Morgunblaðið - 16.11.1997, Síða 28

Morgunblaðið - 16.11.1997, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ hæð sem nefnt er Gula haftið eftir litnum á berginu. Par voru reipi eft- ir indónesíska leiðangurinn sem við gátum stutt okkur við. Við skrúfuð- um ekki frá súrefninu fyrr en við komum að klettahaftinu. EINAR: „Ég var seinn í gang um morguninn og ennþá jafn slappur og daginn áður. Hins vegar fann ég lygilegan mun eftir að ég skrúfaði frá súrefninu við Gula haftið, ég var eins og nýr maður og gekk mun bet- ur eftir það. Það var hálfgert brölt upp haftið en ekkert klifur. Samt komu kaflar þar sem ég varð að taka mikið á og þá mæddist ég gríðar- lega. Nú fann ég fyrir óþægindunum af grímunni. Hún var alveg fyrir vit- unum og þegar maður er móður er eins og líkamanum fínnist þessi drusla koma í veg fyrir að hægt sé að anda. En það er mikill misskiln- ingur. Ef ég reif af mér grímuna lá mér við köfnun því þetta var auðvit- að allt saman blekking ein, megin- hluti þess súrefnis sem ég fékk var úr grímunni." Ofan við Gula haftið sveigðum við til vinstri í átt að miklum klettaröðli sem liggur úr Vesturdal og upp í Suðurskarð. Það var svissneski leið- angurinn, sem fyrstur komst í Suð- urskarð árið 1952, sem gaf honum nafnið Genfarröðull. Þeir fóru upp röðulinn en ekki ísbrekkuna eins og við. I þeim leiðangri voru bestu klifrararnir klettamenn, en við sem erum aldir upp við ís og snjó og líkar ísinn best til klifurs, vorum bara ánægðir með okkar hlutskipti. Við urðum að komast upp fyiir efsta hluta röðulsins áður en við kæmum í skarðið sjálft. Skyndilega sáum við okkur til undrunar til manna fyrir ofan okkur. Þeir fóru hægt yfir og virtust á niðurleið. Við litum spyrj- andi hver á annan yfír súrefnisgrím- urnar og hristum höfuðið. Við höfð- um ekki vitað um neina fyrir ofan okkur. Þegar nær dró sáum við að mennirnir voru með eitthvað fyrir- ferðarmikið meðferðis sem þeir létu renna á undan sér niður ísaða hlíð- ina. í fyrstu leiðöngrunum sem fóru þessa leið og allt fram á níunda ára- tuginn var Suðurskarð næstefstu búðir. Þá reyndu menn að koma einu tjaldi enn ofar þar sem tveir menn gætu náttað. Þaðan fóru þeir eldsnemma að morgni til að freista þess að ná á tindinn og komast svo aftur niður í Suðurskarð áður en kvöldaði. Hin seinni ár hafa menn hins vegar reynt að taka mið af þeirri staðreynd að yfirleitt er frekar kyirt á nóttunni. Þess vegna er lagt af stað úr Suðurskarði seint um kvöld, reynt að ná tindinum snemma næsta dag og komast síðan alla leið niður í Suð- ui-skarð í einum áfanga. Þessi aðferð hefur stundum reynst vel en hún hef- ur einnig leitt til hroðalegra slysa þegar tíminn hefur reynst of naumm- til að komast aftur niður. Vorið 1996 hélt stór hópur úr nokkrum leiðöngrum samtímis á tindinn. Þar var á ferðinni talsvert af óvönu fólki sem lenti í vandræð- um á erfiðustu köflunum þrátt fyrir ágætt veður, og tafði það förina mik- ið. Leiðangursstjórarnir ákváðu að halda áfram þó að tíminn væri að hlaupa frá þeim. Veðrið versnaði þegar á daginn leið og skyggni var mjög lítið. Flestir lentu í miklum vandræðum á leiðinni niður og urðu sumir að dvelja næturlangt á fjall- inu. Fimm manns, þar af tveir leið- angursstjórar, urðu úti þá um nótt- ina eða næsta dag án þess að hægt væri að koma þeim til bjargar. Tveir báru beinin í Suðurskarði, þar höfðu þeir orðið örmagna og engin leið að koma þeim í tjöldin þrátt fyrir hetjulegar tilraunir. Nú ári síðar komu Sherpar niður með líkamsleifar japanskrar konu sem hafði látist í skarðinu. Eigin- maður hennar hafði lagt í þann kostnað að skipuleggja leiðangur til að ná í líkið. Slíkt er afskaplega fá- títt. Okkur þótti heldur kaldranalegt að mæta nú þessari undarlegu líkför. Við ætluðum ekki að falla í þá gröf að verða of seinir fyrir. Það var ákveðið að ef við vænim ekki farnir að nálgast tindinn um eittleytið skyldum við snúa við. Þá varð okkur litið á Chris Brown. Hann var ekki vanur að láta sér neitt mannlegt óviðkomandi og nú var honum brugðið. CHRIS BROWN: „Þar sem við gengum þarna rétt framhjá líki kon- í Lhotse-hlíðum MANNBRODDARNIR bitu varla í bláan og snarbrattan ísinn á leiðinni upp í Suðurskarð. Ljósmynd/Hallgrímur Magnússon EVEREST Ölduský Ljósmynd/Hörður Magnússon DAGINN sem þremenningarnir komu í Suðurskarð mátti sjá frá aðal- búðum furðuleg öldulaga ský á himni, sem torvelt var að ráða í. við að frostið í Suðurskarði væri nokkrir tugir gráða. Nú drógum við líka fram súrefnis- tækin. Við höfðum aldrei notað slík- an búnað áður en nú ætluðum við að tengja tækin hér í 3. búðum í 7500 metra hæð og nota súrefni ef með þyrfti á leiðinni í Suðurskarð. Þannig var meiningin að spara kraftana fyrir átök kvöldsins. Súr- efnistækin voru af rússneskri gerð, kútarnir voru appelsínugulir, úr blöndu af keflar og áltitani, og fullir af súrefni vógu þeir um sex kíló. Við þá var svo tengdur þrýstijafnari og súrefnisgríma með gúmmíslöngu. Kútnum var síðan komið fyrir í bak- pokanum. Það var mikill ókostur við allan þennan búnað að þrýstijafnar- inn með rofanum sem stjómaði súr- efnisflæðinu var niðri í bakpoka ásamt kútnum svo maður þurfti að- stoð við að skrúfa frá. Við áttum eft- ir að súpa seyðið af því síðar. Hver kútur dugaði í fimm tíma ef flæðið var tveir lítrar á mínútu. Babu, foringi Sherpanna, hafði sýnt okkur súrefnistækin niðri í að- albúðum í byrjun maí. Við höfðum æft okkur í notkun þeirra þar til við vorum vissir um að við gætum hreinsað úr þeim ís og skipt um kúta svo til blindandi. Einhver spurði Ba- bu hvernig menn vissu að súrefnið væri að verða búið. Það kom prakk- arasvipur á hinn lífsreynda Sherpa, hann ljómaði af ánægju yfir því að einhver skyldi ganga í gildruna og svaraði: „No oxygen left: Feet don’t work.“Svo hló hann á innsoginu eins og honum einum er lagið. Aður en við bröltum út úr tjaldinu fórum við yfir það í fimmta sinn hvort allt væri meðferðis. Svo stóð- um við þarna másandi og blásandi í allri múnderingunni, líkastir múmí- um eða geimforum, og biðum eftir hinum. Sólin skein á suðaustur- hrygginn sem virtist svo ógnarlangt í burtu. Ótrúlegt að nú væri loksins að koma að því að við kæmumst þangað upp. En ekki dugði að hugsa um það. Fyrst var að koma sér upp í Suðurskarð. Við hóuðum í hina og loks birtust Chrisarnir tveir og Nick, engu minna dúðaðir en við. Þeir baukuðu við að setjá á sig mannbroddana og svo þokuðumst við af stað upp snarbratta íshlíðina upp að klettahafti í um 7800 metra Islendingar á hæsta fjalli heims Everest, íslendingar á hæsta fjalli heims, heitir ferðasaga þeirra sem héldu suður til Himalaja síðastliðið vor og komust á Everest- tind. Þremenningarnir sem náðu þessum áfanga --------------7---------------------------- voru Björn Olafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon. Þeim til aðstoðar var Hörður Magnússon, bróðir Hallgríms, og hann færir þessa sögu í letur. Með í för var einnig Jón Þór Víglundsson kvikmyndatökumaður. Bókina prýða 230 litmyndir sem veita ógleymanlega inn- sýn í þann heim sem umvefur Everest-fjall. ÞREMENNINGARNIR eru þrautreyndir fjallamenn, en eigi að síður urðu þeir að berjast hetjulegri baráttu við allt það sem mætir Everest-förum. Þeir urðu að kljást við hæðarveikina sem fylgir þunna loftslaginu og þeir klifu hrikalegustu falljökla í heimi. Þeir stóðu af sér frosthörkur og fárviðri í hh'ðum Everest þar sem eitt lítið víxlspor getur kostað menn lífið. I bókinni segja þeir frá átökum, ótta, spennu og efasemdum sem hvergi hafa komið fram í fyrri frásögnum af leiðangrinum og loks lýsa þeir göngunni á tindinn og því dýrlega augnabliki þegar þeir snertu koll „Gyðjunnar, móður heims- ins“ eins og Everest kallast á máli þeirra sem undir fjallinu búa. Hér segir frá fyrri tilraun félaganna til að komast á sjálfan tindinn. Mbrguninn eftir vöknuðum við snemma. Tjaldið var allt , hrímað að innan og það var ekkert gamanmál að koma sér upp úr heitum pokunum og fara að bræða snjó. Það tók líka tímann sinn, og nokkrir klukkutímar liðu áður en okkur tókst að ljúka verk- inu. Heilsan var sæmileg og það var nokkur léttir því síðast þegar við vorum í þessum búðum, þá hver í sínu lagi, hafði líðanin ekki verið eins og best varð á kosið. En þetta var dagurinn! í dag myndi það ráð- ast hvort allur undirbúningurinn skilaði okkur á tindinn eða hvort allt væri til einskis. Þetta átti eftir að vera langur dagur og það var ekki laust við að við værum áhyggjufullir. Meiningin var að fara fyrst upp í Suðurskarð með svefnpoka og dýn- ur auk alls klifurbúnaðar. Þar ætl- uðum við að hvílast fram eftir kvöldi en stefna svo á sjálfan tindinn. Nú klæddum við okkur í fyrsta skipti í dúnfatnaðinn, samfestingana sem við höfðum fram að þessu drösl- að með okkur í farangrinum. Þeir voru sérsaumaðir á okkur í Bret- landi og höfðu reynst prýðilega þeg- ar við prófuðum þá heima. Nú lá leið okkar hins vegar í Suðurskarð, einn kaldasta og eyðilegasta stað jarðar, og svo áfram upp á hátindinn. Yið þurftum ekki framar að kvíða hitun- um í Vesturdal, ískaldur næðingur- inn þar uppi sæi til þess að sólin hefði lítið að segja, og búast mátti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.