Morgunblaðið - 14.11.1997, Síða 14

Morgunblaðið - 14.11.1997, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 49. þingi Norðurlandaráðs lauk í Helsinki í gær Flokksvæðing í stað þjóðvæðingar Helsinki. Morgunbiaðið. ÞINGI Norðurlandaráðs lauk í gær í Helsinki og var Berit Brorby Lar- sen þingmaður norska Verka- mannaflokksins kosin forseti ráðs- ins. Þau Geir H. Haarde þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Rannveig Guð- mundsdóttir þingmaður Alþýðu- flokksins og Valgerður Sverrisdótt- ir þingmaður Framsóknarflokksins eiga sæti í forsætisnefnd ráðsins. Flokksvæðingin virðist ekki hafa hindrað íslenska þingmenn í að komast að, eins og ýmsir þeirra kviðu þegar landskvótarnir voru lagðir af í skipulagsbreytingu ráðs- ins, sem nú er að fullu komin á. Af málum, sem komu fyrir þingið, má meðal annars nefna kynþáttamis- rétti, sem í flestum löndunum vekur vaxandi ugg og setur svip á stjórn- málaumræðuna. Flokksvæðingin hefur tvímæla- laust vakið umræður, sem bera merki pólitískra átakamála. Oft koma upp í umræðunum pólitísk innanlandsátök, þannig að til dæmis stjórnarandstöðuþingmaður notar tækifærið og tekst á við ráðherra frá sínu landi. Umræðurnar gefa því fróðlega spegilmynd af pólitískum átakamál- um í löndunum fímm. Enn sem komið er álíta þó ýmsir að flokk- svæðingin risti ekki djúpt og til- hneigingin til að ná málamiðlunum, sem draga broddinn úr pólitískum átökum, sé enn nokkuð sterk. Alþjóðavæddir öfgahópar Norðurlandaráð gekkst fyrir pall- borðsumræðum með sérfróðum þátttakendum frá Norðurlöndum, þar sem þingmönnum gafst tæki- færi til að spyrja þátttakendur spurninga um kynþáttamál. Rubina Rana er pakistönsk og varð einna fyrst innflytjenda til að kasta sér út í norsk stjórnmál. Hún hefur búið átján ár í Noregi, er þriggja barna móðir og gekk í Verkamannaflokk- inn til að sýna að innflytjendakonur væm ekki allar aðgerðalausir áhorf- endur í því þjóðfélagi, sem þær búa í. Hún segir mikilvægt að skora goðsagnimar á hólm. Oft sé sagt um innflytjendakonur að þær eigi of mörg böm „en okkur finnst nú kannski stundum að norsk börn eigi of marga foreldra“, segir hún með stríðnisbros á vör og bregður þannig upp áleitinni mynd af því hvemig nútíma norrænt þjóðfélag í upplausn kemur fjölskyldubundn- um þjóðum fyrir sjónir. Helene Lööw starfar á sviði inn- flytjendamála í Svíþjóð og hefur lát- ið mikið til sín taka í sænskri um- ræðu um þau mál. Hún vill ekki taka undir að kynþáttafordómar hafi auldst, heldur sé sá kjarni sem berst á móti útlendingum orðinn harðari og láti meira á sér bera. I Svíþjóð vekur tónlist hópa, sem kenna sig við „Hvítt vald“, áhyggj- ur því þessi rokktónlist með text- um fullum af kynþáttafordómum er vinsæl meðal unglinga og höfðar beint til þeirra. Kannanir meðal sænskra skólakrakka sýna að fímmtán prósent þeirra hlusta á þessa tónlist, sem þó þýðir öldung- is ekki að þau aðhyllist öll boðskap- inn. Hóparnir hafa samskipti um alnetið, bæði innanlands og svo milli landa. Lööw undirstrikar að hóparnir í Svíþjóð séu ekki sænskt fyrirbæri, heldur sprottnir af tengslum við al- þjóðlega hópa, sem starfi í mörgum löndum. Einnig þetta skuggalega svið er mótað af alþjóðavæðing- unni. Brennimels- HnaL^] Hrauneyjafosslina 1 Nesjavallalina 7) ~^r~f Sogslina n (verour tekin niður) Sultartangastöð Sogsstöðvar Nesjavellir Búrfellslina Búrfellsstöö, Iverageri (úrfellslina 3A-^ Búrfellslina 3B Búrfellslím Héístju háspennulínur Þorlákshöfif idsvirkjupfjM Suðvesturlandi Öskað eignarnáms vegna lagningar Burfellslínu LANDSVIRKJUN hefur farið þess á leit við iðnaðarráðuneytið að land og réttindi vegna legu Búrfellslínu 3A verði tekið eignamámi vegna þess að samningar hafi ekki tekist við landeigendur. Um er að ræða land undir undirstöður línumastra og réttindi vegna legu vegarslóða og vegna þess að ekki má byggja í tiltekinni fjarlægð frá línunni á 25 jörðum í fjórum hreppum á Suðurlandi. ENTFRTAINMENT Eignastu „Á bakvið ykkur!“ á myndbandi 20 þúsund hafa séð Perl- ur og svm TUTTUGU þúsund manns hafa nú séð kvikmyndina Perlur og svín, sem frumsýnd var í haust. Tuttuguþúsundasti gesturinn kom á sýningu í Stjömubíói í Reykjavík á miðvikudag. Myndin, sem einnig er sýnd í Sambíóunum, Álfabakka, og Háskólabíói, var gerð af Óskari Jónassyni og framleidd af Islensku kvikmyndasamsteypunni. Iðnaðan-áðuneytið hefur sent út bréf til þinglýstra eigenda þessara jarða þar sem þeir era upplýstir um ósk Landsvirkjunar og gefínn kostur á að koma á framfæri at- hugasemdum áður en tekin verður ákvörðun um hvort heimila skuli eignarnámið. Frestur til þess renn- ur út 21. nóvember. Jarðirnar eru í Gnúpverjahreppi, Grafnings- hreppi, Grímsneshreppi, auk einn- ar jarðar í Skeiðahreppi. Guðjón Axel Guðjónsson, lög- fræðingur í iðnaðarráðuneytinu, sagði að beiðni Landsvirkjunar hljóðaði upp á heimild til að leggja vegslóða fheðfram fyrirhuguðu línustæði, land undir undirstöður línumastra og bann við byggingum á 54 metra breiða landræmu undir og meðfram raflínunni. Framkvæmdaleyfí á 30 jörðum Hjá Landsvirkjun fengust þær upplýsingar að um 25 jarðir væri að ræða, þar sem leita þyrfti eftir heimild til eignarnáms vegna þess að samningar hefðu ekki tekist við eigendur jarðanna. Við eigendur 30 jarða hefðu hins vegar annað hvort verið gerðir endanlegir samningar eða fengist leyfí fyrir framkvæmd- um meðan beðið væri eftir niður- stöðu matsgerða. Morgunblaðið/Ámi Sæberg AUK fjölda skjala um sögu Hvitabandsins voru Kvennasögu- safninu afhentir tveir minningarskildir og platti úr silfri. Á milli skjaldanna gefur að líta skúfhólk Ólafíu Jóhannsdóttur, fyrsta formanns félagsins. Hvítabandið afhendir Kvennasögu- safninu gögn sín til varðveislu Verða aðgengi- leg í Kvenna- sögusafninu HVITABANDIÐ afhenti í gær Kvennasögusafni íslands gögn sín til varðveislu við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni. Hvítabandið var stofnað árið 1895 og er næstelsta líknarfélagið í Reykjavík, en elst er Thorvald- sensfélagið. Þá er Hvítabandið fyrstu íslensku kvennasamtökin sem tengjast alþjóðasamtökum. Fyrsti formaður þess var Ólafía Jóhannsdóttir en meðal þeirra gripa sem afhentir vora Kvenna- sögusafninu^ í gær var einmitt skúfhólkur Ólafíu. I fréttatilkynningu segir m.a. að hjá Hvítabandinu hafi safnast saman mikið umfang skjala er tengjast sögu þess og starfsemi. Nú sé svo komið að ekki sé lengur hægt að geyma gögn félagsins í heimahúsum, vegna hættu á eyði- leggingu og einnig svo að hægt sé að veita öðrum aðgang að þeim. Meðal þess sem nú verður að- gengilegt í Kvennasögusafni ís- lands er fundagerðabækur félags- ins, félagaskrár, bréfasafn og blaðaúrklippur. Hvítabandið hefur komið víða við í hjálparstörfum sínum í Reykjavík á þeim 102 árum sem liðin eru frá stofnun þess. Það hefur t.d. staðið fyrir heima- hjúkrun og útleigu á legubúnaði, sinnt matar- og fatadreifíngu, veitt heimilishjálp og rekið Ijósa- stofu. Þá hefur Hvítabandið byggt og rekið samnefnt sjúkra- hús við Skólavörðustíg, sem það gaf seinna Reykjavíkurborg. Nú styður félagið sérstaklega tvær stofnanir; meðferðai’heimilið við Kleifarveg, fyrir börn með geð- ræn vandamál, og Dyngjuna, áfangaheimili fyrir konur sem farið hafa í áfengis- og fíkniefna- meðferð. Hringbraut flutt suður fyrir Vatnsmýrarveg A Akvörðun væntanlega tekin á næsta ári FÆRSLA á Hringbraut á kaflanum frá Snorrabraut vestur fyrir Sóleyj- argötu suður fyrh’ Umferðarmið- stöðina er nú aftur til skoðunar hjá Borgarverkfræðingi. Það er einkum vegna þrengsla á lóð Landspítalans sem skriður er að komast á fyrirhug- aðar breytingar en samkvæmt aðal- skipulagi borgarinnar er gert ráð fyrir að Hringbrautin liggi á þessum kaíla sunnan Umferðarmiðstöðvar. Ólafur Bjarnason, yfírverkfræð- ingur hjá Borgarverkfræðingi, segir að þarna sé um þjóðveg í þéttbýli að ræða og fjármagn til framkvæmda komi frá ríkinu. Verkið sé ekki kom- ið inn á framkvæmdaáætlun. Engar vinnuteikningar séu til af fyrirhug- uðum framkvæmdum. Ólafur segir að vonast sé til að breyting á Hringbrautinni komist á ákvörðunarstig á næsta ári. Sam- kvæmt aðalskipulagi yrði Vatnsmýr- ai-vegur aflagður. Bústaðavegsbrúin yfir Vatnsmýrarveg er hluti af nýju skipulagi Hringbrautar. Að minnsta kosti yrðu tvær akbrautir í hvora átt. „Það ýtir á þessa hreyfingu máls- ins að þrengsli eru mikil á Landspít- alalóðinni. Þar er skortur á bílastæð- um og á því verður ekki ráðin bót fyiT en Hringbrautin verður flutt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.