Morgunblaðið - 01.10.1997, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 19
ERLENT
Reuter
Stormur kostar
68 manns lífið
Dhaka. Reuter.
AÐ MINNSTA kosti 68 manns
biðu bana í stormsveipi sem gekk
yfir eyjar í Bengal-flóa um helgina
og stjórnin í Bangladesh sagði að
tekist hefði að bjarga þúsundum
mannslífa með því að vara íbúana
við óveðrinu og flytja um milljón
þeirra frá eyjunum.
Yfirvöld sögðu að ekki væri
búist við að tala látinna myndi
hækka verulega og manntjónið
hefði verið miklu minna en óttast
var vegna viðbúnaðarins.
„Þar sem Allah var okkur góður
hefur okkur tekist að afstýra
miklu eigna- og uppskerutjóni,"
sagði talsmaður forsætisráðuneyt-
isins. Embættismenn í Chittagong
sögðu að 40.000 hektara hrís-
gijónauppskera hefði eyðilagst í
illviðrinu.
Embættismennirnir sögðu að
þúsundir sjálfboðaliða hefðu að-
stoðað lögreglu- og hermenn við
að flytja íbúana á brott eftir að
sendar höfðu verið út viðvaranir
um óveðrið. Fólkið var flutt í sér-
stök skýli, sem reist voru eftir að
stormsveipur varð 138.000 manns
að bana í Bangladesh í apríl 1991.
Japanar koma
Indónesum til aðstoða
MOHAMED Rahmat, upplýs-
ingamálaráðherra Indónesíu
(t.v.), og Nomura Issei, sendi-
herra Japans, prófa þrýstistúta
sem Japanar hafa gefið Indónes-
um ef það mætti verða að liði í
baráttu þeirra síðarnefndu við
gífurlega loftmengun sem vald-
ið hefur neyðarástandi víða á
eyjunum undanfarnar vikur.
Auk Japana hafa Ástralir og
Frakkar boðið mannskap og
tæknibúnað til aðstoðar. Malas-
íar hafa sent fleiri slökkviliðs-
menn til að berjast við skógar-
elda er brenna á eyjunum
Borneó og Súmötru og hafa
valdið loftmenguninni.
Fulltrúar þeirra ríkja, er b
hafa Indónesum aðstoð vegni
eldanna, funduðu í Jakarta í j
ásamt fulltrúum stofnana Sai
einuðu þjóðanna (SÞ), og ger
voru áætlanir um viðbrögð. F
trúi SÞ sagði að gífurlegt um
hverfisslys hefði orðið. Astan
hefur þó skánað nokkuð því r
hefur frá því um helgina og
hvesst og hefur loftmengunir ni
létt umtalsvert af þeim sökun
Deila Frakka og Bandaríkjamanm
um viðskipti við íran
Reynt að af-
stýra milli-
ríkjadeilu
París, Brussel, London. Reuter.
FRANSKA stjórnin, sem stendur
frammi fyrir milliríkjadeilu við
Bandaríkin vegna samnings franska
olíufyrirtækisins Total um ga-
svinnslu í íran, lagði á það áherzlu
í gær að samningurinn væri gerður
af einkafyrirtæki án afskipta opin-
berra aðila. Og Sir Leon Brittan, sem
fer með viðskiptamál í framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins, ESB,
sagðist í gær vona að Bandaríkin
gengju ekki svo langt að reyna að
beita hið franska fyrirtæki refsing-
um vegna samningsins, eins og
bandarísk stjórnvöid hafa hótað að
gera í samræmi við umdeild banda-
rísk lög sem sett voru í því augna-
mjði að hindra erlendar fjárfestingar
í íran, Líbýu og á Kúbu.
Brittan sagði samninginn „við-
skiptalega ákvörðun" sem Total
bæri eitt ábyrgð á og lagalega hefði
fyrirtækið allan rétt til að taka slíka
ákvörðun. „Evrópusambandið er eft-
ir sem áður fastákveðið í andstöðu
sinni við að Bandaríkin setji lög og
beiti þeim utan lögsagnar þeirra,"
sagði Brittan. „Slík iöggjöf spillir
fyrir pólitísku samstarfi þar sem hún
skapar spennu í samskiptum Evrópu
og Bandaríkjanna, sem veldur því
að erfiðara verður að ná fram sam-
eiginlegum pólitískum markmiðum í
íran.“
Óviðkomandi sljórnvöldum
Jacques Rummelhardt, talsmaður
franska utanríkisráðuneytisins,
sagði samninginn „ekki koma stjórn-
völdum við“. Þetta væri viðskipta-
samningur milli fyrirtækja. „Þetta
er ekki samningur sem þarfnast
leyfisveitingar af hendi franskra
stjórnvalda," sagði hann á fr-“--
mannafundi í París.
Mike McCurry, talsmaður I
hússins, sagði á fréttamannafu
Washington að bandarísk stjón
væru að skoða samninginn, en
myndi taka nokkurn tíma að ko
að niðurstöðu um hvort hann
í bága við umrædd iög sem
voru í fyrra og ætluð eru til að I
á viðskiptabanni gegn íran og L
Á mánudag hafði talsmaður ba
ríska utanríkisráðuneytisins sa{
refsiákvæðum þessara laga yrði
laust beitt gegn Total. Aðrir i
ættismenn í Washington sögðu í
að þrátt fyrir beinskeytt orð
þessi vonuðust menn til að ts
myndi að leysa þessa deilu án
að hún skaði samskipti bandama
Olíufyrirtæki fylgjast
grannt með
í London sögðu í gær sérfræi
ar í alþjóðlegum olíuviðskiptur
vestræn olíufélög muni fylgjast
með því hvort Bandaríkin ger
raun til að refsa Total-fyrirtæ
fyrir að dirfast að fjárfesta í
Hver niðurstaðan verður hefur r
þýðingu fyrir allan viðskiptaheir
sagði Mehdi Varzi, yfirmaður
deildar alþjóðlega fjármálaþjóni
fyrirtækisins Dresdner Klein
Benson. „Tugir stærstu olíul
tækjanna líta til írans, þar á n
mörg bandarísk."
íran, sem er þriðja stærsta
útflutningsland í heimi og býr
næststærsta gasmagni í jörðu
sem vitað er um, er hvað sem st
málum líður einn eftirsóttasti st
olíufyrirtækja til fjárfestinga.
ORÐABÆKURNAR
S4.00Ö emk uppRettiorð
Ensk
íslensk
orðobók
Engfish-lcefendlt
Dictsonary
-
Dönsk
íslensk
islensk
dönsk
orðnbók
ENSk
íslensk ^
ensk
orðobók
~ir—
ítelnrtátc-Ssgbsi'
DUKannry
íslensk # jg*
íslensk f - ^
Frönsk
islensk
íslensk
fr«nr|
tronsi
orðnbók
jtölsk
•slensk
■siensk
ítölsk
orðabók
Ódýrar og góðor orðabækur fyrir skólann.
ó skrifstofuna og i ferðalagið
ORÐABÓKAÚTGÁFAN
Vo)
Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu í september 1996.
Unnið fyrir Morgunblaðið, Félag íslenskra bókaútgefenda og
Félaga bóka- og ritfangaverslana.
Almennt efni
1. DÖNSK/ÍSLENSK -
ÍSLENSK/DÖNSK ORÐABÓK
Ritstj. Sigurlín Sveinbjarnardóttir
og Svanhildur E. Þórðardóttir.
Útg. Orðabókaútgáfan.
2. ENSK/ÍSLENSK -
ÍSLENSK/ENSK ORÐABÓK
Ritstj. Sœvar Hilbertsson.
Útg. Orðabókaútgáfan
, , , 3. ÞÝSK/ÍSLENSK —
ORÐABOKAUTGAFAN ^™“rABÓK
Ritstj. Eygló Eiðsdóttir og
Árni Böðvarsson.
Útg. Orðabókaútgáfan.