Morgunblaðið - 13.09.1997, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 13.09.1997, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 35 + Ingibjörg Stef- ánsdóttir fædd- ist á Ósi á Skógar- strönd 29. ágúst 1910. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 5. september síðastliðinn. Ingi- björg var dóttir hjónanna Stefáns Jóhannesar Guð- mundssonar, út- vegsbónda á Ósi, og konu hans, Valgerð- ar Hallvarðsdóttur frá Litla-Langadal á Skógarströnd. Þau kjón eignuðust einnig tvo syni, Guðmund, sem drukknaði af báti tæplega tvítugur, og Gunn- ar, sem fórst með flugvélinni Glitfaxa árið 1951. Ingibjörg átti uppeldissystur, Guðnýju Lýðsdóttur frá Litla-Langadal. Ingibjörg Stefánsdóttir, föður- systir mín, eða Inga frænka, eins og flestir kusu að kalla hana, var fjölskyldu minni mjög náin frænka og vinur. Hún bjó hjá okkur síðustu árin og deildi með okkur kjörum í gleði og sorg. Hún var sátt við Guð og menn, þegar hún lést eftir skamma legu á Sjúkrahúsi Suður- lands, þar sem hún naut umhyggju og elskusemi góðra starfsmanna. Þeim var hún mjög þakklát. Ingibjörg átti um margt sérstæða ævi. Það var sjaldnast mulið undir hana. Lífsbaráttan gat_ verið hörð við Breiðafjörðinn. A Ósi þjökuðu veikindi og þar drukknaði blíður bróðir og mikið mannsefni, Guð- Þær héldu saman heimili um langt árabil, en Guðný lést 1988. Þegar Stefán og Valgerður _ hættu búskap á Ósi flutt- ust þau til Stykkis- hólms og síðan til Reykjavíkur. Ingi- björg starfaði um áratuga skeið hjá Skóverslun Lárusar Lúðvíkssonar eða þar til verslunin hætti starfsemi, og síðan hjá Heildversl- un Haraldar Árnasonar eða þar til hún komst á eftirlaunaaldur. Hún var ógift og bamlaus. Útför Ingibjargar fer fram frá Kotstrandarkirkju í Ölfusi í dag og hefst athöfnin klukkan 14. mundur, aðeins 18 ára gamall. For- eldrar Ingibjargar, Stefán og Val- gerður, ákváðu að bregða búi og flytjast í Stykkishólm. Þar var dvöl- in stutt og fjölskyldan flutti á möl- ina í Reykjavík. Þetta var á tímum atvinnu- og öryggisleysis og bónd- inn fyrrverandi varð að fara eftir þeim lögmálum, sem þá giltu um atvinnuleit, að halda síðla nætur niður á höfn og lúta valdi verk- stjóra við val á verkamönnun, þegar einhveija vinnu var að hafa. Síðan, í stuttum hvíldum, að setjast á klak- aðan stein og drekka kalt kaffi úr flösku í ullarsokk. Bjargarleysi íslensks verkafólks á þessum árum mótaði mjög lífs- MINNINGAR skoðanir Ingibjargar. Hún þoldi illa hvers konar misrétti og skar ekki orð við nögl, þegar hún andmselti illri meðferð á réttlausum almúgan- um. Eftir komuna til Reykjavíkur vann Ingibjörg þau störf, sem til féllu, en fékk fljótlega vinnu í Skó- verslun Lárusar Lúðvíkssonar, þar sem hún starfaði um áratuga skeið, eða þar til þessari glæsiverslun var lokað. Þá hóf hún störf hjá Heild- verslun Haraldar Árnasonar og vann þar fram á eftirlaunaaldur. Hjá báðum þessum fyrirtækjum eignaðist hún góða vini, sem hún mat mikils; einkum heiðursmennina Kristján Gestsson og Sigurð Hall- dórsson hjá Heildverslun Haraldar, sem reyndust henni og uppeldis- systur hennar Guðnýju Lýðsdóttur, sem hjá þeim vann í áratugi, eins og bestu bræður. Aldrei varð fundin ástæða til gagnrýni á vinnusemi hennar og trúmennsku í hverju því starfi, sem hún tók að sér. Hún var af kynslóð þess fólks, sem taldi það veiga- mesta þátt daglegs lífs að hafa at- vinnu og að njóta virðingar annarra fyrir að skila því með sóma, sem launað var fyrir. En um leið gerði hún kröfu til réttmætra launa fyrir vinnuframlagið. En rauði þráðurinn í lífí Ingu frænku var að lifa fyrir aðra. Hún var óþreytandi við að liðsinna ætt- ingjum og vinum, sem höfðu þörf fyrir aðstoð og hjálp. Og þar áttu börnin al!a hennar ástúð og um- hyggju og þar af fékk undirritaður dijúgan skammt eftir föðurmissi. Inga hafði hönd í bagga með upp- eldi dætra minna beggja, kenndi þeim að tala kjarngott mál og villu- lítið, fræddi þær af viskubrunni þjóðlegs fróðleiks og veitti þeim hlýju og blíðu. Svo var og um fleiri börn í fjölskyldunni. Inga var skarp- greind og minnug og hafði lesið INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR ókjörin öll af bókum um íslenska þjóðhætti, sögu þjóðarinnar og hafði yndi af ljóðum. Þessu miðlaði hún af mikilli rausn og er margur maðurinn auðugri af fróðleik vegna kynna sinna af Ingu, sem skil- greindi með mjög skýrum hætti gildismat sitt; virðinguna fyrir öllu sem lifir. Inga átti yndislega uppeldissyst- ur, Guðnýju, sem áður var nefnd. Þær voru systradætur, ógiftar og barnlausar og ákváðu að halda sam- an heimili. Það gerðu þær um langt árabil og Inga hjúkraði Guðnýju í veikindum hennar í mörg ár. Hún leit ekki á það sem fórn, heldur ljúfa skyldu, rétt eins og önnur svipuð verk, sem hún vann. Guðný lést 1988. Inga varð fyrir því áfalli 1951 að missa bróður sinn Gunnar í flug- slysi, en með þeim voru miklir kær- leikar. Sama ár lést faðir hennar og móðir hennar nokkru síðar. Inga lést svo á fæðingardegi föður síns, 5. september sl. Þar með er horfin mikil og góð frænka, sem taldi það helst skyldu sína að liðsinna sam- ferðamönnunum. Fyrir þetta er þakkað við lok lífs, sem ekki var fyrirferðarmikið á mælikvarða hins hversdagslega mats okkar á afrek- um samferðamannanna, en gaf mikið af sér og vegur þungt hjá þeim, sem nutu. Árni Gunnarsson. Við dauðlegir menn eipm líf sem við árangurslaust gróðursetjum í eyðimörkum vona okkar. í samfélagi þar sem vinir hata eða óvinir skilja þar lifnar ást okkar og deyr: þar kveðjast vinir og hlátur og söknuður heyja hæglátt stríð: Partir c'est mourir un peu. Á stundum eru langir föstudagar en engir páskar. (Vilmundur Gylfason.) Elsku Inga frænka. Líkt og að skrifa þér bréf vil ég kveðja þig með nokkrum orðum. Við sem eftir lifum tjáum oft til- finningar á þennan hátt, hugsanir og kenndir sem annars eru ekki á torg bornar og léttum obbanum af sorgum okkar. Minningarnar hrannást upp og verða að myndum, ljúfsárum og fallegum af góðri og hjartahlýrri konu sem var hluti af tilveru minni, uppvexti og þroska. Konu sem svo hlutlaust sætti sig við lífið, var trú, traust og hjálpleg öllum þeim er hún þekkti, hvort sem voru vinnu- veitendur eða ættmenni. Af blíðu og hlýju leidduð þið Didda barnssálina mína í gegnum ævintýraheima við lestur, leiki og gönguferðir. Hjá ykkur stóðu mér allar dyr opnar og ykkar var mitt. Eflaust má kalla það eigingirni að syrgja aldraða konu sem södd er lífdaga en ég geri það samt. Ég syrgi vin, ættingja og uppalanda, styttu og stoð í lífinu sem tekin hefur verið af stalli og lögð til hinstu hvílu. Við deildum saman sorgum og gleði, samt svo ólíkar og hvor af ■ sinni kynslóðinni. Við vorum vinir - vinir sem aldrei skilja. Það var langur föstudagur er þú kvaddir og langir og dimmir dag- arnir síðan. Ég trúi því að þú eigir nú góða vist í ljósinu hjá þeim sem öllu ræður, í návist þeirra sem þú elskaðir og eiga þar bústað. Þinn vinur, Sigríður Ásta. SALÓMON GUNNAR ERLENDSSON + Salómon Gunn- ar Erlendsson, húsasmíðameistari, fæddist á Branda- gili I Hrútafirði 16. maí 1921. Hann lést í Sjúkrahúsi Þin- geyinga, Húsavík, 5. september síðast- liðinn. Foreldrar: Stefanía G. Guð- mundsdóttir, ljós- móðir, f. 20.4. 1895, d. 3.2. 1924, og Er- lendur Þorvalds- son, bóndi, f. 3.11. 1890, d. 11.5. 1924. Systkini. Ingibjörg, f. 17.10. 1919, gift Hálfdáni Einarssyni, Hulda, f. 2.8. 1922, missti mann sinn Jack Hudson 6.12. 1989, hálfbróðir, Erlendur Jónsson, f. 8.4. 1929, giftur Mörtu Ág- ústsdóttur. Salómon kvæntist 26.5. 1946 Finnbjörgu Jónsdóttur frá Húsavík, f. 28.9. 1923. Börn: 1) Stefanía Erla, lyfjafræðingur, f. 10.9. 1944, gift Hjálmari A. Jóelssyni. Þau búa á Egilsstöð- um. Þau eiga fjögur börn. 2) Sigurhanna Jóna, kennari, f. 16.3. 1946, gift Sigurði Aðal- geirssyni. Þau búa í Hrafnagils- skóla og eiga þau fimm börn og níu barnabörn. 3) Gunnar Bergmann, húsasmíðameistari, f. 13.10. 1948, giftur Ingibjörgu Steingrímsdóttur. Þau búa í Hafnarfirði og eiga fjögur börn og fjögur barnabörn. 4) Hulda, sjúkraliði, f. 12.2. 1950, gift Jóni Ol- geirssyni. Þau búa á Húsavík og eiga þijú börn og eitt barnabarn. 5) Gísli, húsasmíðameistari, f. 17.5. 1951, giftur Guðrúnu Magnús- dóttur. Þau búa á Húsavík og ejga tvö börn. 6) Jón Ásberg, húsasmíðameistari, f. 7.9. 1954, giftur Jóhönnu A. Jóns- dóttur. Þau búa á Húsavík og eiga eitt barn. 7) Guðmundur, húsa- smíðameistari, f. _ 19.5. 1956, giftur Fanneyju Óskarsdóttur. Þau búa á Húsavík og eiga þijú börn. 8) Sævar, sjómaður, f. 5.3. 1962, í sambúð með Guðrúnu Ágústu Gústafsdóttur. Þau búa í Reykjavík. Sævar á tvö börn. 9) Erlendur, húsasmíðameistari, f. 9.4. 1963, giftur Þórdísi Önnu Njálsdóttur. Búa á Húsavík og eiga þijú böm. Salómon varð búfræðingur frá Hvanneyri 1944. Fluttist þá til Húsavíkur og lærði húsa- smíði. Stofnaði Trésmiðjuna Borg sf. og starfaði þar til 65 ára aldurs. Síðustu 25 æviárin stundaði hann búskap í hjá- verkum, var bæði með hesta, kindur og síðast naut. Útför Salómons fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú er komið að kveðjustund og ég þarf að kveðja afa minn í hinsta sinn. Þú sem varst alltaf svo hress og skemmtilegur, duglegur og full- ur af lífskrafti. Húsdýrin þín sáu til þess að þú hefðir alltaf nóg að gera, því það var það sem þú vildir og snerist hversdagslífið, nú seinni árin, alltaf um að vera að fara í húsin eða vera að koma úr þeim. Að fara í húsin með þér þegar ég var lítil, er eitthvað sem ég hefði ekki viljað missa af. Á sumrin þegar Gunnar Egill frændi minn var hjá ykkur, vöknuðuð þið og fóruð í húsin klukkan sjö á morgnana, en ég fór aldrei fyrr en eftir morgunkaffíð því ég vildi alltaf sofa aðeins leng- ur. Þá komuð þið og ég settist aft- ur í gráu „Súkkuna". Alltaf sagðir þú okkur Gunna að spenna beltin áður en lagt var af stað, en beltin voru teygjur með krókum á endun- um sem við settum utan um okkur og kræktum svo í járnstöng aftan við höfuðið á okkur og þá var hægt að leggja í hann. En vegurinn upp í hesthús og ökulag þitt sáu til þess að maður var með kúlu á hnakkanum allt sumarið. Þegar ég var lítil skildi ég heldur aldrei hvers vegna var alltaf þessi hávaði í bílun- um hjá þér, en seinna skildi ég, að það var vegna þess að þú varst allt- af í öðrum gír, hvort sem þú varst að keyra upp eða niður leitið. Fólk heyrði alltaf langar leiðir þegar þú komst keyrandi, en alltaf var ég jafn stolt og ánægð að vera með þér þó svo að stefnuljósin blikkuðu og rúðuþurrkurnar væru á í sól og björtu veðri. Þó ég væri orðin eldri, var alltaf jafn gaman þegar þú hringdir í mig og baðst mig um að teyma hestana undir börnum á 17. júní, eða hjálpa þér að reka kálf- ana. Stærsti viðburðurinn á árinu í þínum augum var þegar þurfti að fara að heyja. Þá skipti engu máli hvað maður var gamall því að allir fengu að vera með. Það lýsir þér mjög vel það sem þú gerðir hér fyrir tveimur árum. Þá vantaði pláss undir hluta af heyinu. Þú fórst þá bara upp í Traðargerði og smíðaðir hlöðu á einni viku. Þá var hægt að halda áfram að hirða baggana. En allir uppskáru eins og þeir sáðu þegar kom að töðugjöldunum, því þá hélt mannskapurinn heim í Salla- hús þar sem amma beið með heitt kakó og fullt borð af brauði og kökum. Elsku afí. Ég átti ekki von á að þú færir strax, því þú varst alltaf svo hraustur og fjörugur, en svona er víst gangur lífsins. Ég vil þakka þér allar þær góðu stundir sem við áttum saman og allar þær ljúfu minningar sem þú gafst mér og mun ég ávallt geyma þær í hjarta mínu. Elsku amma. Megi góður Guð gefa þér styrk í þessari miklu sorg. Særún. Okkur langar í nokkrum orðum að minnast afa okkar, sem var okk- ur mjög kær, en hann lést eftir stutta baráttu við krabbamein. Vegna búsetufjarlægðar áttum við ekki kost á að hitta afa og ömmu nema nokkrum sinnum á ári, en þær stundir voru skemmti- legar og minnisstæðar. Alltaf var mikill spenningur þeg- ar við renndum í hlaðið á Húsavík og hlýtt og notalegt að koma inn á heimili afa og ömmu. Heimilið stóð alltaf opið og skemmtilegt hvað við hittum margt af okkar skyldfólki þar. Afi stundaði búskap og hafði af því mikið yndi. Hann var mjög nat- inn við dýrin, klappaði þeim og spjallaði við þau hvert með sínu nafni. Fyrir okkur hafði búskapur hans mikið aðdráttarafl og vöknuð- um við eldsnemma á morgnana til að fá að fara með honum upp í hús. Við tróðum okkur þá inn á milli mjólkurbrúsanna í tveggja sæta Suzuki-jeppanum hans afa og skoppuðum í honum í gegnum bæ- inn. Afí var alltaf fús til að hafa með og leyfa okkur að taka þátt í störfum sínum. Hann var bæði þol- inmóður og barngóður og ekki minnkuðu vinsældir hans þar sem hann átti alltaf molapoka í bijóst- vasanum. Árlega komu afi og amma í heim- sókn austur á Egilsstaði. Þá var margt brallað saman, en minnis- stæðastar eru veiðiferðirnar. Afi og pabbi tóku okkur alltaf með að leggja netin og vitja um aílann. Oft þótti litlum, blautum og köldum höndum gott að hlýja sér á milli stóru heitu handanna á afa. Gert var að aflanum í bílskúrnum og lærðum við þar fyrstu handtökin við að flaka. Afi var alltaf hress og líkamlega sterkur og hvarflaði það ekki að okkur fyrir ári að við þyrftum að kveðja hann svo fljótt. Elsku amma, mamma og systkin, megi minningin um góðan mann styrkja ykkur í sorginni. Dagný, Adda Birna og Hugrún. Systir okkar, + SIGRÍÐUR MARÍA PÉTURSDÓTTIR WILLIAMS lést á Sjúkrahúsi í Boulder, Colorado, Bandaríkjunum 10. september. Hulda Pétursdóttir, Þórarinn Pétusson, Heimir Bjarnason. Innilegar þakkir færum við ykkur öllum sem auðsýnduð okkur samúð og vinarhug við hið sviplega fráfall og útför JARÞRÚÐAR JÚLÍUSDÓTTUR frá Hlíðarenda, Vestmannaeyjum. Guð blessi starfsfélaga hennar á sjúkrahúsinu og ykkur öll. Bjarni Baldursson Ósk Snorradóttir, Ólafía Ásmundsdóttir, Páll Ingólfsson, Snorri Hafsteinsson, Jónína Ketilsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.