Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 31 Horft til baka BOKMEJVNTIR Minningar og frásagnir LÍFSGLEÐI Þórir S. Guðbergsson skráði. Hörpuútgáfan 1997. LÍFSGLEÐIN er söm við sig. Hún leitar út í umhverfið í mörgum myndum sem allar eru mótaðar af jákvæðri fullnægjukennd sem teng- ist lífsreynslu og verður því ríkj- andi í vitund viðkomandi persónu þegeir litið er til baka eftir langa lífsgöngu. Bókin Lífsgleði kemur út nú í VI. sinn hjá Hörpuútgáfunni. Fimm persónur leita á vit minninga sinna, allt til bernskuáranna eða segja frá einhverju merkilegu, sem ofist hef- ur í lífsferíl þeirra. - Stundum óvænt, en alltaf kallað á viðbrögð sem krefjast úrlausnar og opinbera oftast sjálfsmynd viðkomandi þeg- ar sagt er frá. Kannski meira en sjálf persónan gerir sér grein fyrir. Að þessu sinni eru kunnar og þjóðkunnar persónur mættar til leiks. Arni Tryggvason, sem á að baki ævisögu sína Lífróður, leitar hér að samspili manna og dýra með sjálfa náttúruna að bakhjarli. Það er ekki erfitt að mæta Árna í frásögn hans. Leikara, sem á sér vissan samastað í hjarta þeirra, sem hafa dáð hann fölskvalaust frá fyrstu árum hans á leiksviði. Frásögn hans af sam- skiptum við fugla og raunai- allt sem lífsanda dregur, vekur athygli - svo um munar - á að við menn- irnir eigum ekki einir þessa jörð. Þó höfum við einir tekið okkur það vald að reyna að tortíma henni og öllu lífi sem á henni býr. Öll frásögn Arna ber vott djúphygli og eðlis- lægu næmi fyrir mikilvægi okkar stuttu veru hér á jörðu. Guðrún Ásmunds- dóttir, einhver ást- sælasta leikkona okk- ar, segir frá merkilegri lífsreynslu. Trú hennar á æðri máttarvöld og handleiðslu þeirra eru undirtónn frásagnar hennar. I senn snertir það djúpt lesanda og sýnir kærleiksrík við- brögð sem lýsa svo vel hve hennar eigin gæfa og gleði víkur fyrir vel- ferð annarra. Hún leit- ar svara í Biblíunni og kannski gæti það orðið mörgum lærdómur hve skýr þau svo eru, ef sönn trú er höfð að leið- arljósi. Einlæg frásögn mikilhæfrar konu. Salome Þorkelsdóttir, fyrrver- andi forseti Alþingis, segir frá ýmsu merkilegu á þingmannsferli sínum. Skemmtileg frásögn, en þó alvarleg í eðli sínu, sem sannar að hún var býsna litríkur þingmaður og metnaðarfull. En hvorki barði hún bumbur né miklaðist af verk- um sínum. Frásögn af störfum hennar, utan lands og innan ber þess vitni. Það er gaman að kynn- ast af hve miklu sálarþreki hún hef- ur tekið gjörbreyttum aðstæðum í lífi sínu. Og nýtur þess að sinna heimili og fjölskyldu auk ýmissa ábyrgðarstarfa í þjóðfélaginu, s.s. formaður stjórnar Safnahússins við Hverfisgötu og forseti Soroptim- istasambands Islands. Frásögn hennar gefur gagnmerka innsýn í störf á Alþingi, ekki síst þeirra sem æðstu embættum gegna þar. Sigurlín M. Gunnarsdóttir lýsir ítarlega bernsku sinni, námsárum og hjúkrunarstörfum sem urðu ævistarf hennar. Frásögn hennar er nákvæm og í eðli sínu tengd mörgum smáatriðum sem safn- ast síðan í eina heild. Hún lítur ánægð yfir farinn veg. Þótt aldur og starfsþrek hafi ver- ið fyrir hendi ákvað hún að hvíla sig frá er- ilsömu starfi, stundum sem forstjóri hjúrkun- ar, og snúa sér að áhugamálum sínum. Afar einlæg frásögn, sem lýsir vel lífi þess sem gerir umönnun og hjúkrun að ævistarfi og rækir það af fyllstu samviskusemi. Sveinn Elíasson hefur frá mörgu að segja. Kannski voru það örlögin sem komu honum í forsjá ástríkra kjörforeldra. Lífshlaup hans hefur verið ákaflega viðburðaríkt. Bankastarf var hans ævistarf. Ferðir til fjarlægra landa voru tíð- ar. Stundum, eins og á seinni stríðsárum, hættusamar. En gæfan virðist hafa fylgt honum og ávallt skilað honum heilum heim. Góðvild hans til alls og allra gerir frásögn hans aðlaðandi og áhrifai’íka. í 44 ár vann Sveinn í banka og í 21 ár sem útibússtjóri í Reykjavík, á Hvolsvelli og Akranesi. Guðstrú hans er einlæg og um hana talar hann mjög opinskátt í lok frásagn- ar sinnar. Þar sem nafn bókarinnar er Lífs- gleðin er ekki nema eðlilegt að í öll- um tilfellum, frá byrjun, hafi verið leitað til þeirra manna og kvenna, sem orðuð hafa verið við æðruleysi og jákvætt viðhorf tO lífsins. Bókin átti að höfða til allra sem vilja temja sér slíkan lífsmáta. Hún er falleg í útgáfu og Hörpuútgáfunni til sóma. Jenna Jensdóttir. Þórir S. Guðbergsson Morgunblaðið/Björn Blöndal VERÐLAUNAHAFAR Menningarverðlauna Reykjanesbæjar 1997, frá vinstri til hægri eru: Birgir Guðna- son, Ragnheiður Skúladóttir, Sigrún Hauksdóttir og Iiaukur Ingason sem tók við verðlaununum fyrir hönd Keflavíkurverktaka. Menningar- verðlaun Reykj anesbæj ar Kcflavík. Morgunblaðið. MENNINGARVERÐLAUN Reykjanesbæjar voru veitt nýlega í fyrsta sinn og fengu fjórir aðilar verð- launin að þessu sinni. Menningarverðlaunin hafa fengið nafnið Súlan sem er skúlptúr eftir listamann- inn Karl Olsen. Auk þess fengu verðlaunahafar þakkarskjal fyrir framlag sitt og þátttöku f menn- ingarlífi sveitarfélagsins. Þeir sem hlutu verðlaunin voru: Birgir Guðnason fyrir verndun gamalla húsa og margvíslegan stuðn- ing við myndlistarfólk, Sigrún Hauksdóttir fyrir mikilvægan stuðning við myndlistarfólk, Ragnheið- ur Skúladóttir píanóleikari fyrir áratugastarf sem tónlistarkennari og meðleikari hinna ýmsu lista- manna og kóra - og Keflavíkurverktakar fyrir vel- vild og fjárhagslegan stuðning við menningarlífið. Menningarnefndin veitti styrki samtals að upp- hæð einni milljón króna við þetta tækifæri og var hann veittur eftirfarandi aðilum: Karlakór Keflavík- ur, Kvennakór Suðurnesja, Leikfélag Keflavíkur og ERLA Reynisdóttir, 10 ára fiðluleikari úr Njarðvík, fékk styrk frá nefndinni vegna tónleikaferðar til Japans þar sem hún var valin til að leika í alþjóð- legri hljómsveit við opnun vetrarólympíuleikanna. Baðstofan vegna reglulegrar starfsemi, Erlu Brynjarsdóttur vegna tónleikaferðar til Japans í febrúar nk., Kolrössu Krókriðandi vegna tónleika- ferðar til Englands, Viðari Oddgeirssyni vegna heimildarsöfnunar og kvikmyndagerðar - og Guð- mundi Maríassyni vegna myndlistarsýningar. Tímarit • HAUSTHEFTI171. árgangs Skírnis 1997 er komið út. Meðal fjölbreytts efnis eru greinar um þýska skáldið Heinrich Heine, enska heimspeking- inn John Locke og klæðskipt- inga í Islend- ingasögum. Skáld Skirnis er Ágústína Jónsdóttir og eru birt þrjú ljóð hennar í heftinu en myndlistar- maður Skímis er Erró og skrifar Gunnar Kvaran um frásögnina í verkum hans. Um þessar mundir eru 200 ár liðin frá fæðingu Heinrichs Heine og af því tilefni fjallar Eysteinn Þor- valdsson um víðtæk og langvar- andi áhiif skáldsins á íslenska Ijóðlist. Atli Harðarson skrifar yfirlitsgrein um réttarheimspeki Johns Locke og setur hana í sögulegt samhengi, en Kirsten Wolf kannar við hvaða aðstæður persónur úr íslendingasögunum bregða á það ráð að klæðast föt- um gagnstæðs kyns. „Auðnuleysishljómkviðan" er titill ritgerðar eftir Bill Holm, bandarískan rithöfund af íslensk- um ættum. Holm gagnrýnir þar það verðmætamat sem við hon- um blasir vestan hafs, meðal annars í ljósi menningararfleifð- ar og lífsviðhorfa Vestur-íslend- inga í Minneota, Minnesota. Da- víð Erlingsson setur fram kenn- ingu um viðurnefnið bakrauf sem bregður fyrir í fomum íslenskum heimildum. Þá birtir Hjördís Björk Hákonardóttir í heftinu greinina „Réttindi og skyldur“ þar sem hún andmælir þeirri skoðun Sigurðar Líndals að of mikil áhersla sé lögð á réttinda- greinar í íslensku stjórnar- skránni. I Skírnismálum ræðir Margrét Jónsdóttir um stöðu tungumála- kennslu hér á landi í Ijósi vax- andi þátttöku Islendinga í alþjóð- legu samstarfi og viðskiptum. Árni Daníel Júlíusson gaumgæfir tvíbent áhrif þjóðemisstefnunnar á sögusýn íslendinga. Már Jóns- son fjallar hins vegar um sagn- fræðirannsóknir og almannaheill. I greinum um bækur birtir Pétur Gunnarsson ritdóm um ís- lenska stílfræði eftir Þóri Oskarsson og Þorleif Hauksson, Kjartan Árnason skrifar yfirlits- grein um Ijóðagerð Jóhanns Hjálmarssonar, og Svavar Hrafn Svavarsson bendir á áhrif klass- ískrar menningar á íslenska höf- unda sem skrifuðu á latínu, með- al annars í ljósi nýlegs safns rit- gerða um nýlatneskar bókmennt- ir á Norðurlöndum. Áski-ifendur em þessa dagana að fá eintak sitt sent í pósti, aðrir geta nálgast heftið hjá útgefanda eða í helstu bókaverslunum. Utgefandi Skírnis er Hið ís- lenska bókmenntafélag, ritstjór- ar eru Róbert H. Haraldsson og Jón Karl Helgason. „Sellout“ í Galleri Horn- inu og á ver- aldarvefnum BALDUR Helgason og Birgitta Jónsdóttir opna samsýningu í Galleríi Horninu og á Veraldar- vefnum Sellout: http://xnet.is/ sellout laugardaginn 15. nóvem- ber kl. 18. Baldur sýnir myndröð er ber heitið Tölvuást og Birgitta sýnir röð ævntýramynda ásamt því að setja upp orða- og myndasýningu í minningu jólanna, sem jafn- framt verður í bókarformi. Enn- fremur sýnir hún ljósmyndir - samspil ljóða og myndvekra, einnig í bókarformi. Við opnunina lesa skáldin Berglind Ágústa og Davíð Stef- ánsson, Ámi Sveinsson snýr plöt- um og Guðjón Kristinsson hefur litskyggnu- og myndbandssýn- ingu. Sent verður beint út á Ver- aldarvefnum. Sýningunni lýkur 3. desember og verður opin alla daga kl. 11-23.30. Lindgren níræð í dag HALDIÐ verður upp á níræðis- afmæli sænska barnabókahöf- undarins Astrid Lindgren í dag, fóstudag, með pomp og prakt á torginu í Vimmerby. Göran Pers- son forsætisráðherra heldur ræðu og kór 2.000 barna syngur Lindgren til heiðurs. Lindgren, sem er einn þekktasti barnabóka- höfundur heims, hefur frábeðið sér athygli á stórafmælinu, segist ekki vilja sýna vanþakklæti, en hún hafi hreinlega ekki lengur heilsu til þess að taka á móti gestum. „Take the day off" farðahreinsir e fyrir augu, augnhár og varir CLINIQUE 100% ilmefnalaust CUNIQUB take the day of! niakeup remo^ lids. lashes & ''P5 Ráðgjafi frá Clinque verður í versiunni í dag og á morgun laugardag „Take the day off" er nýr farða- hreinsir frá Clinique fyrir allar konur sem gera kröfu um að farðinn haldist sem best, án þess að eyða löngum tíma í að fjarlægja hann aftur. „Take the day off" er mildur, léttur, fljótandi vökvi sem leysir farðann af augum og vörum með einni stroku. Hentar vel linsunotendum. „Take the day off" 125 ml. kr. 1350. Tilboð í dag og á morgun: Ef keypt er saman „Take the day off" og augnháralitur (maskari) frá Clinique þá fylgir með varalitur frá Clinique. Onniu H Y G E A d ny r t iv ö r 'uv c rj Lu n Laugavegi 23, sími 511 4533
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.