Morgunblaðið - 13.09.1997, Page 44
44 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
KVENSURNAR tvær á spennuþrungnu augnabliki.
Ripley rís upp
frá dauðum
NÚ ER fjórða myndin í
Alien myndaröðinni á leið-
inni, en þrjár fyrri mynd-
imar hafa skilað 350 millj-
ónum dala í hagnað, eða
um 25 milljörðum ís-
lenskra króna. Það er
kannski ekki vitlaust að
reyna að mjólka þessa goð-
sagnakenndu myndaröð
eitthvað frekar.
Nýja myndin heitir Ali-
en Resurrection, og kemur
nafnið af því að Ripley rís
upp frá dauðum eftir vel
heppnaða vísindalega til-
raun. Sigourney Weaver
er í hlutverki Ripleys sem
endranær, og nú fær hún
til liðs við sig nokkra
ótrausta smygiara í bar-
áttunni við geimverurnar.
Eru leikararnir Winona
Ryder og Dominique Pinon
(úr fyrri myndum leikstjór-
ans) meðal þeirra.
Leikstjórinn að þessu
sinni er franskur og ekki alveg
ókunnur íslenskum bíóförum.
Hann heitir Jean-Pierre Jeunet og
er einn tveggja leikstjóra frönsku
myndanna Delicatessen og City of
Lost Children, sem nutu mikilla
vinsælda hér á landi. Það má því
búast við að útlit myndarinnar
verði hressilegt.
RIPLEY í faðmi skrímslis.
Eftir að Jeunet og félagi hans
Marc Caro luku við fyrri myndina
sína, fengu þeir strax tilboð frá
Los Angeles. En þá hafði lengi
dreymt um að gera Borg hinna
týndu barna, svo þeir kláruðu hana
áður en þeir fóru að huga að tæki-
færum í Ameríku. Dag einn fékk
Jeunet símtal frá umboðsmanni
HLUTI „story-
boardsins" sem
Jeunet lét teikna.
eigin eyrum, því hann er
mikill aðdáandi fyrstu
Alien myndarinnar eftir
Ridley Scott (Blade
Runner, Thelma & Lou-
ise). Tilhugsunin um að
feta í fótspor manna eins
og James Cameron (True
Lies, Terminator 1 & 2)
og David Fincher (Seven)
sem gerðu Alien myndir
númer 2 og 3, fannst
honum líka þægileg.
Handritshöfundur Ali-
en 4 er Joss Whedon sem
skrifaði Toy Story. Jeu-
net var mjög ánægður
með sumt í handritinu,
en öðru breytti hann og
fann m.a. nýjan endi sem
allir voru ánægðir með,
líka fjárhaldsmennirnir.
Hann reyndi líka að fá
félaga sinn Marc Caro til
að vera með, en hann
treystir ekki alveg amer-
íska bíómyndakerfinu,
og kaus því að sitja
heima. Hann gerði samt
fyrsta uppdrátt að bún-
ingum. Til kvikmyndatö-
kunnar valdi Jeunet Dar-
ius Khondji sem tók báð-
ar fyrri myndirnar hans,
og sem nú er mjög eftir-
sóttur í Hollywood eftir
að hann tók Evitu og
Seven.
Jeunet fékk að fresta
tökum á myndinni um
tvo mánuði, þar til hann
var búinn með hið svo-
kallaða „story-board“ á
allri myndinni. Þá er
hvert skot myndarinnar
ákveðið og teiknað upp,
ekki ólíkt teiknimynda-
sögu, og það notað til
hliðsjónar við upptökur
myndarinnar.
Heildarfjármagn til
gerðar Alien Resurrecti-
on er 75 milljónir dala,
sem í íslenskum krónum
talið er fimm og hálfur
milljarður. Um það segir
Jeunet: „Það er vissulega
mikill Qárhagslegur
sínum í Ameríku, og hann spurði þrýstingur á mér, en það sem er
hvort hann hefði áhuga á að gera mikilvægast, er að ég hef listrænt
Alien 4. Hann trúði varla sínum frelsi."
MYNDBÖND
Fjölskyldu-
lausir félagar
Elisa
(Elisa)
D r a m a
★ ★
Framleiðandi: Fihns Christian Fec-
hner. Leikstjóri: Jean Becker.
Handritshöfundur: Jean Becker og
Fabrice Carazo. Kvikmyndataka:
Etienne Becker. Tónlist: Zbigniew
Preisnern, nema lagið „Elisa“ er
eftir Serge Gainsbourg. Aðalhlut-
verk: Vanessa Paradis, Gerard
Derapdieu, Clotilde Courau og
Sekkou Sall. 111 mín. Frakkland.
Gaumont/Skífan 1997. Myndin er
bönnuð börnum innan 12 ára.
MARIE er fjölskyldulaus og það
eru félagar hennar líka. Þau þvæl-
ast saman um Parísarborg og gera
það sem þau vilja. Marie gengur
þó alltaf með
það í maganum
að hefna sín á
pabba sínum
sem fékk
mömmu hennar
til að fremja
sjálfsmorð.
Elisa er svolítið
flöt mynd og
ekki alveg laus
við franska tilgerð. Hún er fremur
tíðinda- og átakalítil á öllum svið-
um og þótt aðalpersónan sé sögu-
maður í myndinni er samt erfitt
að átta sig á persónunum og til-
finningum þeirra. Það verður seint
sagt að nokkurt þeirra félaga sé
sérstaklega heillandi persónuleiki.
í einu atriðinu reyna þau með
svindli að ávaxta peningana sína.
Hvort sem það er til heiðurs Pet-
ers Bogdanovichs eða ekki er þetta
atriði nákvæmlega eins og í mynd
hans “Paper Moon“.
Leikararnir eru frekar góðir.
Krakkarnir þrír standa sig bara
vel og ungfrú Paradis sannar að
hún getur ýmislegt. Depardieu er
frábær leikari og þarf ekki annað
en að vera. Hér fínnst mér hann
góður sem endranær en ekki nógu
sannfærandi þegar hann er sem
fyllstur.
Hildur Loftsdóttir
N
G\
K
á
Laugard. 13. sept.
Kl. 17.00 sfðdegisjazz á
Jómfrúnni við Lækjargötu:
Djassklúbbur RúRek:
Höfuðlausn, djasshljóm-
sveit Egils B. Hreinssonar
Kl. 17:30 Saxófónaflokkur-
inn Raum Musik i
Listasafni íslands
Kl. 21:00 Frank Foster og
Stórsveit Reykjavikur í
Súlnasal Hótel Sögu
Kl. 23.00 RúRek á miðnætti:
Spuni i tali og tónum á
Jómfrúnni við Lækjargötu
Miðasala
i Japis Brautarholti
Miðapantanir
i sima 551 0100.
Námufélagar Landsbankans fá afslátt.
Útvarpið klagað í útlöndum
ERFIÐLEGA gengur, eins og oft
áður, að hafa frið fyrir pólitíkinni
við mannaráðningar til Ríkisút-
varpsins. Einkum er áberandi nú
til dags að borið er við að vanti
faglega þekkingu í heilabú þeirra
sem fá störfin á sama tíma og
þeir sem ekki fá þau eru að springa
af faglegri þekkingu. Varla er hér
átt við meðferð á mikrófónum eða
þekkingu á meðferð upptöku-
tækja. Þess vegna hlýtur að vera
átt við faglega þekkingu á mann-
lífínu almennt eða pólitík. Þá er
spurning hvort um er að ræða
vinstri, miðju eða
hægri faglega þekk-
ingu. Fulltrúar Al-
þýðubandalagsins,
sem aldrei hafa
komið nálægt pólitík, þegar þeir
ræða faglega þekkingu og ráðn-
ingar í störf, hafa nýlega tekið
stóra rispu i faglegri þekkingu út
af konu sem er þeim að skapi. í
beinu framhaldi af því saka þeir
aðra um ófaglegar pólitískar ráðn-
ingar.
Síðan er maður hrakinn frá
Dagsljósi í sjónvarpinu án þess
nokkur bregði honum um faglegt
þekkingarleysi. Hér er um að ræða
helsta leikhúsgagnrýnanda lands-
ins, sem hefur með ágætum sagt
kost og löst á leiksýningum í sjón-
varpi undanfarin ár. Miðað við
faglega þekkingu Allaballa, sem
ræður ríkjum í vinnustaðarpólitík
fjölmiðilsins upp á ein sextíu pró-
sent, kemur á daginn að leikhúslíf-
ið virðist að meirihluta líka stjórn-
ast af faglegri þekkingu Allaballa,
sem yfirskyggir faglega þekkingu
gagnrýnandans. Hún er þó hin
eina viðurkennda fagþekking sem
við höfum. Þátturinn Dagsljós
hefur hlýtt ákveðinni kröfu fagídj-
óta. Völd þeirra má
marka af því að sex
fulltrúar, allir með fag-
lega þekkingu skyldi
maður halda, hafa
klagað Ríkisútvarpið á þingi
Nordfag austur í Helsinki, vegna
þess að Allaballar fá ekki alfarið
að stjórna ráðningum starfsfólks
hjá Ríkisútvarpinu. Hér eftir má
ætla að allar leiksýningar verði
dæmdar frábærar í Dagsljósi af
amatörum.
Hafnar eru sýningar á stór-
myndinni Gettysburg í sjónvarpi,
sem verður skipt á alls þijú sunnu-
dagskvöld. í Gettysburg stóð
feiknarleg orrusta í Þrælastríðinu
í Norður - Ameríku dagana 1.-3.
júlí 1863. Þar lenti saman megin-
herjum Norður- og Suðurríkja.
Lauk orrustunni með því að Suður-
ríkin töpuðu í fyrsta sinn stórt
fyrir Norðurríkjunum. Átti þess
ósigurs eftir að gæta það sem
eftir ríkti stríðsins. Sigur Norður-
ríkjamanna í þessu stríði hafði
mikil áhrif á heimsbyggðina, því
eftir hann töldu þeir sig í fullum
færum við að létta öðrum þjóðum
baráttu við einræði og ófrelsi.
Samt hafa þeldökkir menn og Indí-
ánar talið skorta nokkuð á jafn-
rétti sitt þrátt fyrir allt frelsistal-
ið. Gettysburg er fræg mynd enda
geta Bandaríkjamenn horft þar á
margar þjóðhetjur sínar endur-
bornar. Hins vegar fékk hún ekki
neinar stórkostlegar viðtökur þeg-
ar hún kom. Samt er hún ein af
kílómetrasteinum bandarískrar
kvikmyndasögu við hlið „Birth of
a Nation" eftir Griffith og annarra
ámóta mynda.
Stöð 2 sýndi mynd um kappann
Howard Hughes, sem baslaði við
margt um sína daga og sumt mis-
jafnlega frækilegt. Hann hannaði
fræga bjóstahaldara á Jane Russ-
ell, leikkonu, flaug einni af vélum
sínum í kringum hnöttinn og gift-
ist um síðir frægri og fallegri leik-
konu, Jane Powers, minnir mig
að hún héti, um það bil sem hann
var að verða sjúkur eftir flugslys,
sem lýsti sér í því að enginn mátti
koma nálægt honum. Eiginkonan
sótt hið snarasta um skilnað en
sjálfur tók hann heilar hæðir á
leigu í hótelum og lokaði þær af.
Hann safnaði hári og skeggi og
nöglum á fingrum og tám og hafði
þegar best gekk einn og hálfan
milljarð í tekjur á dag. Menn hafa
löngum talað um ameríska draum-
inn. En ef hann er eitthvað í lík-
ingu við ástandið á Howard Hug-
hes, eins og heimildarmyndin lýsir
honum, má sjálfur paurinn lifa
þann draum. Fyrst taldi ég mig
hafa kynnst þessum manni í gegn-
um bókina „The Carpetbaggers",
sem náði m.a. til Hollywood-ára
hans, þegar hann átti og stjórnaði
ROKO Radio Pictures og var að
fást við Jane Russell. Kannski
hefur það verið hálfgerð þjóðsaga,
eins og flest sem hefur um þennan
mann verið sagt.
Indriði G. Þorsteinsson
SJÓIMVARP Á
LAUGARDEGI