Morgunblaðið - 16.11.1997, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR DRÁ TTARBEISL UM
í HÓTELREKSTUR
Eftir Guðmund Guðjónsson
Þórarinn er fæddur í
Reykjavík 21. apríl 1944.
Hann lærði vélvirkjun og
fékk meistaragráðuna á
Vélaverkstæði Björns og Halldórs í
Síðumúlanum. Það er skemmtileg
tilviljun fyrir Þórarin, að núverandi
húsnæði Víkurvagna og Hótels Vík-
ur er einmitt húsið sem hýsti gömlu
meistara hans um árið. Eftir að
hafa unnið um nokkurra ára skeið í
gömlu vélsmiðjunni, fór Þórarinn
„út í atvinnulífið“ og vann næstu ár-
in með fóður sínum, „Kidda í Björg-
un“, en íyrirtæki föður hans vann
mikið í skipströndum, bjargaði
fórmum og öðrum verðmætum og
stóð m.a. fyrir leitinni að „Gullskip-
inu“ fræga suður á söndum. „Árið
1978 var vendipunktur hjá mér. Það
var farið að draga úr þessum
skipstöpum og kominn tími til að
láta að sér kveða á öðrum vett-
vangi," segir Þórarinn. Hann stofn-
aði sitt eigið vélaverkstæði, Véla-
verkstæði Þórarins, en fyrir 17 ár-
um var einnig stofnað vélaverk-
stæðið Víkurvagnar á Vík í Mýrdal.
Þórarni bauðst síðan að kaupa hlut í
Víkurvögnum og lét það ekki fram
hjá sér fara. En í kjölfarið á því
fluttist fyrirtækið til Reykjavíkur,
en hélt samt gamla nafninu.
„Markaðurinn er að stærstum
hluta á Reykjavíkursvæðinu og það
var allt of óhagkvæmt að vera að
smíða alla þessa hluti og flytja þá
síðan á Mölina. Það gekk bara ekki
upp,“ segir Þórarinn.
Nafnið Víkurvagnar segir nú ekki
mikið, hvað er það eiginlega sem þið
framleiðið?
„Dráttarbeisli vil ég nefna fyrst.
En bæta svo við.vögnum og kerrum
af öllum toga og tegundum. Hesta-
og vélsleðakerrur, tjaldvagna, auk
umboðssölu á hjólhýsum. Það má
alveg segja að við erum með fyrstu
íslenskhönnuðu tjaldvagnana. Þeir
eru hannaðir á teikniborðinu hjá
okkur og framleiddir eftir því í
Zaragossa á Spáni. Við vorum með
fyrstu prufumar árið 1995 og 1996
og það tókst mjög vel. Þeir reynd-
ust vel og lofuðu góðu. Frá og með
næsta vori kemur ný lína, endur-
bætt og hönnuð í samræmi við
reynsluna af fyrstu týpunum,“ svar-
VIÐSKIPn AIVINNULIF
Á SUNIMUDEGI
►Víkurvagnar heitir lítið en fjölbreytt fjölskyldufyrirtæki.
Gagnstætt nafninu þá er það ekld staðsett á Vík í Mýrdal, held-
ur í Síðumúlanum. Upprunalega voru Víkurvagnar þó í Vík. I
þá daga voru smíðaðar kerrur og traktorsvagnar, en í dag er
starfsemin mun margþættari. Morgunblaðið hitti Þórarin
Kristinsson, framkvæmdastjóra Víkurvagna, í vikunni og
fræddist um fyrirtækið.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
í móttöku Hótels Víkur. .
ar Þórarinn.
Hvers vegna er framleitt á
Spáni? Af hverju ekki heima á
Fróni?
„Þetta hefur nú með meingallaða
stjórnsýsluna hérna að gera,“ segir
Þórarinn og brosir daufu brosi.
„Þetta er spurning um hagkvæmni.
Auðvitað væri gott að geta gert
þetta heima og helst vildum við það
að sjálfsögðu. En um leið og við
framleiðum einhvern hlut í aftaní-
vagn hellist yfir okkur nokkuð sem
heitir vörugjald. Erlendis era þessir
klafar ekki á þeim sem vilja fram-
leiða á heimavígstöðvum en hér
verðum við að velja hvort við viljum
sitja undir svona skattheimtu eða
færa útlöndum atvinnutækifærin,"
svarar Þórarinn. Og hann er inntur
eftir meiru; hver markaðurinn sé,
hvað er hann stór, hvar er hann og
hverjir eru vaxtarbroddarnir ef ein-
hverjir eru?
„Markaðurinn er nú sem ég sagði
áðan, fyrst og fremst á Stór-
Reykjavíkursvæðinu og það er nóg
að gera. Islendingar eiga orðið slík
kynstur af hestum, vélsleðum, bíl-
um og ég veit ekki hvað og í þessu
svokallaða góðæri er eins og mark-
aðurinn mettist alls ekki. Það er nú
erfitt að meta stærð þessa markað-
ar, því framleiðslan er af ýmsum
toga, en þó get ég sagt að við erum
með langstærstu markaðshlutdeild-
ina. Eg myndi segja að við værum
með svona 60-70% af markaðinum.
Og þú spyrð um vaxtarbrodda.
Þeir eru vissulega fyrir hendi. Við
erum til dæmis nýlega farnir að
framleiða plastkerrur sem lofa
verulega góðu. Höfum jafnvel hugs-
að aðeins um erlendan markað með
þær, sem og sendibílakassa með
trefjaplastyfirbyggingum. Þetta er
200 kílógrömmum léttara en hefð-
bundin vara og þú getur ímyndað
þér hvort það skiptir ekki máli hjá
mönnum sem hafa atvinnu af því að
aka og fara kannski 80.000 til
100.000 kílómetra á ári. Þessar yfir-
byggingar eru einangraðar og slétt-
ar að innan sem gerir þær sérstak-
lega meðfærilegar í þvotti. Þá erum
við trúlega með dýrustu bílakerrur í
Evrópu, en samkvæmt umsögnum
og athugunum eru þær einnig þær
vönduðustu.“
Þú minntist á erlendan markað,
stendur eitthvað mikið til?
„Mikið? Það er að minnsta kosti
ekkert byrjað, en við höfum þó ver-
ið að líta í kring um okkur. Við höf-
um m.a. komist að því, að fram-
leiðslan okkar er fyllilega sambæri-
leg bæði í verði og gæðum við það
sem framleitt er erlendis. Við fram-
leiðum auk þess eftir ströngustu
Evrópustöðlum og eram stoltir að
segja frá því. Það skyldi enginn
gera lítið úr öryggisþætti fram-
leiðslu af þessu tagi. Ef út í þetta
færi myndi framleiðslan vera er-
lendis, en annars er ótímabært að
vera að gefa út yfirlýsingar um
þetta efni. Tíminn leiðir í ljós hvað
við tökum til bragðs. Við þurfum
a.m.k. að hafa augun opin fyrir öll-
um nýjungum."
Arðbær vistaskipti
Talsverður uppgangur hefur ver-
ið hjá Víkurvögnum síðustu árin.
Fyrirtækið hóf starfsemi sína í
svokölluðu Flosaporti á Skúlagötu á
sínum tíma, en síðan fluttist fyrir-
tækið í Laufbrekku í austurbæ
Kópavogs. Þar var það til ársins
1993, að Víkurvagnar keyptu hús-
næðið í Síðumúla 19.
„Húsið var í mildlli niðurníðslu og
við lögðum mikla vinnu og fjármuni
í að koma því í stand. Það hjálpaði
okkur ósegjanlega, að viðskipti
snarjukust við að fyrirtækið flutti
hingað í Síðumúlann, á þennan mun
aðgengilegri stað. Dæmi um það er,
að strax fyrsta árið jókst veltan hjá
okkur um heil 40%.“
Hvað veltir svona fyrirtæki
miklu?
„Viltu vera að fara með einhverj-
ar tölur? Veltutölur eru eiginlega
hernaðarleyndarmál hjá okkur. Við
viljum ekki að samkeppnisaðilar séu
að spá í þær. En þetta er ekkert
stórfyrirtæki, bara svona mátulegt
fjölskyldufyrirtæki. Við höfum haft
þetta mjög svo heimilislegt, konan
mín, Guðrún Sveinsdóttir, hleypur í
öll störf, Gyða, dóttir mín, sér um
bókhald og alla venjulega skrif-
stofuvinnu og við getum sagt að
synimir tveir, Sveinn og Kristinn
séu framleiðslustjórar. Þeir eru í
vaxandi mæli að taka við þessu.
Tengdasonurinn Valgeir er svo
næturvörður á svæðinu.“
En hvað með samkeppni? Þú
sagðir að þið ættuð 60-70% hlut-
deild ímarkaðinum?
„Jújú, það er sannarlega sam-
keppni og þá fyrst og fremst við
fyrirtæki sem flytja inn sambæri-
legar vörur að utan. Við höfum setið
undir því á hverju einasta ári að fyr-
irtæki hafi sprottið upp hér á landi
sem hafa boðið okkur byrginn, en
við höfum spyrnt við fótum og látið
á okkur skilja að við ætlum ekki að
fara á hausinn. Við njótum þess
ríkulega að vera orðin rótgróin með
trausta og samkeppnishæfa vöru.
Því höfum við orðið ofan á.“
Ólíkleg hliðargrein
Fyrir þremur árum hófu Víkur-
vagnar hótelrekstur í Síðumúla 19
og þegar því er skotið að Þórarni að
það geti vel talist ólíkleg aukabú-
grein, glottir hann óborganlega og
jánkar því. En þó er það ekki svo
frá sjónarhóli hans. Hann segir:
„Það var nú þannig að fyi-irtækið
þm'fti ekki allt þetta pláss og við
fórum því út í að hanna og smíða
hótel. Við vorum með tæplega 400
fermetra hæð, klössuðum hana al-
veg upp og byggðum svo aðra jafn
stóra ofan á. I ofanálag byggðum
við 160 fermetra vinnuhúsnæði fyrir
Víkurvagna baka til á lóðinni. Við
erum með 23 stór herbergi, þar af
eru ellefu mjög stór, 30 fermetrar
og geta talist hótelíbúðir þar sem í
þeim er að finna eldunaraðstöðu
ásamt öðrum nauðsynlegum og
sjálfsögðum þægindum. Auk þess
eru í hótelbyggingunni matsalur,
morgunverðaraðstaða og tveir bar-
ir. Annan opnuðum við nýverið.
Minni herbergin eru 24 fermetrar,
þannig að ein af okkar sérstöðum er
herbergjastærðin," segir Þórarinn.
Hótel Vík heitir gistihúsið og rétt
eins og Víkui'vagnanafnið, gæti það
bent til þess að það sé á Vík í Mýr-
dal. En þetta er aðeins arfurinn frá
upprunanum. Hótel í Síðumúla?
Ekki beint í sollinum eða á hefð-