Morgunblaðið - 16.11.1997, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
borð. JÓHANNES Guðmundsson
",MEISTAEINN ■»».», allsráðandi»»
asamt einum japönsku hásetan;
na.
Túnfískskip Japana með 135 km langa línu langt suður af landinu
„Ættum að ná tökum
á þessum veiðiskap“
Veiðum japönsku túnfískskipanna þriggja hér við land er um það bil
að ljúka en þær gengu vel að þessu sinni og betur en á síðasta ári.
Jóhannes Guðmundsson var einn íslensku eftirlitsmannanna um borð í
skipunum og er óhætt að segja, að hann hafí verið vakandi fyrir öllu,
sem fyrir augu bar. I samtali við Svein Sigurðsson telur hann raunhæft,
✓
að við Islendingar getum náð tökum á þessum veiðumen varar samt
við of miklum væntingum í upphafí.
EG HEF fulla trú á, að á komandi árum munum við
íslendingar notfæra okkur þessa auðlind, sem
túnfiskurinn er, og komast upp á lag með að veiða
hann með góðum árangi-i,“ segir Jóhannes
Guðmundsson, einn íslensku eftirlitsmannanna um borð í
japönsku túnfiskskipunum þremur, sem fengu leyfi til veiða
innan íslensku lögsögunnar. Er
þessum veiðum hér við land
að ljúka að sinni en eitt
skipanna er þó enn að.
Jóhannes leggur hins vegar
áherslu á, að menn leggi
ekki út í miklar fjárfestingar
fyrr en þeir hafi aflað sér
nægrar reynslu og þekkingar
á túnfiskveiðum en hann
segir, að til að ná einhverjum
árangri í þeim verði allur
búnaður að vera mjög góður.
Japanirnir hófu fyrst
túnfiskveiðar með tveimur
skipum innan íslensku
lögsögunnar í fyrrahaust
samkvæmt samningi við
Hafrannsóknastofnun og með
leyfi sjávarútvegsráðuneytisins
en þá voru þær fremur tregar.
Að þessu sinni voru þær
stundaðar á þremur skipum og
gangurinn að þessu sinni miklu
betri og bestur í september.
Skilyrði fyrir leyfinu var, að
íslenskir eftirlitsmenn yrðu um
borð í skipunum, Ryuo Maru,
Tokuju Maru og Houken Maru,
allan tímann og var Jóhannes með
því síðastnefnda í 36 daga túr.
Houken Maru er sérsmíðað til
túnfisklínuveiða, 56 metra langt,
óyfirbyggt en hvalbakurinn
framlengist tvo til þrjá metra fram
yfir framdekk og lunningin
bakborðsmegin er uppbyggð í sömu hæð og hvalbakurinn.
Eru tvær frystilestar um borð, sem taka 100 tonn hvor, og
auk þess hraðfrystiskápar, sem frysta fiskinn í um það bil
sólarhring. Er frost í lestunum um 35 gráður.
Tonn af túnfiski á móti 25
tonnum af þorski
Jóhannes segir, að aflinn hafi verið mismikill en farið yfir
tvö tonn á dag. Til jafnaðar hafi hann líklega verið um eitt
tonn en í verðmætum svarar það til 25 tonna af ____________
þorski.
í túnfisktonninu eru misjafnlega margir fískar,
hver fiskur getur verið á bilinu 50 til 300 kg en
algeng þyngd er 150 til 200 kg. Pyngsti fiskurinn,
sem Jóhannes sá í skrám Japananna, var 350 kg.
Jóhannes segir, að til að góður árangur náist á
túnfiskveiðum verði allur búnaður að vera mjög góður og þá
ekki síst veiðarfærið sjálft eða línan.
„Þeir eru með 5 mm spunna girnislínu og eru 135 km í
einni lengju. Á henni er enginn hnútur, segulnagli eða önnur
samsetning, heldur er allt splæst saman. Krókarnir á línunni
eru 3.000, 45 metrar á milli, og eru þeir í 20 faðma löngum
taum. Eru krókarnir ekki ósvipaðir þeim, sem við
notum hér við
aðgerð hafin.
lúðuveiðar,“ segir Jóhannes.
Á línunni eru 10 baujur, sem hægt er að miða út ef
slitnar, og miðbólin, plastkúlur á stærð við 30 tomma
lóðabelg, era 360-370. Era átta krókar á milli miðbóla en
línan liggur að mestu leyti á 57-60 metra dýpi.
Beitan, sem Japanimir nota, er þrenns konar. Fyrst og
fremst smokkfiskur en síðan makríll og loks gervibeita. Er
hún í smokkfisklíki en miklu litskrúðugri. Smokkfiskinum og
makrílnum er beitt heilum, húkkað aftan í smokkfiskinn en í
hausinn á makrílnum. Gervibeitan er þrædd á krókinn upp
fyrir segulnagla.
Línan lögð á fullri ferð
„Arsaflinn
5-6000 tonn
af „þorski“
Þegar línan er lögð er fyrst komið fyrir
bauju nr. 1 ásamt tveimur kúlum og
síðan er lagt á fullri ferð nema veður eða
annað hamli. Tekur það um sex klst. að
leggja línuna, um 130 km, og er hún
yfirleitt lögð í beinni stefnu. Undantekningar geta þó verið á
því ef vel veiðist á hluta iínunnar og plássið á svæðinu er nóg.
Jóhanness segir, að sér hafi þótt það athyglisvert hvað
línan er dregin hratt. „Ef ekki er fiskur, er hún dregin á
fimm sjóm. hraða og jafnvel meira og það eru 12 menn af 22 á
dekki þegar byrjað er. Era margir tilbúnir til að kippa af
taumum og spóla upp í knippi með hraðvirkum rállum en
miðbólin eru dregin inn á höndunum.
Ef línan þyngist, sem er merki um, að fiskur sé á, er spilið
stoppað, línan tekin af og allt að átta til tíu menn draga hana
inn á höndunum eftir fyi-irmælum stýrimanns eða
bátsmanns. Þegar komið er að klipsinu, sem festir línuna við
tauminn með fiskinum, er húkkað í það með línu, sem liggur
inn á lítið spil á miðju dekki og líkja má við öfluga færarúllu.
Á henni er síðan híft af hæfilegu afli og gefið eftir ef fiskurinn
lætur illa,“ segir Jóhannes.
millifs: Fiskurinn róaður með rafstraum
texti: Annað, sem er dálítið sérstakt, er „hringur“ tengdur
rafsnúra, um 40 sm í þvermál, sem rennt er niður eftir
taumnum þegar fiskurinn er órólegur. Smokrast hann yfir
hausinn á honum og er þá straumi hleypt á. Við það róast
fiskurinn og betra er við hann að eiga þegar hann er dreginn
um borð.
Þegar fiskurinn kemur upp að era þrír eða fjórir menn
tilbúnir með skutla, sem þeir setja í hausinn, og einn er með
ífæra á stöng. Er hún tengd vír, sem liggur um blökk og inn á
spil. Segir Jóhannes, að þetta gangi yfirleitt hratt fyrir sig og
hann veit aðeins um eitt tilfelli þar sem fískurinn slitnaði frá.
Að sögn Japananna kemur það þó fyrir af og til.
Jóhannes segir, að línan sé að öllu jöfnu látin liggja í 4,5 til
5,5 tíma í sjó en það tekur um 12-14 tíma að draga hana. Að
því búnu er allt tilbúið fyrir næstu lögn ef lagt er á sama
svæði.
Gert að fiskinum á teppi
Þegar fiskurinn er kominn um borð er strax
gert að honum og annast það tveir menn. Er
hann settur á teppi, sem líkist filtteppi, og
sporðurinn fyrst skorinn eða sagaður af.
Skorið er á styrtluna milli 6. og 7. styrtluugga
og síðan stungið á aðalæðina rétt ofan við
eyraggann. Blæðir þá mikið úr fískinum.
Næst er gert gat á tálknlok fisksins og inn
um það stungið röri áföstu slöngu og vatn
látið renna inn í kviðarholið nokkra stund.
Þessu næst er kviðarholið opnað og
innvolsið hreinsað út og allt spúlað vel á
eftir. Helmingurinn af tálkloki báðum
megin er skorinn burt og tálknin fjarlægð.
Allir uggar nema fremri bakuggi eru
fjarlægðir og allar tægjur og síðan spúlað
vel.
Að lokinni aðgerð er fiskurinn veginn
og mældur og settur í hraðfrystiskáp þar
sem hann er í 60 gráða frosti í sólarhring.
Þá er hann glasseraður og settur í
frystilestina. Við þessar forfæringar er
notað lítið rafmagnsspil eða lyfta.
Túnfiskur er einhver verðmætasti
fiskur, sem dreginn er úr sjó, en
Jóhannes segir, að meðhöndlunin skipti
miklu máli og einnig, að hann sé af
réttri stærð og holdafari. Segist hann
hafa heyrt talað um 2.500 kr.
meðalverð fyrir kg.
„Afli skipanna getur verið mjög
mismunandi eftir svæðum en frá því í
apríllok var Houken Mara búið að fá
130 tonn. Það telst mjög viðunandi að
fá 200 til 250 tonn á ári en það
samsvarar 5.000 til 6.250 tonnum af þorski. Það þætti
ekki ónýtt á íslensku skipunum að vera með aflaverðmæti
upp á 5-600 milljónir kr.
Frá því síðast í ágúst og til 11. október fékk þetta skip 60
tonn eða sem svarar til 150 millj. kr. og 130 tonnin frá því í
apríllok gera 325 millj. kr.,“ segir Jóhannes.
Ómetanlegt tækifæri
Óhætt er að segja, að Jóhannes hafi haft augun og eyran
hjá sér meðan hann var með Japönunum og hann er heill
hafsjór af upplýsingum um allt, sem fram fór um borð. Hélt
hann nákvæma dagbók þar sem hann skráði hjá sér allt, sem
viðkemur búnaðinum og veiðunum, en hvað skyldi hann segja
um möguleika okkar Islendinga í þessum veiðiskap?
„Eg tel, að við Islendingar ættum að geta
tileinkað okkur þessar veiðar með árangri ef rétt
er að því staðið. Það er samt rétt að vara við of
miklum væntingum í upphafi og alveg ljóst, að
verði farið út í þetta, eiga eftir að koma upp mörg
vandamál, sem þarf að yfirstíga. Þetta tækifæri,
sem við fengum, íslensku eftirlitsmennirnir, er hins vegar
ómetanlegt og á vonandi eftir að koma að góðu gagni,“ sagði
Jóhannes Guðmundsson.
njósmVJóhannes
Guðmundsson
„Mörg vanda-
mál sem þarf
að yfirstíga"