Morgunblaðið - 14.11.1997, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
Dæmdir í 3-4 ára
fangelsi fyrir
smygl á e-pillum
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær fjóra unga menn í fang-
elsi fyrir innflutning á tæplega 800
e-pillum sem þeir sendu í tveimur
pökkum í pósti frá London sl. sumar.
Einn mannanna starfaði við akstur
með póstsendingar hjá Pósti og síma
og ætlaði hann að taka pakkana úr
umferð áður en þeim yrði skilað til
skráðra viðtakenda. Tollverðir fundu
hins vegar efnið og voru mennirnir
handteknir nokkrum dögum síðar.
Héraðsdómur dæmdi Sigurð
Þórðarson, 23 ára, í 3 ára og 6 mán-
aða fangelsi fyrir að hafa átt frum-
kvæði að og skipulagt kaup á fíkni-
efninu og innflutning þess. Hann
hafi lagt á ráðin eftir hvaða leiðum
væri hentugast að senda efnið, út-
vegað peninga til kaupanna og af-
hent þá kaupandanum.
Pétur Ásgeirsson, 21 árs, var
dæmdur í 3 ára fangelsi fyrir kaup á
e-pillunum í London og sendingu
þeirra hingað til lands. Hann faldi
pillurnar í tveimur bókum, sem hann
hafði skorið innan úr og stflaði send-
inguna á heimilisfóng tveggja
kvenna, sem tengdust málinu ekki.
Dómarinn tók tillit til þess að Sigurð-
ur og Pétur játuðu brot sín greiðlega.
400 þúsund krónur
til kaupanna
Pétur Bruno Scheving Thorsteins-
son, 25 ára, var dæmdur í 4 ára fang-
elsi, fyrir að leggja fram 400 þúsund
krónur til kaupa á e-pillunum. Pétur
Bruno neitaði öllum sakargiftum, en
var sakfelldur á grundvelli játninga
Sigurðai- Þórðarsonar og Péturs As-
geirssonar.
Gunnar Ólafsson, 23 ára, vai'
einnig dæmdur í 4 ára fangelsi fyinr
aðild sína að málinu. Hann veitti Sig-
urði upplýsingar um hvaða leiðir
væru hentugastar til fíkniefnainn-
flutnings og ætlaði að nýta sér að-
stöðu sína sem starfsmaður Pósts og
síma til að nálgast pakkana.
Lítill styrkleiki fíkni-
efnis mildaði dóminn
Kosturinn
tekinn
um borð
JAPANSKT túnfiskveiðiskip hef-
ur verið í Reykjavíkurhöfn und-
anfarna daga til að taka olíu og
hvíla mannskapinn um borð. I
gær var handagangur í öskjunni
hjá skipverjum við að koma kost-
inum um borð en senn líður að
því að skipið haldi til veiða á ný.
Talsvert hefur verið um komur
japanskra túnfiskveiðiskipa hing-
að til lands upp á sfðkastið að
sögn hafnarvarða í Reykjavíkur-
höfn.
Blossi
keppir um
óskarinn
KVIKMYNDIN Blossi 810551
eftir Júlíus Kemp var í gær-
kvöldi valin sem framlag ís-
lendinga til óskarsverðlauna í
ár á „ís-
lenska
óskarnum"
sem Sam-
band ís-
lenskra
kvikmynda-
framleið-
enda, Félag
kvikmynda-
gerðar-
manna og Samband íslenskra
kvikmyndaleikstjóra stóðu
fyrir á Gráa kettinum.
Atkvæðisrétt höfðu félags-
menn í áðurnefndum félögum
auk leikara, tónskálda og ann-
arra sem unnið hafa skapandi
vinnu við tvær íslenskar kvik-
myndir. Kosningin hefur
aldrei verið svo jöfn sem nú,
en 36 greiddu atkvæði og féllu
þau þannig að Perlur og svín í
leikstjórn Óskars Jónassonar
fékk 16 atkvæði, en Blossi
810551 fékk 17 atkvæði.
María, mynd Einars Heim-
issonar, var dregin út úr sam-
keppninni að ósk leikstjórans.
Júlíus Kemp
Gísli S. Einarsson alþingismaður
Fjórðungur sjúkl-
inga fær ekki
inni á stofum
„ÞAÐ vantar 600 til 800 milljónir á
Ríkisspítalana til að bæta rekstrar-
fjárþörfina eina saman. Á Ríkisspít-
ölunum er rekin heil deild á göngum
og klósettum. Fjórði hver sjúkling-
ur sem lagður er inn liggur á göng-
um og á klósettum. Þetta gengur
ekki. Það er nákvæmlega sama
ástandið á Borgarspítalanum. Hann
er að grotna niður af viðhaldsleysi.
Þar vantar 471 milljón til að halda
rekstrinum gangandi,“ sagði Gísli S.
Einarsson, þingmaður Alþýðuflokks
og fulltrúi í fjárlaganefnd, við um-
ræður um byggðamál á Alþingi í
gær.
Gísli fjallaði sérstaklega um
ástandið í heilbrigðismálum og sagði
að flestar heilbrigðisstofnanir á
landsbyggðinni væru með uppsafn-
aðan rekstarhalla frá fjórum og upp
í 80 milljónir kr. í heild næmi hall-
inn á annað hundrað milljónum. „Ef
þessar stofnanir eiga að vinna sam-
kvæmt fjárlagatillögum blasa við
uppsagnir starfsfólks, lokanir deilda
og samdráttur í þjónustu. Á sama
tíma ætlast menn til að skorið sé
niður um 80 milljónir á landsbyggð-
arsjúkrahúsunum,“ sagði Gísli.
Hann sagði að samkvæmt upplýs-
ingum sem hann hefði aflað þyrfti
að gera áætlun til þriggja ára til að
ráða bót á þessum málum, þar sem
gert væri ráð fyrir 1-1,2 milljörðum
kr. á ári til viðbótar reiknitölum
fjárlaga til að koma viðhaldi sjúkra-
stofnana á landinu í viðunandi horf.
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær tvo
menn, Kristján Hauksson, 34 ára, og
Gísla Valgeirsson, 39 ára, í þriggja
og tveggja ára fangelsi fyrir inn-
flutning á amfetamíni. Dómurinn
mildar niðm-stöðu Héraðsdóms
Reykjavíkur í mars sl. sem dæmdi
Kristján í fjögurra og Gísla í þriggja
ára fangelsi og vísar Hæstiréttur til
þess að styrkleiki efnisins hafi verið
lltill.
32 ára karlmaður, svonefnt „burð-
ardýr“, sem tók við fé af Kristjáni og
sótti amfetamínið til Gísla í Amster-
dam, var handtekinn við heimkom-
una í febrúar á síðasta ári og voru þá
376 grömm af amfetamíndufti og 808
amfetamíntöflur í fórum hans.
Héraðsdómur dæmdi „burðardýi--
ið“ í 18 mánaða fangelsi og var þeim
dómi ekki áfrýjað, en Kristján og
Gísli áfrýjuðu dómum sínum.
Ekki sterkt efni
Hæstiréttur segir að brot mann-
anna hafi verið skipulagt og miðað
að því að afla hættulegra fíkniefna til
sölu hér á landi. Magn fíkniefnanna
hafi verið mikið, en til þess verði þó
að líta að styrkleiki alls amfetamín-
duftsins hafi verið fremur lítill og
styrkleiki taflnanna óverulegur.
I lífshættu með al-
varleg brunasár
KONA á rniðjum aldri skað-
brenndist í andliti og á hálsi um
kvöldmatarleytið í fyrrakvöld þeg-
ar kviknaði í hálsklút sem hún bar.
Hún er í lífshættu þar sem hún er
með þriðja stigs brunasár á um
20% líkamans.
Talið er að konan hafí beygt sig
yfír kerti og eldur þá læst sig í
hálsklútinn. Hún komst inn á bað-
herbergi og náði að skrúfa frá
köldu vatni í baðkari en missti þá
meðvitund. Reykskynjari í íbúð
konunnar fór í gang, íbúar á næstu
hæð heyrðu það og komu konunni
til hjálpar, slökktu í fótum hennar
og komú henni í kalt vatn meðan
beðið var aðstoðar sjúkraliðs.
Samgönguráðherra ræddi við mótmælendur gjaldskrárhækkunar
Hefur óskað eftir að
Samkeppnisstofnun
hraði umfjöllun sinni
HALLDÓR Blöndal samgönguráð-
herra kallaði í gær til sín talsmenn
allra þeirra hópa sem undanfarið
hafa mótmælt hækkun á gjaldskrá
Pósts og síma hf. og í samtali við
Morgunblaðið sagðist Halldór hafa
greint frá því að hann hefði óskað
eftir að Samkeppnisstofnun og Póst-
og fjarskiptastofnunin hröðuðu um-
fjöllun sinni um hækkunina sem
kærð hefur verið til Samkeppnis-
stofnunar.
„Hér í samgönguráðuneytinu er í
undirbúningi að setja fram stefnu í
fjarskiptamálum, og í tengslum við
þá vinnu og einnig vegna þeirra
ályktana sem nokkur fjöldasamtök
sendu stjórn Pósts og síma, þótti
mér rétt að tala við fulltrúa samtak-
anna hverra fyrir sig, og einnig
ræddi ég við formann Félags ís-
lenskra símamanna. Ég fór yfir mál-
in út frá mínu sjónarmiði og þeir út
frá sínu og tel ég að þessir fundir
hafi verið mjög gagnlegir," sagði
Halldór.
Á fund samgönguráðherra í gær
komu fulltrúar frá ASÍ, BSRB,
Neytendasamtökunum, Landssam-
bandi eldri borgara, Netverjum og
Öryrkjabandalaginu.
„Samkeppnisstofnun og Póstr og
fjarskiptastofnun eru með þessa
hækkun Pósts og síma til athugunar,
en hækkunin var kærð til Sam-
keppnisstofnunar. Ég hef talað við
þessar stofnanir og óskað eftir að
þær vinni saman að athugun á þess-
um málum og reyni að hraða niður-
stöðunum. Jafnframt hef ég lagt
áherslu á að tekið verði tillit til þeirr-
ar þróunar sem verið hefur á þessu
Morgunblaðið/Þorkell
HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra boðaði (gær til sín fulltrúa sex
hópa sem mótmælt hafa gjaldskrárhækkun Pósts og síma hf. Á mynd-
inni sjást þeir Benedikt Davíðsson og Sveinn Björnsson, fulltrúar
Landssambands eldri borgara, í sófanum hjá ráðherranum.
sviði í löndunum í kringum okkur og
þeirra skuldþindinga sem við erum
bundnir af. Ég hef sérstaklega vakið
athygli á því að nauðsynlegt sé að
gera sér grein fyrir því hvort gjald-
taka sé í samræmi við þann kostnað
sem er af því að þjónustan er veitt,“
sagði Halldór Blöndal.
\