Morgunblaðið - 26.09.1997, Page 30

Morgunblaðið - 26.09.1997, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HÖGGVA VERÐUR Á HNÚTINN UM LANGT skeið hefur það almennt verið viðurkennt í þjóðfélaginu, að launakjör kennara séu of lág miðað við þá miklu ábyrgð, sem starf þeirra felur í sér. Á þetta við um kennara á öllum skólastigum. Ástæðan er að sjálfsögðu sú, að kennurum er falin umönnun og menntun barna og ungmenna og foreldrar vilja eðlilega, að þau njóti aðeins hins bezta í uppeldi sínu og á mennta- brautinni. Það er einnig almennt viðurkennt, að efnahags- leg og menningarleg framtíð þjóðarinnar er komin undir aukinni og bættri menntun, hvort sem námið er verklegt eða lært til bókar. Allavega hafa stjórnmálamenn þetta sífellt á orði, svo og talsmenn atvinnuvega og launþega- hreyfingar, að ekki sé talað um foreldrafélögin. Sveitarfélögin í landinu eiga nú í fyrstu samningsgerð sinni við grunnskólakennara eftir að þetta skólastig var fært til þeirra frá ríkinu. Ekki er óeðlilegt, að samning- arnir taki sinn tíma eftir þessa grundvallabreytingu, ekki sízt þegar á sama tíma er verið að koma á einsetn- ingu grunnskólans. Samningarnir eru þvi flóknir. Grunnskólakennarar hafa miklar væntingar um bætt kjör í þessari samningslotu, m.a. með vísan til ummæl- anna um mikilvægi starfa þeirra, svo og vegna þess góðæris, sem hafið er í efnahagslífinu eftir langvarandi samdrátt. Sveitarfélögin hafa lýst vilja til þess að ganga eins langt til að mæta óskum kennara og þeim er frek- ast unnt. Þau benda hins vegar réttilega á, að fjárhags- getu þeirra eru takmörk sett og verulegum launahækkun- um verði ekki mætt nema með skattahækkunum. Þar stendur hnífurinn í kúnni og kennarar greiða nú at- kvæði um verkfall, sem allir eru sammála um að muni stórspilla skólastarfi. Hvað er þá til ráða? Eru skattgreiðendur, sem margir hverjir eru foreldrar með börn í skóla, reiðubúnir að taka á sig auknar byrðar til að bæta menntun barna sinna og koma í veg fyrir áframhaldandi atgervisflótta úr kennarastétt? Er hugsanlegt fyrir sveitarfélögin að efna til atkvæðagreiðslu eða skoðanakönnunar meðal borgar- anna til að kanna hug þeirra um auknar álögur til að standa undir kjarabótum til kennara og jafnvel annarra umönnunarstétta, eins og t.d. þeirra er annast farlama, aldrað fólk. Öll þessi mikilvægu störf þarf að launa betur. Þessari hugmynd er varpað fram til að leita leiða út úr þeim ógöngum, sem við blasa í skólakerfi og öldrunar- þjónustu, verði ekki höggvið á hnútinn. SAMKEPPNISRAÐ OG ÁTVR SAMKEPPNISRÁÐ mælir með því að stofnað verði sérstakt hlutafélag um innflutning Áfengis- og tób- aksverzlunar ríkisins, eins og gert hefur verið bæði í Noregi og Svíþjóð. Þar þótti þessi breyting nauðsynleg, þegar innflutningur áfengis var gefinn frjáls, til að koma í veg fyrir að aðili með einkaleyfi í smásölu væri jafn- framt í samkeppni við aðra heildsala. Verzlunarráð ís- lands hvetur á hinn bóginn fjármálaráðherra til að leggja ÁTVR niður og gefa smásölu áfengis frjálsa. Ríkisrekin sölustarfsemi heyrir víðast og á flestum sviðum sögunni til. Það er því tímabært að ræða á op- inskáan og fordómalausan hátt um það, hvort ekki sé kominn tími til að afnema þá einokun sem lengi hefur verði við lýði í áfengissölu hér á landi. Ef öðrum aðilum en ríkinu verður leyft að selja áfengi yrðu sú sala að sjálfsögðu áfram háð þeim ströngu reglum, takmörkunum og eftirliti, sem við hæfi teljast. Og ríkið héldi tekjum sínum af sölunni í formi neyzluskatta, þótt það hætti verzlunarrekstri. Kjósi landsfeður á hinn bóginn að hjakka áfram í ríkis- rekinni sölustarfsemi er það lágmarkskrafa að orðið verði við tilmælum samkeppnisráðs um stofnun hlutafélags um innfluting ÁTVR. Ótækt er að starfsemi á vegum ríkisins stríði gegn markmiðum samkeppnislaga, eins og Samkeppnisstofnun telur að um sé að ræða hjá ÁTVR. * Ar frá því meðferðarstöðin Stuðlar W0: t ....—. SPJALLAÐ við unglingana i kennslustofunni. STUÐLAR, meðferðarstöð fyrir unglinga, hefur nú verið starfrækt í ár en þar dveljast unglingar sem þurfa á meðferð að halda vegna ein- hvers konar hegðunarvanda. Þar er einnig tekið við unglingum sem þurfa bráðavistun, t.d. vegna_ ofneyslu áfengis- eða vímuefna. „Á Stuðlum trúum við á lausnir. Lausnin er ávallt til en oft þarf að leita að henni,“ eru einkunnarorð meðferðarstöðvarinnar en það er Áskeil Örn Kárason, sál- fræðingur og forstöðumaður, sem greinir frá starfseminni en Stuðlar eru til húsa skammt frá Korpúlfs- stöðum í Reykjavík. „Hér fer annars vegar fram grein- ing, meðferð og eftirmeðferð fyrir unglinga sem eiga við hegðunar- vanda að glíma, sem leitt hefur yfir þau ýmis vandræði og þau þurfa hjálp við að ráða framúr, og hins vegar neyðarmóttaka fyrir unglinga sem ratað hafa í raunir vegna óhóf- legrar neyslu áfengis eða annarra vímuefna," segir Áskell Örn. Hægt er að taka við átta unglingum í senn í meðferð og rými er fyrir fjóra í neyðarmóttöku sem Áskell segir að sé sjaldnast fullskipuð, t.d. er þar aðeins einn unglingur í dag en yfir- leitt er hvert rúm skipað í meðferð- inni og biðlisti. Tekið er við 12-16 ára börnum og unglingum en fiestir hafa verið á bilinu 13-15. En af hveiju þurfa unglingar að vistast á slíkri meðferðarstöð? Hegðunarvandi í einhverri mynd „Aðalástæðan er hegðunarvandi í einhverri mynd, vandi sem foreldrar og skólar hafa gefist upp á að ráða við, og leitt hefur unglinginn í slík vandræði að grípa verður inní ef ekki á að fara illa,“ segir Áskell. „Stundum hafa þau leiðst út í af- brot, þau eru farin að slá slöku við í skóla, eru jafnvel hætt, foreldrar hafa misst sambandið við þau og segja má að krakkarnir hafi komið sér út úr húsi víðast hvar.“ Barnaverndaryfirvöld sveitarfé- laganna sækja þá um vist á Stuðlum í samráði við foreldra og unglingana og segir Áskell reynt að leiða ungl- ingunum það fyrir sjónir að þeir þurfi á hjálp að halda, að þeir þurfi ekki einir og óstuddir að ráða bót á öllum vanda sínum. „Sum koma hingað mjög fúslega og eru strax opin fyrir allri aðstoð en öðrum finnst þau koma nauðug og þá getur tekið tíma að vinna traust þeirra. Öll fara þau í nokkuð stífa meðferð í bytjun og getur hún varað frá einum mán- uði uppí fjóra sem er hámark og er hún sniðin að þörfum hvers og eins.“ Auk meðferðar stunda ungling- arnir nám og sjá tveir kennarar frá Einholtsskóla um að kenna 20 tíma Lausn á hegð vanda ávallt til þarf að leita at Átta unglingar dvelja í senn á meðferðarstöð- inni Stuðlum í Reykja- vík sem kom í stað þriggja meðferðarheim- ila sem starfrækt voru af Unglingaheimili ríkisins. Jóhannes Tómasson leit þar inn í gær en ár er í dag liðið frá því Stuðlar hófu starfsemi. FORSTÖÐUMAÐURINN, Áskell með Berglindi Gunnarsdóttur da syni deilc OFT skreyta unglingarnir herbergin til að gera þau sem vistlegust. á viku þannig að þau missa ekki úr skóla. Er fjórum kennt í senn hálfan daginn meðan hin fjögur eru í með- ferð og síðan skipt á hádegi. En hveijir eru helstu þættir meðferðar- innar? „í raun er málið oft ekki flóknara en svo að við erum að kenna þeim góða siði. Æfingar í kurteisi og til- litssemi auka á sjálfsvirðingu ungl- ingsins og sjálfstraust. Þetta gerist bæði í einstaklings- og hópmeðferð. Þá er mikilvægt að kynna unglinginn fyrir nýrri og gefandi upplifun í stað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.