Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 49 FRÉTTIR 23 sjóntækjafræðingar voru útskrifaðir. Morgunblaðið/Ómar Hópur sjóntækjafræðinga útskrifast NÝVERIÐ var útskrifaður fyrsti hópur íslenskra sjón- tækjafræðinga. A síðasta ári var haldið 240 tíma námskeið í sjónmælingum og augnskoðun. Ákveðið var að nota norska fyr- lega straum af kostnaðinum en irmynd að slíku námskeiði og menntamálaráðuneytið styrkti prófum. Kostnaður við nám- einnig námskeiðið. Námskeið- skeiðið var um 3 milljónir inu lauk með skriflegu og verk- króna. Stóðu þátttakendur aðal- legu prófi. Ástralskur predikari á Hótel ís- landi ÁSTRALSKUR predikari, Peter Roennfeldt, mun flytja fimm fyrir- lestra á Hótel íslandi næstu daga, og verður sá fyrsti í kvöld, fimmtu- dag, og hefst klukkan 20. Peter Roennfeldt er reyndur predikari, „sem flytur lifandi og kröftugan boðskap í stuttum nám- skeiðum um mikilvægustu efni Biblíunnar11, eins og segir í frétt frá fundarboðendum. Túlkur verð- ur dr. Steinþór Þórðarson. Að- gangur er ókeypis að fyrirlestrun- um og öllum heimill. Pyrirlesturinn í kvöld nefnist „Skírn heilags anda“. Nk. sunnu- dagskvöld mun hann ræða um Heilagan anda og kraftaverk. Þriðjudaginn 14. október ræðir hann um Heilagan anda og tungut- alsgáfuna, fimmtudaginn 16. októ- ber um Heilagan anda og Toronto- fyrirbærið og sunnudaginn 19. október um nýöldina og innsigli hins lifandi Guðs. Kvenfélag Hallgrímskirkju Erindi um réttindamál FYRSTI fundur Kvenfélags Hall- grímskirkju á þessu starfsári verður haldinn í kvöld, 9. október, kl. 20. Þar mun Dögg Pálsdóttir hdl. flytja erindi um ýmis réttindamál sem m.a. varða ellilífeyrisþega, erfðamál og réttindi sjúklinga til að fá að sjá sjúkraskýrslur sínar. Að erindinu loknu mun Dögg svara fyrirspurnum. Allir sem hafa áhuga á að hlýða í erindi Daggar eru velkomnir á undinn. LEIÐRÉTT Silfurtún FYRIRTÆKIÐ Silfurtún vill af gefnu tilefni koma á framfæri þeirri leiðréttingu að Björn Ingi Sveinsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Friðrik Jónsson markaðsstjóri. Afmælis- fagnaður ÁTTHAGASAMTÖK Héraðs- manna eru 25 ára um þessar mundir og efna í tilefni þess til afmælisfagnaðar hinn 11. október nk. á Hótel Björk í Hveragerði. Stjórn samtakanna hefur ákveð- ið að bjóða upp á ókeypis rútuferð- ir frá BSÍ í Reykjavík kl. 18 með viðkomu í Mjódd en hátíðin hefst kl. 19.45 með borðhaldi. Miðaverð er 2.500 kr. á mann og hótelið býður upp á gistingu fyrir þá sem það vilja. Fyrirlestur um stökkbreytta DNA lígasa ARNAR Pálsson MS nemi heldur fyrirlestur föstudaginn 10. október á vegum Líffræðistofnunar Há- skólans sem nefnist „Markvissar stökkbreytingar á DNA lígasa geni Thermus scotoductus". Erindið er haldið í húsakynnum Líffræðistofnunar, Grensásvegi 12, í stofu G-6 klukkan 12.20. Öllum er heimill aðgangur. GUÐRÚN og Guðlaugur Bergmann. Námskeið um samskipti HJÓNIN Guðrún og Guðlaugur Bergmann halda föstudagskvöldið 10., laugardaginn 11. og sunnudag- inn 12. október samskiptanámskeið, sem þau kalla Að elska mig og að elska þig, í húsnæði Mannræktarinn- ar, Sogavegi 108. Á.námskeiðinu er fjallað um hina ýmsu fleti samskipta svo sem sam- skipti við sjálfan sig, lærð samskipti úr flölskyldum, samskipti við maka og börn og samskipti við fólk utan flölskyldunnar. Sú nýbreytni er að þetta námskeið er haldið í Reykjavík en undanfarin tvö og hálft ár hafa Guðrún og Guð- laugur búið undir Jökli þar sem þau hafa ásamt félögum sínum í Snæ- fellsás-samfélaginu rekið mannrækt- armiðstöð. Þar hafa þau sérhæft sig í samskiptaþættinum með námskeið- um og einkavinnu. Námskeið þeirra er byggt upp á fyrirlestrum og verk- efnum í veglegri vinnubók sem er innifalin í námskeiðsgjaldinu og er tilgangur námskeiðsins að opna fólki sýn inn á nýja fleti samskipta og kenna því aðferðir til að breyta og bæta samskipti sín. Skora á dóms- málaráðherra AÐALFUNDUR Félags áfengis- varnanefnda á Austurlandi haldinn á Egilsstöðum 5. október sl. skorar á dómsmálaráðherra að sjá svo um að 16. gr. a í áfengislögum um áfengisauglýsingar sé virt og í heiðri höfð og á brotum á henni sé ský- laust tekið, segir í fréttatilkynningu. Finnur í stað Halldórs á Hót- el Borg FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, verður frummælandi á fundi á Hótel Borg í hádeginu í dag og ræðir um stjómmálaviðhorfið. Ráð- gert hafði verið að Halldór Ásgríms- son yrði fundarboðandi, en í fréttatil- kynningu segir að af því geti ekki orðið af óviðráðanlegum ástæðum. ■ Á STJÓRNARFUNDI í Verkamannafélaginu Hlíf hald- inn 6. október sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Stjórn Hlífar tekur heils hugar undir ályktun stjórnar Verkamannafélagsins Dagsbrúnar frá 22. september sl. þar sem harðlega er mótmælt ákvörðun stjórnar Atvinnuleysis- tryggingasjóðs að færa öll sam- skipti atvinnulausra undir eina nefnd á höfuðborgarsvæðinu. Með þeirri nýju skipan er atvinnu- laust fólk slitið úr eðlilegu sam- bandi við stéttarfélag sitt, sem veitir því margskonar þjónustu á ýmsum sviðum jafnhliða umsýslu og útborgun atvinnuleysisbóta. Stjórn Hlífar telur eðlilegt að sérstök úthlutunarnefnd og um- sýsluskrifstofa atvinnuleysisbóta yerði staðsett í Hafnarfirði eins og verið hefur en svæðið sem um er að ræða nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Besstastaðahrepp með um 27 þúsund íbúa. Hingað til hefur þetta fyrirkomulag reynst vel og engin ástæða til breytinga hvorki félagsleg né fjárhagsleg." ■ í ÁLYKTUN um kjaramál sem blaðinu hefur borist frá Skóla- stjórnarfélagi Norðurlands vestra er lýst yfir „miklum áhyggjum vegna hins alvarlega ástands sem við blasir í grunnskól- um landsins ef ekki kemst skriður á kjaraviðræður skólastjóra og kennara við sveitarfélögin. Fund- urinn styður heils hugar samn- inganefnd Kennarasambandsins í viðræðunum og hvetur alla skóla- stjóra og kennara að standa sam- an í baráttunni," segir í fréttatil- kynningu. Þá er þess krafist að launanefnd sveitarfélaganna komi að samningaborðinu af meiri al- vöru en lýsir sér í þeim tilboðum sem nefndin hefur lagt fram til þessa. ■ AÐALFUNDUR Foreldra- og kennarafélags Laugarlækjar- skóla haldinn 6. október 1997 samþykkti eftirfarandi: „Fundur- inn lýsir yfir hryggð sinni vegna þess að tveir kennarar skólans hafa sagt upp störfum sínum sbr. grein í Morgunblaðinu 18. septem- ber sl. Þá vill fundurinn skora á sveitarstjórnir í landinu að ganga strax til samninga við kennara. Vonast fundurinn eftir að kjör kennara verði bætt svo kennsla geti haldið áfram í grunnskólum landsins." * Verð miðast við að greitt sé með ATLAS- eða Gullkorti EUROCARD og að ATLAS- ávísun sé notuð. Innifalið: Flug og gisting í tvíbýli með morgunverði á Bewley's hótelinu, akstur til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjóm og flugvallarskattar. SamviiiiJuíerúirLaiJilsýii Nú býðst ATLAS- og Gullkorthöfum EUROCARD einstök ferð til gleðiborgarinnar Dublin á frábæru verði. kr. Takmarkað sætaframboð. Bókanir hjá Samvinnuferðum - Landsýn í síma 569 1010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.