Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Eldgos í beinni KVIKMYNDIR Háskólabíó/ Sambíóí n, Álfabakka/ Borgarbíó, Akurcyri „VOLCANO" •• I.eikst jóri: Mick Jackson. Handrit: Jerome Armstrong og Billy Ray. Tæknibrellun Digital Magic Comp- any/ Light Matter/ Video Image/ P.O.P Pilm/ Digiscope. Aðalhlut- verk: Tommy Lee Jones, Anne Heche, Gaby Hoffman, og Don Cheadle. 102 mín. Bandarísk. Donn- er Production/ Fox 2000 Pictures/ Moritz Original. 1997. ELDGOS, flóð, hvirfílbylir, jarð- skjálftar. „Volcano" er enn ein kvikmyndin þar sem náttúruhamf- arir eru í aðalhlutverkinu. Fyrir utan eldgosið eru nokkrar persón- ur kynntar til sögunnar eins og venja er í svona myndum. Hetjan (Tommy Lee Jones) sem er nýskil- inn og 13 ára dóttir hans (Gaby Hoffman) er að sjálfsögðu í heim- sókn, jarðskjálftafræðingurinn (Anne Heche) sem grunar að ein- hver ósköp séu að fara dynja yfir en getur ekki sannað það, læknir- inn (Jacqui Kim) sem leggur allt í sölumar fyrir sjúklingana og leið- inlegur eiginmaður hennar (John Corbett) sem vill að hún hætti að leggja sig í hættu og hugsi ein- göngu um ríka sjúklinga. Jones er stórfínn sem hetjan, karlmannlegur og traustvekjandi með sitt krumpaða andlit, Heche er kannski aðeins of glaðleg miðað við kringumstæður en annars al- veg slarkfær kvenhetja, aðrir í myndinni gleymast um leið og þeir hverfa út úr rammanum. Við þetta má reyndar bæta að „Volc- Bruna- slöngu- hjól MARGAR STÆRÐIR OG GERÐIR. EINNIG í SKÁPUM. 1/2", 3/4", 1" 15-20-25-30-35-40-45-50 Mtr slöngur Allar gerðir eldvarnatækja. Þjönustum slökkvitæki. HAGSTÆTT VERÐ. LEITIÐ UPPLÝSINGA. Q ELDVARHAMHISTÖfllN HF ÓLAFUR GfSLASON & CO. HF. SUNDABORG 3 SÍMI 568 4800 ano" svíkur áhorfandann um einn af föstu þáttum hamfaramynda með því að gleyma því að láta leið- inlega persónu eins og eiginmann- inn verða eldgosinu að bráð. Hvar er gamla góða réttlætið? í staðinn er áhorfendum drekkt í boðskapn- um: menn leggja kynþáttahatur og misklíð á hilluna til þess að takast á við sameiginlegan óvin, hraunelfina. Það dregur úr ógn eldgossins í „Volcano" að frásögnin af því er síuð í gegnum umfjöllun fjölmiðla. í stað þess að auka raunsæi mynd- arinnar dregur þessi frásagnarað- ferð úr því og gerir gosið að íþróttaviðburði. Alvöru sjónvarp- skynnar leika sjálfa sig og fjalla á sinn glaðlega og flata hátt um þennan fréttaviðburð, eldgos í miðborg Los Angeles. Maður fær á tilfínninguna að enginn sé í raun í hættu nema kannski þessar nokkru hræður sem ösnuðust til þess að taka nýja neðanjarðarlest en almenningssamgöngur í Los Angeles eru þekktar fyrir að vera sérstaklega slappar. Annars er „Volcano" sæmileg- asta hamfaramynd. Hún er á köfl- um fyndin (stundum óviljandi) og flott en sjaldan sérlega ógnvekj- andi eða skelfileg. Hundi og lista- söfnum er ógnað, útstillingargín- ur í brúðarklæðum bráðna og auglýsingaskilti með mynd af ít- urvaxinni konu verður fyrir sprengju. Tækniliðið leggur sig allt fram við að skapa ógnar- ástand með því að dúndra sprengjukögglum yfir skelfdan leikarahópinn og hraunelfurin eyðir öllu sem á vegi hennar verð- ur. Hún er eins og upphitað „Blob" úr gömlu hryllingsmynd- inni með sama nafni. Anna Sveinbjarnardóttir LEIKARAEFNIN átta. Leikárið hafið í Nemenda- leikhúsinu LEIKÁR Nemendaleikhúss Leik- listarskóla íslands 1997-98 er haf- ið. Þetta er fjórða og síðasta ár átta nemenda sem hófu nám við skólann haustið 1994 og munu þeir ljúka leikaranámi í maí á næsta ári. Samningar hafa tekist við Ríkis- útvarpið um framleiðslu sjónvarps- myndar sem sýnd verður nk. vor. Það er Óskar Jónasson sem mun stýra verkinu en Einar Kárason skrifar handrit í samvinnu við Ósk- ar og leikhópinn. Upptökur eru hafnar en aðaltökutími er ekki fyrr en í janúar. Þetta er í fyrsta skipti sem ráðist er í samstarfsverkefni af þessu tagi milli Leiklistarskóla íslands og ríkissjónvarpsins og eru vonir bundnar við að þetta geti orðið fastur liður í framtíðinni. Um miðjan september hófust æfingar á Börnum sóiarinnar eftir Maxim Gorki, í þýðingu Eyvindar Erlendssonar undir stjórn Guðjóns Pedersen. Leikmynd er í höndum Helgu Stefánsdóttur og sér Ragna Fróðadóttir um búninga. Lýsing verður í höndum Lárusar Björns- sonar. Frumsýning verður í byrjun nóvember. Lokaverkefni Nemendaleikhúss- ins er enn óákveðið en leikstjóri verður Baltasar Kormákur og hefst sú vinna í febrúarbyrjun. Leikaraefnin að þessu sinni eru: Agnar Jón Egilsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Friðrik Friðriksson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Helga Vala Helgadóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Ólafur Darri Ólafs- son og Sjöfn Everts. Fyrirlestur í Þjóðminja- safni Islands HJÖRLEIFUR Stefánsson, arkitekt og minjastjóri Þjóðminjasafns ís- lands, flytur fyrirlestur í anddyri safnsins í dag kí. 17 um fyrstu kirkj- ur og kirkjubyggingar á {slandi. Erindið nefnist Islenskar miðalda- kirkju og er hið síðasta þriggja sem efnt er til í tilefni sýningarinnar Kirkja og kirkjuskrúð. Miðaldakirkj- an í Noregi og á íslandi sem stendur yfir í safninu. Hjörleifur skýrir gerð lítilla kirkna eða bænahúsa eins og talið er að tíðkast hafi fyrst eftir að kristni var lögtekin hér á landi en jafnframt mun hann fjalla um hinar gríðar- stóru dómkirkjur sem vitað er að stóðu í Skálholti og á Hólum. Á sýningunni Kirkja og kirkju- skrúð er líkan af lítilli timburkiricju í fullri stærð en jafnframt er líkan af íslenskri dómkirkju í hlutfallinu 1:20. „Bæði þessi líkön sem og önn- ur sem þar eru af norskum kirkjum og af Stóru-Núpskirkju eins og hún var á 18. öld hafa vakið mikla at- hygli sýningargesta og er á sýning- unni gott tækifæri til þess að kynn- ast því hvernig kirkjubyggingar voru í Noregi og á íslandi á miðöldum þegar tengsl þessara þjóða voru mjög náin á mörgum sviðum", segir í fréttatilkynningu. Síðasti dagur sýningarinnar Kirkja og kirkjuskrúð er 18. október en eftir það verða allir munirnir fluttir til Noregs þar sem þeim verð- ur komið fyrir í sýningarsölum Norsk Folkemuseum á Bygdoy við Ósló þar sem hún verður opnuð á nýjan leik um miðjan nóvember. Traustur orgelleikari TONOST Digrancskirkja ORGELTÓNLEIKAR Kjartan Sigurjónsson lék verk eftir A. Garbrieli, Zipoli, Buxtehude, J.S. Bach, Þorkel Sigurbjörnsson, Cle- rambault, Rerger og Franck. Sunnu- dagurinn 5. október 1997. KJARTAN Sigurjónsson orgelleik- ari innsiglaði ráðningu sína sem oregl- leikari við Digraneskirkju, með tón- leikum sl. sunnudagskvöld og lék á smíðisgrip Björgvins Tómassonar orgelsmiðs, 18 radda orgel, sem er hin besta smíð í alla staði. Kjartan hóf tónleikana með Kansónu eftir Andrea Gabrieli (1520-1586), er lærði hjá Adrian Willaert (1490- 1562) flæmsku tónskáldi er lærði hjá Josquin des Prés (1440-1521). Willa- ert flutti til ítah'u tækni þeirra Niður- lendinga og var það upphaf þess að ítalir komust í fremstu röð tónskálda og urðu mikils ráðandi í þeirri grein um 200 ára skeið. Kansónan er skemmtileg endurreisnar tónsmíð og notaði Kjartan raddskipan er hæfír mjög vel stfl þeim sem mótaður var af gerðum hljóðfæra þeirra endur- reisnarmanna. Annað verkefni Kjartans var Pa- storale (Hjarðljóð) eftir Domenico Zi- poli ( 1688-1726) ítalskan orgelleik- ara er Iærði bæði hjá Alessandro Scarlatti (1660-1725) og Bernando Pasquini (1637-1710). Hjarðljóðið var samkvæmt venju registerað sem næst hjarðpípuleik, er vakti þá hug- mynd að Kjartani þætti mikilsvert að nota sem best raddblæbrigði orgels- ins. Nokkur munur er á formskipan prelúdíunnar og fúgunnar hjá Buxte- hude og Bach. Hjá Buxtehude eru slík verk oft í mörgum köflum, þar sem skiptast á frjálsir kaflar og fú- gatóþættir, svipað því sem gjarnan átti sér stað í formskipan fantasíunn- ar. Hjá Bach eru prelúdían og fúgan tveir aðgreindir þættir og hver þeirra mjög þéttir að formi til. Þennan mun mátti heyra á prelúdíu og fúgu í g- moll eftir Buxtehude og fantasíu og fúgu í c-moll eftir Bach. Sálmforleikur eftir Þorkel Sigur- björnsson, sem hann byggir á sálmi eftir Pétur Guðjohnsen er ekki sérlega sannfærandi tónsmíð, ákaflega laus í formi og samanstendur mikið af þrástefja endurtekningum. Tvíleikur fyrir bassa og háan trompett, eftir Clerambault var næst á efnisskránni og þar eftir Benedictus, eftir Reger en lokaverk tónleikanna var Choral í a-moll, eftir Cesar Franck. Kjartan er traustur orgelleikari. Leikur hans í heild er nokkuð þungur en skýrlega mótaður. Helst reyndi á í verkinu eftir Bach, sérstaklega í fúgunni, sem er löng og nokkuð snú- in, en einnig í verkunum eftir Reger og Franck, sem hann flutti ágætlega, sérstaklega Choralinn eftir Franck og með þeirri fallegu raddskipan, sem er aðall hins ágæta orgels Digranes- kirkju. Jón Ásgeirsson Sýningum að Ijúka Kjarvalsstaðir Á KJARVALSSTÖÐUM standa yfir sýningar á verkum listmál- arans Kristjáns Davíðssonar, samtímalist frá Litháen og sýn- ing um Sigurð Guðmundsson arkitekt. Þessum sýningum lýk- ur nú á sunnudag. Leiðsögn verður um sýningarnar á sunnudag kl. 16, en einnig er boðið upp á sérstaka leiðsögn um byggingarlistasýninguna kl. 17 á föstudag. Kjarvalsstaðir eru opnir alla daga vikunnar frá kl. 10-18. Listhúsið Hafnarfirði Sýningu á myndvefnaðar- verkum Auðar Vésteinsdóttur, sem staðið hefur frá 27. sept- ember, lýkur mánudaginn 13. október nk. Listhúsið er opið virka daga frá kl. 10-18. Laugardag kl. 12-18 og sunnudag kl. 14-18. Nýlistasafnið Sýningum Hjartar Marteins- sonar, Ásrúnar Tryggvadóttur, Berit Lindfeldt og Eyjólfs Ein- arssonar í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3b í Reykjavík lýkur á sunnudag. Sýningarnar eru opnar frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeyp- is. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Sýningunni „Að skapa í og með náttúrunni", ljósmynda- sýning af listsköpun barna frá Norðurlöndum, lýkur nú um helgina. Djass í Múlanum DJASSKLÚBBURINN Múlinn hefur göngu sína að nýju eftir sumarfrí með vikulegum djass- kvöldum á Jómfrúnni, Lækjar- götu 4. Þetta er önnur tónleika- röð Múlans en klúbburinn hóf starfsemi á vormánuðum. Næstkomandi föstudagskvöld munu gítarleikararnir Guð- mundur Pétursson og Eðvarð Lárusson bjóða upp á djass- kokteil ásamt bassaleikaranum Þórði Högnasyni og trommuleik- aranum Birgi Baldurssyni. Tón- listin er úr ýmsum áttum og verður spuninn í fyrirrúmi. Tónleikarnir hefjast stundvís- lega kl. 21. Myndlistar- sýning í tilefni geðheilbrigð- isdags I TILEFNI 10. október, sern er alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur, halda gestir Vinjar myndlistar- sýningu í húsnæði Rauða kross íslands, Efstaleiti 9. Sýningin verður opnuð kl. 14 á morgun, föstudag, og verður opin á skrifstofutíma til og með 17. október. Ljóðalestur í Gerðarsafni TVÖ ung skáld, Sigtryggur Magnason og Ása Marin Haf- steinsdóttir, munu lesa úr ný- útkomnum ljóðabókum sínum í kvöld, fimmtudag, á vegum Rit- listarhóps Kópavogs. Ljóðin verða lesin í Kaffístofu Gerð- arsafns, Listasafni Kópavogs. Dagskráin stendur frá kl. 17-18 og er aðgangur ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.