Morgunblaðið - 14.11.1997, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
HLÍN Guðnadóttir opnaði sundlaugina í Laugaskarði eftir
gagngerar endurbætur.
Sundlaugin
Laugaskarði opnuð
eftir endurbætur
Hveragerði. Morgunblaðið.
SUNDLAUGIN í Laugaskarði
var opnuð síðastliðinn laugardag
eftir gagngerar endurbætur sem
staðið hafa yíír síðan um miðjan
ágúst. Það var Hlín Guðnadóttir,
íþróttamaður ársins 1996, sem
formlega tók sundlaugina í notkun
og klippti á borða til merkis um
það. Gísli Páll Pálsson, forseti
bæjarstjórnar í Hveragerði, flutti
ávarp við opnunina og rakti þar
sögu sundlaugarinnar í Lauga-
skarði ásamt því að kynna þær
framkvæmdir sem nú hafa farið
þar fram.
í máli Gísla Páls kom fram að
sundlaug í Laugaskai’ði var fyrst
opnuð árið 1938, en árið 1945 var
laugin orðin 50 metrar á lengd
með steyptum botni. Arið 1963
var núverandi sundlaugai-hús
reist. Það var síðan árið 1984 að
laugin var endurbætt, var þá með-
al annars steypt í botn laugarinn-
ar.
Þær framkvæmdir sem nú var
ina betri bæði fyrir sundkeppnir
sem og fyrir alménning. Laugai'-
bakkarnir voru hækkaðir og þeir
dúklagðir. Upphituð gangstétt var
lögð umhverfis laugina ásamt rist-
um. Nýir innrennslisstútar, 14
talsins, voru lagðir í laugina, en
það tryggir jafnan hita í lauginni
allri. Þá var glerveggur í gufubaði
endurnýjaður og þar fyrir framan
komið fyrir stóreflis stuðlabergs-
drang sem jafnframt er vatns-
brunnur fyi’ir gesti laugarinnar.
Nýii' ráspallar voiu einnig settii'
upp þannig að nú er laugin á ný
lögleg keppnislaug, ein sú stærsta
á landinu. Heildarkostnaður við
verkið nemur um 15 milljónum
ki'óna
Að lokinni formlegri opnun
laugarinnar syntu nokkrir fasta-
gestir fyrsta sundsprettinn og að
því búnu fór fram fyrsta sund-
mótið í endurbættri laug en það
var hverfamót þar sem íbúar
Hveragerðisbæjar kepptu sín á
milli.
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
HLUTI þeirra muna sem heimilisfólkið á Ási hefur unnið.
„Nú er mér nóg
boðið...“
á ínyndbandi
Basar á
Dvalarheimil
/
inu Asi,
Hveragerði
Hveragerði - Heimilisfólkið á
Dvalarheimilinu Ási/Ásbyrgi í
Hveragerði heldur sinn árlega
basar í föndurhúsinu,
Frumskógum 6b, laugardaginn
15. og sunnudaginn 16.
nóvember. Basarinn er opinn
milli klukkan 14 og 18 báða
dagana. Á basarnum kennir
ýmissa grasa eins og ávallt og
selur heimilisfólkið þar ýmsa
muni sem unnir hafa verið á
síðastliðnu ári. Má þar fínna
jólavörur ýmiskonar, pijónles,
bæði sokka og vettlinga, dúka,
trévöru og ýmislegt fleira.
h
Andakflsárvirkjun 50 ára
Virkjun við Kljáfoss
til skoðunar á ný
Eigendur
Andakílsárvirkjunar
minnast þess í dag að
50 ár eru liðin frá því
að virkjunin hóf
rafmagnsframleiðslu.
Stjórn virkjunarinnar
hefur í samstarfí við
RARIK ákveðið að
skoða að nýju hug-
myndir um Kljáfoss-
virkjun. Egill Ólafsson
rifjar upp sögu
Andakílsárvirkjunar og
áform um virkjun við
Kljáfoss.
FIMMTÍU ár eru liðin frá því
að Andakílsárvirkjun var tek-
in í notkun. Afmælisins er
minnst með móttöku í virkjuninni í
dag. Stjórn virkjunarinnar hefur
ákveðið að skoða að nýju hugmyndir
um virkjun Kljáfoss í Hvítá, en þær
voru lagðai' til hliðar fyrir 20 árum.
Verið er að vinna skýrslu um hag-
kvæmni virkjunarinnar í samvinnu
við RARIK.
NÚVERANDI stjórn virkjunarinnar skipa (aftari röð f.v.) Ingvar
Ingvarsson, Sveinn Kristinsson, Guðmundur Páll Jónsson, (fremri röð)
Guðbjartur Hannesson, Gunnar Sigurðsson formaður og Magnús
Oddsson veitustjóri.
STÖÐVARHÚS Andakílsárvirkjunar var stækkað árið 1974.
I
i
I
I
Fyrstu hugmyndir um virkjun
Andakflsár komu fram árið 1907,
fyrir réttum 90 árum þegar breski
verkfræðingui’inn Cooper kom til ís-
lands og keypti vatns- og landsrétt-
indi við Andakílsárfossa með það
fyrir augum að reisa þar köfnunar-
efnisverksmiðju. Ekkert varð af
þessum áformum, en áhugi heima-
manna á virkjun Andakílsár var vak-
inn og á næstu árum og áratugum
fór fram ítarleg skoðun á hag-
kvæmni þess að virkja ána.
Árið 1923 var búið að teikna virkj-
unina og vinna ítarlega skýrslu um
hana, en ekkert varð af framkvæmd-
um vegna þess að fjármagn skorti og
ekki fékkst ríkisábyrgð fyrir lántöku.
Frumkvæði heimamanna
Þrátt fyrir þetta gáfust heima-
menn ekki upp. Áhugi á Andakflsár-
virkjun jókst eftir að Sogsvirkjun
tók til starfa 1936. Sameignarféiagið
Andakflsárvirkjun var stofnað 1942
og var Haraldur Böðvarsson, útgerð-
armaður á Akranesi, formaður
stjórnar félagsins, en hann og Pétur
Ottesen, alþingismaður Borgfirð-
inga, áttu, að öðrum ólöstuðum,
mestan þátt í að virkjunin vai' byggð.
Málið var ekki auðunnið þvi að koma
þurfti frumvarpi um virkjunina í
gegnum Alþingi, útvega fjármagn og
fá samþykkt fyrir ríkisábyrgð á lán-
um. Þetta tókst og hófust fram-
kvæmdir vorið 1945. Framkvæmd-
um lauk 1947 og var spennu hleypt á
orkukerfíð í október það ár.
Rafvæðing í Borgarfíi’ði jókst
hröðum skrefum á næstu árum og
leið ekki á löngu þar til aflstöðin varð
of lítil. Þegar Sementsverksmiðja
ríkisins hóf rekstur á Akranesi 1959
var nauðsynlegt að fá aukna raforku
inn í héraðið. Til að leysa þetta var
lögð háspennulína frá Elliðaám til
Akraness.
Borgfírðingar höfðu hins vegar
áhuga á að auka raforkuframleiðslu
innan héraðsins. Ástæðan var ekki
síst að viðbótarorkan var mun dýrari
en raforkan sem kom frá Andakíls-
ánúrkjun, en auk þess var rekstrar-
öi-yggið í kerfinu ófullnægjandi.
Kljáfossvirkjun undirbúin
Áhuginn beindist einkum að virkj-
un Kljáfoss í Hvítá. Skýrsla um
virkjunina, sem gerð var 1964, benti
til þess að þar væri um að ræða mjög
hagstæðan virkjunarkost. Stjórn
Andakílsárvirkjunar lét undirbúa
málið og aflaði m.a. tilboða í vélar og
fékk vilyrði um hagstæð lán til langs
tíma. Jafnframt tók stjórnin ákvörð-
un um að leggja til hliðar fjármuni,
sem hún hugðist leggja í virkjunina
þegar framkvæmdir hæfust. Lög um
virkjun í Hvítá í Borgarfirði voru
samþykkt á Alþingi, en ekkert varð
af framkvæmdum. Áhugi stjórnvalda
beindist fremur að stórvirkjunum á
Suðurlandi en smærri virkjunum í
héraði.
Þegar ljóst vai' að baráttan fyrir
virkjun Kljáfoss yrði torsótt var
ákveðið að stækka Andakílsárvirkjun
upp í 8,4 MW. Var stíflan hækkuð um
einn metra, ný vélasamstæða tekin í
notkun og stöðvarhúsið stækkað.
Stækkunin var tekin í notkun 1974.
Breytt eignaraðild
Það voru sýslunefndir Borgar-
fjarðar- og Mýrasýslu ásamt Akra-
neskaupstað sem virkjuðu Anda-
kílsárfossa. Þegai' sýslunefndhnar
voru lagðar niður eignuðust sveitar-
félögin í sýslunum virkjunina. Segja
má að þessi eign hafi malað gull fyi'ir
sveitarfélögin og sé búin að borga
sig upp mörgum sinnum. Árið 1995
náðust samningar um breytta eign-
araðild að virkjuninni, en verðmæti
hennar var þá metið á 450 milljónir.
Eignaraðild að Andakílsárvirkjun
var breytt 1995 m.a. vegna erfiðrar
fjárhagsstöðu Hitaveitu Akraness og
Borgarfjarðai'. Vai’ð niðurstaðan sú
að Akurnesingar eignuðust alla
virkjunina, en önnur sveitarfélög í
Borgarfirði og Mýrasýslu fengu sinn
eignarhluta greiddan út. ,
Gunnar Sigurðsson, stjórnarfor-
maður Andakílsárvirkjunar, sagði að I
Akurnesingar hefðu lagt áherslu á )
að eignast virkjunina m.a. til að
verja það lága raforkuverð sem þeir
hafa búið við, en það er svipað og er í
Reykjavík.
Andakílsárvirkjun framleiðir í dag
u.þ.b. 33 gigawattstundir á ári, en
orkunotkun á Akranesi er 37-38
GWst. Hún er eina virkjunin á ís-
landi sem stendur utan jarðskjálfta-
svæða. Gunnar sagði að Akurnesing- *
ai' væru stoltir af þessari eign sinni |
og myndu í dag minnast framsýni |
frumherjanna í afmælisveislu í
Andakflsái"vh'kjun. Stjóm virkjunar-
innar hefði ákveðið að minnast tíma-
mótanna með því að gefa fjórar tölv-
ur til Grundaskóla og Brekkubæjar-
skóla á Akranesi, Kleppjárnsreykja-
skóla og Andakílsárskóla á Hvann-
eyri.
Það hefur verið haldið styrkum
höndum um stjórn Andakílsárvirkj- )
unar. Stjórnin hefur á þessum 50 ár-
um, sem liðin eru frá því virkjunin
hóf rafmagnsframleiðslu, aðeins haft '
þrjá formenn, Harald Böðvarsson,
Magnús Guðmundsson og Gunnar
Sigurðsson, sem verið hefur stjórn-
arformaður síðustu tvö ár. Fram-
kvæmdastjþrar hafa einnig verið að-
eins þrír, Óskar Eggertsson, Magn-
ús Sæmundsson og Magnús Odds-
son.
Ný stjórn virkjunarinnar hefur |
núna ákveðið í samvinnu við RARIK,
að dusta rykið af hugmyndum um
virkjun við Kljáfoss, sem legið hafa í I
skúffu í 20 ár. Gunnar sagði að það
væri mat manna að Kljáfossvirkjun
væri mjög hagkvæmur kostur og lík-
lega hagkvæmari en sumh- aðrir
kosth' sem RARIK hefur skoðað.
Miðað við þá kostnaðaráætlun sem
gerð var á sínum tíma myndi virkj-
unin kosta 1,5 milljarða. Virkjunin
yrði nokkru stærri en Andakílsár- ^
virkjun eða 10-11 megawött, en það
þýddi að ái'leg raforkusala frá virkj-
uninni gæti numið um 200 milljónum |
króna. Reksturskostnaður væri
áætlaður 30 milljónir á ári.