Morgunblaðið - 08.11.1997, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
LANDSFUNDUR ALÞYÐUBANDALAGSINS
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 11
Mismunandi áherslur í sjávarútvegsmálum í Alþýðubandalaginu
Uppgötva alþýðubandalags-
menn að þeir eru sammála?
Svavar Gestsson alþingismaður sagði á
landsfundi Alþýðubandalagsins í gær að það
væri enginn ágreiningur um sjávarútvegs-
mál í Alþýðubandalaginu. Alþýðubandalags-
menn væru bara ekki búnir að uppgötva að
þeir væru sammála. í grein Hjálmars
Jónssonar kemur þó fram að leið alþýðu-
bandalagsmanna til samstöðu kunni að reyn-
ast þeim nokkuð grýtt.
STEINGRÍMUR J. Sigfússon er meðal andstæðinga sameiginlegs
framboðs vinstri flokkanna ásamt félögum sínum úr þingflokknum,
Ogmundi Jónassyni og Hjörleifi Guttormssyni.
RAGNAR Arnalds varaði við því á landsfundinum í gær að Alþýðu-
bandalagið myndi leysast upp ef farið yrði í sameiginlegt fram-
boð með öðrum flokkum við næstu alþingiskosningar.
MARGVÍSLEGAR áherslur og tillög-
ur um breytingar í sjávarútvegsmál-
um liggja fyrir Iandsfundi Alþýðu-
bandalagsins sem haldinn er um helg-
ina og að auki hafa þingmenn Al-
þýðubandalagsins ekki lagt fram
færri en tvö frumvörp til laga um
breytingar í þessum efnum. Um
grundvallarágreining virðist vera að
ræða í mörgum efnum, sem ekki
verður séð að auðvelt verði að flnna
lausn á.
í greinargerð til landsfundar frá
starfshópi í sjávarútvegsmálum sem
settur var á laggirnar eftir síðasta
landsfund segir að strax í upphafí
starfs hópsins hafi umræðan leitt til
átaka um „veiðiréttinn" þ.e.a.s. hvort
það samrýmist stefnu Alþýðubanda-
lagsins að útgerðarmenn hafi rétt til
að ráðstafa veiðiréttinum með ein-
hveijum hætti til annarra fyrir endur-
gjald og hefði þessi grundvallar-
ágreiningur sett starf hópsins í sjálf-
heldu.
Starfshópurinn skilar því ekki af
sér sameiginlegum tillögum, en Jó-
hann Ársælsson, formaður starfs-
hópsins leggur fram í eigin nafni
vinnuplagg, þar sem raktar eru þijár
leiðir til stjórnunar fiskveiða og þær
bomar saman, „í þeirri von að lands-
fundur greiði úr málum á grundvelli
þess.“
Leiðirnar þijár eru í fyrsta lagi
að fara blandaða leið kvóta og sókn-
arstýringakerfis, en þetta er leið sem
Steingrímur J. Sigfússonj alþingis-
maður, hefur mælt fyrir. í öðru lagi
leiga á veiðiheimildum í stað úthlut-
unar á einstök skip, sem er leið sem
Jóhann mælir með að farin verði og
í þriðja lagi að tekin verði upp sókn-
arstýring, en grunnurinn í þeirri til-
lögu er tillaga til þingsályktunar um
sjávarútvegsstefnu ásamt drögum
að frumvarpi til laga um stjórn fisk-
veiða sem þingflokkur Alþýðubanda-
lagsins lagði fram sem umræðuskjal
veturinn 1992/1993.
Nýtt stjórnkerfi fyrir smábáta
Tillaga Steingríms, en henni fylg-
ir uppkast að frumvarpi um ráðstaf-
anir í sjávarútvegsmálum, felur í sér
að tekið verði upp nýtt stjórnkerfi
fyrir báta- og smábátaflotann.
Byggt verði á handfæraleyfum og
hins vegar sóknartakmörkunum með
óframseljanlegum hámörkum. For-
gangur þessara báta að grunnslóð
verði aukinn og vistvænum veiðar-
færum ívilnað.
Þá verði aflamarkskerfi sem gildi
fyrir stærri skip breytt þannig að
veiðirétturinn verði í reynd afnota-
réttur samkvæmt lagalegri skil-
greiningu og stjórnkerfið endur-
spegli afnotaréttareðli fiskveiði-
heimildanna, eins og segir. Leiga
veiðiheimilda verði bönnuð og aðeins
slétt skipti leyfð. Fyrningarregla
verði innleidd gagnvart ónýttum
kvóta þannig að veiðirétturinn færist
frá þeim sem ekki nota hann til
þeirra sem það gera. Viðskipti með
varanlegan afnotarétt fari öll fram
á viðurkenndu kaupþingi og skatta-
legri meðferð veiðiheimilda og við-
skipti með þau komin í fast horf,
auk þess sem sérstakri skattlagn-
ingu söluhagnaðar verði komið á.
Þá er gert ráð fyrir að veiðiheimild-
ir verði settar til hliðar í ákveðinn
viðlagasjóð til að aðstoða byggðarlög
sem misst hafi verulegan hluta veiði-
heimilda sinna en séu afgerandi háð
fiskveiðum og fiskvinnslu.
Leiga veiðiheimilda
Onnur leiðin sem bent er á og
samin er af Jóhanni Ársælssyni felur
í sér leigu veiðiheimilda. Gert er ráð
fyrir að stofnaður verði sjávarútvegs-
sjóður sem hefði það hlutverk með
höndum eftir fimm ára aðlögun-
artíma að leigja út allar veiðiheimild-
ir á íslandsmiðum á opnum markaði
sem allir útgerðaraðilar hefðu aðgang
að. Heildarkvóti verður ákveðinn með
sama hætti og verið hefur og kæmi
fimmtungur af aflaheimildunum að
viðbættum innskiluðum aflaheimild-
um til ráðstöfunar hvert ár. Heimild-
irnir yrðu boðnar út í einingum á
opnum markaði þannig að stöðugt
framboð skapaðist og hæstbjóðandi
hlyti hveija einingu. Tryggingu þyrfti
að setja fyrir samningi, en aflagjald
yrði innheimt af lönduðum afla.
Jóhann leggur til að flokkurinn
fari þessa leið sem skref út úr eign-
arhaldsfyrirkomulagi kvótakerfisins
til að tryggja í raun sameign þjóðar-
innar á fískistofnunum umhverfis
landið. Hann segir að vísu að sóknar-
stýringarleiðin uppfylli best þau
markmið sem Alþýðubandalagið hafi
sett sér til leiðsagnar við stefnumótun
í þessum efnum. Það sé þó hans skoð-
un að það geti orðið torsótt að fá
fram slíka stefnu við heildarlausn á
stjórn fiskveiða. Það virðist ljóst að
til að skapa aðstæður til breytinga
frá núgildandi kerfí þurfí fyrst að
fella úr gildi þau ígildi eignarréttar
sem fijálst framsal aflaheimilda færi
útgerðinni. Leiga aflaheimildayirðist
vænleg lausn á þessum vanda. í henni
felist í raun litlar breytingar frá nú-
gildandi kerfi nema hvað að aflaheim-
ildir verði leigðar út. Sú leið muni
því ekki valda mikilli röskun í grein-
inni.
Það er hins vegar allur annar tónn
í stjórnmálaályktun aðalfundar kjör-
dæmisráðs í Norðurlandskjördæmi
eystra sem samþykkt var um miðjan
síðasta mánuð. Þar er hafnað öllum
hugmyndum um sértæka skattlagn-
ingu á sjávarútveginn og þar með
landsbyggðina og sérstaklega varað
við uppboði á veiðiheimildum. „Slíkt
fyrirkomulag myndi skapa óvissu og
glundroða í greininni og bitna harð-
ast á einyrkjum og minni byggðar-
lögum, hraða samþjöppun veiðiheim-
ilda og að líkindum auka brask og
þvingaða þátttöku sjómanna í kvóta-
kaupum eða leigu. Nýlegt dæmi um
sölu veiðiheimilda af Suðurnesjum
sýnir hvaða stöðu minni fyrirtæki
hefðu gagnvart stórum fyrirtækjum
í greininni ef til uppboða á veiðiheim-
ildum kæmi,“ segir meðal annars í
ályktuninni.
Lög um stjórn fiskveiða
verði felld úr gildi
Þá hafa þingmenn Alþýðubanda-
lagsins lagt fram tvö frumvörp á
Alþingi sem tengjast þessum málum
á síðustu vikum. Annars vegar hafa
þrír þingmenn Alþýðubandalagsins,
Kristinn H. Gunnarsson, Margrét
Frímannsdóttir og Svavar Gestsson
lagt til að lög um stjórn fiskveiða
verði felld úr gildi 1. september árið
2002. í greinargerð segir að þýðing
þessa frumvarps sé fyrst og fremst
sú að öll réttindi til veiða samkvæmt
gildandi lögum munu falla niður og
endurúthlutun fara fram á grund-
velli nýrra laga. Með þessu taki Al-
þingi af öll tvímæli um forræði sitt
til lagasetningar um nýtingu fiski-
stofnanna og óumdeild verði núgild-
andi ákvæði um þjóðareign á físki-
stofnunum. Frumvapið byggi á þeirri
skoðun flutningsmanna að gildandi
lög hafi ekki leitt til einkaeignarrétt-
ar á fiskistofnunum eða nýtingu
þeirra og sé hægt að fella þau rétt-
indi niður bótalaust. Á hinn bóginn
hafí raskast mjög sá grundvöllur sem
upphafleg úthlutun veiðiheimilda
hvíldi á, svo og dreifing þeirra eftir
byggðalögum og útgerðarflokkum og
af þeim sökum sé óhjákvæmilegt að
taka málið til endurskoðunar í heild.
Þá kemur fram að það sé sjónar-
mið flutningsmanna að stjórna beri
fiskveiðum á annan hátt en verið
hefur. Stjórn fiskveiða þurfi að gera
nýjum mönnum kleift að hefja út-
gerð og nýta legu sjávarbyggða við
nálæg fiskimið með öflugum strand-
veiðum. Nýja löggjöf þurfi til að
skilja á milli strandveiða og stórút-
gerða. I strandveiðum verði opið
kerfi sem byggi að mestu leyti á
sóknarstýringu og geri ráð fyrir
áætluðu heildaraflamarki, en togar-
ar og önnur stórvirk skip verði áfram
í aflamarkskerfi með framseljanleg-
um aflaheimildum að einhveiju leyti.
Hlutur strandveiða verði um 40%
og hins flokksins um 60% og verði
ekki hægt að flytja milli flokka.
Niðurstöðu verði náð
Hitt frumvarpið er flutt af öllum
þingmönnum Alþýðubandalagsins
nema Svavari Gestssyni og Margréti
Frímannsdóttur. Þar er um frumvarp
til stjórnskipunarlaga að ræða og
er lagt til að við 72. gr. stjórnar-
skrárinnar bætist ákvæði um sam-
eign þjóðarinnar á auðlindum, þ.á m,
öllum verðmætum í sjó og á sjávar-
botni og heimilt sé að nýtendur auð-
linda greiði hóflegt gjald er standi
undir kostnaði við rannsóknir og
stuðli að verndun auðlindanna og
sjálfbærri nýtingu þeirra.
I greinargerð segir um verðmæti
í sjó og á sjávarbotni meðfram
ströndum landsins að þau geti orðið
bitbein einstakra manna síðar meir
ef séreignastefnan verður enn frekar
ofan á í íslenskri löggjöf og ekki er
tekinn af allur vafi með ótvíræðu
stjórnarskrárákvæði.
Margrét Frímannsdóttir, formaður
Alþýðubandalagsins, drap meðal
annars á þessi mál í setningarræðu
sinni á landsfundinum í fyrradag.
Sagði hún að ákveðin tímamót hefðu
orðið í þessari umræðu um sjávarút-
vegsmál innan þingflokks Alþýðu-
bandalagsins og sæist það vel á frum-
vörpum Steingríms J. Sigfússonar
annars vegar og Kristins H. Gunnars-
sonar hins vegar. „Ég vænti þess að
sjávarútvegsmálin verði rædd af
hreinskilni á þessum landsfundi og
að við náum þar niðurstöðu. Ég held
við komumst ekki hjá því að gera
þetta stóra og erfiða mál upp á þess-
um fundi,“ sagði Margrét.
Ullar- og sport-
fatnaður
Góðar
vonir um
sölu vest-
anhafs
FYRSTU athuganir benda til
að flytja megi út töluvert magn
af ullarvörum og sportfatnaði
til Bandaríkjanna, að sögn
Kristjáns Eysteinssonar, fram-
kvæmdastjóra fagráðs tex-
tíliðnaðarins, en einnig er verið
að kanna möguleika á útfiutn-
ingi til Kanada.
„Við erum að skoða markaðs-
möguleika fyrir íslenskar ullar-
vörur og kuldafatnað líkt og
66°N framleiða,“ sagði Krist-
ján. „Ullarvörur voru seldar í
miklum magni til Bandaríkj-
anna fyrir um tíu árum en datt
þá niður í nánast ekki neitt og
nú er verið að endumýja þann
markað en Kanada hefur hins
vegar aldrei verið stór markaður
fyrir íslenskar ullarvörur."
Verið er að kanna markaðina
í samstarfi við viðskiptaskrif-
stofu utanríkisráðuneytisins og
í samstarfi við Magnús Bjarna-
son sem hefur fast aðsetur í
New York. Sagði Kristján að
verið væri að stofna til sam-
banda, sem síðar yrðu könnuð
nánar með það í huga að flytja
út töluvert magna af ullarvörum
og kuldafatnaði. „Fyrstu athug-
anir benda til að um mörg tæki-
færi séð að ræða en þetta er
gríðarlega stór markaður,"
sagði hann.
„Ein ferð hefur verið farin
til að kynna vömrnar fyrir fyrir-
tækjum, sem sýnt hafa áhuga
og það er alveg ljóst að það er
hægt að gera ýmislegt en nú
er það fagráðsins og fyrirtækj-
anna hér heima að spila úr því
hvernig þeir vilja standa að
þessu.“
Mikill afli
Samherja-
skipa
ÞRÍR af frystitogurum Sam-
heija hf., Baldvin Þorsteinsson
EA, Víðir EA og Akureyrin EA
hafa komið með mjög mikinn
afla til löndunar síðustu daga.
Afli skipanna þriggja er sam-
tals hátt í 1.100 tonn og afla-
verðmætið tæpar 200 milljónir
króna.
Afli skipanna var bæði karfi
og þorskur en öll voru þau á
karfaveiðum í grænlenskri lög-
sögu en við þorskveiðar í ís-
lenskri lögsögu. Víðir EA kom
til Akureyrar í gærmorgun með
um 350 tonn af frosnum fiski
og er aflaverðmæti skipsins um
66 milljónir króna. Afli upp úr
sjó er um 700 tonn og var Víð-
ir 28 daga í túmum.
Baldvin Þorsteinsson EA hélt
á ný til veiða í fyrrakvöld, eftir
að hafa landað rúmum 400
tonnum af frosnum fiski á Ak-
ureyri eftir 29 daga túr. Afla-
verðmæti skipsins var um 69
milljónir króna og afli upp úr
sjó um 800 tonn.
Akureyrin EA kom til lönd-
unar í Reykjavík á þriðjudags-
kvöld eftir 24 daga túr. Afli
skipsins var um 300 tonn og
aflaverðmætið 56 milljónir
króna.