Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 24
F.5? ?om q'.tgiYrMil DUMrUiriv?M."r.i
24 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Torfi sýnir í
Safnahúsinu
Húsavík. Morgfunblaðið.
TORFI Asgeirsson listamaður
opnaði um síðustu helgi myndlist-
arsýningu með 47 verkum í Safna-
húsinu á Húsavík. Sýningin hefur
verið vel sótt og margar myndir
seldar.
Listamaðurinn er af þingeyskum
ættum, fæddur á Húsavík, en ólst
upp fyrstu árin í Laxárdal. Hann
fluttist ungur með foreldrum sínum
til Reykjavíkur og hefur búið þar
síðan. Hann lauk námi frá Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands árið
1988 og hefur starfað nær ein-
göngu við listmálun síðan.
Þetta er þriðja einkasýning
Torfa, en hann hefur tekið þátt í
nokkrum samsýningum, meðal
annars í Safnahúsinu á Húsavík.
TORFI Ásgeirsson við eitt verka sinna.
Morgunblaðið/Silli
Nýjar bækur
• SATYRffiONereftirPetróníus
í þýðingu Erlings E. Halldórssonar.
Satýrikon er rituð á latínu á ár-
unum 50-60 e. Kr. Talið er að
Gajus (Títus) Petróníus, einn af
hirðmönnum Ne-
rós keisara, hafí
ritað söguna sem
nú er varðveitt í
brotum.
Sagan segir frá
flakki félaganna
Enkolpíusar og
Askýltosar um
Erlingur e. íburðarmikla veis-
Halldórsson lusali og aumustu
hreysi Rómverja. Gildi bókarinnar
felst m.a. í því að öfugt við aðrar
sögur frá þessum tíma lýsir höfund-
ur ekki aðeins lífi yfirstéttarinnar,
heldur dregur upp mynd af venju-
legu fólki, málfari þess og háttérni.
Hvernig líður börnunum okkar?
Jákvæö umfjöllun um okkur sjálf
QQ
LANDSSÖFNUN
HEFST Á MORGUN
í SÍNIA 5351035
. oktober 1997
ALÞJOÐLEGUR GEÐHEiLBRíGÐÍSDAGUR
14,00 Opið hús:
Barna- og unglingageðdeild, Dalbraut
Félagsmiðstöð Geðhjálpar, Hafnarbúðum
14,00 Myndlistarsýning gesta í athuarfinu Uin, Rauða
Krosshúsinu, Efstaleiti
16,00 Ganga frá Hafnarbúðum í Háskólabíó
16,30 Hátíðardagsskrá í Háskólabíói
Áuörp:
Pétur Hauksson, formaður Geðhjálpar
Ingibjörg Pálmadóttir, Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra
Eydís Sueinbjarnardóttir, Barna- og unglingageðdeild
Tónlist: Unglingar frá Barna- og unglingageðdeild
Kynning:
Huað er Fjölskyldulínan 000 5090?
Huað er klúbburinn Geysir?
Kynning: Heimasíða Geðhjálpar
Tónlist: Súrefni
Kynning:
Geisladiskurinn "Utfho is stealing my mind?"
Óuæntur endir!
Tónlist:
Iflfiseguys, gestahljómsueit frá Englandi
18,00 Dagskrárlok
Aðstandendur hátiðarinnar: Geðhjálp í samstarfí við Barna- og unglingageðdeild,
Geðverndarfélag Islands og Rauða Kross íslands.
Styrktaraðilar; Heilbrigðisráðuneytið, Félagsmálaráðuneytið, Dagskráin, Lyfjaverslun fslands,
Morgunblaðið.
„ Alvara og gamansemi togast á
í litríkum og ísmeygilegum lýsing-
um á háum og lágum í þessu sí-
gilda bókmenntaverki sem er fullt
af ástríðum og afbrýði, græðgi og
grimmd, spillingu og göfgi," segir
í kynningu.
Erlingur E. Halldórsson þýðir
verkið og ritar eftirmála. Margir
minnast þýðingar hans á skáld-
verkinu Gargantúa og Pantagrúl
eftir Rabelais, en fyrir þá þýðingu
hlaut Erlingur verðlaun frönsku
akademíunnar.
Útgefandi er Mál og menning.
Satýrikon er 222 bls., prentuð í
Svíþjóð. Kápuna gerði Robert Gu-
illemette. Bókin kom út íHeims-
bókmenntaklúbbi Máls og menn-
ingar í síðasta mán uði enernú
komin á almennan markað. Verð:
3.480 kr.
Jarl Kulle
látinn
EINN fremsti leikari Svía, Jarl
Kulle, lést sl. föstudag, sjötugur
að aldri. Kulle naut óvenjumikilla
vinsælda í heimalandi sínu og
syrgja Svíar hann sárt. Utan
heimalandsins varð hann líklega
þekktastur fyrir hlutverk sitt í
„Fanny og Alexander", kvikmynd
og sjónvarpsmynd Ingmars Berg-
mans en þeir áttu langt og gott
samstarf. Kulle lék í miklum fjölda
kvikmynda og leikrita og var
þekktastur fyrir gaman- og söng-
leikjahlutverk sín.
Jarl Kulle steig fyrst á svið árið
1943 en sló I gegn í gamanleikjum
og -kvikmyndum á sjötta áratugn-
um, m.a. í „Englar, eru þeir til?"
þar sem hann lék á móti Christinu
Schollin. Kulle þótti afar vinnusam-
ur og eitt árið lék hann þrjú aðal-
hlutverk á sviði auk nokkurra kvik-
myndahlutverka.
Svo árum skipti stóð Kulle nserri
því hvert kvöld á svið Óskarsleik-
hússins í Stokkhólmi og söng hlut-
verk prófessors Higgins í „My Fair
Lady". Er talið að áttundi hver
Svíi, um ein milljón manna, hafi
séð uppfærsluna, svo mikilla vin-
sælda naut hún.
Kulle kom fram í miklum fjölda
söngleikja og óperettna, kvaðst
hafa sungið í um 2.400 sýningum
í Óskarsleikhúsinu. En hann fór
einnig með mörg af stærstu hlut-
verkum leikbókmenntanna, m.a. í
verkum Williams Shakespeares og
Eugenes O'Neill á Dramaten, þjóð-
arleiksviði Svía. Fékk hann í tví-
gang sænsku Guldbagge-leiklistar-
verðlaunin, í seinna skiptið fyrir
hlutverk sitt í „Fanny og Alexand-
er".
Árið 1979 kom út sjálfsævisaga
Kulles, „Jag, Kulle". Hann var tví-
kvæntur, fyrri kona hans var Lou-
ise Hermelin en seinni eiginkona
hans er Anne Nord.