Morgunblaðið - 16.11.1997, Side 2

Morgunblaðið - 16.11.1997, Side 2
2 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Landsfundur Kvennalistans um helgina Morgunblaðið/Jón Svavarsson MILLI 75 og 80 fulltrúar eru á landsfundi Kvennalistans sem haldinn er um helgina. Samfylkingarkon- ur í meirihluta N eytendasamtökin Yantraust á vara- formann samþykkt TILLAGA um vantraust á störf Vilhjálms Arna Ingasonar, for- manns Neytendafélags Akureyr- ar og nágrennis, var samþykkt á fundi stjórnar Neytendasamtak- anna í gær. Vilhjálmur Ingi hefur setið í framkvæmdastjórn sam- takanna sem varaformaður frá því í maí, en á fundinum var kjörinn nýr varaformaður, Jón Karlsson frá Sauðárkróki. Bréf Neytendafélags Akureyr- ar til stjórnarinnar, þar sem skor- að var á stjórnina að segja Jó- hannesi Gunnarssyni fram- kvæmdastjóra upp störfum, var lagt fram á fundinum en enginn stjómarmanna tók málið upp. Drífa Sigfúsdóttir, formaður Neytendasamtakanna, sagði að 15 stjómarmenn hefðu verið við af- greiðslu vantrausttillögu á störf Vilhjálms Inga, 4 hefðu setið hjá, 10 verið fylgjandi tillögunni, en einn greitt atkvæði á móti. Vilhjálmur Ingi á áfram sæti í stjóm Neytendasamtakanna, en ekki í framkvæmdastjórn þeirra. Á fundinum var jafnframt sam- þykkt samhljóða tillaga þar sem lýst var trausti á formann sam- takanna, framkvæmdastjóm og framkvæmdastjóra. Þarf að tryggja vinnufrið „Það er sorglegt að svona skyldi fara, en við þurfum að tryggja vinnufrið innan samtak- anna,“ sagði Drífa. „Það er mikil- vægt að trúnaður ríki, svo við get- um unnið öflugt starf.“ Árlegt þing Neytendasamtak- anna verður haldið næsta vor. „VIÐVORUN!" Ef þú færð tölvu- póst, sem er merktur „Gakktu í hópinn“ skalt þú ekki opna hann. Hann mun eyða ÖLLU, sem er á harða diskinum þínum.“ Það fær- ist stöðugt í vöxt að mönnum ber- ist tölvupóstur með viðvörunum af þessu tagi og hætt er við að viðtak- endur verði skelkaðir en að sögn Friðriks Skúlasonar tölvufræðings er það að ástæðulausu því að yfir- leitt er um gabb að ræða. „Þetta er hálfgert aprílgabb,“ sagði Friðrik um ýmsar þær við- varanir sem ganga ljósum logum um alnetið. „I rauninni er þetta huglægur vírus.“ Huglægur vírus Meðal þeirra vírusa, sem varað er við án þess að í raun fylgi nokk- ur hætta, era „Join the Crew“, „Ir- ina“, „Java vírasar“ og „Good Times“. Friðrik sagði að hér væri um að ræða keðjubréf. Viðkomandi fengi tölvupóst þar sem varað væri við ákveðnum vírus og hann síðan beðinn um að senda viðvörunina áfram til vina og vandamanna. Að hlýða þeim tilmælum þjónaði hins vegar aðeins þeim tilgangi að halda lífi í hinum huglæga víras. SAMFYLKIN GARKONUR á landsfundi Kvennalistans, sem nú stendur yfir, hyggjast leggja fram tillögu um viðræður um sameiginlegt framboð félagshyggjuflokkanna í dag. Andstæðingar þeirra dreifðu í gær ávarpi til landsfundarfulltrúa þar sem lagt er til að Kvennalistinn finni nýjan farveg fyrir samstöðu kvenna en verði ekki hluti af krata- samsteypu og miðjumoði. Umræða um samfylkingu truflandi Samkvæmt mati beggja hópa eru samíylkingarkonur í töluverðum meirihluta á fundinum. Um 55 konur voru á fundinum um hádegi í gær en búist var við að þeim myndi fjölga í 75 til 80 eftir því sem liði á daginn. Nokkur ágreiningur varð í gær Sá hrekkjavírus, sem sennilega hefur náð mestri útbreiðslu, nefn- ist „Good Times“. Hann komst á kreik árið 1994 og 1 upphafi var viðvöranin einföld: ekki átti að opna tölvupóst sem bar yfirskrift- ina „Good Times“ vegna þess að þá myndi harði diskurinn þurrkast út. Síðar hafa flóknari útgáfur á sann- færandi tæknimáli skotið upp koll- inum og yfirleitt er verið að vara fólk við því að opna tölvupóst með ákveðinni fyrirsögn, jafnvel þeirri sömu og fylgdi viðvöraninni. Misheppnuð bókarkynning „Irina“ hófst sem misheppnuðu kynningarherferð útgáfufyrirtæk- is. Bókaforlagið Penguin hugðist kynna vísindaskáldsögu með því að senda fréttatilkynningu í formi hrekkjavírass. í kjölfarið átti síðan að fylgja önnur fréttatilkynning þar sem flett yrði ofan af hrekkn- um, en hann barst nokkra síðar þannig að margir tóku skilaboðin alvarlega. Vírusinn er hins vegar ekki til. Tölvupóstur með yfirskriftinni „Join the Crew“ hefur farið víða undanfarið. Fyrst fór að bera á slíkum pósti í janúar og nú er hann býsna algengur. Þar segir að opni vegna þess að sumum fundarmanna fannst sem umræða um samfylking- armál væri farin að trufla fundinn þó að þau mál ættu ekki að vera á dag- skrá fyrr en í dag. Sérframboð kvenna nýtur minni stuðnings Tillaga samfylkingarkvenna hafði ekki verið fullmótuð í gær en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins átti að láta orðalag hennar ráðast nokkuð af andrúmsloftinu á fundin- um. Konur úr hópi andstæðinga samfylkingar tjáðu blaðamanni Morgunblaðsins f gær að það myndi ráðast af orðalagi tillögunnar hvort til úrsagna kæmi; ljóst væri að nokkrar konur myndu segja sig úr flokknum ef gengið yrði langt í til- lögunni. maður póst með yfirskriftinni „Join the Crew“ muni harði disk- urinn eyðileggjast og er síðan hvatt til þess að skilaboðin séu lát- in ganga sem víðast. Hættan er hins vegar engin. Yfirleitt í lagi að lesa tölvupóstinn Friðrik sagði að síðasta árið hefði orðið veraleg breyting á tölvuvírusum en hins vegar væri engin hætta á því að víras kæmist inn í tölvu með því einu að lesa tölvupóst væri það gert með rétt- um hætti. „Megnið af þeim vírasum, sem koma upp núorðið, smitar ekki for- rit, heldur fyrst og fremst skjöl úr ritvinnsluforritinu Word,“ sagði Friðrik. „Ef menn senda Word- skjöl í tölvupósti fylgir vírasinn oft með. En þetta hefúr aðeins áhrif ef menn nota Word til að lesa tölvu- póstinn. Ef menn nota Wordpad, eins og þeir ættu að gera, skiptir þetta engu máli.“ Einnig væri hættan sú að vírus- inn bærist með Word-skjali þegar það væri svokallað viðhengi tölvu- pósts. Það væri oft vistað sérstak- lega og síðan lesið inni í Word-for- ritinu og smitaði þá út frá sér. í ávarpi andstæðinga samfylking- ar segir að sérframboð kvenna njóti ekki sama stuðnings og áður. „Hvað verður um gagnrýna femíníska hugsun sem setur spumingarmerki við þróun samfélagsins og bendir á nýjar leiðir? Hvað á að taka við? Hópur kvenna innan Kvennalistans vill nú stilla hreyfinguni upp við hlið svokallaðra vinstri flokka í umræð- unni um væntanlegt framboð á landsvísu. Við ætlum ekki að leggja stein í götu þeirra kvenna sem nú kjósa að leita samstarfs við gömlu flokkana en teljum að með því sé höggvið að rótum þeirrar kvenna- samstöðu sem Kvennalistinn hefur grundvallast á. Við erum ósáttar við þá stefnubreytingu og viljum ekki að Kvennalistinn verði hluti af krata- samsteypu og miðjumoði." Dómar draga úr framboði á fíkniefnum „SIÐAN snemma í haust hefur okk- ur virst vera talsvert aukið framboð á fíkniefnum, e-töflum, amfetamíni og hassi. En reynsla okkar er sú að þegar mikið af efnum næst eins og verið hefur að undanfómu og strangir dómar falla minnkar fram- boðið strax,“ segir Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í forvarnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Karl Steinar segir að oft sé fram- boð á fíkniefnum mest á haustin en úr því dragi þegar líði á vetur. Hann segir fremur lítið hafa verið um að vera á síðasta sumri en framboð fíkniefna síðan aukist í haust. Segir hann það yfirleitt hafa strax áhrif og draga úr framboði þegar fíkniefna- salar séu teknir, rannsóknir standi yfir og þeir fái harða dóma, ekki síst vegna e-töflu mála. „Ég vonast til að þessar aðgerðir og strangir dómar að undanförnu skili sér í því að framboðið minnki áfram,“ segir Karl Steinar Valsson. Forvarnadeildin hefur að undan- förnu heimsótt efri bekki gnmn- skóla og frætt nemendur, kennara og annað starfslið skólanna um hættur fíkniefna og segir Karl lög- regluna oft kallaða á fundi til fræðslu í skólum og til að ræða mál- in á fundum hjá foreldrafélögum skólanna. á þessum veiðiskap ►Túnfiskskip Japanameð 135 km langa línu langt suður af landinu. /10 „Járnfrú" andfætling- anna stígur fram ►Jenny Shipley verður næsti for- sætisráðherra Nýja-Sjálands, en konur leiða þar tvo stærstu stjóm- málaflokkana. /12 Karlar til í tuskuna ►Yngri kynslóð karla finnst sjálf- sagt að ganga í húsverkin til jafns áviðmaka sína./18 Úr dráttarbeislum í hótelreksturs ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Þórarin Kristinsson, framkvæmdastjóra Víkurvagna. /30 B ► 1-20 Fel ekki mínar skoðanir ►í Ólafsvík selur Sigríður Þóra Eggertsdóttir verslunarkona í sömu verslun bamaföt og áfengi. /1-4 Kvikmyndastjörnur gerast leikstjórar ►Helstu stjömumar í Hollywood hafa á undanfömum ámm spreytt sig á leikstjóm með góðum árangri. /7 Sólgos og segulstormar ►Bjarmaband norðurljósa á heið- skírum næturhimni eru raktirtil mestu sólblossa eða sólgos um árabil. /12 FERÐALÖG ► 1-4 Ástralía ►Stórkostlegir steindrangar í eyðimörkinni. /2 Hefðbundin þjónusta en lítil herbergi ►Hótel Cabin er nýjung á gis- timarkaði á höfuðborgarsvæðinu. /4 BÍLAR____________ ► 1-4 Blikur á lofti í evrópskum bílaiðnaði ►Talið að offramleiðslugetan í Evrópu sé um sjö mílljónir bíla á ári/2 Reynsluakstur ►Peugeot — Fjölskyldubíll með góða aksturseiginleika. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMA ► 1-16 Dýpkunarfram- kvæmdir í Húsavíkurhöf n ►Umfangsmeiri framkvæmdir aðkallandi. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 50 Leiðari 32 Sfjömuspá 50 Helgispjall 32 Skák 50 Reykjavíkurbréf 32 Fólk í fréttum 54 Skoðun 34 Útv./sjðnv. 52,62 Minningar 40 Dagbók/veður 63 Myndasögur 48 Dægurtónl. 16b Bréf til blaðsins 48 Mannlifsstr. 20b Hugvekja 50 Gárur 20b fdag 50 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 Skaðlaus tölvubréf með skuggaleg skilaboð Gabbvírusar ganga ljós- um logum á alnetinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.