Morgunblaðið - 08.11.1997, Page 19
FASTEIGNASALA
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 19
VIÐSKIPTI
Launatilboð Fjárfestingarbankans valda óróa á fjármagnsmarkaði
mm
Afkomutengd laun breiðast út
Skipholti 50b ■ 105 ■ Reykjavík
S. 55100 90
VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI hafa að
undanförnu greitt sumum starfs-
manna sinna hlut í hagnaði sínum
eða launabónus til viðbótar við föst
laun. Þeir starfsmenn sem geta haft
mikil áhrif á afkomuna fá með þeim
hætti að njóta þess ríkulega ef vel
gengur. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins er slíkt fyrirkomu-
lag nú að einhveiju marki við Iýði
hjá Kaupþingi, Fjárvangi og Hand-
sali. Síðan liggur fyrir að Fjárfest-
ingarbanki atvinnulífsins hf. hyggst
taka upp afkomutengt launakerfi og
slíkt er víðar til skoðunar á þessum
markaði.
Þessi mál hafa verið nokkuð til
umræðu á fjármagnsmarkaðnum að
undanförnu í kjölfar ráðninga Fjár-
festingarbankans á starfsmönnum
frá öðrum fjármálastofnunum. Eins
og fram kom í Morgunblaðinu í gær
hefur Fjárfestingarbankinn ráðið til
sín átta manns sem starfað hafa hjá
íslandsbanka, Verðbréfamarkaði Is-
landsbanka og Seðlabankanum.
Hafa launatilboð Fjárfestingarbank-
ans valdið nokkrum óróa á fjár-
magnsmarkaðnum og ber forráða-
mönnum fjármálastofnana, sem
Morgunblaðið ræddi við, saman um
það að bankinn hafi boðið fólki mun
betri launakjör en almennt tíðkist í
bankakerfinu. Bankinn bjóði mjög
há föst laun og afkomutengingu til
viðbótar. Bjarni Ármannsson, for-
stjóri, bar það hins vegar til baka í
Morgunblaðinu í gær að launin væru
hærri í bankanum en gerist og geng-
ur á þessu sviði og lýsti því yfir að
launakjör í bankanum væru mjög
sambærileg við það sem þekktist hjá
öðrum fjármálafyrirtækjum.
Ráðningar Fjárfestingarbankans
hafa jafnframt haft þau áhrif að sex
sérfræðingar í Seðlabankanum hafa
sagt upp störfum og eru ýmist á
förum þangað eða til íslandsbanka.
Hörgull á fóiki með reynslu
Forráðamenn verðbréfafyrirtækja
báðust undan því að ræða um launa-
mál sinna fyrirtækja undir nafni í
samtölum við Morgunblaðið í gær
því mikill trúnaður þyrfti að ríkja
um öll slík mál. Það kom fram hjá
þeim flestum að hörgull hefði verið
á hæfum starfsmönnum með reynslu
á þessu sviði. Fyrirtækin væru stöð-
ugt að bera víurnar í bestu mennina
hjá hvert öðru. Þetta hafi orðið þess
valdandi að fyrirtækin hefðu þurft
að hækka laun þeirra sem þau vildu
halda og freista þess að laða að
nýja menn með góðum launatilboð-
um.
Kaupþing hf. virðist hafa verið
leiðandi á þessu sviði á verðbréfa-
markaðnum. Er þvi haldið fram að
fyrirtækið hafi ekki vílað fyrir sér
að bjóða hærri laun en önnur fyrir-
tæki til að laða að ákveðna starfs-
menn eða halda í sína menn. Þar á
bæ hafi einstakir starfsmenn verið
með um og yfir 500 þúsund krónur
í laun á mánuði, jafnvel þótt þeir
hafi ekki nein mannaforráð. Að hluta
til sé þetta vegna afkomutengingar
launa.
Hins vegar er bent á að ekki sé
sanngjarnt að bera saman launakjör
í verðbréfafyrirtæki og fjárfesting-
arbanka annars vegar og venjuleg-
um viðskiptabanka eða sparisjóði
hins vegar. Miklar kröfur séu gerðar
til starfsmanna um menntun og
hæfni í starfi hjá verðbréfafyrirtækj-
um og fjárfestingarbönkum.
Oþiö laugardaga
10.00-16.-00
ogsunnudaga
14:00-16.00
TM - HÚSGÖGN
StSumúla 30 -Stmi 568 6822
Airbus selur nýjar
A340þotur tU Taiwan
París. Reuters.
EVA AIR á Taiwan hefur fyrst flug-
félaga samþykkt að kaupa hina nýju
A340 gerð Airbus samsteypunnar
og þar með hefur 2,5 milljarða doll-
ara áhætta samsteypunnar borgað
sig.
Airbus Industrie tilkynnti í júní
að samtökin mundu markaðssetja
langdræga A340-500 og lengda
A340-600, þótt þau hefðu engan
kaupanda. Sagt var að 2,5 milljörð-
um dollara yrði varið til smíðinnar.
Eva Air hefur undirritað viljayfir-
lýsingu um kaup á sex A340-500
og A340-600 flugvélum og tryggt
sér forkaupsrétt að sex í viðbót.
Samanlagt er listaverð vélanna 1,86
milljarðar dollara.
A340-600 er bráðabirgðavél sem
á að keppa við hina stóru tveggja
hreyfla Boeing 777 þotu og 747
breiðþotuna, sem tekur um 400 far-
þega í sæti. Boeing hefur haft einok-
un á slíkum stórum farþegaþotum.
Nýi samningurinn táknar að Eva
Air verður nýr viðskiptavinur Airbus
í Asíu. Félagið á fyrir 23 Boeing og
10 McDonnell Douglas flugvélar.
a t
•a
Húsavík • Húsavík • Húsavík • Húsavík • Húsavík
ísland að vetri býður
upp á fjölmarga
möguleika til afþreyingar
og skemmtunar.
Skíðaferðir, fjallaskoðun,
listalíf, matur, menning og
skemmtun. Flugfélag íslands
býðurflug, gistingu, skemmtun
og ævintýri á einstöku Gjugg-
verði fyrir einstaklinga, hópa og
fyrirtæki.
Lífgaðu upp á tilveruna í vetur og skelltu þér
í ógleymanlega helgarferð til Húsavíkur
með Flugfélagi íslands.
á Húsavík
www. airiceland.is
Jl &
- Hosavik- Re»kja»il
Gjuggpakki fré kr.
13.200
• Ruf tr«M of tíl baka
i
Æ
Húsavík hressír!
Gftiqgflailyiii M. tffl 0$. owmnúm
Helgardraumur
Á Húsavík verður draumahelgi konunnar áður
en jólaamstrió hefst. Einstakt tækifæri til að
slaka á og skemmta sér í góðra vina hópi og T
anda að sér léttu þingeysku menningarlofti í
leiðinni.
KV/iniUIíHIfcflVjHtaAjv/tírtiQfljfKíiaiíínRfili]:
- hvalaskoðun
- náttúruperlur
- Ijúffengir sjávarréttir
- útivist
- menning
- rómantík
FLUGFELAG ISLANDS
V i r l í t' 1 ii n d