Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Aðstaða fatlaðra við sundlaugar
Aðkallandí að auka víð-
legnpláss við bryggjur
í DAG verður tekin fyrsta skóflu-
stunga að nýju hafnarhúsi Hafna-
samlags Norðurlands við Fiskitanga
á Akureyri. Nýja húsið verður 430
fermetrar að stærð á tveimur hæðum.
Þar verður í framtíðinni öll starfsemi
hafnarinnar auk aðseturs Fiskistofu.
Þeir átta starfsmenn sem vinna
hjá Hafnasamlaginu eru í dag með
aðstöðu á þremur stöðum en á næsta
ári verður breyting þar á. Gengið
hefur verið frá samningi við P. Al-
freðsson ehf. um byggingu hússins
en félagið átti lægsta tilboð í verkið,
48 milljónir króna. Kostnaðaráætlun
hljóðaði hins vegar upp á 50,3 millj-
ónir króna.
í verkinu felst einnig að ganga
frá lóð og byggja undirstöður undir
nýja bílavog. Framkvæmdir hefjast
eftir helgi en gert er ráð fyrir að
húsið verði tilbúið að innan um miðj-
an apríl á næsta ári og hinn 1. júlí
verði húsið tilbúið að utan og lóð
frágengin.
Úttekt á umferð um höfnina
Eins og komið hefur fram er orð-
ið mjög aðkallandi að auka viðlegu-
pláss við bryggjur á Akureyri. Guð-
mundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri
segir að Siglingastofnun hafi gert
úttekt á hafnaraðstöðu og umferð
um höfnina í ársbyijun 1995. í þeirri
úttekt hafi komið í ljós að nýting
bryggjukanta hafi verið 91-203%
fyrir skip stærri en 500 brúttótonn.
í samþykktri hafnaáætlun er gert
ráð fyrir að byggður verði 120 metra
viðlegukantur við vesturhluta Fiski-
hafnarinnar og að við dýpkun hafn-
arinnar verði mokað upp um 80-90
þúsund rúmmetrum af efni. Dýpi við
vesturkantinn verður 9 metrar en
það er aðeins 7 metrar við austur-
kant Fiskihafnarinnar og segir Guð-
mundur að það sé of lítið dýpi. Hann
segir að sex af skipum Útgerðarfé-
lags Akureyringa og Samhetja geti
ekki lagst við austurbakkann fyrir
vikið.
Vegna aukinnar eftirspurnar eftir
viðleguplássi hefur stjórn Hafna-
samlags Norðurlands óskað eftir því
við stjórnvöld að fá að hefja fram-
kvæmdir við vesturkant fiskihafnar-
innar strax á næsta ári og ljúka
framkvæmdum í einum áfanga.
Heildarlengd viðlegukantsins er
áætluð 190 metrar og við heildar-
dýpkun þarf að moka upp um 200
þúsund rúmmetrum af efni.
„Þetta mál er til umfjöllunar í
stjórnkerfinu en ég vonast eftir já-
kvæðri niðurstöðu ekki síst í ljósi
sterkra raka fyrir framkvæmdinni,“
sagði Guðmundur.
Þjálfunarlaug á
Kristnesi nýtt
GREINARGERÐ sviðsstjóra fé-
lags- og heilsugæslusviðs og
fræðslu- og frístundasviðs Akur-
eyrarbæjar um sundlaugarmál fatl-
aðra var lögð fram á fundi bæjar-
ráðs í gær. Átta fulltrúar hags-
munafélaga höfðu áður ritað bæjar-
ráði bréf þar sem farið er fram á
úrbætur í sundlaugarmálum fatl-
aðra.
Niðurstaða sviðsstjóranna er sú
að raunhæfast sé að horfa til sund-
laugarinnar við Kristnesspítala í
framtíðinni fyrir þá sem mest eru
fatlaðir. Þar til hún kemst í notkun
sé æskilegast að reyna að sinna
þörfum hópsins í sundlaug Glerár-
skóla í sambúð við þá starfsemi sem
þar er fyrir. „Æskilegt er að Akur-
eyrarbær leiti leiða til að stuðla að
því að byggingu þjáifunarsundlaug-
ar við Kristnesspítala ljúki sem
fyrst,“ segir í greinargerð sviðs-
stjóranna.
Bæjarráð tekur undir þetta sjón-
armið og bendir á að vegna breyttr-
ar notkunar á húsnæði að Sólborg
hafi þjálfunarlaug fyrir fatlaða sem
þar var verið lögð niður, en hún
var byggð fyrir söfnunarfé. Fól
bæjarráð bæjarstjóra að taka upp
viðræður við ríkið vegna þessa
máls.
Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu-
bandalagi, segir í bókun sinni að
ljóst sé að enn um sinn verði að-
staða fatlaðra í sundlaugum Akur-
eyrarbæjar ófullnægjandi.
DEILISKIPULAG fiskihafnarinnar, milli lóðar ÚA að norðan og Skipatanga, hefur verið sam-
þykkt. Deiliskipulag vöruhafnar þar fyrir sunnan er í kynningu en þar er m.a. gert ráð fyrir því
að lengja Laufásgötu til norðvesturs og að hringtorgi á Hjalteyrargötu á móts við Grenivelli.
Unglinga-
diskó
DANSSMIÐJA Hermanns
Ragnars og Dansskóli Auðar
Haralds standa fyrir unglinga-
diskóteki á Ráðhúskaffí, Akur-
eyri á morgun, laugardaginn
27. september frá kl. 16 til 18.
Margt verður til skemmtun-
ar, kenndir verða diskó- og
„spice girls“-dansar og sýning-
arflokkur frá dansskólanum
sýnir slíkan dans, haldin verður
Spice girls eftirhermukeppni.
Skemmtunin verður á efri
hæð hússins en sú neðri er
opin foreldrum og öðrum gest-
um.
Línudanskennsla verður frá
kl. 21 til 22 þar sem Jóhann
Örn kennir nýjustu sporin og
frá kl. 23 stjórnar hann dansi
og boðið verður upp á danssýn-
ingu.
i
Breyting á aðalskipulagi
Akureyrar í Krossaneslandi
Akureyrarbær auglýsir skv. 17. og 18. grein skipulags-
laga, tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar, sem
gerð er til samræmis við auglýst deiliskipulag iðnaðar-
og athafnasvæðis í Krossaneshaga og hafnarsvæðis í
Krossanesi, sem samþykkt hafa verið af Akureyrarbæ.
Eftirtaldar breytingar eru gerðar:
1. Krossanesbraut veröur lögð nær núverandi vegstæði
en gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi þannig að
áfangaskipting og uppbygging veröi hagkvæmari en
ella.
2. Síðubraut er sveigð lítillega til norðurs og með því
löguð þetur að landslagi.
3. Byggingarsvæði og umferðarkerfi iðnaðarsvæðis í
Krossaneshaga eru skilgreind í samræmi við
deiliskipulag.
4. Byggingarsvæðum í Krossaneshaga sem skilgreind
eru sem svæði til síðari nota er breytt í svæði til
notkunar á skipulagstímabilinu.
5. Hafnarsvæði í Krossanesi er afmarkað í samræmi við
deiliskipulag og endanleg stærð landfyllingar norðan
Krossaness.
6. Umferðartenging hafnarsvæðisins við Krossanes-
braut er færð til samræmis við deiliskipulag.
Breytingartillagan liggur frammi almenningi til sýnis á
Skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð,
næstu 8 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til
föstudagsins 21. nóvember nk. Þeir sem þess óska
geta kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdír.
Athugasemdafrestur er til kl. 16.00, 21. nóvember nk.
Þeir sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna
breytingarinnar, er bent á að gera athugasemdir innan
tilgreinds frests ella teljast þeir samþykkir tillögunni.
Skipulagsstjóri Akureyrar.
Rætt um
meugun í
bæjarráði
UMRÆÐUR um mengun í Akur-
eyrarbæ fóru fram á fundi bæjar-
ráðs í gær, að ósk Odds H. Halldórs-
sonar bæjarfulltrúa Framsóknar-
flokks. Sérstaklega var rætt um
lyktarmengun frá verksmiðjunni í
Krossanesi, kjötreykingu Kjarna-
fæðis við Fjölnisgötu og rykmengun
frá malbikunarstöð bæjarins.
Fram kom á fundinum að hafin
er endurnýjun tækja í Krossanesi
sem verulega eiga að draga úr lykt-
armengun frá verksmiðjunni, heil-
brigðisnefnd hefur veitt Kjarnafæði
frest til úrbóta til 15. nóvember
næstkomandi og þá hefur verið
samþykkt að setja upp rykhreinsi-
búnað við malbikunarstöðina áður
en starfsemi hennar hefst vorið
1998.
Flugfiskar?
Morgunblaðið/Kristján
HARÐBAKUR EA, ísfisktogari
Útgerðarfélags Akureyringa hf.,
hélt til veiða í gær og þykir
kannski ekki í frásögur færandi.
Hins vegar var eins og skipveij-
arnir, sem stóðu frammi á hval-
bak, ætluðu á flugfiskveiðar og
væru þegar farnir að Iíta í kring-
um sig. Svo var nú ekki og þeir
voru aðeins að fylgjast með flug-
vél sem var á leið til Iendingar
á Akureyrarflugvelli.
I
>
>
>
I
>
Ákærður fyrir að kaupa fíkniefni
Héraðsdómur sýknaði
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands
hefur sýknað 24 ára gamlan mann
sem ákærður var vegna brota á
lögum um ávana- og fíkniefni.
Maðurinn var kærður fyrir að
kaupa í nóvember síðastliðnum 20
grömm af amfetamíni og 5 alsælu-
töflur af manni í Reykjavík sem
sendi efnin með flugi til ákærða á
Akureyri.
Forsagan er sú að maðurinn var
handtekinn í tengslum við annað
mál og fundust þá á honum tvær
kvittanir fyrir peningagreiðslum.
Skýrði hann svo frá að önnur
greiðslan hefði verið vegna fíkni-
efnakaupa. Fyrir dómi neitaði hann
sakargiftum og sagði játningu sína
fyrir lögreglu ranga og dró hana
til baka. Kvittunina kvað hann hafa
verið vegna greiðslu á láni. Önnur
gögn en kvittun fyrir símgreiðslu
voru ekki lögð fram. Þótti dómnum
sú skýring ekki ótrúlegri en sú sem
fram kom við yfirheyrslu hjá lög-
reglu. Varhugavert væri að telja
nægilega sannað með þeim gögnum
sem fram voru lögð að hann hefði
keypt fíkniefni og var maðurinn því
sýknaður.
>
>
I