Morgunblaðið - 14.11.1997, Page 48

Morgunblaðið - 14.11.1997, Page 48
-%8 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ KRISTJÁN * SIG URÐSSON + Kristján Stefán Sigurðsson fæddist í Hælavík á Hornströndum 14. nóvember 1924. Hann lést á Land- spítalanum í Reykja- vík 9. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru þau Sig- urður Sigurðsson (f. 28. mars 1892, d. 9. ___maí 1968), fæddur á Læk í Aðalvík, síðar bóndi í Hælavík og símstöðvarstjóri á Hesteyri. Kona Sig- urðar var Stefanía Guðnadóttir (f. 22. júní 1897, d. 17. nóv. 1973), fædd í Hælavík. Börn Sigurðar og Stefaníu voru 13, en eftirtalin eru látin; Jakob- ína, f. 1918, Sigurður Kristinn, f. 1923, dó 11 ára. Ingólfur Mar- teinn, f. 1926, Baldvin Lúðvík, f. 1928, Guðmundur Jóhann, f.1929, Guðni Kjartans, f. 1931, lést fjögurra ára. Eftirlifandi eru; Sigurborg Rakel, f. 1919, Ólafía Asdís, f. 1920, Sigríður >Stefanía, f. 1922, Guðrún Rósa, f. 1930, Friða Áslaug, f. 1940, Guðný Sigrún, f. 1945. Kristján kvæntist 20. apríl 1950. Eftirlifandi kona hans er Valgerður Guðrún, fædd 20. apríl 1929. Valgerður er dóttir Hall- dórs Arnasonar, bónda í Garði í Mývatnssveit, og konu hans, Sig- ríðar Jónsdóttur, en bæði eru látin. Kristján og Valgerður eign- uðust fimm börn, sem eru: 1) Hildur, (jósmóðir, f. 1950, gift Ingibirni Hafsteinssyni kaup- manni. Þau eiga fjögur börn á Iífi og eitt bamabarn. Tvö bama þeirra em látin. 2) Halldór, verk- fræðingur, _ f. 1952, kvæntur Jennýju Ágústsdóttur, tann- lækni. Þau eiga tvær dætur. 3) Sigurður, bamalæknir, f. 1955, kvæntur Guðríði Onnu Daníels- dóttur, tannlækni, þau eiga þnú böm. 4) Hjalti, heim- ilislæknir, f. 1958, kvæntur Veru Björk Einarsdóttur, hjúkr- unarfræðingi. Þau eiga þijú börn á lífi, en eitt barna þeirra er látið. 5) Guðrún Þura, sjúkraþjálfari og nuddari, f. 1966. Guðrún á eina dótt- ur. Kristján lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla ísafjarðar. Hann las svo samfara vinnu utanskóla við mála- deild Menntaskólans í Reykjavík og varð stúdent þaðan árið 1946. Hann lagði eftir það stund á læknisfræði við Háskóla Islands og lauk þaðan læknaprófi árið 1954 og hlaut almennt lækninga- leyfi árið 1956. Frá 1956-1958 var hann læknir á Hvammstanga (6 mán.) og í Blönduóshéraði. Kristján hélt síðan til Svíþjóðar og stundaði framhaldsnám í skurðlækningum árin 1958 til 1961. Eftir heimkomu varð hann héraðslæknir í Patreksfjarðar- héraði frá 1961-1966, en þá var einungis einn læknir þar. Hann starfaði síðan við Landspítalann árin 1966-71, lengst af við hand- lækningadeild spítalans. Árið 1971 var hann ráðinn yfirlæknir við Sjúkrahúsið í Keflavík og starfaði þar, þangað til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1992. Kristján var alla sína starfs- ævi virkur félagi í Lionshreyf- ingunni. Hann hafði yndi af söng og var einn af stofnendum Karlakórs Patreksfjarðar. Einn- ig var hann um langt skeið fé- lagi í Stangaveiðifélagi Kefla- víkur. Útför Kristjáns fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. „Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hoil- ara úngum börnum en að missa föð- ur sinn.“ (Brekkukotsannáll - H.K. Laxness.) Mér hefur oft dottið þessi setning í hug, með tilheyrandi útfærslum, eft- ir að ég missti son minn fyrir fímm ^Jrum. Eg mæli ekki með aðferðinni ^n dauðinn er ekki alvondur. Faðir minn var til staðar fyrir mig á mjög mikilvægan hátt þá og ég bað hann að vera það í nokkur ár, á meðan verstu sárin greru. Heilsa hans var þá byijuð að gefa sig. Hann grét með mér og sagði mér frá missi bróður síns, sem dó ungur. Enginn sagði hon- um frá því, en pabbi var þá fjarri heimilinu. Þegar hann kom heim eftir 2-3 mánuði mátti ekki tala um atvik- ið. Þannig var lífsbaráttan þá og hefur örugglega mótað persónuleika pabba. Þegar kom að honum sjálfum umb- ar hann nánast hvað sem var, en út á við gaf hann allt, sem hann átti. Þegar að kveldi kom var þrekið gjam- an búið og ég lofaði mér því, að ég •^myndi ekki vanrækja sjálfan mig jafn- illa, þegar ég yrði læknir. Virðingin hefur þó verið svo mikil að mér hefur ekki alltaf tekist að leiðrétta fyrir- myndina, í sjálfum mér. Hitt kenndi hann mér vel, að vera nákvæmur og ábyrgur gagnvart sjúklingum og hlýr var hann. Það urðu mér talsverð von- brigði þegar ég komst að því, að marg- ir læknar voru ekki eins og hann, ég skil betur í dag, að líklega er það of dýru verði keypt. Pabbi dó útslitinn, um aldur fram, miðað við það sem viðgengst í dag og mun verða í fram- tíðinni. Hann stóð vakt einn, alla daga, *ram saman. Hann var ekki að sækj- ast eftir peningum, það nýttu sér margir, aðrir voru honum þakklátir. Það hefur alla tíð verið mér til framdráttar að vera „sonur Kristjáns læknis" og verður það áfram. Slík var virðing hans. Hann missté sig eins og aðrir, en það var erfitt að fyrirgefa honum ekki. Hann ætlaðist •**ekki til þess. Þegar ég hugsa til baka sé ég fyrir mér söngelskan mann, stutt í brosið og veiðistöngina. Ég leið með honum síðustu tvö árin þegar ég sá, að jafnvel veiðiskapurinn var erfiður. Þess vegna ætia ég að telja mér trú um, að það hafi verið honum fyrir bestu að fá að veiða „hinum megin“. Ég hef áhyggjur af mömmu sem sit- ur eftir, mikið veik, en með ótrúlegan lífskraft. Hún segir, í stíl við pabba, að ég þurfí ekki að hafa áhyggjur. Ég vona,a að það sé rétt, elsku mamma. Ég ætla að fylgjast vel með þér, ég veit, að pabbi hefði viljað það. Guð blessi okkur öll. Hjalti Kristjánsson, læknir. Sú mynd sem kemur fyrst upp í hugann þegar við hugsum til afa er brosandi maður með húfu og í íþrótt- askóm. Við munum svo vel eftir hon- um í forstofunni á Otrateigi nýkomn- um úr göngutúr, brosandi og með ijóðar kinnar. Hann hafði fallegt og smitandi bros. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til Keflavíkur þegar þau amma bjuggu þar. Afa þótti gaman að spila og þegar við komum í heimsókn var oft glatt á hjalla og mikið spilað. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vðm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S.E.) Elsku amma, við samhryggjumst þér því við vitum hvað þér þykir vænt um afa eins og okkur öllum. Afi Kristján var góður maður, hress og skemmtilegur. Okkur þótti mjög vænt um hann og munum sakna hans sárt. Valgerður Guðrún og Guðný Hulda. Elsku afi. Það er erfitt að skilja að ég geti aldrei talað við þig aftur. Þegar pabbi sagði mér að þú værir dáinn fór ég að skoða myndabókina frá því að við fórum með ykkur MINNINGAR ömmu í sumarbústað í Danmörku. Mig langaði svo mikið til að skoða myndimar því það var svo gaman að vera með ykkur ömmu. Mamma segir að þú sért núna kominn til himna og sért hjá pabba þínum og mömmu og Mosa, kisanum okkar, sem dó í sumar. Viltu passa pabba og mömmu, Valgerði systur mína, mig og ömmu Valgerði, svo ekkert komi fyrir okkur? Bless, elsku afi minn. Guðrún Helga Halldórsdóttir. Kristján Sigurðsson læknir er lát- inn. Þar er fallið í valinn mikið val- menni sem ekki mátti aumt sjá. Læknir af gamla skólanum. Ég segi af gamla skólanum vegna þess að hann spurði ekki um tíma eða pen- inga þegar lækna þurfti sjúka eða sinna þeim sem minni voru máttar. Þetta er okkur hollt að hafa í huga nú þegar umræður í dag snúast ekki um sjúklinga heldur peninga. Kristján var vel menntaður og glöggur skurðlæknir og farsæll í því starfi. Þá var hann líka fljótur að greina sjúkdóma sem kom sér vel þar sem fáa lækna var oft að fá úti í héruðum þar sem Kristján starfaði um skeið. Það er víst óhætt að segja að Kristján hafi ekki fæðst með silfur- skeið í munninum og varð hann því að hafa mikið fyrir menntun sinni. Hann sat ekki alltaf á skólabekk við nám sitt en gáfur hans og dugnaður fleyttu honum vel áfram. Með sinni léttu lund hafði hann góð áhrif á samstarfsmenn sína og samferðamenn. Sjúklingar sem og starfsmenn Sjúkrahúss Suðurnesja, sem áður hét Sjúkrahús Keflavíkur- læknishéraðs, sakna blístursins en Kristján hafði þann sið að flauta lágt létt lag þegar hann gekk stofugang á morgnana. Kristján Sigurðsson var ráðinn yfirlæknir við Sjúkrahúsið í Keflavík í byijun árs 1971. Hófst þá samstarf okkar og var það óslitið þar til ég lét af störfum sem framkvæmda- stjóri sjúkrahússins 1986. Með starfi sínu hefur Kristján markað djúp spor í málefnum Suðurnesja og verður hans minnst í sögunni. Óhætt er að segja að nýtt líf hafi færst í starfsemi sjúkrahússins við ráðningu Kristjáns. Þjónusta við okk- ur Suðurnesjamenn var aukin á ýms- um sviðum. Sjúkrarými var fljótlega fullnýtt. Sérfræðiþjónusta var aukin til muna og heilsugæslustöð komið á fót. Kristján hafði lag á að fá til liðs við sig marga vel menntaða sér- fræðinga. Hann átti mikinn þátt í gerð áætlunar um uppbyggingu sjúk- rastofnana á Suðurnesjum en gert er ráð fyrir um 120 rúma sjúkrahúsi og heilsugæslustöð sem þjóna mun Suðurnesjamönnum í framtíðinni. Nokkuð hefur miðað áfram en þó vantar nokkuð á að markmiði okkar hafi verið náð. Málefni sjúkrahússins voru Krist- jáni mjög hugleikin sem og önnur mál sem lutu að því að hjúkra fólki og lina þjáningar þess. Að gera fólki lífið bærilegra var hans hjartans mál. Það var alltaf mjög þægilegt að vera samvistum við Kristján. Hann var léttur í lund og viðræðugóður. Tryggur var hann vinum sínum og réttsýnn. Við Þorbjörg kona mín og fjölskylda okkar teljum okkur til vina Kristjáns og konu hans Valgerðar Halldórsdóttur og fjölskyldu þeirra. Valgerður, sem ætíð stóð sem klettur við hlið hans, var í fararbroddi í baráttunni fyrir framförum á sviði heilbrigðismála á Suðurnesjum en Valgerður var fyrsti formaður Styrktarfélags Sjúkrahúss Keflavík- urlæknishéraðs. Við fráfall þessa merka manns viljum við Þorbjörg og fjölskylda okkar þakka fyrir samveruna, um leið vottum við Valgerði og fjölskyldu innilega samúð okkar. Eyjólfur Eysteinsson. Kveðja frá Styrktarfélagi Sjúkrahúss Suðurnesja Kristján Sigurðsson yfirlæknir var einn af forvígismönnum að stofnun Styrtarfélags Sjúkrahúss Keflavík- urlæknishéraðs, nú Styrktarfélags Sjúkrahúss Suðurnesja. Tilgangur félagsins var og er að beita sér fyrir framgangi heilbrigðismála á Suður- nesjum. Kristján var einn af áhrifameiri félögum okkar og beitti hann sér ósleitilega fyrir framförum í heil- brigðismálum á Suðurnesjum. Hon- um var sérstaklega hugleikin upp- bygging Sjúkrahúss Suðumesja og átti hann stóran þátt í þeim áföngum sem þegar hafa náðst. Fyrir þetta allt viljum við félagar hans í Styrkt- arfélagi Sjúkrahúss Suðurnesja þakka um leið og við vottum Val- gerði Halldórsdóttur, konu hans, fyrsta formanni félagsins, og fjöl- skyldu hans innilega samúð okkar. F.h. Stjórnar Styrktarfélags Sjúkrahúss Suðurnesja, Þorbjörg Pálsdóttir form. í dag er til moldar borinn Kristján Sigurðsson, fyrrverandi yfirlæknir Sjúkrahúss Keflavíkur, en hann lést á Landspítalanum 9. nóvember sl. eftir stutta en erfiða sjúkdómsbar- áttu. Með Kristjáni er fallinn í valinn mikill drengskaparmaður og vel met- inn læknir, sem ávann sér traust og virðingu sjúklinga sinna. Ég kynntist Kristjáni fyrst árið 1958, þegar ég sem ungur lækna- nemi steig mín fyrstu spor á sjúkra- húsi. Kristján var þá kandídat á Landspítalanum ásamt öðrum góðum lækni, Ólafi heitnum Jenssyni. Ég man vel eftir þessum fyrstu kynnum mínum af Kristjáni. Hann tók á móti mér með sinni léttu lund og hressandi kímni. Óttinn og kvíð- inn, sem fylgdu manni á þessum fyrsta „spítaladegi", hvarf eins og dögg fyrir sólu í návist Kristjáns. Síðan skildu leiðir smám saman og liðu nú nokkuð mörg ár þar til leiðir okkar Kristjáns lágu aftur saman. Þá var undirritaður nýkominn heim frá sérnámi erlendis og hugðist setja upg lækningastofu hér í Reykjavík. Ég frétti að laus væri stofa í Dom- us Medica í eigu Kristjáns. Festi ég síðan kaup á þessari stofu Kristjáns og gengu þau viðskipti okkar bæði fljótt og vel. Aftur skildu Ieiðir, en árið 1980 tókust með okkur enn nánari og varanlegri kynni, en þetta ár felldu þau hugi saman, Guðríður Anna dótt- ir okkar hjóna og Sigurður sonur þeirra Kristjáns og Valgerðar. Kristján var farsæll í starfi og vel liðinn af samstarfsfólki og sjúkling- um, enda maðurinn hið mesta ljúf- menni. Hann hafði góða kímnigáfu og ætíð var stutt í brosið. Hann var léttur í lund og oft hrókur alls fagn- aðar. Ég kveð Kristján með söknuði. Við hjónin sendum Valgerði, börnum þeirra og fjölskyldu allri innilegustu samúðarkveðjur. Gerður og Daníel. Einn af öðrum kveðja vinir og samferðamenn. Það hefur víst alltaf verið svo og verður áfram. Kristján Sigurðsson Iæknir kvaddi þennan heim 9. nóv. sl. 73 ára. Traustur og góður félagi er geng- inn og í hug koma atvik liðinna ára. Það er komið hátt á fjórða áratug síðan kynni okkar hófust. Kristján flutti til Patreksfjarðar með fjöl- skyldu sinni og tók við héraðsiæknis- embætti. Við hjónin höfðum þá búið þar fáein ár og í minn hlut hafði fallið að aðstoða fyrrverandi héraðs- lækna við sjúkraflutninga o.fl. og hélst það áfram, því urðu kynni okk- ar Kristjáns nánari en ella. Aðstæður voru öðruvísi þá, en eru í dag. Landslagið að vísu það sama, misbratt en næstum hvergi flatt, en vegslóðar voru niðurgrafnir ýturuðn- ingar, oft illfærir. Þegar snór teppti, var næstum ógjörningur að halda vegum þessum opnum, það varð að bíða að sá tæki burt er sendi. En sjúkir gátu ekki beðið, og margar ferðir voru brösóttar, er þurfti að vifya eða flytja sjúklinga. Á þeim árum var hópur þýskra og breskra togara úti fyrir Vestfjörð- um. Þeir leituðu ávallt til Patreks- fjarðar er þeir þurftu á læknishjálp að halda, sem var æði oft. Vinnudagur var því oft langur og tilfelli erfið, en blessunarlega vel tókst Kristjáni að inna af hendi störf sín og sýndi bæði færni og áræði. Að lýsa Kristjáni, þá var hann meðalmaður á hæð, grannur, léttur á fæti, sterkur og röskur til allra verka. Hafði næmt auga fyrir því skemmtilega í tilverunni. Félagslynd- ur, hafði yndi af tónlist og hafði söngrödd góða. Söng í kirkjukórnum á Patreksfirði og þá starfandi karla- kór. Var Lionsfélagi, spilaði brids og renndi fyrir silung. Stundir til slíkrar tómstundaiðju og afslöppunar voru að vísu alltof fáar, en góðar þá gáf- ust. Og Kristján var alltaf sami góði félaginn, fús að leysa hvers manns vanda og bera samferðahópnum birtu, gleði og glettni. Við Anna vottum Valgerði, börn- um þeirra og fjölskyldum innilega samúð. Tómas Guðmundsson, fyrrv. sóknarprestur á Patreksfirði. Kristján vinur minn er farinn, laus við þjáningar sjúkdóms síns hér á jörðu. Fyrstu kynni okkar urðu er hann tók við Sjúkrahúsinu á Patreks- firði og þau hjón fluttu til staðarins. Þá var ég einn af rafvirkjum plássins og var þeim Valgerði og Kristjáni innan handar við eitt og annað er varðaði fag mitt. Ég þarf ekki að hafa mörg orð um samskipti okkar og fjölskyldu hans þessi liðnu ár. Þau voru á einn veg byggð á virðingu, vináttu og kærleika. Hann var og eftirlifandi kona hans mínir bestu vinir. Ég bið góðan Guð að fylgja honum til ljóssins og gefa eftirlifandi konu hans og fjölskyldu styrk í sorg þeirra. Sigurður Magnússon. Kristján Sigurðsson, fyrrverandi yfirlæknir Sjúkrahúss Keflavíkur- læknishéraðs (nú Sjúkrahús Suður- nesja), andaðist í Reykjavík 9. þ.m. eftir erfiða sjúkdómslegu. Kristján fæddist í Hælavík á Horn- ströndum. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946 og lauk læknisprófí 1954. Hann varð sérfræðingur í skurðlækningum 1954. Kristján starfaði á ýmsum stöðum innanlands og í Svíþjóð uns hann var ráðinn yfirlæknir Sjúkra- húss Keflavíkurlæknishéraðs í árs- byijun 1971 og starfaði sem slíkur til 1. maí 1992 er hann Iét af störfum enda að verða 68 ára gamall. Ég kynntist Kristjáni fyrst er ég starfaði á ísafirði, en þá vantaði afleysingalækni við sjúkrahúsið þar, sem oft kom fyrir á þeim árum. Ekki gekk vel að útvega húsnæði fyrir þau hjón, en að lokum tókst að bjarga því m.a. vegna þess að þau voru ekki kröfuhörð. Síðar í ársbyij- un 1971 var ég kominn til starfa til Keflavíkur og staða yfirlæknis við sjúkrahúsið var laus og Kristján sótti um og var ráðinn. Hann var ráðinn að ýmsu leyti við óvenjulegar að- stæður, en með léttleika sínum og manngæsku vann hann sig fljótt út úr þeim vandamálum og ávann sér virðingu og vinsældir bæði hjá starfs- fólki sjúkrahússins og þeim sem til hans þurftu að leita. Kristján beitti sér fyrir ýmsum framfaramálum og var í broddi fylk- ingar við ýmsar endurbætur við sjúkrahúsið bæði að því er varðaði viðbyggingar, endurbætur á tækja- kosti sem og aðstöðu og fræðslu fyr- ir starfsfólk. Fyrir það þakka bæði stjórnendur, starfsfólk sem og sjúkl- ingar. Kristján var ávallt léttur í skapi og smitaði það út frá sér. Valgerður kona hans tók ávallt mikinn þátt í störfum hans, starfaði um langa hríð á sjúkrahúsinu og var frumkvöðull að stofnun Styrktarfé- lags Sjúkrahússins, sem hefur verið ómetanlegur bakhjarl stofnunarinn- ar. Þá tóku þau hjón mikinn þátt í félagslífi bæjarins og m.a. var Krist- ján félagi í Lionsklúbbi Keflavíkur og sótti fundi þar reglulega og einn- ig eftir að hann flutti búferlum til Reykjavíkur við starfslok sín. Fyrir hönd sjúkrahússins flyt ég þakkir fyrir störf við stofnunina, sem voru löng og árangursík. Þá flyt ég honum einnig persónulegar kveðjur mínar og konu minnar og bið honum Guðs blessunar. Minningin geymir góðan mann. Jóhann Einvarðsson. Við kveðjum nú með söknuði úr- valsmanninn Kristján Sigurðsson, fyrrverandi yfirlækni Sjúkrahúss Keflavíkur. Hann var skurðlæknir að mennt og hafði eftir læknispróf fyrst lært fræði sín í Svíþjóð, tekið síðan hlé á skurðlækningunum og gerst héraðs- læknir á Patreksfirði um sex ára skeið. Þaðan lá leið hans til Reykja- víkur þar sem hann lauk sérnámi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.