Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Sameining heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa á landsbyggðinni UM síðustu áramót tóku gildi ákvæði í lög- um um heilbrigðis- þjónustu sem heimil- uðu sameiningu sjúkrahúsa og heilsu- gæslustöðva á lands- byggðinni sem eru í starfstengslum. Áformað er að þessi breyting taki til 14 sjúkrahúsa á lands- byggðinni og a.m.k. jafnmargra heilsu- gæslustöðva um næstu áramót. Umræða um þessi mál hefur farið lágt og ekki liggja fyr- ir opinber gögn frá heilbrigðisráðuneytinu um hvernig staðið skuli að sameiningunni. Þetta hefur leitt til þess að starfs- fólk viðkomandi stofnana er í óvissu um stöðu sína og þær breyt- ingar sem kunna að verða á högum þess við sameininguna. Með þess- ari grein vill Félag íslenskra hjúkr- unarfræðinga lýsa viðhorfum sín- um til fyrirhugaðra breytinga. Stefna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Í stefnu Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga í hjúkrunar- og heil- brigðismálum sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í maí s.l. segir eftirfarandi: „Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga telur að leggja beri áherslu á að tryggja öfluga heilsugæslu í landinu". Með heilsugæslu er vísað til hugtaksins „primary health care“. Það felur í sér að lögð er megináhersla á að mæta frumheilbrigðis- þörfum samfélagsins. Heilbrigðisþjónustan fer fram sem næst heimilum og vinnustöð- um íbúanna. Reynt er að tryggja greiðan að- gang að þjónustunni, lögð áhersla á að hún samræmist væntingum og óskum skjólstæð- inga og samfélagið er virkjað til þátttöku. Ennfremur segir í stefnu Félags islenskra hjúkrunar- fræðinga: „Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga: • Bendir á að samfara þeirri stefnu að minnka vægi stofnana- þjónustu en leggja jafnframt áherslu á að veita þjónustu nær vettvangi skjólstæðings (á heimil- um, vinnustöðum o.s.frv.) er nauð- synlegt að byggja upp öflugt stuðn- ingskerfi heilbrigðis- og félagsþjón- ustu fyrir skjólstæðinga og fjöl- skyldur þeirra. • Bendir á að þessi breyting út- heimtir samhæfíngu mismunandi þjónustuþátta til að tryggja sam- fellu. Ljóst verður að vera hver ber ábyrgð á einstökum málaflokkum.“ Markmið sameiningar Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga tekur undir hugmyndir um að Fyrirhufflið samein- ing sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva gæti, ef rétt er að málum staðið og vel tekst til, segir Asta MöIIer, orðið fyrirmynd annarra breytinga í heilbrigðis- bjónustunni. heilsugæslustöðvar og sjúkrahús sem eru í starfstengslum verði rek- in sem ein rekstrarleg eining. Meginmarkmið sameiningar verði að skapa möguleika á að mæta heilbrigðisþörfum samfélagsins á árangursríkari máta og að styrkja heilsugæsluna sem hornstein heil- brigðisþjónustu í landinu. Ef rétt er að staðið gefur sameining þess- ara tveggja þátta heilbrigðisþjón- ustu tækifæri á aukinni samhæf- ingu og auknum gæðum í heilbrigð- isþjónustu, þar sem hún er skoðuð sem ein heild. Til að sameiningin nái þeim markmiðum sem að er stefnt verður þó að gæta ákveðinna atriða. Ólíkar áherslur Rík hefð er fyrir því að þjónusta sjúkrahúsa annars vegar og heilsu- gæslu hins vegar séu faglega að- skildar. Hugmyndafræði og áhersl- ur í starfi þessara tveggja þátta heilbrigðisþjónustu eru ólíkar og byggir hvor um sig á sérhæfingu fagfólks. Má í því sambandi benda á að megináherslur í starfi hjúkrun- arfræðinga á heilsugæslustöðvum lúta að forvörnum og fyrirbyggj- andi starfi, en á sjúkrahúsum hjúkrun og aðhlynningu sjúkra. Því er samnýting á fagfólki milli þess- ara tveggja sviða ákveðnum tak- mörkunum háð og verða faglegar ástæður að liggja að baki. Sjúkrahúsþjónusta tekin fram yfir heilsugæslu Áhersla hefur verið lögð á að halda uppi sjúkrahúsþjónustu á landsbyggðinni af ýmsum ástæð- um. Sjúkrahúsþjónusta er talin veita meira öryggi en heilsugæsl- an (byggðasjónarmið); hún skap- ar fleiri atvinnutækifæri í byggð- arlaginu, sérstaklega fyrir ófag- lært fólk (atvinnusjónarmið) og hún nýtur víða meiri virðingar en þjónusta heilsugæslunnar. Hætta er á að framangreind sjónarmið leiði til þess að áhersla verði lögð á hlutverk sjúkrahússins í samein- aðri stofnun á kostnað heilsu- gæslunnar til að viðhalda óbreyttu ástandi. Uppsagnir fagfólks í heilsugæslu Á nokkrum stöðum hefur verið tekin ákvörðun um að segja hjúkr- unarforstjóra heilsugæslustöðvar Ásta Möller. DEMAN (AHÚSIÐ Okkat smíbi cHnn$ai cH-dtatncn jZokkai AJ œtu? ‘zf'lábœit vetd Kringlunni sími 588 9944 www.toyota.i 1 Perlunni ® TOYOTA Tákn um nýjan tíma UNDIR- FATALÍNA DataCand Plastkortaprentarar fyrir félaga- og viðskiptakort Gæðaprentun í lit Otto B.Arnar ehf. ÁRMÚLA 29 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 588 4699 • FAX.588 4696 Uið erum hér en ekkiþar Um helgina verða starfsmenn Toyota á tölvutæknisýningunni í Perlunni. Verslun og sýningarsalir Toyota við Nýbýlaveg í Kópavogi verða þess vegna lokuð. Verið velkomin í Toyotabásinn á tölvutækni- sýningunni eða heimsækið okkur á nýja Toyotavefnum: www.toyota.is Kringlunni S. 553 7355 upp og fyrirhugað að ráða hjúkrun- arforstjóra sjúkrahússins sem æðsta stjórnanda hjúkrunar á sam- einaðri stofnun. Þessi áform gefa hugmyndir um að sameiningin verði á forsendum sjúkrahússins umfram heilsugæslunnar. Mismunandi þjónustugjöld á sjúkrahúsum og heilsugæslu Þjónustugjöld á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum eru mismun- andi. Komugjald á heilsugæslustöð er t.d. aðeins brot af komugjaldi á sjúkrahús. Þjónustugjöld eru tekju- stofnar heilbrigðisstofnana og gætu orðið ákvarðandi þáttur um hvar þjónustan er veitt í samein- aðri stofnun, að óbreyttu. Hvernig á að standa að sameiningunni Af framangreindu er ljóst að Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga telur að markmiðum með sameiningunni verði einungis náð sé gripið til tiltekinna ráðstafana. Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga leggur í því sambandi áherslu á eftirfarandi: • Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið gefi skýrar línur um markmið og framkvæmd fyr- irhugaðrar sameiningar sjúkra- húsa og heilsugæslustöðva. • Sameiningin byggist á að mæta frumheilbrigðisþörfum samfélagsins. Skilgreint verði hvaða þjónustu heilbrigðisstofn- unin mun veita, skipulag hennar og stjórnun. Ákvörðun um hvern- ig brugðist er við t.d. í bráðatilvik- um, fæðingum og ýmsum sér- hæfðum tilvikum liggi fyrir. • Staðið verði þannig að breyt- ingunni að íbúar finni að hún bæti þjónustuna. • Þrátt fyrir breyttar áherslur í þjónustu stofnunarinnar þarf að standa vörð um ákveðna sérhæf- ingu sjúkrahúsþjónustu og heilsu- gæsluþjónustu. Tryggja þarf ákveðið faglegt sjálfstæði beggja eininga til að þróa þjónustuna. í hinni nýju heilbrigðisstofnun verði því tvær faglega jafngildar einingar, heilsugæslusvið annars vegar og sjúkrahússvið hins veg- ar. Skipurit tryggi jafnræði í tengslum fagaðila beggja sviða inn í stjórn stofnunar. • Stjórnskipulag stofnunar geri ráð fyrir að faglegur yfirmaður hjúkrunar verði starfandi á hvoru sviði fyrir sig. Þó verði ráðinn einn stjórnunarlegur yfirmaður hjúkrunar á stofnuninni (hjúkrun- arforstjóri), og er hugsanlegt að faglegur yfirmaður hjúkrunar á öðru sviðinu gegni jafnframt stöðu hjúkrunarforstjóra stofnun- arinnar. Stærð stofnunar ræður þar mestu um. Hæfnismat verði lagt til grundvallar ráðningu þessa æðsta yfirmanns í hjúkrun. Engum verði sagt upp vegna sam- einingar til að tryggja að mark- miðum með breytingunni verði náð. • Stjórnkerfisbreytingar vegna sameiningar tveggja stofnana taki jafnt til hjúkrunar- og lækn- ingaþáttar starfseminnar. • Endurskoðun fari fram á þjón- ustugjöldum. Fyrirhuguð sameining sjúkra- húsa og heilsugæslustöðva á landsbyggðinni gefur möguleika á ákveðinni framþróun í heilbrigð- isþjónustu, sem gæti orðið fyrir- mynd annarra breytinga í heil- brigðisþjónustu. Þvl er afar mikil- vægt að vandað sé til verka. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur heilbrigðisráðuneytið og stjórnir viðkomandi stofnana til að upplýsa starfsmenn nú þegar um fyrirhugaðar breytingar og hvernig áformað er að standa að þeim. Breytingar taka tíma, en einungis með góðum undirbún- ingi, skilgreindum markmiðum, nákvæmum áætlunum og sam- vinnu starfsmanna mun breyting- in ná þeim tilgangi sem lagt er upp með. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.