Morgunblaðið - 14.11.1997, Side 50
50 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
SKAK
íslandsmót
NETSKÁK OG
UNGLINGAMEISTARA-
MÓT
Um helgina verður keppt um nokkra
íslandsmeistaratitla í skák. Nýstár-
legasta keppnin fer fram á Intemet-
inu.
TAFLFÉLAGIÐ Hellir gengst fyrir
íslandsmóti í netskák n.k. sunnudag,
16. nóvember kl. 20. Tefldar verða
9 umferðir eftir Monradkerfi. Um-
hugsunartíminn er flórar mínútur
með tveggja sekúndna viðbót við
hvem leik. Þetta er í annað sinn sem
mótið er haldið en íslendingar voru
fýrstir þjóða til þess að efna til kepgni
af þessu tagi á alnetinu. FVrsti ís-
-landsmeistarinn og núverandi hand-
hafi titilsins er Þráinn Vigfússon.
Auk þess að teflt er á alnetinu
hefur íslandsmótið I netskák þá sér-
stöðu, að keppendur tefla undir dul-
nefnum og vita þeir því ekki hvort
íslandsmót í net-
skák nk. sunnudag
andstæðingurinn er byijandi eða
stórmeistari.
Verðlaun verða veitt í Jsremur
flokkum: íslandsmeistari, Islands-
meistari áhugamanna (1800 stig eða
minna) og besti byijandinn (skák-
menn án íslenskra Elo—stiga). Gef-
andi verðlauna er EJS hf.
Skák á alnetinu breiðist hratt út
og eru að jafnaði yfir eitt þúsund
skákmenn úr öllum heimshornum að
tafli í einu á vinsælustu skákþjónun-
um. Intemet Chess Club (ICC) er
vinsælasti skákþjónninn með yfir
10.000 notendur. Samkvæmt upplýs-
ingum frá stjómendum ICC voru 135
íslendingar skráðir í klúbbinn í vor.
Teflt verður á evrópska skákþjón-
inum í Árósum, en Danir hafa verið
mjög áhugasamir um samstarf við
íslendinga á þessu sviði. Þátttökutil-
kynningar og fyrirspumir sendist til
Halldórs Grétars Einarssonar á
asbismennt.is. Nauðsynlegt er að láta
dulnefni fylgja þátttökutilkynningu.
Skákþing íslands 1997.
Drengja— og telpnaflokkur
Keppni í drengja— og telpnaflokki
fædd 1982 og síðar) á Skákþingi
slands 1997 verður haldin dagana
15. og 16. nóvember n.k. Taflið hefst
klukkan 13:00 báða dagana. Tefldar
verða 9 umferðir eftir Monradkerfi
og er umhugsunartíminn 30 mínútur
á skák fyrir keppanda. Laugardag-
inn 15. nóvember verða tefldar
fyrstu 5 umferðirnar og ætti taflinu
því að ljúka um kl. 18. Seinni dag-
inn, sunnudaginn 16. nóvember
verða síðustu 4 umferðirnar tefldar
og lýkur mótinu því um kl. 17.
Teflt verður í Faxafeni 12,
Reykjavík. Þátttökugjald eru kr.
800. Innritun fer fram á skákstað
laugardaginn 15. nóvember klukkan
12:30-12:55.
Unglingameistaramót
íslands 1997
Skáksamband íslands heldur
Unglingameistaramót íslands 1997
(fyrir skákmenn fædda 1977 og síð-
ar) dagana 21,—23. nóvember n.k.
Tefldar verða 7 umferðir eftir
Monradkerfi og er umhugsunar-
tíminn 1 klst. á keppanda.
Mótið hefst klukkan 19:30 föstu-
daginn 21. nóvember og verða tvær
fyrstu umferðirnar tefldar þá um
kvöldið. Á laugardeginum verða
3.-5. umferð tefldar og hefst taflið
kl. 13. Á sunnudeginum hefst
keppnin einnig klukkan 13 og þá
verða tvær síðustu umferðirnar
tefldar.
Teflt verður í Faxafeni 12,
Reykjavík. Þátttökugjald er kr. 800.
Skráning fer fram í síma Skáksam-
bands íslands 568—9141 alla virka
daga kl. 10—13 og á mótsstað
föstudag 21. nóvember frá kl. 19.
Unglingameistari íslands 1997
fær farseðil á skákmót erlendis í
verðlaun, en auk þess verða
skákbækur í verðlaun fyrir 1.—5.
sæti.
Daði Örn Jónsson
Margeir Pétursson
RAQAUBLVSINGAR
ATVINNU-
AUGLÝ5INGAR
—
VIDSKIPTAFRÆÐINGUR
Endurskoðunarfyrirtæki óskar eftir að ráf
viöskiptafræðing af endurskoðunarsviði til starfa.
Starfssviö
• Fjölbreytt verkefni á sviði endurskoðunar.
• Verkefnastjórn og áætlanagerð.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Viöskiptafræðmenntun með endurskoöun
sem sérsvið.
• Frumkvæöi, skipulagshæfileikar og metnaður
að beita vönduöum vinnubrögðum.
• Reynsla af verkefnastjórnun kostur.
• Góðir samskiptahæfileikar.
Faglega mjög áhugavert umhverfi sem
gefur góða reynslu til framtíðar.
Nýútskrifaðir einstaklingar koma vel til greina.
Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir hjá
Ráðgarði hf. frá kl. 9 -12 í síma 533 1800.
Vinsamlegast sendiö skriflegar umsóknir til
Ráðgarðs fyrir 22. nóvember n.k. merktar:
"Endurskoðun".
RÁÐGARÐUR hf
STJÓRNUNAR- OG REKSTRARRÁÐGJÖF
Furugerði5 108Reykjavík Sími 5331800
Fax: 5331808 Netfang. rgmidlun@radgard.is
Heimasíða: httpý/www.radgard.is
Hrafnista Hafnarfirði
Leiðbeinandi
í tréskurði
óskast til starfa tvo hálfa daga í viku.
Nánari upplýsingar gefur Sigríður A. Jóns-
dóttir, forstöðukona, í síma 565 3000.
TIL SÖLU
Lagersala — jólin nálgast
Laugardaginn 15. nóvember 1997, frá klukkan
13:00-16:00 síðdegis, verður lagersala í Vatna-
görðum 26, 104 Reykjavík.
Mikið úrval af vörum erá boðstólum meðal
annars: Gervijóiatré á alveg frábæru verði.
Fjölbreytt úrval leikfanga á mjög góðu verði,
mikið af nýju dóti. Myndavéla-, úra- og hleðsl-
urafhlöður á mjög hagstæðu verði. Ryksugur,
ryksuga, vatnsuga og teppahreinsivél. Pool-
borð fyrir unga menn og margt fleira, svo
sem veiðarfæri.
Verið velkomin og gerið góð kaup.
Alltaf eitthvað nýtt á boðstólum.
Euro og Visa.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Fjáreigendafélag
Reykjavíkur 70 ára
Afmælisfagnaður verður haldinn í sal Lions-
félagsins, Auðbrekku 25, Kópavogi, 22. nóvem-
ber nk. kl. 19.00.
Dagskrá:
Fordrykkur, matur, skemmtiatriði og dans.
Veislustjóri verður Flosi Ólafsson, leikari.
Miðasala í Baðhúsinu í Fjárborg laugardaginn
15. og sunnudaginn 16. nóvemberfrá kl. 13.00
til 18.00. Miðaverð er kr. 2.500 og gildir miðinn
sem happdrættismiði.
Nánari upplýsingar veitir Sigurleifur
í síma 553 0481.
TILKYNNINGAR
Auglýsendur athugið
skilafrest!
Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-,
rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast
í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12
á föstudag.
auglýsingadeild
sími 569 1111
símbréf 569 1110
netfang: augl@mbl.is
Hamraborg 20A, sími 564 1000.
Nýir eigendur!
Full búð af glæsilegur vörum.
Adidas og Nike vörur í miklu úrvali. Skemmti-
legar gjafavörur frá enskum félagsliðum.
Sandhólaferjubúið
Laugardaginn 15. nóvember verdur hest-
um smalað á Sandhólaferju.
Eigendum hesta sem ekki hafa verið sóttir
ennþá, er bent á að sækja þá núna og greiða
hagagöngu um leið.
KENNSLA
Námskeið
í aðventuskreytingum, ræktun og meðhöndlun
jólablómanna. Námskeið verða 15. og 16. nóv.
Magnús Guðmundsson,
garðyrkjufræðingur og blómaskreytir,
sími 567 6914, talhólf 881 1258.
W®
■
BETRI LAUSN FYRIR FAGMENN
Kynning á múrfestingum
Wúrth á íslandi efnirtil kynningará múrfest-
ingum mánudaginn 17. nóvember í A sal
Hótels Sögu, kl. 14.00.
Fyrirlesari verður Otto Steck sem er sérfræð-
ingur í múrfestingum hjá Wurth í Þýskalandi.
Wúrth á íslandi ehf.
FÉLAGSSTARF
Hafnarfjörður
— utankjörstakosning
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði vegna bæjarstjórnarkosning-
anna vorið 1998 fer fram í Víðistaðaskóla laugardaginn 22. nóvember.
Utankjörstaðakosningin fer fram í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu
29, virka daga frá kl. 18.00—21.00 en laugardag og sunnudag frá
kl. 14.00-16.00.
Kjörstiórn.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
Frá Guðspeki- * félaginu /a\ Ijigólfsstræti 22 * Xr5?l Askriftarsími VAr/ Gangleraer 896-2070
f kvöld kl. 21 heldur Soffía Lára
Karlsdóttir erindi: „Hvað er Avat-
ar" í húsi félagsins, Ingólfsstræti
22. Á laugardag kl. 15.00—17.00
er opið hús með fræðslu og um-
ræðum, kl. 15.30 í umsjón Einars
Aðalsteinssonar, sem ræðir um
hugrækt. Á sunnudögum kl. 15.30
—17.00 er bókasafn félagsins
opið til útláns fyrir félaga og kl.
17.00—18.00 er hugleiðingar-
stund með leiðbeiningum fyrir al-
menning. Á þriðjudag kl. 20.00
verður hugræktarnámskeið Guð-
spekifélagsins. Á fimmtudögum
kl. 16.30—18.30 er bókaþjónustan
opin með miklu úrvali andlegra
bókmennta.
Guðspekifélagið hvetur til saman-
burðar trúarbragða, heimspeki og
náttúruvísinda. Félagar njóta al-
gers skoðanafrelsins.
I.O.O.F. 12 ■ 17811148'/2 - 9.H.*
Landsst. 5997111516 IX kl. 16:00
I.O.O.F. 1 = 17811148’/2 ■ E.T.1;
9.0. O *
Aðalfundur
Golfklúbbs Oddfellowa
verður haldinn sunnudaginn
16. nóvember kl. 14.00 i Odd-
fellowhúsinu, Vonarstræti 10,
Reykjavík.
KENNSLA
— Framsögn og tjáning —
Námskeið fyrir
þá, sem stunda
leiðbeinendastörf,
stjómunarstörf og
þjónustustörf
og aðra þá, sem
vilja takast á við óframfærni og
feimni og vinna bug á fram-
komuótta eða kvíða.
Námskeiðið varður haldið
helgina 15. og 16. nóv.
Edda Björgvins leiðbeinir.
Sfmi 581 2535.
Leiklistarstúdióið.