Morgunblaðið - 26.09.1997, Síða 52

Morgunblaðið - 26.09.1997, Síða 52
52 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna Contact með Jodie Foster og Matthew McConaughey í aðalhlutverkum. Myndin er gerð eftir metsölubók Carls Sagans og leikstjóri hennar er Robert Zemeckis sem leikstýrði Forrest Gump. Skilaboð úr geimnum JODIE Foster í hlutverki Ellie Arroway að hlusta eftir merkja- sendingum utan úr geimnum. Driver er vafalaust það æskuverka leikkonunn- ar sem lifir lengst, og á það var hún eftirminni- lega minnt árið 1981 þegar bijálæðingur að nafni John Hinckley reyndi að drepa Ronald Reagan Bandaríkjafor- seta. í ljós kom að Hinckley lifði og hrærð- ist í Taxi Driver og var með Jodie Foster á hei- lanum. Atvikið varð til þess að gera hana frá- hverfa kvikmyndaleik um skeið og næstu ár einbeitti hún sér að bók- menntanámi, sem hún lauk síðar með láði. Að því loknu hellti hún sér út í kvikmynda- gerðina að nýju og ein fyrsta myndin sem hún lék þá í var Hotel New Hampshire. Árið 1988 sannaði hún svo endan- lega að hún var, þrátt fyrir glæstan feril barnastjörnu, umfram allt leikkona framtíðar- innar. Þá hreppti hún eftir mikla þrautagöngu aðalhlutverkið í myndinni The Accused, sem fjall- aði um hlutskipti fórnarlambs nauðgunar og meðferð þess í rétt- arkerfinu. Afraksturinn var fyrri Oskarsverðlaunastyttan, en seinni Óskarsverðlaunin hreppti hún svo fyrir leik sinn á móti Anthony Hopkins í myndinni um Hannibal Lecter, Silence of the Lambs. Eftir það er Jodie Foster orðin ROBERT Zemeckis leik- stjóri Contact við tökur á myndinni. MATTHEW McConaugh- ey leikur Pal- mer Joss sem stendur eins og klettur við hliðina á Ellie vin- konu sinni. ekki dalað eftir því sem hún hef- ur elst og þroskast. Þvert á móti hefur hún eflst sem leikkona með árunum og er nú án nokkurs vafa í fremstu röð kvikmyndaleik- kvenna í heiminum. Árið 1976 þegar Jodie Foster var á fjórtánda ári sló hún í gegn svo um munaði í kvikmyndaheim- inum og hlaut sína fyrstu Óskars- verðlaunatilnefningu. Þá réð Martin Scorsese þessa þrettán ára stelpu til að ieika barnunga vænd- iskonu í Taxi Driver, þá sem leigubílstjóranum Travis Bickle finnst hann þurfa að bjarga. Þessu hlutverki skilaði Jodie Fost- er af ótrúlegum og nánast óskilj- anlegum þroska og uppskar í samræmi við það. Enginn vefengdi að Óskars- verðlaunatilnefning fyrir besta leik í aukahlutverki ætti rétt á sér. Sama ár hlaut hún tvenn BAFTA-verðlaun (breski óskarinn); önnur fyrir besta leik í aukahlut- verki og hin sem besti nýliði. Taxi Frumsýning DR. ELEANOR Arroway (Jodie Foster) hefur leit- að svara alla sína ævi. Sem lítil stúlka vakti hún á nótt- unni til að hlusta á aðrar raddir svara sinni með talstöðvarsam- bandi. Í menntaskóla hóf hún síð- an að leita radda utan úr geimn- um og dag einn í eyðimörkinni fær hún svo skilaboð frá stjörn- unni Vega sem er í sex milljóna ljósára fjarlægð frá jörðinni. Skilaboðin fela í sér byggingu á farartæki sem getur flutt eina mannsekju út í geiminn. Þegar heimsbyggðin fer að ókyrrast vegna þessara skilaboða verður Eleanor umdeild og álitin hættu- leg mannkyninu. Hún þarf að berjast fyrir því að fá að stjórna rannsókn málsins og að verða fyrst jarðarbúa til að komast í samband við íbúa stjörnunnar Vega. Leikstjóri Contact er Robert Zemeckis sem vann til Óskars- verðlauna fyrir mynd sína Forrest Gump, en aðrar myndir sem hann á að baki eru t.d. Who Framed Roger Rabbit?, Back to the Fut- ure, Romancing the Stone, Death Becomes Her og Used Cars. Höf- undur sögunnar er hins vegar vísindamaðurinn Carl Sagan sem lést í desember síðastliðnum, en hann hafði hátt á annan áratug reynt að fá gerða kvikmynd eftir sögu sinni. Það var svo loksins árið 1993 sem endanlega var ákveðið að gera myndina og var Jodie Foster fastráðin í að takast á við aðalhlutverkið þegar henni stóð það til boða. Foster er orðin 35 ára gömul og hefur hún tví- vegis hlotið óskarsverðlaun en hún hefur fjórum sinnum hlotið tilnefningu til verðlaunanna. Jodie Foster var bamastjarna og á ferli sem spannar næstum alla ævi hennar hefur hún leikið í rúmlega 20 kvikmyndum. Hún er hins vegar undantekning frá reglunni því ferill hennar hefur að stofnun í Hollywood og meðal áhrifamestu manna þar í borg. Hún hefur farið fremur sparlega með sig síðan en þó leikið í Shadows and Fog eftir Woody Allen, Sommersby á móti Richard Gere, Maverick með Mel Gibson og síðast í Nell þar sem hún lék á móti Liam Neeson. Matthew McConaughey var rétt að hasla sér völl sem leikari þegar honum bauðst hlutverk lögmanns- ins Jake Brigance í A Time to Kill og síðan hefur hann ekki þurft að kvíða verkefnaskorti. Frægð hans var reyndar komin í hámark áður en myndin var frumsýnd því fjölmiðlar kepptust um að fjalla um þessa nýju stjörnu meðan á tökum myndarinnar stóð. Kast- ljósinu hefur ekki verið beint að verðandi stjörnu með líkum hætti síðan Sharon Stone sló í gegn í Basic Instinct á sínum tíma. McConaughey er fæddur 1969 í Texas og var hann uppgötvaður þar sem hann var við nám í kvik- myndagerð við Texas-háskóla. Það vildi þannig til að hann hitti kvikmyndaframleiðandann Don Phillips fýrir tilviljun og leiddi það til þess að hann fékk hlutverk í myndinni Dazed and Confused (1993). í fyrstu átti hann aðeins að koma fram í þremur stuttum atriðum en endirinn varð sá að hlutverk hans varð eitt hið veiga- mesta í myndinni. Árið 1993 pakk- aði McConaughey saman og ók sem leið lá til Los Angeles og á fimmta degi þar var hann kominn á samning hjá umboðsskrifstofu William Morris. Fyrsta prufutakan leiddi til þess að hann fékk aðal- karlhlutverkið í myndinni Boys on the Side, sem þær Whoopi Gold- berg, Mary-Louise Parker og Drew Barrymore fóru með önnur aðalhlutverk í, og áður en hann var valinn í hlutverkið í A Time to Kill lék McConaughey á móti Bill Murray í myndinni Larger than Life, og einnig lék hann í mynd John Sayles, Lone Star. Fjölmargir þekktir leikarar fara með aukahlutverk og fremstan í flokki ber að refna James Woods sem síðast lék í Ghosts from the Past, sem nú er sýnd í Háskóla- bíói. Aðrir sem nefna má eru John Hurt (Midnight Express, The El- ephant Man), Tom Skerritt (Picket Fences, A River Runs Through It), Angela Bassett (What’s Love Got to Do With It, Waiting to Exhale) og Rob Lowe (Bad Influ- ence, Iiving in Peril). Stutt Japanir ekki í bíó ►JAPANSKAR kvikmyndir njóta velgengni á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum en heima í Japan hefur áhugi almennings minnkað á innlendri framleiðslu. Mynd Shohei Imanmura, „Unagi“, vann til verðlauna á Cannes, „Hana-bi“, mynd Tak- eshi Kitano, var verðlaunuð í Feneyjum, og „Má bjóða þér í dans?“ eftir Masayuki Suo nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjun- um, en heima í Japan streymir fólk ekki i bió. Sérfræðingar í kvikmyndaiðn- aðinum i Japan efast um að loks fari að birta yfir japanskri kvik- myndagerð. Þeir segja að pen- inga vanti til þess að gera al- mennilegar kvikmyndir og þess vegna Iáti Japanir sig vanta í kvikmyndahús Iandsins. Eitthvað gæti þó verið að rofa til. Jap- anska teiknimyndin „Mononoke prinsessa" hefur slegið í gegn og 10 milljónir séð hana í Japan. MYNPBONP_______ Hatrinu hefnist Rómeó og Júlía (Romeo + Juliet)____________ Astardrama ★ ★ ★ 'A Framleiðandi: Bazmark. Leikstjóri: Baz Luhrman. Handritshöfundur: Craig Pearce og Baz Luhrman. Kvikmyndataka: Donald M. McAlp- ine. Tónlist: Nellee Hooper. Aðal- hlutverk: Leonardo DiCaprio, Claire Danes, Brian Dennehy, John Leguizamo, Pete Postlethwaite, Paul Sorvino, Diane Venora. 120 mín. Bandaríkin. 20th Cent. Fox/Skífan 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. ALLIR þekkja ástarsögu Rómeo og Júlíu. Hér er hún kvikmynduð á nýstárlegan hátt undir stjórn Ástralans Baz Luhrmans. Hér sannast það enn og aftur hve klassísk verkin hans Shakespe- ares eru. Þótt þessi útfærsla á verkinu eigi sér stað i nútímanum, þá er hið naska auga Villa fyrir mannseðlinu enn í fullu gildi og er örsjaldan í mót- sögn við tíðarand- ann. í þau fáu skipti sem svo ber undir, afsakast það af því að í upphafi er áhorf- endum sýnt fram á það að Verona er ekki sú eina sanna á Ítalíu, heldur ímynduð borg og þess vegna með ímyndaðar samfélagsreglur. Leikstjórinn er mjög myndrænn og mikill stílisti. Hann notar sér óspart alla þá möguleika sem kvik- myndin hefur upp á að bjóða sem miðill og er hver rammi stútfullur af tilbrigðum við þá. Þessi mynd- ræni stíll ásamt hinum flúruðu bundnu samtölum gera myndina stundum allt að ofhlaðna, svo erf- itt er að fylgjast með öllu sem er að gerast í einu. Þess vegna er jafnvel betra að sjá myndina tvisv- ar til að njóta alls sem fyrir auga og eyru ber. Leonardo DiCaprio er mjög góður í sínu hlutverki sem er fullkomið fyrir hann, álappalegan ungl- inginn í ástarsorg. Claire Danes er fín leikkona en ekki sér- lega mikill karakter, og verður því minna áberandi en DiCaprio. Gömlu karlarnir Brian Dennehy og Paul Sorvino sóma sér vel í hlutverki feðranna, þótt þau hlut- verk séu ekki sérlega bitastæð. Persónusköpun öll er hin skemmti- legasta. Leikararnir eru sumir valdir vegna útlitsins og er það hluti stílsins sem kemur samt ekki niður á túlkuninni. Veiki punktur myndarinnar er eiginlega atriðið þegar Rómeó og Júlía verða ást- fangin, og atriðið eftir á í sundlaug- inni. Það verður jafnvel langdregið þar sem það hreyfir of lítið við manni. Það er sorglegt að eftir allt þetta tilstand fer hápunkturinn fyrir ofan garð og neðan. Það var helst að tónlistinni tækist að ýta und- ir það að einhverj- ar ljúfsárar til- finningar kæmu upp á yfirborðið. Yfir heildina hefðþ tónlistin mátt vera betur valin. í hana vantaði bæði kraft og karakter. Kvikmyndin Rómeó og Júlía heldur manni við tækið allan tím- ann því hún er klassísk saga um mannlega breiskleika sem allir geta haft gaman af. Skilningarvit- in hafa nóg að gleypa og melta, en hjartað hefði mátt hafa meiri ástæðu til að taka kipp. Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.