Morgunblaðið - 14.11.1997, Síða 29

Morgunblaðið - 14.11.1997, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 29 LISTIR Tónlistardagar Dómkirkjunnar Brahms- tónleikar LOKATÓNLEIKAR á tónlistar- dögum Dómkirkjunnar verða laugardaginn 15. nóvember kl. 17. Á efnis- skrá eru ein- göngu tónverk eftir J. Brahms en nú í ár eru 100 ár liðin frá dauða hans. Dómkórinn syngur „Fest- und Gedenksp- rúche“, hátíð- ar- og íhugun- ai-vers fyrir áttraddaðan kór undir stjórn Marteins H. Friðriksson- ar og mótett- una „Gjör dyrnar breiðar, hliðið hátt“. Einnig verður flutt „Orlagaljóð" í þýðingu Jak- obs Jóhannessonar Smára en undirleikari í því vekri er Anna Guðný Guðmundsdóttir. Hefur konsertflygill verið fenginn að láni í kirkjuna fyrir þessa tónleika til þess að píanólist Brahms komst sem best til skila. Auk þess flytja barítonsöngv- arinn Loftur Erlingsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir „Vier ernste Gesánge", sem eru með fallegstu einsöngslögum Brahms og eru textarnir teknir úr Bibl- íunni. Minningartón- leikar í Arnesi MINNINGARTÓNLEIKAR um Loft S. Loftsson, stofnanda pg stjórnanda Ár- nesingakórs- ins, sem lést í júní sl., verða í félagsheimil- inu Árnesi, Gnúpverja- hreppi, sunnu- daginn 16. nóvember kl. 15. Það er Vörðukórinn sem gengst fyrir þessum tónleikum, en auk hans kemur fram íjöldi tónlistarfólks, alls um 100 talsins. Flutt verður tónlist eftir Loft, bæði kórlög, lúðrasveitartónlist og einsöngs- lög, en einnig eru á efnisskrá ís- lensk ættjarðarlög og lög eftir Sigurð Ágústsson frá Birtinga- holti, en hann hefði orðið níræður á þessu ári. Fyrrverandi félagar úr Árnes- kórnum munu syngja nokkur lög ásamt Vörðukórnum, einsöngv- arar eru Katrín Sigurðardóttir og Loftur Erlingsson, og píanóleik- ari er Agnes Löve. Einnig koma fram Lúðrasveit Selfoss, undir stjórn Ásgeirs Sigurðssonar, sönghópurinn Perluvinir, Kúl- tríóið, Grétar Geirsson, harmon- ikkuleikari og Þorpsmúsíkantarn- ir frá Selfossi. Stjórnandi er Mar- grét Bóasdóttir. LEIKBRÚÐURNAR Stúfur og Hurðarskellir. Jólasveinar einn og átta í Leikbrúðulandi BRÚÐULEIKURINN Jólasveinar einn og átta var frumfluttur árið 1975 og leikinn fyrir hver jól næstu fimm ár. Leikritið hefur nú verið endurgert. Brúðurnar eru nýjar sem og öll umgjörð. Sýningar verða ijórar að þessu sinni, sunnudaginn 16. nóvember, 23. og 30. nóvember og 7. desem- ber. Höfundur og leikstjóri er Jón Hjartarson. Um lýsingu og hljóð- stjórn sér Sigurður Keiser. Um brúðugerð og stjórnun þeirra sjá Bryndís Gunnarsdóttir, Erna Guðmarsdóttir, Helga Steffensen og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Margir leikarar ljá brúðunum raddir sínar og um tónlist og leik- hljóð sér Magnús Kjartansson. Sýnt er á Fríkirkjuvegi 11 og hefjast sýningar kl. 15. Miðasala er opin frá kl. 13. Útgáfutónleikar í Selfosskirkju ELÍN Ósk Óskarsdóttir sópran- söngkona og Hólmfríður Sigurð- ardóttir píanó- leikari halda tónleika í Sel- fosskirkju laug- ardaginn 15. nóvember kl. 16. Flutt verður efni af nýút- komnum hljóm- diski _ þeirra Elínar Óskar og Hólmfríðar, „Söngperlur", með íslenskum og norrænum sönglögum ásamt ítölskum aríum. Elín Ósk og Hólmfríður hafa starfað saman undan- farin sjö ár og er þetta fyrsti sameiginlegi hljóm- diskur þeirra. Sænsk gaman- mynd í Nor- ræna húsinu SÆNSK gamanmynd, „Min pappa ár Tarzan", verður í Nor- ræna húsinu sunnudaginn 16. nóvember kl. 14. Þetta er fjöl- skyldumynd með sænsku tali. í kynningu segir: „Skemmtileg saga um svolítið ruglaða foreldra og vitur börn, um villt dýr og hamsturinn Harry. Og ekki má gleyma Curt sem er í Tarsanskóla til að læra að tala tungumál dýr- anna.“ Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Loftur Erlingsson Anna Guðný Guðraunds- dóttir Hólmfríður Sigurðardóttir Hið klassíska iafnvægi TÓNLIST Iláskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Beethoven og Heiligenstadt Testamente lesið. Þul- ur og kynnir var Jónas Ingimundar- son, lesari Arnar Jónsson og hljóm- sveitarstjóri Gerrit Schuil. Fimmtu- dagurinn 13. nóvember, 1997. TVENNT ber til sem gerir þessa tónleika eftirminnilega og það er fyrst lestur Arnars Jónssonar úr bréfum Beethovens, það bréf sem hann aldrei sendi og nefnt er Heilig- enstadt Testamente, tilfinninga- þrungið bréf, sem líta má á sem eins konar erfðaskrá, stílað til bræðra tónskáldsins, Karls og Johanns. Arn- ar Jónsson flutti mjög vel þennan átakanlega texta, í ágætri þýðingu Reynis Axelssonar. Annað það sem gerir þessa tónleika eftirminnilega var hljómsveitarstjórn Gerrits Schu- ils, sérstaklega í þremur verkum meistarans, for- leiknum að oper- unni Fidelio, Egmont forleikn- um og annarri sinfóníunni, op. 36, í D-dúr, sem gagnrýnendur sögðu vera eins og hljóð úr frá- hrindandi ófreskju, sérstaklega fyrir óvenjuleg tóntegundaskipti og áherslur, sem ýmist voru á 1. eða 3. takthluta, svo að ekki sé talað um óvenjulegt upphaf Qórða kafl- ans. Öll viðfangsefnin voru sérlega vel mótuð og hljómsveitin iék í heild sérlega vel og margt frábærlega. Auðheyrt er að Gerrit Schuil er frá- bær stjórnandi og stílmótun hans og túlkun gera þessa tónleika eftir- minnilega. Tónleikarnir hófust með Forleikn- um að Fidelio og þar næst var flutt- ur annar þátturinn úr fjórða píanó- konsertinum, sem er sérkennileg tónlist byggð upp á styrkleika átök- um á milli einsleikshljóðfærisins og hljómsveitarinnar og lék Jónas Ingi- mundarson á píanóið og gerði það fallega. Þriðja viðfangsefnið var „metrónóm" þátturinn úr þeirri átt- undu, sem var mjög vel fluttur og af þeirri nákvæmni og trúleika við tónmál meistarans, sem einkenndi alla tónleikana. Guðný Guðmundsdóttir flutti Rómönsuna op. 50 ágætlega en þetta elskulega „lag“ var fjórða verkefni tónleikanna. Tónleikum lauk svo með annarri sinfóníunni, sem var frábærlega vel flutt undir stjórn Gerrits Schuils. Það er trúleik- inn við tónmál meistarans, ná- kvæmni í samleik og samhljóman hljóðfæranna og hið klassíka jafn- vægi, sem Gerrit Schuil lagði áherslu á og hljómsveitin svaraði upp á með glæsibrag. Jón Ásgeirsson Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson BJARNI Jónsson spjallar við hina ungu gesti sína í Listasetrinu. Skólabörn fræðast um áraskipaöldina UNDANFARIÐ hefur staðið yfir sýning á verkum Bjarna Jónsson- ar listmálara í Listasetrinu á Akranesi. Sýnir hann þar aðal- lega málverk sem eru heimildar- myndir um sjósókn fyrri tíma og aðrar þjóðlegar myndir. Liður í sýningunni hefur verið heim- sóknir grunnskólabarna á Akra- nesi sem Bjarni hefur Ieitt í sann- leikann um áraskipaöldina á Is- landi út frá myndum sínum en hann er meðaí annars þekktur fyrir skýringamyndir sínar við ritröðina íslenskir sjávarhættir. Bjarni segir heimsóknir þessar hafa gengið vel fyrir sig en flest allir grunnskólanemar á Akra- nesi hafa þegar sótt sýninguna heim. „Þetta hefur gefið góða raun, en ég hef gert þetta áður í Hafnarfirði og á nokkrum stöð- um úti á landi. Börnin eru yfir- leitt mjög áhugasöm og drekka fróðleikinn í sig. Sum þeirra koma meira að segja oftar en einu sinni til að fræðast frekar og taka þá oftar en ekki foreldr- ana með sér. Það er virkilega ánægjulegt enda á þessi fróðleik- ur erindi við fólk, ekki síst í þess- um sjávarplássum." Listasetrið er opið virka daga frákl. 15-18 ogfrá kl. 15-19 um helgar. Sýningu Bjarna lýkur næstkomandi sunnudag. Ljóðatón- leikar á ísafirði UÓÐATÓNLEIKAR verða í sal Frímúrara á ísafirði á morgun, laugardag kl. 16. Það eru þær Anna Júlíana Sveinsdóttir söng- kona og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari sem halda tónleikana. Á tónleikunum verða flutt ítölsk sönglög frá fyrri hluta 17. aldar, ljóðasöngvar Roberts Schumanns við ljóð Maríu Stúart, nokkur söng- lög eftir Richard Strauss og Fjögur Andalúsíuljóð eftir Jónas Tómas- son. Anna Júlíana hefur oft komið fram á ljóðatónleikum innan lands sem utan. Einnig hefur hún sungið fjölmörg óperuhlutverk við Ríkis- óperuna í Áachen í Þýskalandi og f óperuuppfærslum hér heima. Anna Júlíana kennir söng við Tón- listarskóla Kópavogs. Sólveig Anna er fædd og uppal- in á Akureyri og stundaði píanó- nám fyrst frá ísafirði, síðar á Ak- ureyri, Reykjavík og Texas í Bandaríkjunum. Sólveig Anna starfar við tónlistarkennslu og píanóleik í Reykjavík og Garðabæ og hefur m.a. leikið með Sinfóníu- hljómsveit íslands og Kammersveit Reykjavíkur. Tónleikarnir eru aukatónleikar á vegum Tónlistarfélags ísafjarð- ar. Aðgangseyrir er kr. 1.200 en ókeypis er fyrir skólafólk. Ný tímarit • í TILEFNI hundrað ára afmæl- is Æskunnar hefur nýju unglinga- blaði verið hleypt af stokkunum. Blaðið hefur hlotið nafnið Smellur, en það nafn varð hlutskarpast í keppni Æskunnar og útvarpsþátt- arins Lovísu. Ritstjóri þess er Elín Jóhannsdóttir kennari. „í blaðinu er m.a. rætt við Einar Örn Benediktsson um tónleikahald á íslandi og Elísu Geirsdóttur, söng- konu í Kolrössu krókríðandi. Farið er á gúmmíbát niður Jökulsá vestri og bréfum unglinga í vanda svarað. Fjallað er um notkun anabólískra stera á íslandi. Samkvæmt upplýs- ingum frá Vogi hafa nær ijörutíu manns verið í meðferð þar vegna steranotkunar frá áramótum og virðist þetta vera vaxandi vandamái innan íþróttahreyfingarinnar. í við- tölum við lækni og íþróttamenn kemur í ljós að notkun stera er vanabindandi og getur leitt til neyslu annarra lyfja. Blaðið erprentað í Odda og er 48 blaðsíður, Sigrún Einarsdóttir brýtuv um og hannav blaðið. “ M5.Útihurðir lotgluggar 05678 100 Fax 567 9080 Bíldshöfða 18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.