Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 40
£0 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR Ekki er ætlast til að kvótaeig’endur gangi í hjúskap né eignist börn RÖGNVALDUR Hannesson prófessor styður kvótakerfið ein- dregið. Ríkisútvarpið átti athyglisvert viðtal við Rögnvald í þættin- úm „Hér og nú“ morg: uninn 15. október sl. í þessu viðtali lýsir Rögnvaldur yfir af- dráttarlausum stuðn- ingi við _ núverandi kvótakerfí íslendinga. Spurningu frétta- mannsins um það, hvort Rögnvaldur telji kvótakerfið sem slíkt gott hagstjómarkerfi, svarar Rögnvaldur þannig: „Alveg tvímælalaust og ég held að það hafi sýnt sig að það hafi þegar skilað þó nokkuð miklum árangri og mér finnst að menn verði að hafa það mjög hugfast að þó menn séu eitthvað ósáttir við skipt- ingu arðsins af fiskimiðunum, þá mega menn fyrir alla muni ekki eyðileggja þetta fiskstjórnunar- kerfi, sem komið hefur verið upp á íslandi síðustu 10-15 árin, sem er líklega besta fiskstjórnunarkerfi, sem völ er á, eins og nú stunda sakir.“ Rögnvaldur er einnig eindreginn stuðningsmaður þess, að kvótinn ííangi kaupum og sölum. Spurningu féttamannsins um það hvernig hægt sé að koma í veg fyrir þessar framseljanlegu afla- heimildir og að kvóti sé að ganga kaupum og sölum, sem almenning- ur virðist vera mjög á móti, svaraði Rögnvaldur þannig: „Það má alls ekki koma í veg fyrir það. Skilvirkni kvótakerfisins er einmitt fólgin í því að kvótar gangi kaupum og sölum.“ Af ofangreindu dreg ég þá álykt- un að Rögnvaldur sé hlynntur eignarrétti á kvótunum, því ekki er bæði hægt að kaupa og selja, án þess að eignarréttur skipti um eiganda. Síðar í viðtalinu sagði hann orðrétt: „Við getum náttúru- lega gert greinarmun á eignarrétti á auðlind- inni sjálfri, þ.e.a.s. fiskistofnunum, og svo nýtingarréttinum. Það sem er, virðist vera að Jóhann J. verða, og orðinn eign- Ólafsson arréttur á Islandi, það er sjálfur nýtingarrétt- urinn. Það er það að menn megi hagnýta svo og svo stóra hlutdeild úr stofninum." Eðlilegast er að kvóti sé skattlagður eins og aðrar eignir, segir Jó- hann J. Olafsson, þ.e. með sköttum á þær tekjur sem myndast við sölu hans. Rögnvaldi finnst hins vegar spurning hvort arðinum af fiskveið- unum sé réttilega skipt meðal þjóð- arinnar og nefnir veiðileyfagjald í því sambandi. Spurning er hvort ekki sé réttara að tala um veiði- skatt frekar en um gjald af eign einkaaðila þ.e.a.s. skattur komi á nýtingarréttinn (kvótann). Hann tekur það margsinnis fram í viðtalinu, að útgerðarmenn hafi fengið kvótana gefins í upphafi en Jólí Hveragerði Fyrirtæki og einstaklingar. Athugið! Listaskálinn í Hveragerði hefur ákveðið að athuga hvort áhugi er fyrir hendi, bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum um að nota 300 fermetra sýningarsal hússins undir sýningar og sölubása í tilefni aðventu jóla. Hugmyndin er að leigja út básana til að mæta kostnaði og auglýsingu framtaksins en hafa frían aðgang fyrir gesti. Markmiðið er að skapa mikla og góða jólastemmningu og fyrir þá sem ekki þekkja til hússins þá er einnig í því stór og glæsilegur veitingastaður þar sem jólahlaðborð og kaffiveitingar munu enn auka á jólagleðina. Fyrir þá aðila sem hafa hug á að kynna sér málið frekar vinsamlega hafið samband sem fyrst því tíminn er naumur. Listaskálinn í Hveragerði, Austurmörk 21, 810 Hveragerði. Sími 483 4858, Fax 483 4857. það er engin hindrun í hans augum á því að útgerðarmenn selji eða kaupi þessa kvóta. Niðurstaða Rögnvaldar er þessi: 1. Kvótakerfið er • skynsamlegt. Eitt hið besta, sem völ er á. 2. Það er grundvallaratriði að kvótarnir gangi kaupum og sölum. 3. Til þess að jafna arðsemina betur út á meðal þjóðarinnar, mætti hugsa sér að sett yrði á veiðigjald. Flestallir landsmenn eru að verða sammála um fyrsta liðinn, um ágæti kvótakerfisins. Um annan liðinn er það að segja að ef kvótar eiga að ganga kaupum og sölum, er óhjákvæmilegt að þeir séu háðir eignarrétti. Annað myndi skapa óbærilegt öryggisleysi og réttaróvissu eins og dæmin sanna. Það er heldur engin ástæða til þess að vera með sérstakar og óljósar eignarreglur með jafn þýðingarmik- il réttindi og hér eru til umfjöllun- ar. Ef menn kaupa eitthvað og selja skipta tvær eignir um eigendur, hið keypta, kvótinn, og andvirði, sem oftast eru peningar. Venja er að hvor tveggja þessi verðmæti lúti sömu eða svipuðum efnis- og réttar- reglum, því andvirði þeirra á að vera jafnt. Þess vegna er rangt ef aðeins önnur greiðslan er veðhæf, getur verið verðmæti í hjúskapar- málum eða gengið í arf. Mikið mál hefur verið gert úr því að verð- mæti kvóta hefur verið til umfjöll- unar í hónaskilnaði. En hvað er eðlilegra? Hugsaðu þér, lesandi góð- ur, að dóttir þín sé að skilja við útgerðarmann en áður hafi eigin- maðurinn varið dijúgum_ hluta eigna sinna í kvótakaup. Á dóttir þín að skilja sinn hlut eftir hjá fyrr- verandi eiginmanni? Ef í svipuðu tilfelli félli útgerða- maður skyndilega frá. Á þá ekkjan að standa uppi slypp og snauð? Hafi þessi hjón keypt ríkisskulda- bréf, þá gegnir allt öðru máli. Ríkis- skuldabréf er hægt að veðsetja, erfa og skipta í hjónaskilnaði. Þau eru skattfijáls og eigandi þeirra getur dvalið á baðströnd á Mallorca. og látið senda sér arðinn þangað. Hvers vegna þessi munur? Er nauð- synlegt að gera sömu kröfur til útgerðarmanna og presta kaþólsku kirkjunnar? Eðlilegast er að kvóti sé skattlagður eins og aðrar eignir, þ.e. með eignarsköttum, erfðafjár- skatti og tekjuskatti á þær tekjur sem myndast við sölu hans. Fyrst eftir að í ljós kemur að þetta er of lítið mætti tala um meiri skattlagn- ingu. Samkvæmt upplýsingum „Við- skiptablaðsins" í september sl. er verðmæti aflakvóta á íslandi um 158 milljarðar. Venjulegur eignar- skattur af slíkri upphæð yrði um 2,2 milljarðar eða um 10% meira en Rannveig Guðmundsdóttir, þing- maður Alþýðuflokksins leggur til að verði sett á sem veiðigjald. Höfundur er kaupmaður. Mannúðarkeðjan Verkefni ungra sjálfboðaliða í Rauða krossi Islands í dag er ijölþjóðlegu Helga Bára Bragadóttir FYRIR hartnær 140 árum vann fjöldi sjálfboðaliða að því að draga úr þjáningu þúsunda særðra her- manna á blóði drifn- um völlum Solferino á Norður-Ítalíu. Engu máli skipti hvorri fylkingunni fórnarlömbin til- heyrðu, allir áttu jafnan rétt á aðstoð. Kjörorð hjálpar- starfsins var „Tutti fratelli“ (Allir eru bræður). Framtakið vakti mikla athygli og varð kveikjan að stofnun stærstu ópólitísku hjálpar- samtaka veraldar, Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Þau hafa allar götur síðan haft það eitt að markmiði að hjálpa þurfandi án til- lits til þjóðemis, trúarbragða, hör- undslitar eða stjórnmálaskoðana. í dag mun ungt fólk innan Rauða kross íslands hleypa fjöl- þjóðlegu verkefni, Mannúðarkeðj- unni, af stokkunum. Því er ætlað að minna á þá staðreynd að þrátt fyrir ólíkan uppruna erum við öll jöfn og höfum sama rétt til mann- sæmandi lífs. Verkefnið er tákn- ræns eðlis og felst í því að bók- rolla, útskorin úr íslensku birki af Helga Angantýssyni listamanni, er send milli 15 landa í öllum heim- sálfum. Þau eru í eftirfarandi röð: Kanada, Bandaríki Norður Amer- íku, Argentína, Tonga, Nýja-Sjá- land, Astralía, Lesótó, Gambía, Tjad, Víetnam, Jagan, Frakkland, Ítalía, Noregur, ísland. Verður þannig mynduð keðja umhverfis hnöttinn. Slagorð Rauða krossins og Rauða hálfmánans um bræðra- Jón Brynjar Birgisson Jakkapeysu- úrvalið erí Glugganum Glugginn Laugavegi 60 simi 551 2854 lag verður ritað á bókrolluna á tungumálum viðkomandi landa. Ungmenni í Rauða kross félögum landanna sjá um uppákomur tengdar verkefninu. Meðan á för- inni stendur er fólki boðið að ger- ast „hlekkir í keðjunni", þ.e. að skrá nafn sitt á heimasíðu verkefn- isins (www.xnet.is/rcchain) eða með því að senda Rauða krossi íslands línu. Á þann hátt geta menn sýnt stuðning sinn í verki við hugsjónir Rauða krossins og gert slagorð hans að sínum. Áætl- að er að keðjan lokist á vormánuð- um 1999 með endurkomu bókroll- unnar til íslands. I tengslum við upphaf Mannúð- arkeðjunnar stendur RKI fyrir uppákomu í Kringlunni. Þar verður verkefnið kynnt, auk þess sem fyrstu „hlekkirnir" munu skrá sig. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti íslands, veitir aðstandendum verkefnisins þann heiður að vera fyrstur til að skrá sig. Anna Þrúð- ur Þorkelsdóttir, formaður Rauða kross íslands flytur tölu. Heima- síða verkefnisins verður til sýnis auk þess sem gestum gefst kostur á að gerast „hlekkir“ með því að fiUINOT MIIS Jurtaandlitsbað Snijpíisiofan Gnjijan Skipholti 70, sími 553 5044 verkefni á vegum Rauða krossins hleypt af stokkunum. Helga Bára Bragadóttir og Jón Brynjar Birgisson segja tilganginn að minna á að allir hafi sama rétt til mannsæm- andi lífs. skrá sig. Páll Óskar Hjálmtýsson mun syngja lagið „Imagine" eftir John Lennon. Athöfnin hefst í dag, föstudag, klukkan 16 á annarri hæð Kringlunnar. Mannúðarkeðjan var í upphafi aðeins fjarstæðukennd hugmynd hjá ungum Rauða kross félaga en með mikilli vinnu bæði starfs- manna og ungra sjálfboðaliða Rauða kross íslands varð hún að umfangsmiklu verkefni sem teygir anga sína yfir öll heimsins höf. Hún er dæmi um það að litlar hugmyndir geta dafnað og vaxið innan hreyfingarinnar og hver ein- asti félagi hefur áhrif. Flest verk- efni Rauða krossins byggja á starfi hinna fjölmörgu sjálfboðaliða sem nálgast starfið á mismunandi hátt: Sumii' kjósa að starfa með börnum en aðrir öldruðum. Sumir vinna að innlendum verkefnum en aðrir hafa meiri áhuga á neyðar- og þróunaraðstoð erlendis. Innlend sjálfboðaverkefni Rauða kross ís- lands eru margvísleg. Þar má með- al annars nefna fangaheimsóknir, sjúkraheimsóknir, ungmennastarf, akstur sjúkrabifreiða, símsvörun í Vinalínunni, rekstur bókasafna á sjúkrahúsum, móttöku flótta- manna og fjáraflanir. Hinn breiði aldurshópur og fjöl- breytti bakgrunnur sjálfboðaliða ei' styrkur hreyfingarinnar því það gerir henni kleift að laga sig stöð- ugt að breyttum þörfum samfé- lagsins. Þrátt fyrir miklar framfar- ir í heiminum fækkar þeim ekki sem verða undir. Með því að eyða eigin fordómum og tileinka okkur þá einföldu hugsun að við séum öll bræður og systur þá erum við einu skrefi nær betri heimi. Höfundar eru sjálfboðaliðar í Rauða krossi Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.