Morgunblaðið - 26.09.1997, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 26.09.1997, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Afrek HVERNIG má vera að þjóð, sem sjaldnast nær íþróttaafrekum í fremstu röð án þess að grípa þurfi til höfðatölusamanburð- ar, getur státað af af- reki sem allar Evrópu- þjóðir vildu hafa unn- ið? Að ekki sé minnst á að það gerist í landi þar sem aðeins er hægt með góðu móti að iðka þá íþrótt í fjóra mánuði á ári, á meðan erlendir keppendur eru valdir úr milljón- um iðkenda, sem æfa íþrótt sína við kjörað- stæður allan ársins hring? Hér er átt við afrek kylfingsins unga frá Akureyri, Ómars Hall- dórssonar, sem varð Evrópumeist- ari í golfi átján ára og yngri í sum- ar. Ofnotkun á efsta stigi lýsingar- orða, sérstaklega í umfjöllun um íþróttaafrek, gerir það að verkum að illmögulegt er að koma almenn- ingi í skilning um hve mikið afrek hér er um að ræða. Ómar atti kappi við bestu kylf- inga Evrópu í sínum aldursflokki, í móti sem fram fór á Ítalíu í sum- ar. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þessir kylfingar náð ótrúlega langt í íþrótt sinni. Verðlaunin voru þau æðstu sem nokkur ungur kylfingur getur látið sig dreyma um en það er að komast í Ryderlið unglinga og keppa fyrir Evrópu við lið Bandaríkjanna. Síðast en ekki síst fer þessi keppni fram á sama stað og á svipuðum tíma og Ryder- keppni aldarinnar, eins og sumir kalla hana, fer fram. Þá gefst hin- um ungu kylfingum tækifæri til að hitta og umgangast nánast alla frægustu kylfinga heims. Þess vegna geta verðlaun, fyrir ungan kylfing, ekki orðið betri en hér er um að ræða. Hvað þarf til að eignast Evrópumeistara í golfi? Ljóst er að Evrópumeistaratitill unglinga 18 ára og yngri vinnst ekki án þess að margt komi til. Hann liggur fyrst og fremst í vinnu Ómars Halldórssonar, sem hafði óbilandi trú á sjálfum sér og á því að hann gæti unnið mót sem þetta. Það skal játast að hvorki golffor- ystan eða golfkennari hans, höfðu látið sig dreyma um þessa nið- urstöðu. Þess vegna eru það hæfileikar og sjálfsöryggi Ómars sem ráða mestu. Fleira kemur til, fjölskylda Ómars hefur stutt hann vel og dyggilega og gert honum kleift að stunda íþrótt sína af jafnmikilli kost- gæfni og raun ber vitni. David Barnwell, golfkennari hjá Golf- klúbbi Akureyrar, hef- ur kennt Ómari frá því hann hóf að leika golf. Hans þáttur og klúbbsins er mjög mikilvægur og verður sennilega seint ofmetinn. Þá hefur öflugt unglingastarf Golfsambands Is- lands gefið Ómari tækifæri til að keppa á erlendri grundu og þannig Ofnotkun á efsta stigi lýsingarorða, sérstak- lega í umfjöllun um íþróttaafrek, segir Hannes Guðmunds- son, gerir það að verkum að illmögulegt er að koma almenningi í skilning um hve mikið afrek hér er um að ræða. hefur hann fengið reynslu sem fullyrða má að hafi nýst honum í Evrópukeppninni í sumar. Þess má geta að, þrátt fyrir ungan ald- ur Omars, hefur Golfsamband ís- lands sent hann í fimmtán keppnis- ferðir erlendis á undanfömum árum, þar sem hann hefur keppt fyrir Islands hönd. Af framansögðu er ljóst að margt þarf að koma til að afrek sem þetta náist, og vafa- laust má nefna enn fleiri atriði sem skipta máli. En afrekið er fyrst og fremst Ómars Halldórssonar. ÓMAR Halldórsson, Evrópu- meistari i golfi, átján ára og yngri. Með sigri sínum munu dyr opn- ast fyrir Omari, t.d. ef hann hefur áhuga á að stunda nám í Banda- ríkjunum, þá er vitað að hann get- ur valið úr háskólum. Enda er al- mennur skilningur bæði þar og mjög víða í heiminum, á því hvað þurfí til að komast í Ryderúrval. Til að sá draumur rætist að ís- land eigi fulltrúa í Ryderliði Evr- ópu, og er þá átt við aðallið Evr- ópu, þurfa allir sem koma nærri að leggja sig enn betur fram. Það starf byggist á unglingastarfi hvers klúbbs, starfi GSI, stuðningi styrktaraðila og starfi kylfinganna sjálfra. Vonast er til að þetta afrek opni augu þeirra sem sitja í stjórn Afreksmannasjóðs fyrir golfíþrótt- inni og því starfí sem þar er unn- ið. Leggist allir á eitt er víst að við munum uppskera og ekki mun líða á löngu þar til ísland eignast fulltrúa í Ryderliði Evrópu. Um leið og Golfklúbbi Akur- eyrar, David Barnwell og Ómari Halldórssyni er óskað til hamingju með unnið afrek, er vonast til að það megi hvetja unga kylfinga og forystumenn í íþróttahreyfingunni til enn frekari dáða. Höfundur er formaður Golfsambands íslands. SLa^V Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1980- 2.fi. 1981- 2.fi. 1982- 2.fl. 1987-2.fl.A 6 ár 25.10.97 -25.10.98 15.10.97 - 15.10.98 01.10.97 - 01.10.98 10.10.97 kr. 336.126,40 kr. 202.251,00 kr. 142.336,30 kr. 41.602,40 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextii; vaxtavextir og verðbætui: Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 26. september 1997 SEÐLABANKIÍSLANDS Látið blómin tala ÞAÐ er sunnudagur í lok febr- úar. Úti er tíu stiga frost og skaf- renningur. Klukkan er níu að morgni. Fjallmyndarlegur íslensk- ur karlmaður í vetrarfrakka og kuldastígvélum berst við veður og vind í leit að blóma- búð. Auðvitað væri hann sofandi heima í rúminu sínu ef þetta væri ekki á íslandi á fyrsta degi góu, sjálf- an „Konudaginn" - með stórum staf - og sú hefð komin á að allir karlar landsins færa „konunni í lífi sínu“ blóm á þessum degi. Inni í blómabúð- inni gengur hann keikur að blómavös- unum, bendir á túlíp- anana og segir með nokkru stolti við af- greiðsludömuna: „Ég ætla að fá fimmtán svona rósir“. Nákvæmlega þetta gæti hafa gerst fyrir um það bil tíu árum, þegar aðeins var um að ræða fáein- ar tegundir afskorinna blóma á hverri árstíð - og samnefnari allra blóma var orðið „rósir“. Þetta voru árin þegar túlípanar og önnur slík laukblóm fengust á veturna, krýsi og nellikkur á haustin en rósirnar á sumrin. Þótt rósirnar væru bara til í blómabúðunum yfir hásumar- ið, voru þær í hugum allra árið um kring, því rósir - og þá helst rauðar - hafa alltaf verið tákn um ást og aðrar háleitar hugsanir. í dag þekkja allir túlípana frá rósum, jafnvel veðurbarðir víking- ar á „Konudeginum". Tímamir hafa breyst. Viðskiptavinirnir gera meiri kröfur til blómakaupmanns- ins og blómakaupmaðurinn krefst meira af garðyrkjumanninum. Garðyrkjumennirnir, blómafram- leiðendur, hafa svarað þeim kröf- um með því að bjóða upp á aukið úrval blóma í ræktun árið um kring. íslenskar rósir eru nú tiltæk- ar alla daga og framboð á öðrum tegundum gefur í litlu eftir því sem þekkist erlendis. Þau 15 ár sem ég hef verið viðriðin blómasölu hafa ýmsar breytingar orðið í sölu blómanna. Tilefnunum til blómagjafa hefur líka fjölgað. Þegar ég byrjaði voru helstu tilefnin þau að fagna nýjum einstaklingum með því að færa sængurkonum blóm, vinir fengu afmælisvendi, við sendum syrgj- endum samúðarvendi. Mæður fengu blóm á „Mæðradegi" og eig- inkonan á „Konudegi". í „blómada- gatalið" hafa nú bæst við fastir „blómadagar“. „Bóndadagurinn" er orðinn mikill blómasöludagur - og nú elska eiginkonur jafn heitt á Bóndadegi og eiginmenn á Konu- dag, ef mæla má ástina í seldum fjölda af blómvöndum. „Valentínsdagur - dagur elsk- endanna" [það er afkáralegt að nota tvöföldu eignarfallsendinguna - tínusar, líkt og við segðum Há- konars!] Dagurinn er kenndur við heilagan Valentín (hann heitir svo í íslenska dýrlingatalinu!), píslar- vott og dýrling elskenda. Hann setti sig upp á móti skynsemis- og haghjónaböndum og öðrum boðum og bönnum yfirvalda sem giltu um samgang og ástir ungmenna á hans tíð, 14. febrúar, er líka orðinn fastur í blómadagatalinu okkar. Það er virkilega ánægjulegt að sjá „unga og ástfangna“ hlaupa um bæinn á þessum degi gefandi blóm! Nú á dögum eru allar jákvæðar tilfinningar tjáðar í fegurð og ein- lægni með því að gefa blóm! - Hvað er yndislegra? Blómatískustefnur hafa líka borist hingað til lands frá Evrópu. Blómvendir og skreyt- ingar hafa tekið breyt- ingum. Lögun og lita- val, form og framsetn- ing birtast stöðugt í nýjum útfærslum. Frumleikinn og fjöl- breytnin í blómabind- ingum eru í sífelldri þróun og endurskoðun eins og aðrar tísku- hreyfingar. Þessar hreyfingar eru örar og blómakaupmenn hafa sig alla við að fylgjast með og fara eftir smekk, vilja og óskum viðskiptavinanna. Blóma- verslanir á íslandi eru margar - og flestar þeirra geta státað af frábæru fagfólki við blómaskreyt- ingarnar. Það er líka gaman að geta verið Allar jákvæðar tilfinn- ingar, segir Hjördís Jónsdóttir, eru nú á dögum tjáðar í fegurð og einlægni með blómagjöfum. virkilega stoltur af því sem maður lætur frá sér fara. íslensk blóm eru einstaklega góð vara sem stenst allan samanburð við það sem flutt er inn af blómum og skara reyndar oftast framúr í öllu gæðamati og endingu. íslenskir blómaframleiðendur hafa tileinkað sér allar þær nýjungar sem völ er á við framleiðsíuna. Við njótum líka þeirra forréttinda á sumrin að hafa góð birtuskilyrði fyrir blóma- rækt. Það sjáum við til dæmis á lit blómanna. íslensk blóm hafa langtum skærari og hreinni liti en erlend framleiðsla. Ég fullyrði að íslenskar rósir eru fallegustu og sterkustu rósir í heimi! Þær geta staðið ótrúlega lengi, ef vel er hugsað um þær. Lykillinn að því að láta blómvendina endast eins lengi og kostur er, er að gæta þess að blöðin á blómstilkunum lendi aldrei ofan í vatninu, nota hreint vatn með blómanæringu og umfram allt: Alltaf hreina vasa! Öllum þykir notalegt að vera í návist blóma. Þau fegra umhverfið og laða fram allt hið jákvæða í fari hvers einstaklings. Og nú getur hinn veðurbarði vík- ingur frá Islandi, sem ég minntist á í upphafi, hvenær sem er átt von á því að „hið ljósa man“ hans á ís- landi sendi honum ástarkveðju með blómum - hvar svo sem hann er staddur í heimunum. Hvort sem hann er á leiðinni upp á Everest- fjall eða flatmagar á suðrænni sólar- strönd, klæddur sundskýlunni einni saman á sextugsafmælinu sínu! Int- erflora-þjónustan sér um það! Höfundur er blómaskreytari. Hjördís Jónsdóttir • • • w • • • • sœtír sofar* HÚSGAGNALAGERINN • Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475 »

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.