu á heiðarleika og réttlætiskennd og hvöttu þau til t JÓHANNA SKÚLADÓTTIR, Ytri-Tungu, sem lést sunnudaginn 7. september, verður jarðsungin frá Húsavíkur- kirkju miðvikudaginn 17. september kl. 14.00. Jóhannes Björnsson, Ásbjörn Jóhannesson, Sigurveig J. Hultqvist, Bengt Huitqvist, Guðrún Jóhannesdóttir, Jón Heiðar Steinþórsson, Þorgils Jóhannesson, Aðalheiður Stefánsdóttir, Snjólaug Jóhannesdóttir, Helgi Jóhannesson, Elín S. Jónsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, Jakob Ragnarsson, Helga Jóhannesdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SIGURBJÖRG ANGANTÝSDÓTTIR, Sunnuvegi 7, Skagaströnd, lést á Sjúkrahúsinu Blönduósi miðvikudaginn 10. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigmar Jóhannesson, Jóhanna Bára Hallgrímsdóttir, Benjamín L. Fjeldsted, Dagný Marín Sigmarsdóttir, Adolf Hjörvar Berndsen og barnabörn. ÞOR VALDÍNA AGN- BORG JÓNASDÓTTIR sjálfstæðis og mennta. Þetta var besta veganestið sem þau gátu gef- ið þeim. Þorvaldína leit á börnin sín og bamaböm sem fjársjóð sem henni hefði verið falinn. Barnaböm- in voru henni afar kær og fylgdist hún náið með þroska þeirra, skóla- göngu og öðm því sem þau tóku sér fyrir hendur. Sakna þau nú sárt Inu ömmu. Þorvaldína og Sigurður vom nátt- úruunnendur. Þau áttu ótal ánægju- stundir í „Kofanum á Dalnum" og nutu ferða um landið, ekki síst um Vestfírði. Eftir að starfsdegi þeirra Þorvald- ínu og Sigurðar lauk, bjuggu þau um nokkurra ára skeið í návist dótt- ur sinnar og fjölskyldu hennar á Torfalæk í Húnaþingi. Þar nutu þau umhyggju og stuðnings, en Sigurður átti við veikindi að stríða á þeim tíma. Ræturnar voru samt á ísafirði. Þegar Sigurður náði nokkurri heilsu á ný ákváðu þau að setjast að á Dvalarheimilinu Hlíf. Sigurð mann sinn missti Þorvaldína 1991 og var það henni sár missir. Hún lét þó ekki bugast, hélt sínu striki, hélt áfram að heimsækja börn sín og bamaböm þótt á öðmm landshorn- um væm, heklaði og pijónaði á langömmubömin og hugsaði um heimili sitt, en það hlotnaðist henni að gera allt til hins síðasta. Þorvald- ína hafði mikinn trúarstyrk og var löngu tilbúin til að fara yfir móðuna miklu eins og hún tók oft til orða. Elsku ína. Að leiðarlokum vil ég þakka þér fyrir umhyggjuna og elskuna sem þú veittir okkur Brynj- ólfi, bömunum okkar og fjölskyldum þeirra. Blessuð sé minning Þorvaldínu Jónasdóttur. Ingibjörg L. Hestnes. Enn er kveðjustund runnin upp. Eins og straumur tímans ber okkur fram um veg, minnir hann okkur stöðugt á að vinir koma og vinir kveðja. Að hver ljúf stund er núið, að hið óræða felst í morgundeginum sem enginn veit hvað ber í skauti sér. Ina frænka, okkar yndislega móð- ursystir, hefur kvatt, sátt og í raun södd lífdaga, 91 árs gömul. Mig langar að minnast þessarar góðu konu sem hélt gáfum sínum, skýrri hugsun og dásamlegu skopskyni til hinstu stundar. Hún var nátengd okkur systkinunum og tengist sterk- um, góðum minningum um_ æsku og uppvaxtarár á Isafirði. ína lét sig varða börnin hennar Jónu sinnar, en þannig tók hún gjaman til orða um okkur systkinin, eftir að elsta systirin féll frá í blóma lífsins frá stórum bamahópi. Ina var næstelst sex systkina. Þau ólust upp í foreldrahúsum að Sléttu í Jökulfjörðum. Þórunn, móð- ir þeirra, var mikill kvenskörungur svo orð fór af og Jónas faðir þeirra var bóndi og hreppstjóri í Sléttu- hreppi. Slétta var áður kristíjátjörð en því fylgdu skyldur og kvaðir. Jónas og Þórunn fylgdu áfram þeirri hefð þó jörðin væri í þeirra eigu. Systkinin mótuðust af festu, ábyrgð og þeim heimilisbrag sem ríkti á Sléttu. Það veganesti fylgdi þeim öllum gegnum lífið. Milli heimila ínu og Sigga og mömmu og pabba var mikill sam- gangur. Systurnar allar bjuggu reyndar lengst af á ísafirði og voru mjög nánar. Börn ínu og Sigga, þau Diddi, Bíi, Ella og Þói, áttu öll ein- hvern á sínu reki í átta barna hópi mömmu. Milli sumra okkar myndað- ist sterk vinátta og ár æskunnar í þessum barnahópi voru góð - full öryggis - umvafin umhyggju for- eldra sem áttu sér það markmið að koma börnunum_ til manns með sóma. Metnaður ínu og Sigga lá í framtíð barnanna og þau lögðu ríka áherslu á að þau stunduðu fram- haldsnám, sem ekki var algengt á þeim tíma. Þá var gagnfræðaprófíð virtur áfangi í menntun og jafnvel jafngilt stúdentsprófi í dag. Öll börnin þeirra gengu menntaveginn. Þau voru ákaflega samhent hjón. Margt sem þau gerðu vakti eftirtekt eins og þegar þau útbjuggu baðher- bergi með sturtu og var innangengt frá örsmáum stigapallinum inn í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.