Morgunblaðið - 14.11.1997, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 14.11.1997, Qupperneq 50
50 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ SKAK íslandsmót NETSKÁK OG UNGLINGAMEISTARA- MÓT Um helgina verður keppt um nokkra íslandsmeistaratitla í skák. Nýstár- legasta keppnin fer fram á Intemet- inu. TAFLFÉLAGIÐ Hellir gengst fyrir íslandsmóti í netskák n.k. sunnudag, 16. nóvember kl. 20. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monradkerfi. Um- hugsunartíminn er flórar mínútur með tveggja sekúndna viðbót við hvem leik. Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið en íslendingar voru fýrstir þjóða til þess að efna til kepgni af þessu tagi á alnetinu. FVrsti ís- -landsmeistarinn og núverandi hand- hafi titilsins er Þráinn Vigfússon. Auk þess að teflt er á alnetinu hefur íslandsmótið I netskák þá sér- stöðu, að keppendur tefla undir dul- nefnum og vita þeir því ekki hvort íslandsmót í net- skák nk. sunnudag andstæðingurinn er byijandi eða stórmeistari. Verðlaun verða veitt í Jsremur flokkum: íslandsmeistari, Islands- meistari áhugamanna (1800 stig eða minna) og besti byijandinn (skák- menn án íslenskra Elo—stiga). Gef- andi verðlauna er EJS hf. Skák á alnetinu breiðist hratt út og eru að jafnaði yfir eitt þúsund skákmenn úr öllum heimshornum að tafli í einu á vinsælustu skákþjónun- um. Intemet Chess Club (ICC) er vinsælasti skákþjónninn með yfir 10.000 notendur. Samkvæmt upplýs- ingum frá stjómendum ICC voru 135 íslendingar skráðir í klúbbinn í vor. Teflt verður á evrópska skákþjón- inum í Árósum, en Danir hafa verið mjög áhugasamir um samstarf við íslendinga á þessu sviði. Þátttökutil- kynningar og fyrirspumir sendist til Halldórs Grétars Einarssonar á asbismennt.is. Nauðsynlegt er að láta dulnefni fylgja þátttökutilkynningu. Skákþing íslands 1997. Drengja— og telpnaflokkur Keppni í drengja— og telpnaflokki fædd 1982 og síðar) á Skákþingi slands 1997 verður haldin dagana 15. og 16. nóvember n.k. Taflið hefst klukkan 13:00 báða dagana. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monradkerfi og er umhugsunartíminn 30 mínútur á skák fyrir keppanda. Laugardag- inn 15. nóvember verða tefldar fyrstu 5 umferðirnar og ætti taflinu því að ljúka um kl. 18. Seinni dag- inn, sunnudaginn 16. nóvember verða síðustu 4 umferðirnar tefldar og lýkur mótinu því um kl. 17. Teflt verður í Faxafeni 12, Reykjavík. Þátttökugjald eru kr. 800. Innritun fer fram á skákstað laugardaginn 15. nóvember klukkan 12:30-12:55. Unglingameistaramót íslands 1997 Skáksamband íslands heldur Unglingameistaramót íslands 1997 (fyrir skákmenn fædda 1977 og síð- ar) dagana 21,—23. nóvember n.k. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monradkerfi og er umhugsunar- tíminn 1 klst. á keppanda. Mótið hefst klukkan 19:30 föstu- daginn 21. nóvember og verða tvær fyrstu umferðirnar tefldar þá um kvöldið. Á laugardeginum verða 3.-5. umferð tefldar og hefst taflið kl. 13. Á sunnudeginum hefst keppnin einnig klukkan 13 og þá verða tvær síðustu umferðirnar tefldar. Teflt verður í Faxafeni 12, Reykjavík. Þátttökugjald er kr. 800. Skráning fer fram í síma Skáksam- bands íslands 568—9141 alla virka daga kl. 10—13 og á mótsstað föstudag 21. nóvember frá kl. 19. Unglingameistari íslands 1997 fær farseðil á skákmót erlendis í verðlaun, en auk þess verða skákbækur í verðlaun fyrir 1.—5. sæti. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson RAQAUBLVSINGAR ATVINNU- AUGLÝ5INGAR — VIDSKIPTAFRÆÐINGUR Endurskoðunarfyrirtæki óskar eftir að ráf viöskiptafræðing af endurskoðunarsviði til starfa. Starfssviö • Fjölbreytt verkefni á sviði endurskoðunar. • Verkefnastjórn og áætlanagerð. Menntunar- og hæfniskröfur • Viöskiptafræðmenntun með endurskoöun sem sérsvið. • Frumkvæöi, skipulagshæfileikar og metnaður að beita vönduöum vinnubrögðum. • Reynsla af verkefnastjórnun kostur. • Góðir samskiptahæfileikar. Faglega mjög áhugavert umhverfi sem gefur góða reynslu til framtíðar. Nýútskrifaðir einstaklingar koma vel til greina. Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir hjá Ráðgarði hf. frá kl. 9 -12 í síma 533 1800. Vinsamlegast sendiö skriflegar umsóknir til Ráðgarðs fyrir 22. nóvember n.k. merktar: "Endurskoðun". RÁÐGARÐUR hf STJÓRNUNAR- OG REKSTRARRÁÐGJÖF Furugerði5 108Reykjavík Sími 5331800 Fax: 5331808 Netfang. rgmidlun@radgard.is Heimasíða: httpý/www.radgard.is Hrafnista Hafnarfirði Leiðbeinandi í tréskurði óskast til starfa tvo hálfa daga í viku. Nánari upplýsingar gefur Sigríður A. Jóns- dóttir, forstöðukona, í síma 565 3000. TIL SÖLU Lagersala — jólin nálgast Laugardaginn 15. nóvember 1997, frá klukkan 13:00-16:00 síðdegis, verður lagersala í Vatna- görðum 26, 104 Reykjavík. Mikið úrval af vörum erá boðstólum meðal annars: Gervijóiatré á alveg frábæru verði. Fjölbreytt úrval leikfanga á mjög góðu verði, mikið af nýju dóti. Myndavéla-, úra- og hleðsl- urafhlöður á mjög hagstæðu verði. Ryksugur, ryksuga, vatnsuga og teppahreinsivél. Pool- borð fyrir unga menn og margt fleira, svo sem veiðarfæri. Verið velkomin og gerið góð kaup. Alltaf eitthvað nýtt á boðstólum. Euro og Visa. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Fjáreigendafélag Reykjavíkur 70 ára Afmælisfagnaður verður haldinn í sal Lions- félagsins, Auðbrekku 25, Kópavogi, 22. nóvem- ber nk. kl. 19.00. Dagskrá: Fordrykkur, matur, skemmtiatriði og dans. Veislustjóri verður Flosi Ólafsson, leikari. Miðasala í Baðhúsinu í Fjárborg laugardaginn 15. og sunnudaginn 16. nóvemberfrá kl. 13.00 til 18.00. Miðaverð er kr. 2.500 og gildir miðinn sem happdrættismiði. Nánari upplýsingar veitir Sigurleifur í síma 553 0481. TILKYNNINGAR Auglýsendur athugið skilafrest! Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12 á föstudag. auglýsingadeild sími 569 1111 símbréf 569 1110 netfang: augl@mbl.is Hamraborg 20A, sími 564 1000. Nýir eigendur! Full búð af glæsilegur vörum. Adidas og Nike vörur í miklu úrvali. Skemmti- legar gjafavörur frá enskum félagsliðum. Sandhólaferjubúið Laugardaginn 15. nóvember verdur hest- um smalað á Sandhólaferju. Eigendum hesta sem ekki hafa verið sóttir ennþá, er bent á að sækja þá núna og greiða hagagöngu um leið. KENNSLA Námskeið í aðventuskreytingum, ræktun og meðhöndlun jólablómanna. Námskeið verða 15. og 16. nóv. Magnús Guðmundsson, garðyrkjufræðingur og blómaskreytir, sími 567 6914, talhólf 881 1258. W® ■ BETRI LAUSN FYRIR FAGMENN Kynning á múrfestingum Wúrth á íslandi efnirtil kynningará múrfest- ingum mánudaginn 17. nóvember í A sal Hótels Sögu, kl. 14.00. Fyrirlesari verður Otto Steck sem er sérfræð- ingur í múrfestingum hjá Wurth í Þýskalandi. Wúrth á íslandi ehf. FÉLAGSSTARF Hafnarfjörður — utankjörstakosning Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði vegna bæjarstjórnarkosning- anna vorið 1998 fer fram í Víðistaðaskóla laugardaginn 22. nóvember. Utankjörstaðakosningin fer fram í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29, virka daga frá kl. 18.00—21.00 en laugardag og sunnudag frá kl. 14.00-16.00. Kjörstiórn. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Frá Guðspeki- * félaginu /a\ Ijigólfsstræti 22 * Xr5?l Askriftarsími VAr/ Gangleraer 896-2070 f kvöld kl. 21 heldur Soffía Lára Karlsdóttir erindi: „Hvað er Avat- ar" í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15.00—17.00 er opið hús með fræðslu og um- ræðum, kl. 15.30 í umsjón Einars Aðalsteinssonar, sem ræðir um hugrækt. Á sunnudögum kl. 15.30 —17.00 er bókasafn félagsins opið til útláns fyrir félaga og kl. 17.00—18.00 er hugleiðingar- stund með leiðbeiningum fyrir al- menning. Á þriðjudag kl. 20.00 verður hugræktarnámskeið Guð- spekifélagsins. Á fimmtudögum kl. 16.30—18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bókmennta. Guðspekifélagið hvetur til saman- burðar trúarbragða, heimspeki og náttúruvísinda. Félagar njóta al- gers skoðanafrelsins. I.O.O.F. 12 ■ 17811148'/2 - 9.H.* Landsst. 5997111516 IX kl. 16:00 I.O.O.F. 1 = 17811148’/2 ■ E.T.1; 9.0. O * Aðalfundur Golfklúbbs Oddfellowa verður haldinn sunnudaginn 16. nóvember kl. 14.00 i Odd- fellowhúsinu, Vonarstræti 10, Reykjavík. KENNSLA — Framsögn og tjáning — Námskeið fyrir þá, sem stunda leiðbeinendastörf, stjómunarstörf og þjónustustörf og aðra þá, sem vilja takast á við óframfærni og feimni og vinna bug á fram- komuótta eða kvíða. Námskeiðið varður haldið helgina 15. og 16. nóv. Edda Björgvins leiðbeinir. Sfmi 581 2535. Leiklistarstúdióið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.