Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 26
c> „ 26 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ í Melaskáia 1354-1955 Neðsfa rið frá vinstri: Guðbjörg Ó. Bjamadóttir, Guðný Björnsdóttir, Ingunn Hallsdóttir, Kennari: Fríða Sigurðardóttir, Sigriín D. Jóhannsdóttir, Bima Óskarsdóttir, Gyða Magnúsdóttir. Miðrið frá vlnstri: Arni fsaksson, Jón Stefánsson, Sigurður Sigurðsson, Jónas Jónsson, Þórður Ásgeirsson, Jóhannes Guðmundsson, Birgir Þorvaldsson, Páll Halldórsson, Magnús Þór Magnússon, Viðar Sigurgeirsson Högni B. Jónsson, Sveinn Björnsson. Efsta rið frá vinstri: Páll Stefánsson, Helga Guðmundsson, Auður Theódórs, Adda Gerður Ámadóttii-, Margrét Örnólfsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Borghildur Óskarsdóttir, Steinunn Ámadóttir, Gerður Guðmundsdóttir (sfðar Bjarklind), Anna Magnúsdóttir, Þórunn H. Guðlaugsdóttir, Margrét Jóhanna Lámsdóttir, Árni Magnússon. / þá gömlu góðu daga BEKKJARSYSTKIN í Naustinu rúmum fjömtíu árum síðar. „FLESTIR þessara krakka vom með mér í bekk alveg frá byrjun í bamaskóla. Þessi mynd er tekin síðasta veturinn í Melaskólanum. Þama eram við að ljúka fullnaðarprófi eins og það hét í þá daga. Við höfðum mjög góðan kenn- ara, Fríðu Sig- urðardóttur, sem var mjög umhugsað um að við væram kurteis út á við og hún lagði t.d. áher- slu á að við skri- fuðum öll vel. Ég á ákaflega góðar minningar um hana Fríðu. Hún kenndi okkur í sex ár og fylgdist alveg með okkur og var okkar aðalkennari öll bamaskólaár- in og líklega hefðum við bara ekki getað fengið betri kennara. Ég man að 12 ára bekkur G fór í skólafer- ðalag að Kirkjubæjarklaustri. Ég held að við höfum verið reglulega stilltir og prúðir krakkar," segir Gerður G. Bjarklind, þulur og þáttastjómandi hjá Ríkisútvarpinu, þegar hún virðir fyrir sér myndina með bros á vör og lætur hugann líða til hinna gömlu góðu daga í Reykjavík um miðja öldina. Mih.Hl kavaler „Lengst til vin- stri í miðröð er Ami ísaksson, sem nú er lífeðlis- fræðingur. Næstur í röðinni er Jón Stefánsson verk- fræðingur og við hliðina á honum er Sig- urður Sig- urðsson, sem var kallaður Siggi. Ég hitti hann íyrir um það bil tveimur árum af hreinni tilviljun á kaffi- húsi í Reykjavík. Hann keyrir er- lenda ferðamenn að Gullfossi og Geysi á sumrin. Fimmti frá vinstri er Þórður Ásgeirsson á Fiskistofu, fyrrverandi forstjóri Olís. Hann var rosalega mikill kavaler og svo sætur. Hann var nokkuð stór eftir aldri og var oft í brúnum frakka og með húfu á höfðinu og í gúmmístíg- vélum. Næstur Þórði á myndinni er Jóhannes Guðmundsson. Það var algengt á þessum áram að krakkar færu á skauta á Tjöminni. Við vor- Veturinn 1954-55 var Gerður G. Bjarklind í 12 ára bekk G í Mela- skólanum í Reykja- vík. Með gömlu bekkj armyndinni rifjar hún upp minn- ingar frá skólaárun- um og segir Ólafí Ormssyni frá við- burðaríkum árum. um alltaf saman a skaut- um, ég, Jói og Svenni, Sveinn Bjömsson sem er lengst til hægri í miðröðinni og starfar nú í viðskiptaráðuneytinu. Fyrir miðri myndinni í miðröð er Páll Hall- dórsson, þyrluflug- maður og bjargvættur okkar íslendinga. I efstu röð era hér frá vinstri Páll Stef- ánsson flugmaður og við hliðina á honum er Helga Guðmunds- dóttir sem við köll- uðum alltaf „Helgu mögra“, hún var svo lítil og grörm. Fimmta frá vinstri er Margrét Öm- ólfsdóttir sem lið/Ásdís starfar sem einka- >• ritari hjá Ólafi irosir Ragnarssyni í inina Vöku-Helgafelli lu góðu 0g við hliðina á Morgunblaðið/Ásdís GERÐUR G. Bjarklind brosir við tilhugsunina um þá gömlu góðu daga. henni er Ingi- björg Jónsdótt- ir. Pabbi hennar var loft- skeytamaður og hún átti stóran hóp systkina. Við hlið Ingibjargar er Borghildur Óskarsdóttir, systir myndlistarkonunnar Rósku. Myndlistarhæfileikar Borghildar komu snemma í ljós. Hér í neðstu röð frá vinstri er Guðbjörg Ó. Bjamadóttir, sem vann í mörg ár hjá Jóni Hafsteini sem klínik- dama.“ Þárbergur ag Mar- grét / næsta húsi Morgunblaðið/Þorkell Gerður er fædd og alin upp í stórum systkinahópi í fjölbýlishúsi Hvers virði er listin fyrir sálarlífið? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Hvers virði er listin fyrir sálarlíf mannsins? Getur list- sköpun eða jafnvel aðeins það að njóta listar verið læknandi? Svar: Eitt sinn spurði ég starfsfé- laga minn hvert hann leitaði, ef hann ætti við sálræn vandamál að stríða, eins og flestir eða allir þurfa að glíma við einhvern tíma á ævinni. Hann svaraði. „Ég leita aðeins til þeirra bestu og þeir hafa alltaf tíma fjrrir mig með stuttum fyrirvara: Beethoven, Mozart, Bach.“ List er tjáning og oftar en ekki djúp tilfinningaleg tjáning. Skapandi hennar er að brjóta til mergjar það sem innra með hon- um býr, lýsa reynslu sinni, stund- um óljósri og óáþreifanlegri, og skoða hana í nýju ljósi. Ef honum tekst að tjá sinn innri mann þann- ig að aðrir geti notið og fundið til samkenndar og nýs skilnings eða upplifunar, hefur hann skapað list. Að skapa list og að njóta listar eru þvi óaðskiljanlegir þættir sem auðga og bæta sálarlíf mannsins og menninguna í heild. Allar listgi-einar eiga sér upp- sprettu í sálarlífi mannsins, bókmenntir, myndlist, dans, tón- list. Menn hafa lengi gert sér grein fyrir því hvern þátt þær geta átt í að tjá og túlka duldar sálarflækjur og geðræn vandamál sem búa inni fyrir. Því hafa allar listgreinar verið meira og minna notaðar í lækningatilgangi, en á markvissan hátt sérstaklega á þessari öld. Sálkönnun sækir efni Listin og sálin sittpg túlkanir mikið til bókmenn- ta. í iðjuþjálfun er mikið stuðst við myndsköpun og mynd- listarlækningar era reyndar orð- nar sérstök sérgrein. Sjúklingarn- ir skapa þá myndverk sem endur- spegla þeirra innri mann og þeim er hjálpað til að fá innsæi í hvað þeir eru að segja með myndum sínum. Daris hefur frá alda öðli verið notaður til að tjá tilfinning- ar, og túlkun tilfinninga með hreyfingum og látbragði er nú beitt markvisst í lækningatilgangi. Og ekki síst tónlistin hefur verið notuð til að tjá og losa um tilfinn- ingalegar hömlur. Sumir telja tónlistina höfða mest til innri til- finninga og tónlistarlækningar eru oft árangursríkur þáttur í meðferð fólks með sálræn vandamál. Þótt farið sé að nota listræna tjáningu og upplifun markvisst í lækningatilgangi, skiptir það ekki minna máli fyrir hinn almenna tiltölulega heilbrigða mann að njóta listar. Því næmari sem hann er og því betra innsæi sem hann hefur í sjálfan sig, því meiri möguleika hefur hann á því að láta listina auðga sálarlíf sitt og bæta líðan sína. Listgreinar höfða þó misjafn- lega til fólks og kann það að byggjast á því hvaða skynfæri þeirra eru næmust, sjón, heyrn, snerting, hreyfing. Margir lifa sig helst inn í bókmenntir af ýmsu tagi. Það er alþekkt að menn j skrifa sig frá sálrænum vanda eða þeir „yrkja sér til hugarhægoar“- Aðrir lifa sig inn í söguþráð skáld- sagna, samsamast persónum þeirra og verða hluti af atburða- rásinni. Margir stunda dans og njóta þess að horfa á dans. Enn aðrir fá mikla lífsfyllingu í því að tjá sig í málverki eða njóta mynd- listar. Kannske eru þeir þó flestir sem njóta tónlistar af einhverju tagi, hver eftir sínum smekk og hugarástandi hverju sinni. Sterka: tilfinningar unglingsáranna kalla fremur á háværa og taktfastý tón- list, en ljúfari og dýpri tónar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.