Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Búnaðarbankinn á Akureyri Hraðbank- ar á tveim- ur stöðum BÚNAÐARBANKINN á Akureyri hefur opnað hraðbanka í útibúi sínu í Geislagötu og er þar með fyrstur banka á Akureyri að bjóða upp á hraðbankaþjónustu á tveimur stöð- um í bænum því hraðbanki er einnig í afgreiðslu bankans í Sunnuhh'ð. Nýlega var lokið við að útbúa aðstöðu nýja hraðbankans á austur- stafni útibúsins í Geislagötu og þangað geta viðskiptavinir komið á öllum tímum sólarhrings ef svo ber undir. Hraðbankinn í Sunnuhlíð er mikið notaður að sögn forsvars- manna bankans, þó svo að af- greiðslutími sé takmarkaður við þann tíma sem verslunarmiðstöðin er opin, til kl. 20 á kvöldin og lokað er á sunnudögum. Til stendur að gera breytingar þar á, bankinn verð- ur innan tíðar staðsettur þannig að hann verði aðgengilegur allan sólar- hringinn. Bæjarstjórn Akureyrar um aðgengi fatlaðra að sundlaugum Olíkir hópar með ólíkarþarfir NOKKRAR umræður urðu um bætta aðstöðu fyrir fatlaða í sundlaugum á Akureyri á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag, en fulltrúar 8 félagasam- taka og stofnana í bænum hafa beint þeim eindregnu tilmælum til bæjar- yfirvalda að gangskör verði gerð að því að bæta þar úr. Fyrir nokkru tók bæjarráð þá afstöðu að raunhæfast væri að þeir sem mest eru fatlaðir muni í framtíðinni nota þjálfunar- laug sem verið er að byggja við Kristnesspítala. Væri þá æskilegast að Akureyrarbær muni stuðla að því að byggingu hennar ljúki sem fyrst. Þjálfunarlaug sem byggð var fyrir söfunarfé við vistheimilið Sólborg á sínum tíma hefur verið lögð niður. Jakob Björnsson bæjarstjóri sagði að forsvarsmenn hagsmunasamtaka fatlaðra hefðu lýst þeirri skoðun sinni að óhentugt væri að sækja sundlaugina við Kristnesspítala. Benti hann á að ekki væru nema um 10 kílómetrar frá bænum og að Kristnesi og fólk þyrfti á annað borð að fara í bíl á sundstað. Forgangsröðun Fram kom í máli Ástu Sigurðar- dóttur, Framsóknarflokki, að um ólíka hópa fatlaðra væri að ræða, sem hefðu ólíkar þarfir, ekki væri unnt að uppfylla ítrustu þarfir allra hópa og lagði hún því til að komið yrði á fundi með fulltrúum samtak- anna og bæjarins þar sem farið yrði yfir málið og þarfir og kröfur settar upp í forgangsröð. Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi, benti á að fötluðum væri nauðsyn að hreyfa sig í vatni og því brýnt að aðgengi að sundlaugum væri gott. Vildi hún að betur yrði farið yfir málið. Sigurður J. Sigurðsson, Sjálfstæð- isflokki, taldi góða lausn að styðja uppbyggingu laugarinnar á Krist- nesspítala, þó svo að það hefði í för með sér aukna akstursþjónustu. Sagði hann alvarlegt fyrir bæinn að standa andspænis því að aðgengi í sundlaug sem verið er að byggja við Sundlaug Akureyrar væri ekki nægi- lega gott, en athugasemdir hefðu borist þar að lútandi á lokastigi framkvæmda. Ófremd- arástand yfirvof- andi FULLTRUARAÐ grunnskóla á Akureyri samþykkti ályktun á fundi sínum nýlega, þar sem ráðið lýsir áhyggjum sínum vegna þess ófremdarástands sem yfirvofandi verkfall grunnskólakennara og fjöld- auppsagnir þeirra munu hafa í för með sér í skólum lands- ins. Fulltrúaráðið skorar á samninganefnd sveitarfélaga að skoða vel kröfur kennara, svo varanlegur friður komist á svo hægt verði að byggja upp öflugt skólastarf. Alykt- unin var send samninganefnd sveitarfélaga og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. ___________________,______;____:___!_________~. „ReykjavíkuiTÍgning" Morgunblaðið/Kristján SÍÐUSTU daga hefur rignt duglega á Akureyri og reyndar víðar um Norðurland. Finnst mörgum nóg um, líkja ósköpunum helst við rigningar á sunnan- verðu landinu. Virðist ekki ætla að stytta upp í bráð og því eins gott að búa sig eftir veðri, taka fram gúmmístígvélin og regnúlpurnar. Félagarnir Eyþór, Daníel, Heimir og Elmar voru ekkert að vola yfir hellidembunni og skelltu sér út í næsta poll. Seinni Kröflu- vélin gangsett í næsta mánuði BORFRAMKVÆMDIR við Kröflu, sem staðið hafa yfir frá því í lok apríl sl., hafa gengið vel og að mestu samkvæmt áætlun. „Við vor- um að ljúka við holu 31 sem er næstsíðasta verkefnið af fimm. Sú hola lofar góðu að því er best verð- ur séð á þessu augnabliki," sagði Ásgrímur Guðmundsson, verkefnis- stjóri við gufuöflun hjá Orkustofn- un,_í samtali við Morgunblaðið. Ásgrímur segir að eftir sé að hleypa holunni upp en eftir það verði hægt að mæla hversu mikla gufu hún gefur. Holan þarf að hitna upp eftir borframkvæmdirnar og í næsta mánuði ætti að liggja fyrir hversu öflug hún er. Starfsmenn Jarðborana hf. í áhöfn Jötuns, hafa borað þrjár nýjar háhitaholur, end- urunnið eina holu og eru að hefjast handa við holu sem byrjað var á í fyrra. „Þar með verður þessum framkvæmdum líklega lokið sam- kvæmt áætlun í ár," sagði Ásgrím- ur. 15 MW til viðbótar í byrjun í stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar er unnið að niðursetningu á seinni vélasamstæðunni. Kristinn Ingason staðarverkfræðingur segir að gang- setning hennar sé fyrirhuguð eftir næstu mánaðamót og að rafmagns- framleiðsla ætti að geta hafist í kringum miðjan nóvember. Rafmagnsframleiðsla í virkjun- inni er nú um 30 MW með einni vél en stefnt er að því að auka hana um 15 MW með gangsetningu seinni vélasamstæðunnar í næsta mánuði og um 15 MW til viðbótar á næsta ári. Kristinn segir þó ljóst að áður en hægt verði að framleiða full 60 MW í virkjuninni þurfi að fara í framkvæmdir við skiljustöð og að- veitu og verði það gert á næsta ári. Um 70 starfsmenn á svæðinu Alls eru um 70 manns að vinna á Kröflusvæðinu þessa dagana, við borverkið, tengingu borhola veit- unnar, niðursetningu vélasamstæð- unnar, rafmagnsmál og fleira. Vet- urinn hefur ekki gert vart við sig enn að neinu marki, ef undanskild- ir eru dagar í bytjun september. „Menn hafa ekki átt í vandræðum með útivinnuna en hún er nú langt komin," sagði Kristinn. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri og kennaradeild ^k^os Háskólans auglýsa ráöstefnuna: Gildi mats og matsaðferðir í skólastarfi Tími: Laugardagurinn 11. október kl. 9.00. Staður: Fiðlarinn, ráðstefnusalur, 4. hæð Alþýðuhússins. Meðal efnis: Félagslegur veruleiki skólastarfs, sjálfsmat í framhaldsskóla, prófatriðabankar sem leið til gæðastjórnunar, umfjöllun um TIMSS rannsóknina og margt fleira. Þátttakendur: Fagfólk sem starfar að skólamálum. Ráðstefnugjald kr. 3.000, hádegisverður innifalinn. Skráning fer fram í afgreiðslu háskólans, sími 463 0900, bréfsími 463 0999, netfang: maria@unak.is Morgunblaðið/Kristján Viðskiptabanni á Kúbu mótmælt NEMENDUR í Menntaskólanum á Akureyri mótmæltu viðskipta- banni Bandaríkjanna á Kúbu með fundi í Borgarbíói í gær, en þann dag, 8. október, voru 30 ár liðin frá því Che Guevara féll í Bólivíu. Fundurinn var haldinn í samvinnu við ýmis sam- tök á höfuðborgarsvæðinu. Safnast var saman við íþrótta- höllina og farið í kröf ugöngu á fundarstað. Framlög til fíkniefnavarna verði stóraukin ALÞÝÐUSAMBAND Norðurlands tekur undir áhyggjur og varnaðar- orð þeirra sem berjast gegn þeirri sífellt vaxandi neyslu fíkniefna sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir. í ályktun þingsins sem haldið var á Illugastöðum um síðustu helgi kemur fram að brýna nauðsyn beri til að þeir sem að baráttunni koma efli samvinu og samstarf sitt, svo vænta megi árangurs í glímunni við vímuefna- vandann. Stjórnvöldum og sveitarstjórn- um beri skylda til að auka stórlega fjárframlög til þessara mála svo auka megi fræðslu og forvarnir gegn þessum vágesti. Eina raun- hæfa vonin um árangur í barátt- unni gegn fíkniefnabölvaldinum sé samstillt átak þjóðfélagsins alls. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.