Morgunblaðið - 14.11.1997, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 45*?
I
í
I
I
I
I
3
HARRY KRISTJÁN
KJÆRNES TED
tHarry Kristján
Kjærnested fædd-
ist í Reylqavík 10.
ágúst 1926. Hann lést
á Landspítalanum 5.
nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar hans
voru Friðfinnur Árni
Kjærnested, f. 14.
október 1894, d. 7.
nóvember 1986, og
Annie Tall Kjærne-
sted, f. 15. mars 1896,
d. 12. janúar 1984.
Systkini hans voru
Svavar Kjærnested, f.
9. febrúar 1920;
Kristín Lilly Kjærnested, f. 24.
desember 1928, d. 26. október
1996; Sessiiía Ada Kjærnested, f.
24. júm' 1931; Elísa Jóhanna Edna
Kjærnested, f. 20. júlí 1938.
Hinn 15. mars 1958 kvæntist
Harry Döggu Lis Wessman
Kjærnested, f. 2. janúar 1938.
Foreldrar hennar voru Elof Arvid
Wessman, f. 12. nóvember 1907,
d. 3. september 1980, og Guðríður
Dagný Wessman, f. 19. febrúar
1913, d. 30. mars 1995. Þau Harry
og Dagga bjuggu fyrst í Reykja-
vík en fluttust árið
1965 til Keflavíkur.
Börn Harrys og
Döggu eru: Orn, f.
20. febrúar 1956,
fyrri maki Árný
Mattíasdóttir, f. 25.
október 1958, d. 15.
janúar 1986, seinni
maki Guðbjörg Elsie
Einarsdóttir, f. 18.
mars 1957. Harry, f.
4. september 1958,
maki Júlía Rós
Guðmundsdóttir, f.
16. desember 1957.
Dagný Ada, f. 3.
janúar 1962, maki Emil Ásólfur
Hermannsson, f. 19. júlí 1961.
Anna Maríe, f. 11. nóvember
1965, maki Ólafúr Jóhann
Harðarson, f. 11. febrúar 1965.
Árni, f. 15. ágúst 1978. Barna-
börnin eru ellefu.
Harry var matreiðsiumeistari
frá Iðnskólanum í Reykjavík.
Vann hann lengst af í Flugeldhúsi
Flugleiða.
Utför Harrys fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
3
I
■
i
3;
5
!
f
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku pabbi, þegar við hugsum til
baka er það fyrsta sem við minnumst
hlýleiki þinn og ástúð í okkar garð.
Oft kepptum við systurnar um það
hvor yrði fyn-i til þess að ná besta
sætinu á bænum, en það var í faðmi
þínum. En auðvitað breiddir þú hann
út þannig að við gátum báðar verið
sáttar. Gleði og kátína voru ríkjandi í
fari þínu, lítið þurfti til þess að gleðja
þig, stutt búðarferð eða göngutúr
um bæinn. í gönguferðum okkar
ásamt einum af þínum besta vini,
Snúlla, talaðii- þú mikið um fegurð
náttúrunnar. Þannig kenndir þú
okkur að fara hægt um og virða fyrir
okkur fegurðina í kring.
Á sumrin þegar legið var í sólinni
komst þú og Snúlli við á öllum
stöðum, stoppaðir stutt en komst því
oftar við. Oll ferðalögin sem farin
voru utanlands, og seinni árin
veiðiferðirnar innanlands, eru okkur
dýrmætar minningar. Margar
ferðirnar voru farnar á Seltjörn, sem
var þinn sælureitur, þú varst alltaf
jafn glaður þegar farið var að veiða
alveg sama hvort veitt var eða ekki.
Að vera innan um fjölskylduna og úti
í náttúrunni var þín mesta gleði. Vin-
ir okkar voru einnig vinir þínir, sér-
staklega er Árna minnisstætt þegar
einn af vinum hans vantaði
húsaskjól, þá tókst þú honum sem
einum úr fjölskyldunni.
Eftir hjartaaðgerðina þína vorum
við oft hrædd um þig en aldrei
kvartaðir þú eða hlífðir þér við vinnu.
En ekki hvarflaði að okkur að
krabbamein myndi verða þinn vá-
gestur. Á afmælisdegi þínum, 10.
úgúst, lagðist þú inn á spítala og
héldum við að meinið yrði tekið og þú
yrðir heill aftur. En raunin varð önn-
ur, eftii- harða en stutta baráttu
fékkst þú að hvíla þig. Okkur er
minnisstæðast frá sjúkdómslegu
þinni kjai-kur þinn. Það varst þú sem
styrktir okkur, klappaðir okkur og
stríddir til þess að fá okkur til þess
að brosa. Þú vissir betur en við,
kvaddir okkur með faðmlagi og tjáðir
okkur ást þína. Minntir okkur á hvað
þú værir ríkur að eiga okkur að.
Elsku pabbi, við kveðjum þig með
söknuði.
Við viljum koma fram sérstöku
þakklæti til starfsfólks deildar llg á
Landspítalanum, fyrir alla þá ástúð
og umhyggju sem þið sýnduð bæði
pabba og okkur á meðan á hans veik-
indum stóð; Jonna, Unu og börnum
fyrir allar góðu stundirnar sem þið
veittuð pabba við Seltjörn.
Elsku mamma, þú ert búin að
standa eins og hetja við hlið pabba í
veikindum hans. Megi góður guð
styrkja þig og styðja í missi þínum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hþ'óta skalt.
(V. Briem.)
Dagný, Anna og Árni.
Þegar við minnumst afa þá mun-
um við hvað við gerðum margt
skemmtilegt með honum. Við fórum
í ferðalög og mjög oft að veiða með
afa. Afi eldaði góðan mat og hafði
gaman af að bjóða okkur í mat.
Alltaf þegar afi kom hélt Emil að
afi væri að sækja hann í göngutúra.
Afi átti hund sem var með honum úti
um allt. Afi hafði alltaf eitthvað að
gera og hann var alltaf í góðu skapi.
Við munum sakna hans mjög mikið.
Ég hefi þekkt marga háa sál,
ég hefi lært bækur og tungumál
og setið við lista lindir.
En enginn kenndi mér eins og þú
hið eilífa og stóra, kraft og trú,
né gaf mér svo guðlegar myndir.
(M. Jochumsson.)
Unnar Örn, Hjördfs
og Emil Orn.
Elskulegi Harry bróðfr.
Nú er stundin komin sem við
höfðum svo oft diskúterað, já þessi
stóra stund að kveðja þennan heim.
Þú sagðir alltaf: Það kemur maður í
manns stað, en enginn kemur í þinn
stað.
Mér er minnisstæðast þegar þú
varst í læri hjá Ragnari Gunnlaugs-
syni á Hressingarskálanum, þá
kallaðir þú mig alltaf litlu systir þína
og reyndar gerðir þú þetta að gælu-
nafni mínu til endaloka. Við áttum
svo margar ánægjustundir saman,
sérstaklega eru minnisstæðar
veiðiferðirnar út að Seltjörn, það var
tjömin þín. Þar áttfr þú yndislega
vini sem sjá um staðinn. Þau fognuðu
þér svo innilega, kveðjan þeirra brást
aldrei, „vertu velkominn, Harry
minn“. Þetta var þín paradís á jörð
og við bæjardyrnar þínar.
Ég held að allir sem kynntust þér
séu mér sammála um að nú sé far-
inn góður maður sem vildi öllum
vel. Það var dásamlegt að kveðja
þig sáttan við þennan heim. Fyrst
var baráttan þín hörð, þú ætlaðir að
berjast við þennan vágest krabba-
meinið. Mig langar að þakka mág-
konu minni Döggu Lis, sem studdi
þig eins og hetja. Góður Guð, viltu
styðja Döggu og fjölskyldu, þau
hafa misst svo góðan föður og afa.
Ég á ekkert nema góðar minningar
þegar ég hugsa til þín, vinur.
Mig langar til þess að þakka
starfsfólki deildar Ug á Landspítal-
anum fyrir góða hjúknm, einnig
Svölu og Magga Daða, eins og hann
kallaði þau, sem bestu vinum þeirra
hjóna. Megi góður Guð geyma þig og
umvefja þig. Ég þakka fyrir allt.
Kveðjan okkar var alltaf „sjáumst
fljótt“.
Þín systir,
Elísa.
í dag verðm- til moldar borinn
faðir minn Harry Kjærnested. Það
verður einkennilegt að sjá hann ekki
á gangi um götur Keflavíkur með
hundinn sinn Snúlla. Pabbi hafði ætíð
verið mikill dýravinm- en hundurinn
Snúlli vai- honum sérstaklega kær.
Stundum hafði maður það á tilfinn-
ingunni að þeir skildu hvor annan
eins og hverjar aðrar manneskjur.
Ég man eftir mér fyrst á Kárastíg
13 í Reykjavík. Þá vann pabbi hjá
Loftleiðum, fyrst á Reykjavíkurflug-
velli, síðan í Oddfellowhúsiu og að
síðustu á Keflavíkurflugvelli.
Fljótlega eftir að Loftleiðir fluttu
suður með sjó fluttumst við í Grænás
3. Þar bjuggu íslenskir starfsmenn
sem unnu inni á varnarsvæðinu.
Þarna stofnaði pabbi fyrstu og
einu skógræktina sem var innan
varnarsvæðisins. Naut hann hjálpar
frá ýmsum aðilum sem voru mjög
hrifnir af framtaki hans. En pabbi
var alinn upp á Baugsveginum í
Reykjavík þar sem afi Kjærnested
var með stóran blóma- og matjurtag-
arð. Pabbi átti margar góðar stundir
þar þó svo að hann væri fluttur úr
fóðurhúsunum. Sem mat-
reiðslumaður úrbeinaði pabbi oft og
iðulega kjöt fyrir kunningja sína og
þáði aldrei borgun fyrir. Þess í stað
var fólk að færa honum plöntur sem
hann notaði síðan í garðinn sinn í
Grænási.
Þegar ég var unglingur fór ég svo
að vinna hjá Loftleiðum og unnum
við pabbi oft saman þai’. Þótti mér
sem unglingi hábölvað að vinna með
honum því hann vann alltaf meira en
honum bai’ skylda til. Nú, það
ætlaðist hann til að ég gerði líka.
Sem sautján ára unglingur hafði
maður lítinn áhuga á að vera að
leggja sig meira fram en maður
þurfti. En fljótlega sá ég að þetta var
eitt besta veganesti sem hann gat
gefið mér.
Síðari árin hafði pabbi mjög gam-
an af því að veiða. Hann fór oft og
iðulega inn á Seltjöm með
barnabörnunum sínum eða systur
sinni Lísu. Þarna gat hann átt
ógleymanlegar stundir. Ég sé hann
fyrir mér þarna sitjandi á steini og
tottandi vindil og með veiðistöng í
hendinni. Einnig var hann mikið á
labbinu í Keflavík og hittumst við oft
þar sem þeir voru á gangi saman,
hann og Snúlli. Eftir að pabbi veikt-
ist af krabbameininu mátti sjá að
hundurinn passaði hann vel. En mig
grunar að pabbi hafi leynt veikindum
sínum fyrir okkur um langt skeið.
Svo í ágúst byrjaði að síga á
ógæfuhliðina. Hann var lagður inn á
spítala og þar var allt reynt en allt
kom fyrir eklri. Síðan á morgni
miðvikudagsins 5. nóvember var mér
tilkynnt að faðir minn hefði látist á
Landspítalanum í Reykjavík. Þar féll
góður maður og veit ég að hann er
búinn að koma sér fyrir á æðri stað
því hann átti alltaf gott með að sam-
lagast fólki. Þar hefur hann endur-
heimt fyrri þrótt og heilsu.
Því vil ég, kona og börn mín,
þakka þér fyrir þær stundfr sem Guð
gaf okkur saman. Far þú í friði elsku
pabbi, tengdafaðir og afi. Guð geymi
þig.
Orn Kjærnested.
Kæri Harry, við starfsfólkið í flug-
eldhúsi Flugleiða á Keflavíkurflug-
velli viljum þakka þér samvinnuna
og samveruna. Þín létta lund og
sindrandi kímnigáfa var svo smit-
andi að vinnan varð mun skemmti-
legri því allfr voru í góðu skapi. Nú
þegar þú ert hættur að hræra í pott-
um og lagður í þína hinstu fór,
biðjum við þér Guðs blessunar.
Konu þinni, börnum og öðrum ná-
komnum vottum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Starfsfólk flugeldhúss
Flugleiða.
KRISTÍN
GUÐMUNDSDÓTTIR
tKristín Guð-
mundsdóttir
fæddist á Skiphyl í
Hraunhreppi í
Mýrasýslu hinn 19.
desember 1916. Hún
lést ú Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 9.
nóvember
sfðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Krist-
jana Jóhannsdóttir og
Guðmundur Jónsson,
bóndi þar. Systkini
Kristínar eru Elísa-
bet, sem enn býr á
Skiphyl, Guðbjörg,
látin, Borghildur, Jón, látinn,
bóndi á Skiphyl. Kristín var
næstyngst þeirra systkina. Ekkert
þeirra systkina giftist eða átti af-
komendur, nema Guðbjörg, sem
eignaðist soninn Guðmund
Þorgilsson, sem nú býr á Skiphyl
ásamt konu og börnum.
Kristín fékk sína
barnaskólamenntun f farskóla að
þeirra tíma hætti, en stundaði
sfðan nám f Héraðsskólanum f
Reykholti í tvo vetur árið
1935-37. Eftir skólagöngu fór hún
að vinna fyrir sér. Fór í kaupa-
vinnu á sumrin en þénaði f Reykja-
vík á veturna. Eftir nokkur ár fór
hún að starfa við sauma í verk-
smiðjunni Magna. Enn sfðar réðst
hún sem verkstjóri í Vinnufata-
gerð íslands og starfaði þar óslitið
Hún elsku Stína mín er dáin.
Hvemig má það vera? Hún sem var
svo full af lífskrafti og starfsorku um
miðjan október sl. þegar ég kom í
heimsókn. Ég var búin að koma
mörgum sinnum en aldrei var Stína
heima, svo ég reyndi að koma í há-
deginu. Hún var heima. Var að taka
saman muni í kassa fyrir næsta bazar
hjá Borgffrðingafélaginu. Á borðinu
laus blöð og bækur og ofan á öllu
saman auglýsingapésar um tölvur.
Jú, hún ætlaði að kaupa sér tölvu.
Hún vai’ á kafi í ættfræðigrúski og þá
var þægilegt að hafa tölvu við hönd-
ina heima hjá sér, til að halda utan
um allt saman. Ég varð ekkert hissa
þótt hún, 80 ára gömul, keypti sér
tölvu. Eiginlega meiri hissa á því að
hún skyldi ekki vera fyrir löngu búin
að kaupa hana.
Tölvan var komin heim, en Stína
fékk lítið að hafa gaman af henni.
Lífskertið hjá henni var að brenna
upp. Allt í einu var heilsan búin. Á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur lá hún
síðustu dagana, þar til lífsloginn
slokknaði og hún sofnaði svefninum
langa.
Eg hef alltaf þekkt Stínu. Hún og
systur hennai’ voru heimilisvinir for-
eldra minna. Þegar ég, 21 árs gömul,
sem verkstjóri þar til
verksmiðjan var lögð
niður. Flutti hún þá
ásamt öðru
starfsfólki í verk-
smiðjuna Max og var
þar í hlutastarfi þar
til hún fór á eftirlaun.
Kristín vann mikið
að félagsmálum.
Starfaði í Borg-
firðingafélaginu, sér-
staklega kvemia-
deildinni sem var sér-
deild innan Borg-
firðingafélagsins.
Einnig vann hún
mikið starf í Sögufélaginu við
æviskrár Borgfirðinga, sem sér
um útgáfu á Borgfirskum ævi-
skrám, en þegar eru komnar út 10
bækur. í Ættfræðifélagi íslands
vann hún ásamt öðrum mikið starf
í sjálfboðavinnu við að skrifa upp
úr manntölum frá árinu 1910.
Einnig starfaði hún í Kvenfélagi
Hallgrímssóknar. Kristín var
nqög fróðleiksfús, las mikið og
átti gott bókasafn. Hafði hún í
mörg ár fylgst með fyrirlestrum í
Háskólanum f fslenskum
fornbókmcnntum. Einnig hafði
hún gaman af frístundamálun, v'
bókbandi og handavinnu ýmiss
konar.
Útför Kristínar Guðmundsdótt-
ur fer fram frá Ökrum á Mýrum (
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
nýkomin heim eftir skólavist í
Svíþjóð, ákvað að flytja að heiman,
voru foreldrar mínir eldd sáttir við þá
ákvörðun mína. En á endanum fékk
ég að flylja til Stínu, sem hafði her-
bergi til leigu í leiguíbúð sinni í Hellu-
sundi3. r*
Það var gott að búa hjá Stínu. Hún
kenndi mér að leigja með öðrum. Við
vorum miklar vinkonur, báðar nátt-
hrafnar og sátum oft lengi firam eftir
og spjölluðum.
Húsreglumar voru: Aldrei að skilja
eftir óuppvaskað í eldhúsinu og sam-
eiginlegt húsrými þrifum við sitt
hvora vikuna. Fleiri voru reglumar
ekki á því heimili. Þegar Stína keypti
sér íbúð á Leifsgötu 7 flutti ég bara
með. Það var ekki fyrr en ég flutti
upp á Akranes að Stína losnaði við
mig.
En við héldum áfram vinskapnum.
Fórum stundum í leikhús saman og
ferðalög. Það var alltaf ánægjulegt að
vera í návist hennar, manni leið veL
Hún var hrein og bein, jákvæð og*1
víðsýn í hugsun og gerðum, fróð og
skemmtileg.
Ég sakna hennar, þakka henni
samfylgdina, hjálpsemina og vináttt
una í gegnum árin.
Hjördís Þorleifsdóttir.
Skilafrestur minningargreina
Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef út-
fór er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og
þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fostudag. í miðviku-
dags-, fimmtudags-, fóstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast
fyrii’ hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi
+
Innilegar þakkir fyrir hlýhug, vináttu og hlut-
tekningu við fráfall móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
MARGRÉTARJÓHANNESDÓTTUR,
Lyngholti.
Sérstakar þakkir til Heilsugæzlunnar og allra
þeirra, er gerðu henni kleift að lifa sjálfstæðu
Iffi í Lyngholti eins lengi og unnt var.
Starfsfólki Sjúkrahúss Hvammstanga, þökkum við góða umönnun og
alla velvild við okkur aðstandendur.
Ragnheiður Björnsdóttir,
María Björnsdóttir,
Sævar J. Straumland,
Margrét Birna Hannesdóttir,
Herdís Hannesdóttir,
Hannes G. Jónsson,
Haukur Hannesson,
Inga Lára Hansdóttir,
Guðný Hannesdóttir,
Gréta Hauksdóttir,
önnur barnabörn og langömmubörn.