Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 47
i
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 47
!
<
i
i
i
Fyrirlestur
um lýðskóla
S0REN Juhl, starfandi rektor
Brandbjerg-háskóla á Jótlandi,
heldur fyrirlestur á vegum Rann-
sóknarstofnunar Kennaraháskóla
Islands og íslenska lýðskólans
fímmtudaginn 9. október kl. 15.15.
Fyrirlesturinn nefnist: Staðfest-
ing á gildi lýðskólanna í fjölþjóðlegu
samfélagi. Juhl telur lýðskólahug-
myndina hornsteininn í því menn-
ingar- og velferðarþjóðfélagi sem
Danmörk er. Lýðskólarnir hafa átt
stóran þátt í því að ala fólk upp í
anda lýðræðislegra samskipta og
danskt þjóðfélag hafi notið þess að
ýmsir forystumenn í dönsku þjóðlífí
hafa fengið menntun sína í lýðskól-
um og mótast af starfsanda þeirra.
I Danmörku eru nú starfandi um
níutíu lýðskólar og er Brandbjerg-
háskóli á Jótlandi einn hinna
stærstu og vinsælustu. Soren Juhl,
starfandi rektor, hefur einnig
margra ára reynslu af fullorðins-
fræðslu og símenntun í heimspeki
og menningarsögu.
Með Soren kemur hingað til lands
fimmtán manna hópur nemenda
sem vinnur að nútíma uppsetningu
á leikriti úr Völuspá í samvinnu við
íslenska lýðskólann. Sýningar verða
föstudaginn 10. október kl. 16 og
20 í Norræna húsinu.
Málstofan verður haldin í stofu
M-302 í Kennaraháskóla íslands.
Flensborgar-
kórinn syngur
í Hafnarfjarð-
arkirkju
KOR Flensborgarskóla syngur við
almenna guðsþjónustu sunnudaginn
12. október nk. Hefst guðsþjónustan
kl. 11. Kórstjóri er Hrafnhildur
Blomsterberg. Mun kórinn syngja
almennan messusöng en einnig
flytja kórverk. Organisti er Natalía
Chow. Prestur guðsþjónustunnar er
sr. Þórhallur Heimisson.
Samtímis verður haldin sunnu-
dagaskólahátíð í kirkjunni og safn-
aðarheimilinu og er börnum úr
sunnudagaskólunum í Hvaleyrar-
skóla og Setbergsskóla boðið sér-
staklega í heimsókn en strætisvagn-
ar fara frá skólunum kl. 11. Eftir
guðsþjónustu og sunnudagaskóla er
öllum boðið í kaffi og safa í safnað-
arheimilinu.
I tónlistarguðsþjónustu sem hefst
kl. 18 mun María Weiss, fiðluleik-
ari, kennari við Tónlistarskóla Hafn-
arfjarðar, leika valin verk. Félagar
úr Kór Hafnarfjarðarkirkju syngja,
organisti er Natalía Chow og prest-
ur sr. Gunnþór Ingasaon.
Fyrirlestur
um líf ungl-
ingsins í Graf-
arvogskirkju
FYRIRLESTRAR verða haldnir í
Grafarvogskirkju um unglinginn
andspænis trúnni, voninni, foreldr-
um og skóla, næstu fimmtudags-
kvöld.
Fyrirlestrarnir verða eftirfarandi:
9. október. Trúin og unglingurinn.
Sr. Ágúst Einarsson, prestur í Sel-
jakirkju. 16. október. Vonin og ungl-
ingurinn. Sr. Sigurður Arnarson,
prestur í Grafarvogskirkju. 23.
október. Skólinn og unglingurinn.
Sr. Bjarni Þór Bjarnason, prestur í
Garðaprestakalli. 30. október. For-
eldrar og unglingar. Sr. Þór Hauks-
son, prestur í Árbæjarkirkju.
Hver fyrirlestur er um 40 mín. í
flutningi og á eftir gefst tækifæri
til umræðna yfir kaffibolla.
„Hér er kjörið tækifæri fyrir for-
eldra og foreldra fermingarbarna
og fyrir þá sem sinna og áhuga
hafa á uppeldismálum að taka þátt
í fræðslu og umræðum um ungling-
inn," segir í fréttatilkynningu frá
Grafarvogskirkju.
BRIDS
[J III S | Ó II
Arnór G. Ragnarsson
íslandsmót í
tvímenningi - undanúrslit
UNDANÚRSLIT íslandsmótsins í
tvímenningi verða spiluð helgina
11.-12. október. Spilaðar verða 3
lotur, hver 10 umferðir með 3 spilum
á milli para. Fyrsta lota byrjar á laug-
ardeginum kl. 11 og stendur til u.þ.b.
15.30. Önnur lota byrjar síðan 16.30
og áætluð lok eru um 20.15. Þriðja
lotan byrjar kl. 11 á sunnudeginum
og reiknað er með staðfest úrslit liggi
fyrir um 15.45. Þrjátíu og eitt efsta
sætið gefur rétt í úrslitin á íslands-
mótinu í tvímenningi 1997.
Fyrirkomulag mótsins er þrjár lot-
ur með Hipp Hopp-fyrirkomulagi.
Pörunum er slönguraðað í riðla eftir
meistarastigum að viðbættum stigum
síðustu 5 ára.
Keppnisgjald er 6.000 kr. á par.
Tekið er við skráningu hjá BSÍ í sím
587-9360, skráningarfrestur rennur
út föstudaginn 10. október kl. 17.
Bridsfélag Kópavogs
Fimmtudaginn 2. október lauk
hausttvímenningnum með sigri
Bernódus Kristinsonar og Georg
Sverrissonar sem hlutu 939 stig.
Kvöldskorin:
N&S
Bernódus Kristinsson - Georg Sverrisson 352
Árni Már Björnsson - Leifur Kristjánsson 306
Gísli Tryggvason - Guðlaugur Níelssen 294
A-V:
Rúnar Gunnarsson - Guðmundur Grétarsson 324
Jakob Kristinsson - Sverrir Kristinsson 314
Guðni Ingvarsson - Jón Páll Sigurjónsson 305
Lokastaðan.
BernódusKristinsson-GeorgSverrisson 939
Murat Serdar - Ragnar Jónsson 914
Helgi Víborg - Oddur Jakobsson 866
Guðm. Pálsson - Guðmundur Gunnlaugsson 866
Barómeterinn byrjar næsta
fímmtudag 9. október. Skráning er ,
hjá Hermanni Lárussyni sími
554-1507 og Sigurði Sigurjónssyni
sími 554-0226.
Bridsfélag Hafnarfjarðar |
Mánudaginn 6. október var önnur
umferðin í minningarmóti Krist- \
mundar Þorsteinssonar og Þórarins
Andrewssonar spiluð. Úrslit kvöldsins
urðu þessi:
N/S-riðill
Allan Sveinbjörnss. - Gunnar R. Péturss. 259
Guðm. Magnúss. - Ólafur Þ. Jóhannss. 236 - i
Ólafur Ingimundars. - Sverrir Jónss. 231
A/V-riðill I
Jón Gíslason - Snjólfur Ólafsson 271
Halldór Einarss. - Gunnlaugur Óskarss. 269
Atli Hjartars. - Júlíana Gíslad. 222
Að loknum tveimur kvöldum hafa
eftirtalin pör bestu skor:
Halldór Einarss. - Gunnlaugur Óskarss. 521
Sigurjón Harðars. - Haukur Árnas. 508
Jón Gíslas. - Snjólfur Ólafss. 479
Guðni Ingvarss. - Sigurður Sigurjónss. 457
I móti þessu taka að þessu sinni
þátt 20 pör og lýkur því mánudaginn
13. október, en þá tekur við barómet-
er, A. Hansen mótið, sem jafnframt
er aðaltvímenningur félagsins.
RAÐAUGLYSIIMGAR
i
d
i
KENIMSLA
Auglýsing frá prófnefnd
verðbréfamiðlara
Prófnefnd verðbréfamiðlara stendurfyrir nám-
skeiði og prófi veturinn 1997—1998.
Próf í námsefninu gefur réttindi til að stjórna
verðbréfafyrirtæki eða verðbréfamiðlun sam-
kvæmt lögum nr. 13/1996 um verðbréfavið-
skipti. Námskeiðinu er einnig ætlað að nýtast
öllum þeim sem starfa á fjármagnsmarkaði.
Námskeiðið skiptist í þrjá hluta; A-hluta, lög-
fræði, B-hluta, viðskiptafræði og C-hluta, fjár-
magnsmarkað. Áætlað er að kennsla í fyrsta
hluta hefjist 8. nóvember og námskeiðinu Ijúki
í þriðja hluta í júní 1998.
Um námskeiðahaldið,fyrirkomulag kennslu,
kennslugreinarog próf fersamkvæmt reglu-
gerðnr. 138/1992.
Þátttökugjald verður sem hér segir fyrir hvern
hluta:
• Fyrir A-hluta og C-hluta, hvorn fyrir sig:
Kennslugjald kr. 50.000.
Prófgjald kr. 20.000.
• Fyrir B-hluta:
Kennslugjald kr. 40.000.
Prófgjald kr. 20.000.
Innifalið í kennslugjaldi er óafturkræft innritun-
argjald að upphæð kr. 10.000.
Skráð er í námskeiðið hjá Endurmenntunar-
stofnun Háskóla íslands dagana 20.—29. októ-
ber nk. og skal þá greiða kennslugjald fyrir A-
hluta. Kennslugjald fyrir B-hluta skal greiða
fyrir 20. janúar 1998 og kennslugjald fyrir C-
hluta skal greiða fyrir 15. mars 1998.
Heimilt er að greiða með raðgreiðslum á
greiðslukorti. Prófgjöld greiðast við skráningu
í próf við lok hvers hluta.
Verði námskeið ekki fullsetin verður þeim sem
þess óska heimilað að sitja í einstökum grein-
um gegn gjaldi.
Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir End-
urmenntunarstofnun Háskóla íslands í síma
525 4923, 525 4924 og 525 4925 og Kristján Jó-
hannsson, umsjónarkennari, í síma 525 4555.
Tölvupóstur.Endurmenntunarstofnunarer
endurm@rhi.hi.is
Reykjavík, 9. október 1997.
Prófnefnd verðbréfamiðlara.
TILBOÐ/UTBOÐ
^
Rafveita Hafnatf jarðar
Útboð
Bygging steinsteypts rofastöðvarhúss
Rafveita Hafnarfjarðar óskar hér með eftirtil-
boðum í byggingu steinsteypts húss fyrir rofa-
stöð við Suðurholt 2a í Hafnarfirði.
Stöðin er 460 rúmm. að stærð á tveimur hæð-
um.
Útboðsgögn verða afhent á innheimtudeild
Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá og með
föstudeginum 10. október 1997, gegn 6.500
kr. (með vsk) skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð í aðveitustöð Rafveit-
unnar, Öldugötu 39, þriðjudaginn 21. október
nk. kl. 11:00, að viðstöddum þeim bjóðendum
sem þess óska.
Rafveita Hafnarfjarðar.
FUNDIR/ MANfMFAGIMAOUR
Aðalfundur
Sjómannafélags Reykjavíkur
verður haldinn í Skipholti 50D, 3. hæð, föstu-
daginn 17. október kl. 18.00.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Lagabreytingar
3. Önnur mál
Sjómannafélag Reykjavíkur.
inoni
Aðalfundur SVG
22. október 1997
Aðalfundur verður haldinn
22. október 1997 á Hótel
Bræðraborg, Vestmannaeyj-
um, og hefst hann kl. 13.00.
Stjórnin.
Aðalfundur
Fimleikafélagið Björk heldur aðalfund í veislu-
sal Hauka v/Flatahraun fimmtudaginn 23. októ-
ber kl. 20.00. Allir velkomnir.
Stjórnin.
FÉLAGSSTARF
Aðalfundur
y
Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Lang-
holti verður haldinn í Valhöll fimmtudaginn
16. októbernk. kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
NAU ÐUIM G A R 5 A L A
Nauðungarsölur
Uppboð munu byrja á skrifstofu embœttisins, Suðurgötu
1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 16. október 1997 kl. 14.00
é eftirtöldum eignum:
Austurgata 22, Hofsósi, þingl. eigandi Sigfríður Sigurjónsdóttir, gerð-
arbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna.
Breiðsstaðir, Skarðshreppi, þingl. eigandi Benedikt Agnarsson, gerð-
arbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins.
Grenihlíð 30, n.h., Sauðárkróki, þingl.eigendur Valdimar Örn Matt-
híasson og Snjólaug S. Jónsdóttir, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn
á Sauðárkróki.
Heiði, Skarðshreppi, þingl. eigandi Búi Agnarsson, gerðarbeiðandi
Stofnlánadeild landbúnaðarins.
Miðsitja, Akrahreppi, þingl. eigendur Jóhann Þorsteinsson og Sólveig
Stefánsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins.
Skagfirðingabraut 37, n.h., sauðárkróki, þingl. eigandi Kristján Alex-
andersson, gerðarbeiðandi Samvinnusjóður íslands.
Suðurgata 22, Sauðárkróki, þingl. eigandi Sigurður Kárason, gerðar-
beiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, Guðbjörg K. Jónsdóttir og Toll-
stjórinn í Reykjavík.
Sætún 2, Hofsósi, þingl.eigandi Stefán Gunnarsson, gerðarbeiðandi
Landsbanki Islands.
Öldustígur 7, e.h. og bílskúr, Sauðárkróki, þingl. eigendur Jón B.
Sigvaldason og Guðrún Stefánsdóttir, gerðarbeiðendur Lagastoð
hf., og Kaupfélag Skagfirðinga.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki,
7. október 1997.
&_& lSL£L. * »
P*Wfl£*Í,
Eitt blað fyrir alla!
- kjarni málsins!