Morgunblaðið - 16.11.1997, Page 4

Morgunblaðið - 16.11.1997, Page 4
4 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 9/11-15/11. Dræm síldveiði ►DÓMSMÁL, þar sem deilt er um hvar fslenzku land- helgismörkin liggja, er nú rekið fyrir Héraðsdómi Suð- urlands. Skipstjóri, sem ákærður er fyrir ólögmætar veiðar, ber fyrir sig að vegna landbrots hafi land- helgin færzt innar en sjó- kort sýna og því hafi hann verið réttu en ekki röngu megin við veiðarnar. Dóms er að vænta í málinu á næstu vikum. ►TÆPLEGA sex tonna trilla, Skarfaklettur GK 3 frá Sandgerði, strandaði við Setberg, um einn km sunn- an Sandgerðis laust fyrir klukkan 20 á fimmtudag. Tveggja manna áhöfn trill- unnar var engin hætta búin enda blíðuveður og gengu skipveijar í land. ►FISKUR, nýr og frosinn, hefur hækkað um 7,2% að meðaltali frá því í marz síð- astliðnum á sama tíma og neyzluverðsvísitalan hefur hækkað um 1,8%. SÍLDVEIÐIN það sem af er þessari vertíð er sú minnsta í 20 ár. Samið hefur verið um sölu á 90 þúsund tunn- um af síld á vestræna markaði og er framleiðsla á eftir áætlun. Heildarkvót- inn á veftíðinni er 100 þúsund tonn. Veiðst hafa um 33 þúsund tonn en vertíðin stendur yfirleitt yfir frá seinni hluta september og út desember. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst tæplega 50 þúsund tonn. Launavísitala hækk- ar umfram áætlun LAUNAVÍSITALA hækkaði um,6,6% á fyrstu níu mánuðum ársins. í for- sendum fyrir fjárlagafrumvarpinu var reiknað með 5-5,5% hækkun á árinu öllu. Laun á almennum markaði hafa hækkað heldur meira en laun opin- berra starfsmanna og er meginskýr- ingin á því sú að margar stéttir opin- berra starfsmanna luku ekki samning- um fyrr en á haustmánuðum. Þess vegna má búast við að launavísitala eigi eftir að hækka talsvert enn þegar þeir samningar fara að mæiast í vísi- tölunni. Hærra raforkuverð ►FISKAFURÐIR hf. f Reykjavík hafa ásamt rúss- neskum samstarfsaðilum keypt togarann Bootes af þýzk-íslenzka fyrirtækinu Mecklenburger Hochsee- físcherei. Skipið er að veið- um í Barentshafí og hafa því verið tryggðar afla- heimildir upp á um 5.000 tonn og er það mest þorsk- ur. Skipið hefur veiðileyfi bæði í rússneskri og norskri lögsögu og verður fiskurinn fíakaður og frystur um borð fyrir markaði í Bretlandi og Bandarikjunum. LANDSVIRKJUN hefur sent Atlants- álshópnum, sem áformað hefur að byggja álver á Keilisnesi, nýjar tillögur um raforkuverð, sem fela í sér nokkra hækkun frá því verði sem upphaflega var rætt um. Fyrirtækin í Atlantsáls- hópnum, Alumax, Hoogovens og Gránges, áformuðu að byggja 240 þús- und tonna álver á Keilisnesi, en áformunum var skotið á frest 1991 vegna óhagstæðrar verðþróunar á áli. Vegna samninga sem Landsvirkjun hefur gert við ISAL, Norðurál og ís- lenska jámblendiféiagið telur Lands- virkjun sig ekki getað boðið Atlantsáli jafnhagstætt raforkuverð og gert var ráð fyrir í upphaflegum samningum. Irakar hvika ekki frá einarðri afstöðu FLESTIR vopnaeftirlitsmanna Sam- einuðu þjóðanna í írak voru kvaddir heim á fimmtudag í kjölfar þess að írakar hafa undanfarið staðfastlega neitað að leyfa Bandaríkjamönnum á vegum SÞ að taka þátt í vopnaeftir- liti þar í landi. Hafa írakar gefið bandarísku eftirlitsmönnunum að sök að ganga erinda CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Vopnaeftirlitið er í samræmi við vopnahlésskilmála er írakar gengu að við lok Persaflóastríðsins. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, sagðj á fimmtudag að einörð afstaða Iraka væri „óviðunandi ögrun“ við SÞ. Á miðvikudagskvöld samþykkti Örygg- isráðið ályktun um ferðabann á íraska embættismenn. Tareq Aziz, aðstoðar- forsætisráðherra íraks, var staddur í höfuðstöðvum SÞ en ávarpaði ekki Öryggisráðið. Iraska fréttastofan INA hafði eftir Aziz: „írakar hafna ályktun öryggis- ráðsins og leggja áherslu á að þeir hræðist hana ekki og ætli að halda áfram tilraunum sínum til að veija lögmæt réttindi sín.“ Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ítrekað að þau vilji reyna eftir fremsta megni að leysa deiluna með friðsam- leg^um hætti, en áskilið sér rétt til að grípa til vopna ef nauðsyn krefji. Segj- ast Bandaríkjamenn ekki þurfa frek- ara umboð frá Öryggisráðinu til hem- aðaraðgerða. Þjóðveijar og Frakkar hafa látið í ljósi andúð sína á ákvörðun íraka og Bretar hafa einni sýnt í verki stuðning við Bandaríkjamenn. Rússar, Frakkar, Kínveijar og Egyptar segja að með ályktuninni á miðvikudagskvöld hafi Öryggisráðið ekki verið að heimila hernaðaraðgerðir gegn írökum. Bandarísk herskip voru höfð í við- bragðsstöðu á Persaflóa um miðja vik- una og Bretar sendu flugmóðurskip inn á Miðjarðarhaf. ►DÓMARI í máli bresku barnfóstrunnar Louise Woodward dæmdi hana i 279 daga fangelsi á mánu- dagskvöld fyrir að hafa ban- að átta mánaða dreng er hún gætti. Woodward hefur þeg- ar afplánað dóminn og er frjáls ferða sinna. Hún getur þó ekki yfírgefið Massachus- ettsríki fyrr en áfrýjunar- möguleikar hafa verið reyndir til þrautar. ►YASSER Arafat, forseti heimastjórnar Palestínu- manna, sagði á fimmtudag að hann stefndi að þvi að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu fyrir alda- mót, jafnvel þótt hluti þess yrði áfram hernuminn. Sagðist Arafat vona að samningaviðræður myndu skila árangri er gerði þetta kleift. ► BRESKA stjórnin sætti harðri gagm-ým í vikunni vegna fjárframlaga er Verkamannaflokkurinn þáði frá auðkýfingnum Bemie Ecclestone fyrir síð- ustu kosningar. Á miðviku- dag lagði Tony Blair, for- sætisráðherra, til að Iög um fjármögnun stjórnmála- fíokka yrðu endurskoðuð. Hefur Verkamannaflokkur- inn lýst því yfir að hann muni endurgreiða Eccles- tone eina milljón punda. ►HÆSTIRÉTTUR í Bras- iliu hafnaði á miðvikudag beiðni breskra stjómvalda um að Ronnie Biggs, er skipulagði lestarránið mikla í Bretlandi 1963, yrði fram- seldur. Biggs slapp úr fang- elsi í London 1965 og hefur búið f Rio de Janeiro frá 1970. FRÉTTIR Nýjar rannsóknir á þróun fíknar kynntar á málþingi Tveggja ára svig- rúm til forvama Morgunblaðið/Þorkell JAMES C. Anthony, prófessor við John Hopkins-háskólann (t.h.), situr hér næstur Tómasi Helgasyni prófessor á málþingi um geð- heilbrigðisfræði sem haldið var í tilefni af sjötugsafmæli Tómasar. LÍKLEGAST er að unglingar, sem eiga þess kost í sínu umhverfí að prófa fíkniefni, geri það innan árs frá því þeim býðst möguleikinn fyrst og sá sem leiðist út í neyzlu á nýju fíkniefni er líklegastur til að bjóða öðrum að prófa efnið á fyrstu mánuðunum eftir að hann hefur sjálfur neyzlu þess. Þetta gefur aðstandendum unglinganna um tvö ár til að grípa inn í og koma í veg fyrir að unglingurinn ánetjist fíkniefnaneyzlu, svo fremi að þeir frétti tímanlega að unglingnum bjóðist að prófa efnið. Þetta er ein af niðurstöðum rannsókna James C. Anthonys, prófessors í geðheilbrigðisfræði við John Hopkins-háskólann í Balti- more og stjórnanda þjálfunar í rannsóknum á faraldsfræði fíkni- sjúkdóma á vegum National Instit- ute of Drug Abuse í Washington. Hann hélt erindi á málþingi í geð- heilbrigðisfræðum sem haldið var á föstudag og laugardag til heiðurs Tómasi Helgasonar, prófessor og geðlækni á Kleppsspítala til margra ára, í tilefni af sjötugsafmæli hans. Morgunblaðið fékk Anthony, sem hefur sérstaklega rannsakað far- aldsfræði tóbaks-, áfengis- og ann- arra fíkniefnasjúkdóma, áhættu- þætti og hugsanlegar aðferðir til forvama, til að skýra frá hluta nið- urstaðna sinna. Hann sagði sínar rannsóknir aðallega snúast um að komast nær skilningi á því hvers vegna sumt fólk ánetjast fíkniefnum og annað ekki. Síðustu tíu árin seg- ir Anthony rannsóknir sínar einkum hafa beinzt að fyrstu stigum fíkni- efnanotkunar. „Hér erum við ekki að kanna skiptin frá óreglulegri notkun fíkniefnis til fíknar, heldur frá möguleikanum á að prófa slíkt efni til lyfjanotkunar. Tvö meginatriði í þessu sambandi segir Anthony að beri að nefna tvö meginatriði í faraldsfræðilegu tilliti. „Annað er það að flestu því fólki, sem gefst kostur á að prófa fíkni- efni, er boðið að prófa efnið af ein- hveijum sem sjálfur er nýbyijaður að nota það. Það er hægt að bera þetta saman við það hvemig nýj- ungar em kynntar til sögunnar í hvaða samfélagi sem er - hver sem nýjungin er í það og það skiptið - tölvuleikir, Veraldarvefurinn eða eitthvað annað. Reglan er sú að vanalega þegar einhveijum er boð- ið að prófa eitthvað nýtt hefur sá sem býður nýlega kynnzt viðkom- andi nýjung. Þetta hefur mikla far- aldsfræðilega þýðingu því að „nýj- ustu notendurnir" em þeir sem að langstærstu leyti sjá um útbreiðslu fíkniefna," sagði Anthony. Hann segir rannsóknir hafa sýnt að fíkniefnanotendur hætti að öllu jöfnu að kynna fíkniefnið sem þeir nota fyrir öðrum þegar þeir hafa verið í neyzlu í eitt ár. „Það er mjög sjaldgæft að fíkniefnanotandi deili fíkniefni sínu með öðrum eftir þennan tíma.“ En útbreiðsla fíkniefnanotkunar um samfélagið fer fram fyrst og fremst með því að þeir sem hafa nýlega byijað að nota efnið deila því með vinum og kunningjum. Ef ekkert er gert til að grípa inn í þessa þróun er útbreiðslan mjög hröð. Boð þegið innan árs „Hitt mikilvæga faraldsfræði- lega atriðið," sagði Anthony, „er það að ef einhver er móttækilegur fyrir því að prófa nýtt fíkniefni er líklegast að hann geri það innan eins árs frá því hann á þess fyrst kost. Það þýðir líka að sá sem hafn- ar einu sinni boði um að prófa slíkt efni og býðst það aftur innan árs er mjög ólíklegur til að þiggja það þá.“ Aðalatriðið er þetta: Ef ein- hveijum býðst að prófa nýtt fíkni- efni er líklegast að hann þiggi það boð innan eins árs. í stuttu máli eru það sem sagt tvö atriði sem hafa mest að segja um útbreiðslu fíkniefnis innan sam- félagsins. Annað felst í því að nýir notendur opna öðrum möguleikann á að prófa efnið og hitt er að hinum sem býðst þessi möguleiki notfæra sér hann mjög fljótt. „Þetta þýðir að við höfum um tveggja ára tíma- bil til að grípa inn í þessa þróun og hindra útbreiðslu fíkniefnis," sagði Anthony. Af þessu geta aðstandendur unglinga dregið eftirfarandi lær- dóm, að mati Anthonys. Foreldrar geta átt erfítt með að fá börn á unglingsaldri til að segja sér hvort þau hafí sjálf prófað fíkniefni eins og hass eða kókaín; slíkum upplýs- ingum eru flestir unglingar tregir til að deila með foreldrum eða læknum. En flestir eru þeir tilbún- ir að segja hvort þeir eiga þess kost að prófa þessi efni. „Ég veit af starfsreynslu minni að eftir að barn mitt á þess fyrst kost að prófa hass eða eitthvert annað efni hef ég tvö ár til þess að sjá til þess að hugsanleg neyzla barnsins þró- ist ekki út í neitt alvarlegra en fíkt. Ef unglingurinn leiðist út í neyzlu og tvö ár líða án þess að gripið sé inn í er málið orðið miklu erfíðara viðureignar," sagði Anthony. GiUirtil30.il '97 SILFURBÚÐIN KRINGLUNNI 8-12 S: 568-9066 Míssti stjómá bíl sínum UNGUR ökumaður missti stjóm á bíl si'num í hálku á mótum Þingvalla- strætis og Dalsbrautar á Akureyri í fyrrinótt. Lögreglan sagði ökumanninn unga aðeins hafa haft ökuskírteini í fimm vikur og mætti því kenna reynsluleysi og ef til vill gáleysi miðað við aðstæður um hvemig fór. Hafði komið fát á hann er bíllinn tók að skrika og steig hann á bens- íngjöf í stað hemla. Bíllinn fór á gangbrautarvita, ljósastaur, gegn- um grindverk og mnna, þvert yfir götuna og endaði í mnna inni í garði. Miklar skemmdir urðu á bíl og mannvirkjum en engan sakaði. I s I \ ) > I t

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.