Morgunblaðið - 14.11.1997, Side 32

Morgunblaðið - 14.11.1997, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Myndlistarstarfsemi í ógöngum? Persónuleg og póli- stöðu myndlistar á Islandi ræðir Hulda Stefánsdóttir við Hannes Sigurðsson listfræðing: sem farið hefur með sýningarstjórn á Mokka sl. 6 ár og rekið sýningarsalinn Sjónarhól undanfarin 2 ár. tisk tengsl I öðrum hluta umfiöllunar i Morgunblaðið/Golli FRA því að Mokka var opnað árið 1958 hafa um 600 sýningar verið á veggjum kaffihússins. Nú standa veggir auðir því myndlistarsýningum hefur verið hætt um óákveðinn tíma. UM tveggja ára skeið rak Hannes einnig sýningarsalinn Sjónarhól að Hverfisgötu 12, þar sem Samband íslenskra myndlistamanna er til húsa. Starfsemi sýningarsalarinns lagðist af í haust og það hafa einnig gert sjónþing sem haldin voru í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í umsjón Hannesar og í samstarfi við Sjónarhól. HANNES segist hafa fengið sig fullsaddan af ástandinu í menning- armálum borgarinnar. Myndlistar- sýningum á Mokka hefur verið hætt og Sjónarhóll hefur lagt upp laupana. Þá lögðust sjónþingin nið- ur sem haldin voru í menningarmið- stöðinni Gerðubergi í samvinnu við sýningarsalinn Sjónarhól og Hann- es efndi til og annaðist sem menn- ingarfulltrúi í Gerðubergi, en því starfi sagði hann lausu. I viðtali við Morgunblaðið þann 24. júlí sl. lætur Hannes hafa eftir sér að hann sjái sér ekki lengur fært að halda úti sýningum í sjálfboðaliðastarfi. Hann lýsir eftir meiri skilningi yfir- valda og segist vona að staða mynd- listarinnar verði tekin til alvarlegrar umfjöll- unar. Hannes kveðst vera dæmigerður fulltrúi kynslóðar sem þurfti að skapa sín eigin tækifæri og sé að eilífu dæmd til að vera ung og efnileg. Eftir að hafa dvalið erlendis við nám og störf í 10 ár mættu honum alls staðar lokaðar dyr við heimkomu. „Mokka hafði lengi verið nokk- urs konar opinber stofa Reykvíkinga og breiddin í sýningar- haldi staðarins var mikil. Þegar ég kom til sögunnar eftir 35 ára starf- semi tók ég sýningarhaldið mun fastari tökum og ég ákvað að nota Mokka sem eins konar tilraunavett- vang þar sem margvísleg málefni væru tekin fyrir,“ segir Hannes. Skrif með sýningunum urðu fastur liður og umdeildar þemasýningar voru settar upp á veggjum kaffi- hússins. Inn á milli gamalreyndra listamanna þjóðarinnar og heims- þekktra erlendra gesta fengu svo byrjendur og jafnvel böm að spreyta sig. Smæð þjóðfélagsins haml- ar róttækum hugmyndum Að mati Hannesar einkennist ís- lensk samtímalist af afstöðulausri naumhyggju og því sem hann lýsir sem ískyggilega innétinni þróun; fyrst frá landslagi yfir í abstrakt og þá til naumhyggju. „Yfir stefnunum liggur ljóðrænan eins og mara en gagnrýnt hugarfar og skilvirkar þreifingar skortir. Mönnum hefur verið tíðrætt um póstmódernis- mann en sannleikurinn er sá að hann er ekki enn kominn til lands- ins að heitið geti. Pm-isminn er samfélagslegt afl og byggir á fjöl- hyggju og umburðarlyndi gagnvart framandi hugsunarhætti sem vissu- lega er ekki fyrir að fara hérlendis. Eg vildi með vali mínu á erlendum myndlistamönnum sprauta meðvit- að nýjum straumum inn í þjóðfélag- ið, stefnum eins og líkamslist en þann þátt vantar t.d. alveg í ís- lenska myndlistasögu," segir Hann- es. Ættbálkatengsl og rótgróinn höfðingjaótta segir hann binda menn niður og valda því að íslenskri myndlist hefur lítið verið beitt sem pólitísku eða samfélagslegu vopni. Stjórnmálamenn noti hana hins vegar óspart til að sveipa sig menn- ingarljóma líkt og fyrr á öldinni. Hannes segir tiltölulega auðvelt að fá erlenda listamenn til að koma og setja upp sýningar á Islandi. Landið sé frumstætt í augum út- lendinga og þeir séu forvitnir að kynnast því nánar. „Mér voru settar miklar skorður því ég hafði enga peninga að moða úr. Það bjó oft á tíðum mikil vinna að baki sýningum á Mokka. Sjálfur gaf ég mína vinnu og eigendur Mokka borguðu ósjald- an með sýningum erlendra lista- manna sem hingað komu,“ segir Hannes. Listamenn eiga allt sitt undir opinberum listastofnunum Að hans mati hefur átt sér stað algjört hran í hinum einkarekna myndlistargeira. „Allir opinberlega virtir lista- menn þjóðarinnar eru skilgreindir á sölu verka sinna til stofnana enda eru þeir komnir upp á náð og miskunn opinberra aðila. Erlend- is eru það undanteking- arlaust galleríin sem fá boltann tfi að rúlla og listamennirnir feta sig í gegnum sýningarsali til safna. Það verður að teljast í hæsta máta vafasamt að opinber söfn séu að halda ákveðnum listamönnum á lofti að því er virðist fyrir menningarímynd embættis- manna og hinar forneskjulegu flokksmaskínur þeirra,“ segir Hannes. „Sú einhæfni sem að mörgu leyti einkennir íslenskt myndlistarlíf helst í hendur við þetta ástand og ef svo fer fram sem horfir verða sambandsslit almenn- ings og menningar endanleg og menningin tapar." Hannes segir gallerí í erlendri merkingu þess orðs aldrei hafa þrif- ist hérlendis, þ.e. sýningarsalur með launuðum starfsmönnum og fóstum kjarna listamanna sem stendur undir sér sjálfur en byggir ekki eingöngu á sjálfboðaliðastarfi. „Ég þekki enga höfuðborg í heimin- um sem ekki hefur á að skipa raun- verulegum galleríium, svo ekki sé talað um menningarborgir. Þess í stað höfum við gjafavöruverslanir og listmunasölur sem kalla sig gall- erí. Svo rammt kveður að þessum misskilningi að sumar búðir sem hafa ekkert með myndlist að gera kenna sig við gallerí til að upphefja starfsemi sína,“ segir Hannes. „Sennilega eru oddvitar Reykjavík- ur að vísa til slíkra verslana þegar þeir tala um að listalífið í borginni blómstri sem aldrei fyrr. Það að við skulum ekki hafa neitt gallerí jafn- gildir því að ekkert bókaforlag fyr- irfyndist í landinu, að ríki og borg stæðu ein að útgáfustarfsemi." Kosti sjálfstætt starfandi sýning- arsala umfram opinber listasöfn segir hann m.a. þá að nálægð galler- íana við markaðinn sé meiri. Von- andi leiði aukin samkennd og skiln- ingur fólks á gildi myndlistar síðan til þess að fyrirtæki og einstakling- ar fjárfesti í ríkari mæli í framsæk- inni og lifandi hugsun. Þá séu gall- eríin líklegi'i til að taka áhættu og koma efnilegum óþekktum lista- mönnum á framfæri. Galleríin vinni beint fyrir listamennina með þeim hætti að báðir aðilar njóti góðs af. „Án sjálfstætt starfandi sýningar- sala vantar jarðveginn undir eðli- lega þróun myndlistar. Hvar eiga annars þessir ungu listamenn að fá að sýna sig og sanna? Eiga þeir að byrja að sýna á Kjarvalsstöðum, - kannski í anddyrinu og feta sig svo inn í salina?“ spyr Hannes. „Eins og staðan er núna eiga þeir ekki um margt annað að velja en skókassa, símsvara og barmmerki." Skortur á fagmennsku Hannesi virðist sem lítið mark sé tekið á framlagi einstaklinga til mannlífsins við ráðningar sem ein- kennist helst af geðþóttaákvörðun- um ráðamanna þar sem úrkynjaðir pólitískir hagsmunir sitji í fyrir- rúmi. „Þetta fólk veit varla hvað lif- andi menning er, það mætir nánast aldrei á sýningar, og því gengur vanalega allt annað til en að hlúa að innlendri víðsýni. Það skortir sár- lega meira traust á einstaklinginn í landinu. Stjórnmálamenn gera sér engan veginn grein fyrir því í hverju raunvenileg menning er fólgin, enda eru þeir flestir áratug- um á eftir þróuninni sjálfir," segir Hannes. „Því miður er það svo að þeir sem veitt hafa mest til menn- ingarinnar eru gjarnan settir í eins konar straff, a.m.k. uns þeir fá við- urkenningu að utan.“ Fjölmiðla seg- ir Hannes brennda sama marki og opinber menningarstefna, þ.e. stefnuleysið sé algjört. Hann gagn- rýnir það að fjölmiðlar skuli taka fréttatilkynningar hrátt upp og iðu- lega án þess að bera sig eftir nánari upplýsingum. Fúskarar fái allt eins mikla ef ekki meiri umfjöllun en okkar skástu listamenn. „Frá sjón- arhóli fjölmiðla er menningin lítið annað en hræbillegt uppfyllingar- efni,“ segir Hannes. Bæði menntamálaráðuneytið og menningarmálanefnd Reykjavíkur- borgar hafa tekið þá afstöðu að styrkja ekki einkarekna sýningar- sali nema til einstakra verkefna. Hannes segir þessa stefnu ekki standast nánari skoðun. Hann bendir á að Leikfélag Reykjavíkur, sem er einkahlutafélag, fái 500.000 króna styrk á hverju ári til að standa undir myndlistasýningum í anddyri Borgarleikhússins. Þá segir Hannes það skjóta skökku við að Kaffileikhúsið skuli þiggja reglu- lega styrki frá borginni til síns reksturs sem þó er í höndum einka- aðila. „Kaffileikhúsið fékk á þessu ári 700.000 krónur frá borginni m.a. til kaupa á borðum og stólum, og heitir það víst styrkur til listrænnar starfsemi í bókhaldinu. Menn hljóta að spyrja sig hvers konar persónu- leg og pólitísk tengsl ráða hér ferð- inni. Mokka hefur aldrei fengið krónu í styrk frá hvorki borg né ríki. Sá staður virkar ekkert öðru- vísi en Kaffileikhúsið, nema hann tekur ekki aðgangseyri að sýning- um og hefur ólíkt meiri hefð á bak við sig. Sjónarhóll, sem ég stofnaði og rak upp á eigin spýtur, hlaut styrk að upphæð 100.000 krónur frá menningarmálanefnd eftir mikla mæðu þrátt fyrir að hluti Sjónþing- anna værí haldinn þar og flestir litu svo á að borgin ætti salinn,“ segir Hannes. Hann segist þó ekki vera að finna að styrkveitingum til einkaaðila í sjálfu sér heldur geri hann athuga- semd við oft á tíðum óeðlilega og órökstudda afgreiðslu á styrkjum. „Það er staðreynd að peningar sem veittir eru til einkaaðila nýtast miklu betur. Ég myndi giska á að 70-80% af tekjum stofnana fara í launatengd gjöld en minnst í bein- harða listastarfsemi. Hið opinbera myndi stórefla menninguna ef það hætti að veita tilviljunarkenndar sporslur, sem ekki eru upp í nös á ketti, og styrkti þess í stað af rausn- arskap þá vitundarorku sem sprett- ur upp á ólíklegustu stöðum, - meðan hún varir.“ Hið opinber í beinni samkeppni við einkarekstur Að mati Hannesar hafa opinber söfn ríkis og sveitarfélaga ekki sinnt nægjanlega þvf hlutverki sínu að kryfja og endurmeta einstaka myndhstarmenn og tímabil og setja í samhengi við listasöguna. „Eins og málum er háttað er aðeins stigs- munur á sýningum safnanna og einkarekinna sýningarsala. Það sem er verra er að svokölluð söfn á borð við Listasafn Kópavogs, sem rekið er eins og hvert annað gallerí, rukka listamenn um greiðslu fyrir að sýna. Slíkt er með öllu óþekkt er- lendis þar sem bæjarfélag á í hlut. Þá eru listasöfnin farin að leita á náðir einkafyrirtækja eftir styrkj- um til sýningarhalds og ganga þar með í einu sjóðina sem einkarekin menningarstarfsemi hefur aðgang að,“ segir Hannes. Hann tekur dæmi af framkvæmd Listahátíðar og Menningarnætur í Reykjavík og segir hana svívirðilegt brot á samkeppnislögum. Það að framkvæmdin hafi verið styrkt af tveimur stórfyrirtækjum í borginni segir Hannes að orki tvímælis, eink- um þegar haft sé í huga að borgin stóð ekki sjálf fyrir neinum af þeim listviðburðum sem í boði voru en framreiddi engu að síður hátíðina eins og hún væri á hennar vegum. „Með því að skera niður fjárframlög til opinbeiTa menningarstofnana, eins og gerst hefur í tíð R-listans, er verið að neyða þær til að leita eftir styrkjum til atvinnulífsins, einu miðin sem sjálfstæð menningar- starfsemi hefur að róa á,“ segir Hannes. „Annars er það gi'átbros- legt hvað R-listinn hefur reynst menningunni illa. Þetta er jú flokk- urinn sem hampað hefur þessu mál- efni hvað mest; sem sífellt blaðrar um mikilvægi listalífsins í miðbæn- um; sem efndi til sérstakrar ráð- stefnu um menningarstarfsemi borgarinnar þegar hann tók við völdum og ætlar að gera óviðjafnan- lega hluti árið 2000, - sigri þeir í vorkosningunum ‘98 þegar Listahá- tíð gengur í garð og Errósafnið verður opnað. Verkin tala hins veg- ar öðru máli. Þar með er ekki sagt að R-listinn geti ekki tekið sig á eða að meirihluti Sjálfstæðisflokks í borginni yrði nokkuð betri. Mér blöskraði t.d., eins og öllum öðrum í menningarlífinu, grein Arna Sigfús- sonar um „fyrirmyndar" ástand myndlistar í borginni sem birtist í Morgunblaðinu nýverið. Það tekur því varla að byrja að afbyggja slík- an hugsunarhátt. Þessar athuga- semdii' eiga eflaust'eftir að koma mér í koll. Seinast þegar ég tjáði mig um menningarmálanefnd á síð- um Morgunblaðsins var ég krafinn um útskýi’ingar og heimtað var að ég drægi orð mín opinberlega til baka. Það ríkir nefnilega ekki málfrelsi í Sovét-lýðveldinu íslandi. Stalín er vissulega ennþá hér!“ Listahátíð í Reykjavík segir Hannes brennda sama marki, þótt nú sé mikilla og jákvæðra breytinga að vænta undir stjórn Þórunnar Sigurðardóttur. „Flestir þeirra sem taka þátt í Listahátíð, hingað til, hafa borið allan kostnað sjálfir en eru í staðinn auglýstir sem viðburðui' á hátíðinni . Þeir sem hljóta styrki til sýningarhalds fá oftast aðeins greiddan hluta kostnaðarins við framkvæmdina og aldrei neitt fyrir sína vinnu. Listamenn eru svo vanir að vinna á þessum forsendum að þegar þeim gafst loksins færi á að sækja um styrki í erlenda sjóði kom munurinn á íslendingum og erlendum kollegum berlega í ljós. Umsóknir Islendinganna voru hvað eftir annað sendar til baka með stóru spurningarmerki því allan launa-, húsnæðis- og skrifstofukostnað vantaði," segir Hannes. „Efast var um að hér gætu verið vanir menn á ferðinni." Einn höfuðvanda íslenskrai' myndlistar telur Hannes vera þann að myndlistinni er tekið sem sjálfsögðum hlut. „íslenskir listamenn geta kennt sjálfum sér um, því þeir eru ávallt reiðubúnir til að þjóna og tilbiðja stofnanir fyrir ekki neitt, í von um að einn og einn moli falli af háborðinu. Fyrir vikið er myndlistin orðin jafneðlilegur hluti umhverfisins og grasið og blómin sem fæstir velta fyrir sér,“ segir Hannes. „Og hér virðist ríkja eilífur andlegur frostavetur með til- heyrandi harðlífi." Hannes Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.