Morgunblaðið - 26.09.1997, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 41
MINNINGAR
+ Guðbjört Guð-
bjartsdóttir
fæddist 11. október
1906 í Grindavík.
Hún lést á Landa-
kotsspítala hinn 20.
september síðast-
liðinn.
Foreldrar henn-
ar voru Guðbjartur
Guðmundsson og
Jóhanna Bjarna-
dóttir. Guðbjartur
lést af slysförum er
Guðbjört var enn
ófædd. Jóhanna
giftist siðar Vil-
hjálmi Jónssyni frá Miðhúsi í
Grindavík og gekk hann Guð-
björtu í föðurstað. Hálfsystkini
Guðbjartar eru: Regin Baldur
Vilhjálmsson, Kristinn Vil-
hjálmsson, látinn, og Jóhanna
Vilhjálmsdóttir. Ennfremur
átti hún uppeldissystur, Arn-
fríði og Magnússínu Vil-
hjálmsdætur.
Guðbjört giftist Herjólfi Guð-
Elsku amma Bjarta.
Nú ertu farin til Guðs og engl-
anna og nú fínnur þú ekki lengur
til. Þú varst alltaf svo góð við okk-
ur og kallaðir okkur alltaf litlu
krakkana. Við munum sakna þín
mikið en minningarnar um þig
geymum við í hjarta okkar.
Það verður tómlegt hjá okkur á
aðfangadagskvöld er þú verður ekki
hjá okkur og á sunnudögum hittum
við þig ekki hjá ömmu Birnu og
afa Bjarti.
Sofðu rótt elsku amma Bjarta.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
jónssyni, f. 25.12.
1904, Herjólfur lést
af slysförum 31.
janúar 1951. Guð-
björt og Herjólfur
eignuðust þrjá syni,
þeir eru: Bjarni,
kvæntur Unni Ket-
ilsdóttur, og eiga
þau eina dóttur,
Auði. Guðbjartur,
giftur Birnu
Magneu Bogadótt-
ur, og eiga þau einn
son, Heijólf. Birna
á einn son frá fyrra
sambandi, Boga
Sigurðsson, hann er kvæntur
Sigríði Garðarsdóttur, og eiga
þau tvö börn, Garðar, og Birnu
Magneu. Guðjón giftist Jó-
hönnu Jónsdóttur, en hún er
látin, og eignuðust þau þijár
dætur, þær eru: Ásta Júlía,
Guðbjört og Margrét Sigríður.
Útför Guðbjartar fer fram
frá Áskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
G&rðar og Birna Magnea.
Elsku amma Bjarta.
Að kveðjustund er komið og
minningarnar streyma um hugann.
Það er svo margt sem rifjast upp
þegar maður byijar að hugsa til
baka. Ég man alltaf eftir því þegar
ég kom í heimsókn til þín á Klepps-
veginn og teiknaði myndir og þú
hengdir þær upp á vegginn inni í
svefnherberginu hjá þér. Og þegar
við fórum í allar bæjarferðirnar,
keyptum okkur ís og löbbuðum um.
Svo þegar við smíðuðum bátinn og
fórum niður í fjöru til að láta hann
sigla og ég gleymi aldréi bekknum
góða á Dalbrautinni, þaðan eigum
við aldeilis góðar minningar.
Nú kveð ég þig, elsku amma
mín, vitandi til þess að við munum
að lokum hittast að nýju.
Þinn
Heijólfur.
Þegar minnst er Björtu á Ein-
landi eins og hún var ávallt kölluð
í vinahópi og þeirra sem til þekktu
„sækir svipþyrping þing“ og hjá
hugskotssjónum líða myndir af fólki
og umhverfi sem nú er horfíð að
fullu. Það voru góðar manneskjur,
sem áttu heima uppi á bæjum sem
kallað var í Vestmannaeyjum, um
og eftir miðja öldina, samhjálp mik-
il og sönn vinátta meðal fólks. Þetta
fólk er nú flest komið yfir móðuna
miklu en eftir lifum við sem vorum
þá unglingar og börn.
Þetta var sérstakur heimur; fólk
bjó í sveit en einnig í þróttmesta
útgerðarbæ landsins á vetrarvertíð-
inni, sem stóð frá áramótum og
fram undir miðjan maí.
Þegar komið var upp úr Skarði
en svo var nefndur stígurinn, sem
lá skáhallt upp brekkuna frá Valla-
nesi meðfram hlöðnum túngörðum
Vesturhúsa, blöstu við tún gömlu
býlanna frá hæðinni, þar sem Vest-
urhús tróndu yfir umhverfíð. Þetta
voru tún og girðingar Presthúsa,
Búastaða og Ólafshúsa. Efst í þess-
ari torfu, sem var stundum nefnd
girðing, stóð Einland. Nafnið var
lýsandi, húsið stóð þarna eitt og
sér, snyrtilegt og látlaust, beint
suður af Oddsstöðum, þar sem
Herjólfur, eiginmaður Björtu, var
borinn og bamfæddur. í eldgosinu
bar þetta stílhreina og látlausa hús
oft við ægilegan eldinn í ljósmynd-
um sem hafa verið birtar um allan
heim.
Einland var næsta hús, steinsnar
austan við æskuheimili mitt, Bessa-
staði. Þær voru góðar vinkonur
móðir mín, Guðrún Brandsdóttir,
og Bjarta, og höfðu áhuga á handa-
vinnu og útsaumi, en trúmál og
framhaldslíf að loknu þessu lífi var
þeim sérstaklega hugstætt og trúðu
báðar af einlægni á annað líf.
Ég á margar og góðar minningar
um Björtu á Einlandi og þangað
var ætíð gott að koma. Heimilið var
snyrtilegt svo að af bar og Bjarta
mikil húsmóðir sem unni mjög fjöl-
skyldu sinni og heimili. Heijólfur
Guðjónsson var sérstakur atorku-
maður, ósérhlífinn og fylginn sér,
sjálfmenntaður og víðlesinn. Við
strákarnir í nágrenninu, vinir þeirra
Einlandsbræðra, áttum margar
góðar stundir heima á Einlandi. Á
rigningar- og óveðursdögum undum
við okkur þar vel við að skoða svo-
nefndar „Villabækur“, en svo
nefndum við margar þykkar bæk-
ur, innbundna árganga danska fjöl-
skyldublaðsins Familie Journal, sem
Heijólfur heitinn átti og las. Þar
var teiknimyndasagan „Willie pá
eventyr“ og stundum vorum við
heilu dagana, naðurlausir, að skoða
þessi skemmtilegu og fróðlegu blöð.
Ég mætti alltaf sömu hlýjunni hjá
Björtu, en vorið 1951, sama árið
og Heijólfur heitinn fórst, lásum
við Bjarni saman undir landspróf.
Glitfaxaslysið hafði djúpstæð
áhrif á alla Vestmannaeyinga.
Bjarta var þá kona á miðjum aldri.
Ég held að hún hafí aldrei jafnað
sig á því skelfilega slysi, miklu og
skyndilegu höggi sem sló alla, en
margir áttu þar um mjög sárt að
binda. Svo kært hafði verið á milli
þeirra hjóna að Bjarta tregaði Heij-
ólf það sem hún átti eftir ólifað, í
46 ár.
Ég minnist þeirra hjóna sem
drengur er þau sátu ásamt foreldr-
um mínum í túnfæti og nutu þeirr-
ar fögru sveitar og veðurblíðu sem
gat verið uppi á bæjum á sumrin
og var mikil andstæða hinna hörðu
vetrarstorma, þegar Víkin og Ytri-
höfnin var í einu kófi. Saltur brim-
úðinn, blandinn regni og slagviðri
lagðist þá yfir alla Heimaey, en
óvíða eða hvergi voru austan veðrin
jafn hörð og þarna austast á Heima-
ey við rætur Helgafells.
Bjarta hélt heimili með sonum
sínum eftir andlát Heijólfs og fóruV^
þeir að vinna og leggja til heimilis-
ins um leið og þeir höfðu aldur til.
Bjarta gaf mjög greinargóða lýs-
ingu á hvernig eldgosið í Heimaey
byijaði aðfaranótt 23. janúar 1973,
en frá Einlandi var sérstaklega víð-
sýnt og fagurt útsýni yfir bæinn,
innsiglinguna og til landsins; Fljóts-
hliðin, Hekla og Þríhyrningur blöstu
við af tröppunum og Eyjafjallajök-
ull handan Ellireyjar og Bjarnareyj-
ar.
Eftir að Bjarta flutti til Reykja-
víkur, bjó hún fyrst að Kleppsvegi^.
124 og bjó þar með Guðjóni, en er
hann kvæntist flutti hún að Klepps-
vegi 32, þar sem Vestmannaeyingar
bjuggu. Síðustu árin dvaldi hún á
Dvalarheimilinu að Lönguhlíð 3 og
naut umhyggju sona sinna og
tengdadætra og þeirra fjölskyldna.
Bjarta á Einlandi var sérstaklega
gestrisin, vinur vina sinna, vönduð
kona sem vildi öllum vel og bar hag
fjölskyldna þeirra fyrir bijósti.
Bjarta þjáðist síðari hluta ævinn-
ar af skjaldkirtilssjúkdómi, en bar
ekki erfiðleika sína á torg. Undan-
farna mánuði hafði hún dvalið á
Landakotsspítala og þar fékk hún
hægt andlát í sátt við Guð og menn
hinn 20. september sl. Heiðurskona^
er látin.
Við andlát Björtu á Einlandi er
flett blaði í bók mikillar og merki-
legrar sögu sem brátt er aðeins til
í bókum, en ekki á vörum þeirra
sem lifðu þar sín manndómsár. Ég
og fjölskylda mín þökkum henni
góð kynni, vinsemd og alúð frá því
ég fyrst man eftir. Sonum hennar
og fjölskyldum þeirra vottum við
innilega samúð við fráfall góðrar
og fórnfúsrar móður, ömmu og
langömmu. ^
Blessuð sé minning Björtu á Ein-
landi. -
Guðjón Ármann Eyjólfsson.
GUÐBJORT
GUÐBJARTSDÓTTIR
+ Sigurður Jóns-
son var fæddur
í Hafnarfirði 9.
desember 1921.
Hann lést í Land-
spítalanum 20.
september síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Jón
Bergsteinsson,
fæddur í Ottar-
staðakoti við Hafn-
arfjörð, og Kristín
Andrésdóttir, fædd
í Hafnarfirði. Son-
ur þeirra auk Sig-
urðar var Kolbeinn,
f. 30. ágúst 1925, d. 7. septem-
ber 1975.
Hinn 4. október 1947 kvænt-
ist Sigurður Margréti Þorleifs-
dóttur, f. í Hafnarfirði 28. júlí
1926, d. 25. október 1995. Börn
þeirra voru: Jón, f. 6. mars
1948, d. 28. desember 1987,
eiginkona Auður Adolfsdóttir.
Þorleifur, f. 1. október 1949,
eiginkona Lillý Jónsson. Björg-
vin, f. 17. apríl 1951, eiginkona
Aðalheiður Einarsdóttir. Sig-
urður Már, f. 11. mars 1953,
sambýliskona Hrönn Sigur,
Siggi frændi og æskuvinur er
látinn. Nú á kveðjustund þegar leið-
ir skiljast er margs að minnast frá-
okkar æskuárum. Það er næstum
því hægt að hugsa sér, að það hafi
verið sérréttindi að hafa fengið að
alast upp í Hafnarfirði á þessum
árum. Við ólumst upp í vesturbæn-
um, þar sem leikvöllurinn var
hraunið, fjörurnar, bryggjurnar og
athafnasvæði Hafnfirðinga. Strák-
arnir brölluðu margt í þá daga, fóru
í leit að draugum í Hellershúsum
eða Svendborg, sem svo var kallað,
en aldrei fundum við þá. Veiðar
f. 17. febrúar 1959,
eiginmaður Björg-
vin Högnason. Fyr-
ir hjónaband
Margrétar og Sig-
urðar átti Margrét
son, Grétar, f. 12.
september 1944.
Eiginkona hans er
Margrét Vilbergs-
dóttir.
Frá 16 ára aldri
til 20 ára aldurs
stundaði Sigurður
sjósókn frá Hafnar-
firði, en um 1941
hóf hann að keyra
vörubifreið fyrir Jón Gíslason
útgerðarmann frá Hafnarfirði.
Sigurður stundaði vörubíla-
akstur fyrir Jón Gíslason og
hans fyrirtæki i samfellt 22 ár,
eða til ársins 1963 að hann
keypti sína eigin vörubifreið
og fór að keyra hjá Vörubíla-
stöð Hafnarfjarðar. Stundaði
hann sjálfstæðan vörubílaakst-
ur til loka árs 1995.
Útför Sigurðar fer fram frá
Víðistaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
voru stundaðar af bryggjum og
bátum og veiddur var smáufsi og
koli og veiðin oftast gefin konum
er áttu ketti. Farið var í ferðalög
um hraunið, haft nesti með sér
undir forustu „Gauja lóna“ sem var
dálítið eldri en við og farið í leiki.
Við Siggi áttum frænda sem hét
Grímur Andrésson og var bróðir
mæðra okkar, alltaf kallaður
„frændi". Fengum við að „setja í“
hjá honum, hann var okkur mjög
kær og má segja að við ælumst að
nokkru leyti upp hjá honum í
„gamla Ford“ eða „Chevrolet" bíl-
unum, en hann var bílstjóri í Hafn-
arfirði, kannske hefur þá verið lagð-
ur grundvöllur að ævistarfi Sigga,
sem var bílaakstur. Þegar vel viðr-
aði um helgar eða á frídögum setti
Grímur frændi „boddy“ á vörubíls-
pallinn, sem svo var nefnd og
frændfólki og kunningjum boðið í
ferðalag úr bænum. Snemma fórum
við í fiskvinnu á sumrin en það var
að breiða og taka saman saltfisk á
reitum, þegar sólin skein og þurrt
var veður. Þessi ár voru nefnd
„kreppuár". Þá var mikið atvinnu-
leysi og fátækt. Vel var fylgst með
skipakomum í höfnina, mótorbát-
um, línuveiðurum, og togurum,
stundum komu fæeyskar skútur og
fengum við þá hjá þeim „beinakex"
og fengum lánaða hjá þeim báta
til að róa á um fjörðinn.
Við vorum í bamaskólanum við
lækinn, var það nokkuð langur
gangur fyrir okkur krakkana að
sækja skóla þangað. Á mánudögum
fórum við alltaf í KFUM því þá kom
séra Friðrik Friðriksson úr Reykja-
vík og sagði okkur sögur og var
alltaf húsfyllir hjá honum. Þegar
við fórum heim í mat mættum við
oft Ásgeiri Stefánssyni útgerðar-
manni sem var að fara heim til sín
að borða, heilsuðum honum og
sögðum, sæll Ásgeir. Hann tók
undir og sagði, hver á þig „góði“.
Siggi var ákaflega góður félagi,
hjálpsamur og greiðvikinn, leiðir
okkar skildu er ég flutti úr bænum,
en seinna hittumst við oft og hans
ágæta kona sem hann missti fyrir
nokkm. Þá voru rifjaðir upp hinir
gömlu dagar. Margs var að minn-
ast.
Siggi ól allan aldur sinn í Hafnar-
firði, eignaðist góða konu og mann-
vænleg börn.
Ég kveð Sigga frænda með þakk-
látum huga og sendi aðstandendum
hans hlýjar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Sigurðar
Jónssonar. Það á vel við að enda
þessa minningargrein með kvæðinu
„Þú hýri Hafnarfjörður".
M hýri Hafnarfjörður
sem horfír móti sól.
Þó hraun þín séu hijóstrug
er hvergi betra skjól.
Þinn fagri fjallahringur
með fönn á efstu brún
og hamraborgir háar, á holti gróin tún.
Sér leikur létti blærinn
við lága klettaströnd.
Þar bærist fley á bárum
og blika seglin þönd.
Er dvína dagsins glæður
og daprast geislatjöld
þín gæti gamli Qörður
hin góðu máttarvöld.
(Guðl. Pétursd.)
Andrés Guðjónsson.
Elsku afi. Þegar við kveðjum þig
koma upp í hugann ótal góðar minn-
ingar. Þú varst mjög hlýr og góður
afi og gleymum við aldrei þeim
yndislegu stundum sem við áttum
með þér.
Þegar við vorum yngri vorum við
oft í pössun hjá ykkur ömmu á
Arnarhrauninu og var það alltaf
mikið tilhlökkunarefni að koma til
ykkar. Við gerðum margt skemmti-
legt saman og voru ferðirnar í vöru-
bílnum ógleymanlegar.
Við söknum þess að heyra þig
ekki lengur blístra eða tralla, sem
þú gerðir svo oft þegar þú varst í
góðu skapi.
Þið amma voruð mjög samrýnd
og glæsileg hjón. Ykkur var mjög
umhugað um fjölskylduna og þið
fylgdust af áhuga með okkur öllum.
Þegar amma veiktist reyndi mik-
ið á styrk þinn. Eftir andlát hennar
fyrir tveimur árum og þegar þú
varst hættur vörubílaakstrinum
hafðir þú mikla ánægju af að taka
þátt í félagsstarfi aldraðra ásamt
Diddu og Dúnu mágkonum þínum.
Við vitum að vinátta þeirra og
trygglyndi var þér mikils virði.
Við kveðjum þig með þakklæti.
Blessuð sé minning þín.
Erla og Margrét.
í örfáum orðum langar mig að
minnast Sigurðar Jónssonar sem
við kveðjum í dag. Siggi, eins og
hann var ávallt kallaður, var giftur
móðursystur minni, henni Maju.
Hún dó fyrir tæpum tveimur árum.
Þegar ég minnist Sigga er Maja
einnig í huga mér því þau voru svo
samrýnd og einhvern veginn eins
og ein manneskja. Þau voru ekki
bara ein af fjölskyldunni einnig
voru þau nágrannar okkar í mörg
ár. Börnin þeirra og við systkinin
vorum á sama aldri og fylgdumst
því að í leik og skóla. Það var því
ekki bara að við hittumst heima
hjá afa og ömmu, þar fyrir utan
vorum við líka góðir vinir. Það vat*j
ekki hvað síst þeim hjónum að
þakka hvernig sambandið var. Þau
lögðu sitt af mörkum til að rækta
fjölskylduböndin og vináttuna. Maja
og Siggi nutu þess að taka á móti
sínum nánustu. Fjölskyldan var stór
og oft margt um manninn á heim-
ili þeirra þegar tilefni gafst til að
gleðjast saman. Það þótti því alveg
sjálfsagt að allir mættu bæði stórir
og smáir, þau höfðu alltaf nóg pláss
fyrir alla. Þegar við systkinin og
síðar börnin mín héldum upp á
áfanga og tímamót létu þau sig
ekki vanta til að samgleðjast fjöl-
skyldunni. Síðustu árin bjuggu
Maja og Siggi í sama húsi og móð;
ir mín á Hjallabraut 33 hér í Hafif
arfirði. Það var góð tilfinning fyrir
okkur systkinin að vita af þeim í
sama húsi. Þau studdu hvort annað
þegar þess þurfti með og áttu marg-
ar góðar stundir saman, hvort held-
ur var á ferðalögum eða heima í
léttu spjalli. Var Dúna systir þeirra
oft með og var þá oft létt yfir
mannskapnum. Það var mikill miss-
ir fyrir alla þegar Maja dó, því þar
fór líka stór hluti af Sigga svo ná-
tengd voru þau. Það er vissulega
gott að eiga góðar minningar um
fólk eins og þau. í huga mínum
ég þau fyrir mér hlæjandi, því ávallt
var stutt í gamansemina hjá Sigga.
Það er því stórt skarð orðið í fjöl-
skyldunni okkar við fráfall þeirra
beggja. Við munum minnast þeirra
með hlýhug og þakklæti.
Blessuð sé minning þeirra.
F.h. okkar systkina,
Gyða Hauksdóttir.
SIGURÐUR
JÓNSSON