Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 37 FRÉTTIR Kanntu að ferðast? NÁMSTEFNA Heimsklúbbsins um ferðalög í Hátíðarsal Háskóla ís- lands laugardaginn 20. september 1997. Þótt ferðalög setji meir og meir mark sitt á þjóð- lífið hefur enga markvissa fræðslu verið að finna um þau fyrir almenning og oft- ast hending sem ræður ferðavali fólks. Heimsklúbbur- inn efnir til fyrstu námstefnu um þetta mikilvæga efni í Hátíðasal Háskóla íslands nk. laugardag 20. september þar sem fjallað verður um ferðalög nútímans í víðu sam- hengi, fjölbreytni þeirra og tilgang og veitt góð ráð. Yfirskrift nám- stefnunnar er: „Að ferðast með augu og eyru opin og með opnum hug.“ Líffræðingur mun ræða um óend- anlega flölbreytt lífríki hitabeltisins og samhengi lífk'eðjunnar, heilsu- fræðingar um varrúðaráðstafanir, hollustu og heilbrigðar lífsvenjur á ferðalögum og veita ráðleggingar þar að lútandi. Aðalræðumaður og stjórnandi námstefnunnar verður Ingólfur Guðbrandsson, einn víðförl- asti íslendingur fyrr og síðar, sem skipulagt hefur ferðir um allan heim árum saman. í umfjöllun sinni mun hann miðla af víðtækri reynslu og ræða gildi ferðalaga til eflingar víð- sýnni lífsskoðun og bættu mannlífi. Námstefnan er öðrum þræði und- irbúningur að hnattreisu Heims- klúbbsins í nóvember en öll umfjöll- un er almenns eðlis og á erindi við alla sem vilja bæta ferðalög sín. Hún stendur frá kl. 13-18 með sutttum hléum, laugardaginn 20. september, og er öllum opin, meðan húsrúm ieyfir. Þátttökugjald er 5.000 kr. en 8.000 kr. fyrir hjón. Skráning fer fram í síma 562-0400 og hjá Endur- menntunarstofnun Háskólans í síma 525-4923 nk. mánudag og þriðjudag kl. 9-18. Ingólfur Guðbrandsson JÓHANNA Kondrup og Gréta Boða. Ný förðunar- miðstöð opnuð GRÉTA Boða, hárkollu- og förðun- armeistari, og Jóhanna Kondrup, snyrti- og förðunarmeistari, hafa opnað nýja förðunarmiðstöð. Þær hafa báðar til margra ára unnið við leikhús, sjónvarp, kvikmyndir, auglýsingar, tískusýningar, tísku- blöð og hefðbundna förðun innan- lands og utan. í boði eru stutt námskeið fyrir konur á öllum aldri, eitt til fjögur kvöld, einnig kvöldnámskeið fyrir hópa. Á þessum námskeiðum fá allir þátttakendur persónulega ráð- gjöf um förðun við öll tækifæri. Kynntar verða nýjustu tískulínur í förðun fyrir veturinn ’97-’98. Einnig er 6 vikna byijendaskóli með möguleika á framhaldi í sér- greinum. Að loknu námskeiði fá nemendur viðurkenningarskjal. Kynning verður í skólanum sunnudaginn 14. september kl. 15-18 í Skútuvogi 11, 3. hæð. Leiðrétting Varalitur á forsíðu Daglegs lífs í UMFJÖLLUN á forsíðu Daglegs lífs í gær um gráar förðunarvörur mátti skilja að varaliturinn á mynd- inni væri frá Francois Nars, sem fjallað var um í greininni. Svo er hins vegar ekki, hann er frá Helenu Rubinstein. Höfundarnafnið NAFN Önnu Sveinbjarnardóttur féll niður í blaðinu í gær; hún var höf- undur umsagnar um kvikmyndina Hefðarfrúin og umrenningurinn, sem birtist á bls. 25 með fyrirsögn- inni „Rómantískt hundalíf". Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Röng mynd RÖNG mynd birtist með frétt um haustútgáfu Bjarts í blaðinu í gær. Myndin átti að vera af Kristjáni Krist- jánssyni rithöf- undi og birtist hún hér um leið og beðist er vel- virðingar á Kristján þessum mistök- Kristjánsson um. Ríó skemmtir á Hótel Sögu RÍÓ tríó, Bubbi Morthens og KK munu skemmta gestum á Hótel Sögu laugardagana 27. september og 4. október. í fréttatilkynningu frá umboðs- skrifstofunni Þúsund þjalir kemur fram að Ríó tríó verði skipað átta mönnum, þeim Ágústi Átlasyni, Helga Péturssyni og Ólafi Þórðar- syni ásamt þeim Birni Thoroddsen gítarleikara, Szymoni Kuran fiðlu- teikara, Magnúsi R. Einarssyni mandólínleikara, Gretti Björnssyni harmoníkuleikara og Gunnlaugi Briem trommuleikara. Á skemmtuninni koma einnig fram Bubbi Morthens og KK og munu þeir syngja hvor i sínu lagi en einnig með Ríó tríóinu. Þá leikur einnig Tamlasveitin ásamt Agli Ólafssyni og Sigrúnu Evu Ár- mannsdóttur. Þríréttaður kvöldverður er í boði en hægt að kaupa sig sérstaklega inn á skemmtunina sem hefst klukkan 22 bæði kvöldin. MÁLVERK Jóns Stefánssonar: Úr Reykjavík. Málverkauppboð á Hótel Sögu GALLERÍ Borg heldur málverka- uppboð sunnudaginn 14. septem- ber. Uppboðið fer fram á Hótel Sögu og hefst kl. 20.30. Að venju verða boðin upp mörg verk gömlu meistaranna. Þar má nefna myndir eftir J.S. Kjarval, Jón Stefánsson, Ásgrím Jónsson, Gunn- laug Blöndal, Júlíönu Sveinsdóttur, Jóhann Briem, Jón Engilberts, Kristján Davíðsson og Karl Kvaran. Sýning uppboðsverka verður í nýjum húsakynnum Gallerís Borgar í Síðumúla 34, laugardaginn 13. september kl. 12-19, og sunnudag- inn 14. september kl. 12-18. Jeppasýning um helgina hjá B&L BIFREIÐAR og landbúnaðarvél- ar hf. (B&L) efna um helgina til jeppasýningar í tilefni af því að fyrirtækið hefur haft umboðið fyrir Land Rover um eins árs skeið. Þar verða sýndar margar gerðir af Land Rover bílum, bæði litið og mikið breyttar. Er þetta ein stærsta sýning á jepp- um sem bílaumboð hefur haldið hérlendis, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Meðal þeirra bíla sem verða á sýningunni eru Land Rover Discovery og Land Rover Def- ender með ýmsum útfærslum. Ennfremur verður til sýnis Def- ender Double Cab 130 og Range Rover. Land Rover Defender er arftaki eldri gerðar frá Land Rover sem útbreidd hefur verið í sveitum landsins. Alls hafa selst um 160 bílar frá Rover-verk- smiðjunum frá því B&L tóku við umboðinu á síðasta ári. B&L hafa stækkað sýningarsal sinn fyrir þessa sýningu og leigt útiljald. Á sýningunni um helgina fá börn boli frá Land Rover og veitingar. Sýningin stendur frá kl. 10-17 á laugardag og 12-17 á sunnudag. Ný stjórn Drífandi kjörin AÐALFUNDUR Drífandi, félags ungs alþýðubandalagsfólks í Reykjavík, var haldinn í nýjum salarkynnum Alþýðubandalagsins í Austurstræti 10 miðvikudaginn 10. september. Þar var ný stjórn félagsins kjörin fyrir starfsárið 1997-98. Hana skipa: Steinþór Heiðarsson formaður, Katrín Júlíusdóttir varaformaður, Kolbeinn Óttarsson Proppé ritari og Stefán Pálsson gjaldkeri. Með- stjórnendur verða: Erla Ingvars- dóttir (með aðsetur í Kaupmanna- höfn), Harpa Hrönn Frankelsdótt- ir og Kolbeinn Marteinsson. Fráfarandi formaður og varafor- maður Drífandi eru Sigþrúður Gunnarsdóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir. Ráðstefna um varnir gegnhnign- un beitilanda NOKKRAR íslenskar stofnanir hafa sameinast um að halda alþjóðlega ráðstefnu um myndun eyðimarka í heiminum. Fyrsti dagur ráðstefn- unnar fer fram á Loftleiðahótelinu þriðjudaginn 16. september og þar verður fjallað á almennan hátt um beitilönd heimsins og myndun eyði- marka. „Jarðvegseyðing og myndun auðna er vandamál sem hijáir stór- an hluta mannkyns. Nýverið var gerður sáttmáli á vettvangi Samein- uðu þjóðanna um aðgerðir til að sporna við myndun auðna. ísland er aðili að þessum samningi. ísland er í hópi þeirra ríkja þar sem afleið- ingar jarðvegseyðingar eru hvað alvarlegastar, segir í fréttatilkynn- ingu. Ennfremur segir: „Ráðstefnuna sitja rúmlega 50 erlendir gestir frá 30 þjóðlöndum, fulltrúar allra heimsálfa, m.a. frá 5 ríkjum Afr- íku, Kína, Mongólíu, Argentínu og Úrúgvæ, Kyrgistan, Túrkmenistan, Indlandi, Pakistan, Nýja-Sjálandi, .. Ástralíu, Bandaríkjunum og Evr- ópu. Meðal þátttenda eru leiðandi vísindamenn á sínu sviði. Það er mjög athyglisvert hve sögo og eyð- ingu í þessum löndum svipar til þess sem hér þekkist. Aðstæður á Islandi eru með þeim hætti að hér má stunda rannsóknir á eyðingu og landgræðslu sem hafa mikið alþjóðlegt gildi. Við getum miðlað af reynslu okkar og hugsan- lega er hér nýtt svið þar sem íslend- ingar geta lagt hönd á plóg á sviði þróunaraðstoðar. Það sætir tíðindum þegar upp- blástur á íslandi er settur í sam- hengi við myndun eyðimarka á þurrkasvæðum jarðar og á hvern hátt íslendingar geta miðlað af þekkingu sinni. Meðal gesta ráð- stefnunnar eru margir sem áhuga- vert er að fá til viðtals um eyðimerk- ur, ástand viðkomandi ríkja, tengsl við fátækt, hungur o.s.frv." -----♦ ♦ ♦---- Náttúruverndar- samtök Islands Umhverfis- stefna Lands- virkjunar sjá- ist í verki NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK íslands hafa sent frá sér ályktun vegna umhverfisstefnu Landsvirkj- unar sem fyrirtækið kynnti á fimmtudag. I ályktuninni segir að Landsvirkj- un hafi haft mikil áhrif á íslenska náttúru og umhverfi með starfsemi sinni. Það sé því fagnaðarefni að_, fyrirtækið hafi nú tekið upp sér- staka stefnu í umhverfismálum og vænti Náttúruverndarsamtök ís- lands þess að almenningur þurfi ekki að bíða lengi eftir að umhverf- isstefna Landsvirkjunar sýni sig í verki. Segja samtökin að dæmi um það gætu verið að Landsvirkjun sam- þykkti umsvifalaust að fram færi mat á umhverfisáhrifum Búrfells- línu 3A, en fyrirhugað línustæði í Grafningsfjöllum og á Hengils- svæðinu myndi að óþörfu raska ósnortnu landsvæði. Einnig að Landsvirkjun leggi niður Stein- grímsstöð og opni fyrir Efra-Sog á nýjan leik þannig að hinn sögu- frægi stórurriði fái notið sín aftur. Og að Landsvirkjun móti stefnu er miði að því að beislun vatns- eða varmaorku leiði ekki til aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda frá íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.