Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 64
4S/400 er... ...með PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfi fM*¥0ttnÞIafeife MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG RITSTJ@MBL.IS AKVREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 9. OKTOBER 1997 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Forsætisráðherra neytti kvöldverðar með varaforseta Tævans Tekur hótanir Kínverja um aðgerðir alvarlega A Þing- völlum Davi'ð Oddsson forsætisráðherra og Astríður Thorarensen, kona hans, taka á móti Lien Chan, vara- forseta Tævans, og Lien Fang Yui, eiginkonu hans, í forsætisráðherra- bústaðnum á Þingvöllum í hvass- viðrinu í gærkvöldi. Varaforseti Tævans er á 12 daga ferð um Evr- ópu og dvelur hér í fimm daga. Hann heldur frá Islandi á morgun. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í gærkvöldi að hann teldi ástæðu til að óttast að Kínverska alþýðulýðveldið stæði við yfírlýsingar um að það mundi hafa alvarlegar afleiðingar að hafa leyft varaforseta Tævans að koma til íslands. Ríkisstjórnin ákvað á fundi í gærmorgun að sinna ekki mótmælum Kínverja vegna heimsóknarinnar og í gær- kvöldi neytti Davíð kvöldverðar með Lien í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum eins og ákveðið hafði verið. Davíð sagði að kvöldverðinum opinbera," sagði hann. „Mér finnst loknum að mótmæli Kínverja , hefðu aðeins verið nefnd með þeim hætti að Tævanarnir hefðu lýst yf- ir áhyggjum af því að heimsókn þeirra gæti skaðað ísland. Hann hefði svarað því til að það væri ekki þeirra að hafa áhyggjur af því, þessi ákvörðun væri Islend- inga og vitað hefði verið að hún mundi valda óróa, þótt ekki hefði verið búist við að hann yrði svo mikill. Hjálmar W. Hannesson, sendi- herra íslands í Peking, var í gær kvaddur á fund varautanríkisráð- ' herra Kína. Davíð sagði að Kínverj- ar hefðu látið hörð orð falla á þeim fundi og lagt skýra áherslu á það að yrði mótmælum þeirra ekki sinnt myndu stjórnvöld í Peking ekki láta sitja við orðin tóm, heldur fylgja þeim eftir með aðgerðum. Davíð sagði að Kínverjar hefðu ekki sagt til hvaða ráða þeir myndu grípa, en harmaði þær aðgerðir sem þegar væru hafnar. Leikreglurnar brotnar „Því miður hafa þeir þegar frestað samningum við íslensk fyr- irtæki, sem eru ekki á vegum hins það ámælisvert vegna þess að við höfum trú á því að nú geti menn farið inn á kínverska markaði undir tilteknum leikreglum, sem ekki eiga að breytast eftir því hvernig sviptivindarnir eru í pólitíkinni." Davíð sagði að ríkisstjórnin myndi nú taka hótanir Kínverja með í reikninginn: „Það þýðir ekki fyrir okkur að vona hið besta, held- ur verður að reikna út áhættuna," sagði Davíð. „I byrjun áttaði maður sig ekki á að þetta yrði með þessum ósköpum, en jafnvel þótt það hefði verið vitað fyrirfram hefðum við tekið sömu ákvörðun." Stjórnvöld í PeMng líta svo á að Tævan sé uppreisnarhérað í Kína og mótmæla ávallt þegar háttsettir embættismenn þaðan fara til ríkja, sem hafa stjórnmálasamband við Kínverja. Sendiherra Kína á íslandi krafð- ist þess í yfirlýsingu á þriðjudag að Lien yrði vísað úr landi, til vara að íslenskum embættismönnum yrði bannað að ræða við hann og ella mætti búast við að mál þetta hefði alvarlegar afleiðingar. ¦ Sendiherra Islands/32 Morgunblaðið/Jim Smart &* 21 skip við túnfiskveiðar ÁTJÁN túnfiskveiðiskip frá Japan og Tævan voru í gær við veiðar ut- an við landhelgina suður af land- inu, að sögn Auðuns Kristinssonar, stýrimanns hjá Landhelgisgæsl- iiiiai, sem fiaug könnunarflug yfir landhelgislínuna í gær. Þá voru þrjú skip að veiðum innan lögsögunnar samkvæmt sér- stöku leyfi til túnfiskveiða í til- raunaskyni. Afli þeirra var sagður þokkalegur, en íslenskir eftirlits- menn eru um borð í þessum þrem- ,-*-^ur skipum. Sfldarkvóti á 80-100 milljónir VERÐMÆTI síldarkvóta hefur nálega tífaldast á undanförnum fjórum árum og hafa kvótarnir selst á 80-100 milljónir króna und- anfarið. Fyrir fjórum árum eða sumarið 1993 seldist sambærilegur kvóti á 10 milljónir króna, sam- kvæmt upplýsingum Landssam^ bands íslenskra útvegsmanna. I flestum tilvikum er um að ræða skipti á veiðiheimildum í viðskipt- um með síldarkvóta. Um er að ræða heimildir til að veiða íslensku suðurlandssíldina. Verðmætið hefur nálega tífaldast á undanförnum fjórum árum Hver síldarkvóti nemur 1,1090946% af þeim heildarkvóta sem heimilað er að veiða á ári og helgast það af því að þegar kerfið var sett á lagg- irnar fyrir mörgum árum var heild- arkvótanum skipt á milli um 90 báta. Síldarkvótinn er mismunandi frá ári til árs í samræmi við það hver heildarkvótinn er. Þannig er kvót- inn á nýbyrjuðu fiskveiðiári minni en hann var á því síðasta eða 1.109 tonn samanborið við 1.220 tonn á síðasta fiskveiðiári. Kvótinn hefur einnig verið meiri en þetta og var til dæmis rúm 1.300 tonn fyrir fáum árum. Björn Jónsson, kvótamiðlari hjá Landssambandi íslenskra útvegs- manna, sagði að fyrir fjórum árum hefði varanlegur síldarkvóti verið seidur á um 10 milljónir króna, en síðan hefði verðið hækkað upp í 15-16 milljónir. Gjarnan hefði verið um að ræða skipti á síld- og þorsk- veiðiheimildum. Þá hefði kílóið af þorski verið selt á 180 krónur sem væri miðað við úthlutun þá selt nú á 620 krónur kílóið. Þannig hefði þorskurinn einnig hækkað mikið, en síldin þó talsvert meira. Væri ekki fjarri lagi að áætla verðmæti síldarkvóta á bilinu 80-100 milljón- ir króna. Björguðu 23 nami- bískum sjómönnum —» AHÖFNIN á namibíska rann- sóknaskipinu Welwitchia, sem mannað er íslenskum yfirmönnum, bjargaði 23 namibískum sjómönn- um, sem komist höfðu í lítinn gúm- björgunarbát eftir að 75 tonna línubátur, sem þeir voru á, sökk í aftakaveðri í fyrrakvöld. Neyðarkall barst frá skipinu um kl. 19.25 í fyrrakvöld þar sem skip- ið var statt um 110 sjómílur frá hafnarborginni Walvis Bay. Engin skip voru nálæg þegar óhappið varð að undanskildu rannsókna- skipinu, sem breytt hafði áætlun sinni vegna heimsóknar Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra til Namibíu. „Við vorum í fjögurra mílna fjarlægð frá bátnum þegar hann sökk í ljósaskiptunum. Við fundum mennina fljótlega eftir að þeir höfðu skotið upp blysum og björg- unin gekk mjög vel," sagði Agúst Ingi Sigurðsson, skipstjóri á Welwitchiu, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Skelfingu lostnir „Sumir skipbrotsmannanna gátu aðeins hrifsað með sér það sem þeim þótti dýrmætast áður en þeir stukku frá borði. Einum hafði % t! te .•».\« *! WELffi. WELWITCHIA kom með skip- brotsmennina til hafnar í Walvis Bay klukkan 8 í gærmorgun. tekist að ná fæðingarvottorði og aðrir voru að reyna að þurrka bleytu af ljósmyndum af börnum sínum, konum eða kærustum," sagði skipstjórinn. Við sigldum upp að björgunar- bátnum, en mennirnir voru svo hræddir að þeir ætluðu aldrei að komast upp að stiganum, sem við lögðum niður að þeim, svo við urð- um að kasta til þeirra björgunar- beltum til að festa á sig. Svo fálm- uðu þeir í stigann og um leið og þeir voru búnir að grípa um stig- ann, var stiganum vippað inn fyrir borðstokkinn með mönnunum hangandi í." Auk Ágústs Inga eru tveir aðrir íslenskir yfirmenn um borð. Guð- jón Kolbeinsson er yfirvélstjóri og Gunnar Harðarson yfirstýrimaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.