Morgunblaðið - 11.10.1997, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 11.10.1997, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 15 skiltamaour Konráðsdóttir. verslunarmaður Gunnar Regmsson Hver er munurinn á © Er ávöxtun lífeyrissjóðanna Eru lífeyrissjóðirnir á lífeyrissjóðunum og lakari en séreignasjóðanna? móti breytingum? ^ séreignarsjóðum? v Hver er munurinn á lífeyrissjóðunum og séreignarsjóðum? — Séreignarsjóður líkist bankabók með sérstökum úttektarreglum en réttindi í almennum lífeyrissjóði eru líkari tryggingu. Sá sem á inneign í séreignarsjóði getur tekið hana út á ákveðnu tímabili (gjarnan er miðað við 10 ár) þangað til hún er á þrotum. Lífeyris- sjóðirnir tryggja hins vegar sjóðfélögum lífeyri ævilangt. Félagar í lífeyrissjóðunum eru einnig tryggðir fyrir tekjumissi af völdum sjúkdóma og slysa og við fráfall sjóðfélaga greiða sjóðirnir maka- og barnalífeyri. Bæturnar geta oft orðið miklu hærri en greidd iðgjöld. Engin sambærileg trygging fylgir aðild að séreignarsjóði. Fyrir þá sem tök hafa á er sparnaður til efri áranna nauðsynleg fyrirhyggja. Inneignir sem takmarkast við fjárráð hvers einstaklings koma þó aldrei í stað réttinda í lífeyrissjóðunum. Er ávöxtun lífeyrissjóðanna lakari en ávöxtun séreignarsjóðanna? — Nei! Ávöxtun lífeyrissjóðanna hefur batnað ár frá ári og stenst fyllilega samanburð við ávöxtun í séreignarsjóðum. Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna er einnig mun lægri en hjá séreignarsjóðum og sameining lífeyrissjóða hefur aukið hagkvæmni lífeyriskerfisins í heild. 0 Eru lífeyrissjóðirnir á móti breytingum? — |á og nei! Undanfarin ár hafa lífeyris- sjóðirnir unnið markvisst að því að bæta þjónustu við sjóðfélaga, auka upplýsinga- streymi til þeirra og bæta eftirlit með áunnum réttindum. Um leið hafa þeir leitað nýrra fjárfestingaleiða. Á sama tíma hefur rekstrar- kostnaður lækkað og hagkvæmni aukist. Þessar breytingar skila sér beint til sjóðfélaga. Það væri hins vegar alvarleg skammsýni að gera grundvallarbreytingar á íslensku lífeyrissjóðunum, þegar Ijóst er að þeir munu standa undir lífeyrisskuidbindingum sínum í framtíðinni og verða hagkvæmasti kostur sem völ er á til að tryggja framfærslu íslenskra lífeyrisþega. Traust lífeyriskerfi verður aldrei byggt á skammsýni, óþolinmæði og von um skjótfenginn gróða. LÍFEYRISSIÓÐIRNIR lifðu vel og lengi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.