Morgunblaðið - 14.11.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.11.1997, Qupperneq 1
80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 260. TBL. 85. ÁRG. FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Arafat boðar sjálfstæði Ráðamenn í frak vísa bandarískum vopnaeftirlitsmönnum úr landi Eftirlitssveit Sameinuðu HUNDRUÐ náms- og lögreglu- manna gengu um götur Hebron- borgar í gær til að minnast þess að níu ár eru liðin frá því Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, lýsti yfir sjálfstæði þjóðarinnar. I tilefni af afmælinu kvaðst Arafat stefna að því að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna fyrir aldamót jafnvel þótt hluti ríkisins yrði áfram hernuminn. Leiðtoginn kvaðst vonast til þess að það takmark gæti náðst með samningaviðræðum. þjóðanna kölluð heim Baghdad, Washington. Reuters. SAMEINUÐU þjóðirnar ákváðu í gær að kalla flesta vopnaeftirlits- menn sína í írak heim eftir að Irakar vísuðu Bandaríkjamönnum í eft- irlitssveitinni úr landi. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, sagði ákvörðun íraka „óviðunandi ögrun“ við Sameinuðu þjóðhrnar og örygg- isráð samtakanna kom saman í gærkvöldi til að ræða frekari aðgerðir gegn Irökum. Bandaríkjastjórn íhugar hernaðaraðgerðir í Irak og telur að til þess þurfi hún ekíri frekara umboð frá öryggisráðinu. Keuters „Ég hyggst fylgja þessu máli eft- ir á mjög einarðan hátt,“ sagði Clinton eftir tveggja stunda fund með helstu öryggisráðgjöfum sín- um í Hvíta húsinu. Bill Richardson, sendiherra Bandaiíkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, spáði því að ákvörðun Iraka myndi hafa „alvar- legar afleiðingar" fyrir þá. Kvöldið áður samþykkti öryggis- ráðið ályktun þar sem sett var ferðabann á íraska embættismenn sem hafa hindrað leit eftirlitsmanna að gjöreyðingarvopnum í Irak. Eftirlitsflug hafið á ný Sex bandarískir eftirlitsmenn voru í Baghdad í gær og þeir héldu þaðan landleiðina til Jórdaníu í gærkvöldi, að sögn írösku frétta- stofunnar INA sem sakaði þá um að ganga erinda bandarísku leyni- þjónustunnar. Richard Butler, sem stjórnar vopnaeftirlitinu í Irak, sagði að flestir eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna ættu að fara þaðan í dag. Lágmarksstarfsliði yrði haldið á ski-ifstofu Sameinuðu þjóðanna í Baghdad. Butler bætti við að flug bandarískra njósnavéla yfir írak ætti að hefjast að nýju á næstu dögum þótt írakar hefðu hótað að skjóta þær niður. Utanríkisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti álykt- un þar sem lýst er yfir stuðningi við hernaðaraðgerðir telji forsetinn þær nauðsynlegar. Bill Richardson sagði að Bandaríkjamenn þyrftu ekki frekari heimUd frá öryggisráð- inu til að gera árásir á Irak. Banda- ríkjamenn hafa nokkrum sinnum gert árásir á landið án þess að leita eftir heimild öryggisráðsins. Breska stjórnin sökuð um spillingu Reynir að snúa vörn í sókn London. Reuters. BRESKA ríkisstjórnin reyndi í gær að snúa vörn í sókn vegna gagnrýni á framlög sem Verkamannaflokkur- inn þáði frá auðkýfmgnum Bernie Ecclestone fyrir kosningarnar 1. maí. Innanríkisráðherrann Jack Straw krafði íhaldsmenn svara við því hversu mikið fé þeir hefðu feng- ið frá útlöndum í kosningabarátt- únni og sakaði þá m.a. um að hafa þegið fé af tyrkneskum kaupsýslu- manni sem er á flótta undan breskri réttvísi. Á miðvikudag lagði Tony Blair forsætisráðherra til að lög um fjár- mögnun stjórnmálaflokka yrðu end- urskoðuð en neitaði því jafnframt að tillagan tengdist á nokkurn hátt ásökunum á hendur Verkamanna- flokknum í tengslum við framlög Ecclestones, sem stýrir rekstri Formula 1-kappakstursins. Stjórn- arandstæðingar fullyrða að ákvörð- un stjórnarinnar um að veita Formula 1 undanþágu frá banni við tóbaksauglýsingum tengist fram- lögum hans. Verkamannaflokkurinn hefur lýst því yfir að hann hyggist endur- greiða Eeclestone eina milljón punda, um 120 milljóna króna. Ekki hefur verið ákveðið hvar eigi að finna fé til þess, þar sem flokkurinn skuldar nú um 4,5 milljónir punda, um 540 milljónir króna. Málið er afar óþægilegt fyrir Verkamannaflokkinn sem sakaði Ihaldsflokkinn ítrekað um spillingu er sá síðamefndi var í stjórn. Klifað hefur verið á ásökunum á hendur stjórninni alla vikuna og hefur henni gengið illa að hreinsa sig af þeim. Reutera SNEKKJA Bretadrottningar, Britannia, fór í síðustu siglingu sína upp ána Thames í gær og ráð- gert er að leggja henni í Portsmouth. Breska þingið hefur ekki enn ákveðið hvort ný snekkja verði snn'ðuð í stað Britanniu. Rekstur snekkjunnar hefur kostað breska skattgreiðendur andvirði 1,3 milljarða króna á ári. Bandaríkjastjóm hefur sagt að hún hyggist reyna til þrautar að leysa deiluna með friðsamlegum hætti en áskilið sér rétt til að grípa til hernaðaraðgerða ef þörf krefur. Bandaríska flugvélamóðurskipið Nimitz og nokkur fylgiskip eru í viðbragðsstöðu á Persaflóa og breska stjórnin kvaðst í gær hafa sent flugvélamóðurskipið Invincible frá Karíbahafi til Miðjarðarhafs „í varúðarskyni". George Robertson, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði þó að ekki hefði enn verið tek- in ákvörðun um að senda skipið á Persaflóa. Klaus Kinkel, utanríkisráðhen'a Þýskalands, fordæmdi ákvörðun Iraka og franska utanríkisráðu- neytið sagði hana „óviðunandi". Rússar, Frakkar, Kínverjar og Egyptar sögðu að með ályktuninni í fyn-akvöld hefði öryggisráðið ekki heimilað hernaðaraðgerðir gegn Irökum, annars hefðu þeir ekki stutt hana. Síðasta sigling Britanniu Franskir sjómenn ráðast á Belga Brussel. Reuters. FRANSKIR sjómenn réðust í gær á belgískan togara sem þeir stóðu að veiðum innan 12 mílna landhelgi Frakklands á Ermarsundi, að sögn franskra embættismanna í gær. Sjómennirnir köstuðu grjóti og skutu neyðarblysum á togarann. Enginn meiddist í árásinni en rúður brotnuðu. Frönsku embættismennirnir sögðu að fimm franskir bátar hefðu umkringt togarann til að hindra að hann kæmist undan og reynt að kasta netum á skrúfuna. Marcel Van Alderweireldt, talsmaður samtaka belgískra útvegsmanna, sagði að frönsku sjómennirnir hefðu hótað að ráðast á öll belgísk skip sem sigldu inn í frönsku landhelg- ina. „Það er hættuástand á frönsku miðunum," sagði hann og bætti við að fimmtán franskir bátar hefðu tekið þátt í árásinni. Skipstjóri belgíska togarans sendi bresku strandgæslunni hjálparbeiðni vegna árásarinn- ar en hún vildi ekki hafa af- skipti af deilunni. Franska strandgæslan sendi þyrlu og tvö varðskip á svæðið og hugð- ist færa togarann til hafnar í Dunkirk. Van Alderweireldt sagði að Belgarnir litu á Dun- kirk sem „óvinahöfn" og vildu ekki að togarinn yrði dreginn þangað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.