Morgunblaðið - 14.11.1997, Síða 11

Morgunblaðið - 14.11.1997, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Asdís Arðsemi P&S tvöfalt mein en meðalhagnaður fyrirtækja GUÐMUNDUR Gylfi Guðmundsson, hagfræð- ingur ASÍ, segir að arðsemi eiginfjár hjá Pósti og síma sé um tvöfalt hærri en að meðaltali í öðrum íslenskum atvinnufyrirtækjum. Skv. upp- lýsingum sem hann fékk hjá Þjóðhagsstofnun um afkomu íslenskra fyrirtækja kemur í ljós að meðaltalshagnaður fyrirtækja var 8,5% af eigin fé á seinasta ári. Er það hæsta hlutfall meðal- hagnaðar íslenskra atvinnuvega á undanförnum níu árum. Forsvarsmenn hagsmunasamtaka sem boðuðu til fréttamannafundar í vikunni vegna gjaldskrár- breytinga P&S héldu því fram að fyrirtækið gerði óeðlilega mikla kröfu um hagnað af starfseminni sem hlutfall af eigin fé. Sú gjaldskrá sem tók gildi í byijun vikunnar tryggði fyrirtækinu hagnað upp á 1,8 til 1,9 milljarða kr. og þótt innansvæðasímt- öl hefðu ekki hækkað neitt yrði hagnaður P&S engu að síður 15-16% af eigin fé fyrirtækisins. Töldu talsmenn samtakanna að P&S fara út fyr- ir 10. grein laga um hlutafélagið með miklum gjaldskrárhækkunum á árinu en í lögunum segir að stjórn félagsins setji gjaldskrá þar sem m.a. skuli gæta almennra arðsemissjónarmiða og tekið tillit til tækninýjunga. Krafa um 15% arð ekki óraunhæf „í fyrirtækjum er það gjarnan svo að veltan og tekjurnar eru nokkurn veginn af sömu stærð- argráðu og efnahagsreikningur þeirra," segir Pétur Reimarsson, stjórnarformaður P&S. Pétur segir efnahagsreikning P&S sennilega um tvöfalt stærri en rekstur félagsins og að eigið fé sé um 10 milljarðar. „Til að skila viðunandi arðsemi á eigið fé þarf hagnaður sem hlutfall af veltu að vera meiri en hjá flestum öðrum fyrirtækjum. Stjórn félagsins hefur ákveðið að marka gjald- skrárstefnu til lengri tíma. Sú vinna er að hefj- ast og væntanlega munu frekari lækkanir á sím- gjöldum fyrst og fremst koma fram í símtölum til útlanda. Við reiknum með því að sú sam- keppni sem kemur um áramótin muni minnka markaðshlutdeild símans töluvert. Ytri aðstæður munu knýja hagnaðinn niður á næstu árum og stjórn Pósts og síma hefur það ekki að markmiði að halda uppi háum gjaldskrám. Hins vegar var orðið mikið ójafnvægi milli innanbæjarsímtalanna og samtala við útlönd," segir hann. Að sögn Péturs hefur ekki verið talið óraunhæft að gera þá kröfu að fyrirtækið skilaði 15% arði af eigin fé þar sem P&S starfar á sviði þar sem tækni- breytingar eru örar og kerfm úreldast hratt. „Þetta er gjaman sú krafa sem miðað er við erlendis og þar er jafnvel talað um 17-19%,“ segir Pétur. Hækkun og lækkun gjaldskrártaxta standast á Talsmenn hagsmunasamtakanna héldu því fram á fréttamannafundinum að engin rök væru fyrir því að P&S hækkaði símtöl innan svæða þótt land- ið væri gert að einu gjaldsvæði. Tækninýjungar hefðu gert slíkt mögulegt án kostnaðarauka fyrir fyrirtækið. „Miðað við óbreytta símaumferð stand- ast núna alveg á lækkun tekna vegna niðurfelling- ar á langlínutaxtanum og áætluð hækkun tekna vegna hækkunar á innanbæjarsímtölum,“ segir Pétur. Hann bendir á að í gjaldskrárbreytingunni felist að lækkun símtala til útlanda kosti fyrirtæk- ið 380 milljónir kr. Köttur að leik KÖTTURINN hafði lítinn áhuga á fuglunum, honum leist mun betur á að naga og leika sér við trjágreinar og því gátu allir unað í sátt og samlyndi í góða veðrinu í höfuðborginni. Eimskip sýknað af 13,5 millj. kröfu Óhapp og aðgæslu- leysi skip- verja HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað Eimskipafélag íslands af 13,5 milljóna kröfu skipveija á írafossi, sem slas- aðist þegar fótur hans klemmd- ist undir gámi á þilfari skips- ins. Dómurinn taldi að slysið yrði einungis rakið til óhappa- tilviljunar og aðgæsluleysis skipveijans. Slysið varð í lok nóvember 1989. Búið var að hífa tóman gám upp úr lest skipsins og var verið að hífa annan fullan upp. Skipveijinn stýrði fuila gámin- um niður á þann fyrri, en vinstri fótur hans klemmdist þá undir neðri gáminum. í fyrstu var talið að um smá- vægilegt óhapp væri að ræða, en síðar kom í ljós að taugar í rist höfðu klemmst. Skipveij- inn kvaðst vera með stöðugar kvalir í fæti, hann hefði hlíft fætinum frá slysinu og afleið- ingin væri sú, að hann ætti við vöðvastyttingar í baki og fæti að stríða og hryggskekkju. Hann þyrfti að ganga í sérsmíð- uðum skóm og taka inn sterk verkjalyf. Rak fótinn undir gáminn Dómurinn segir, að langlík- legast sé að maðurinn hafí sjálfur rekið fótinn undir neðri gáminn, enda hafi ekki verið hált um borð. Eimskipafélagið bæri ekki ábyrgð á þessu, held- ur væri eingöngu um aðgæslu- leysi mannsins sjálfs að ræða. Þá hefði hann ekki notað ör- yggisskó, eins og skylt var. Dómurinn vísaði einnig á bug að vangæsla stýrimanns, sem stýrði gámakrana, hefði valdið slysinu, enda hefði ekki annað komið fram en að gám- urinn hefði fallið rétt ofan á þann neðri. Nicorette' innsogslyf Þegar líkaminn saknar nikótíns og hendurnar sakna vanans, Ef þú reykir þekkir þú líklega vandamál er geta komið upp þegar þú hættir að reykja; líkaminn saknar nikótínsins sem hann er vanur að fa og hendurnar sakna vanans sem skapast við það að halda á sígarettu. Á stundum sem þessum gæti nýja Nicorette® innsogslyfið hjálpað þér. Rör sem inniheldur nikótín er settí í munnstykkiö. Smellt saman og sogið. Nicorette® innsogslyfið inniheldur nikótín til að draga úr löngun í sígarettu en um leið fá hendurnar verkefni. Enn fremur keinur enginn reykur og þú ert laus við tjöru og kolsýring. Rétt handbragð skrefi nær. Ef þú ákveður að hætta að reykja prófeðu þá nýja Nicorette® innsogslyfið. NICDHETTE Njóttu lífsins - reyklaus Nicorette® innsogslyf. Hvert rör inniheldur: Nikotín 10 mg. Lytiö kemur i staö nikótins viö reykingar og dregur þannig úr fráhvarfseinkennum og auöveldar fólki aö hætta aö reykia. Nicorette® innsogslyf er þvl hjálpartaeki þegar reykingum er hætt. InnandaBur skammtur af nikótlni lellur aB mestu út I munnholi og loBir vlB munnsllmhúB. ÞaB nikótlnmagn sem fæst úr einu sogi af Nicorette® innsogslyfi er minna en úr einu sogi af slgaretfu. Til aö fá sem mest magn af nikótíni úr innsogslyfinu skal nota það I 20 mlnútur. Nicorette® innsogslyf má nota í lengri tima þaö er háB þeirri tækni sem beitt er hverju sinni viö notkun. Algengur skammtur er 6 rör á dag en þó ekki fleiri en 12 á dag. Þaö er mikilvægt aö meðferðartími sé nægilega langur. Mælt er meö að meöferö standi yfir I a.m.k. 3 mánuöi. Aö þeim tlma liðnum á að minnka nikótínskammtinn smám saman á 6-8 vikum. Venjulega skal Ijúka meBferöinni eftir 6 mánuði. Nicorette® innsogslyf getur valdið aukaverkunum eins og hósta, ertingu I munni og hálsi. Höfuðverkur, brjóstsviði, ógleði, hiksti, uþþköst, óþægindi f hálsi, nefstifla og blöðrur i munni geta einnig komiö fram. Viö samtimis inntöku á gestagenöstrógen lyfjum getur, eins og viö reykingar, verið aukin hætta á blóötaþþa. Nikótin getur valdið bráðum eitrunum hjá börnum og er efnið því alls ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema I samráði við lækni. Gæta skal varúðar hjá þeim sem hafa hjarta- og æðasjúkdóma. Þungaöar konur og konur meö barn á brjósti ættu ekki aö nota lyfið nema i samráði við lækni. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja hverri pakkningu lyfsins.Markaðsleyfishafi: Pharmacia&Upjohn, Danmörk. Innflytjandi: Pharmaco hf„ Hörgatúni 2, Garöabæ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.