Morgunblaðið - 16.11.1997, Síða 31

Morgunblaðið - 16.11.1997, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 31 Erlendis eru þessir klafar ekki á þeim sem vilja framleiða á heimavígstöðvum en hér verðum við að velja hvort við viljum sifja undir svona skattheimtu eða færa útlöndum atvinnutækifærin bundnari hótelslóðum. Öllu heldur í miðju fyrirtækjahverfi. Á hvaða markhóp stefnir Hótel Vík og hvað segir Þórarinn um staðsetninguna? Er hún ekki til trafala? „Nei, hún hefur sko ekld reynst vera til trafala," segir Þórarinn. „Við erum auðvitað að sverma fyrir túristum á sumrin, en þetta er heils árs hótel og við leitum því einnig mikið eftir viðskiptum við fyrirtæki. Erum nú þegar með góð viðskipta- sambönd við nokkur stór erlend fyr- irtæld sem senda hingað fulltrúa sína reglulega. Þetta eru góðir kúnn- ar sem borga fljótt og vel hæsta verð. Varðandi túristana, þá færist það í vöxt að þeir séu hér á eigin veg- um og þarfir manna eru misjafnar. Þeir sem vilja t.d. vera í sollinum eru ekki hjá okkur. Mjög margir leggja mikið upp úr rólegheitum og það er fólk sem vill vera hjá okkur. Gestir okkar hafa sagt að það sé með ólík- indum rólegt hjá okkur. Hluti af ástæðunni er staðsetning- in, hér er lítil umferð þegar líður að kvöldi. Önnur skýring er hvemig hótelið er smíðað. Það er rammsmíð- að og geysilega vel hljóðeinangrað. Dæmi um þetta er, að einu sinni lentu hlið við hlið þýsk hjón og ein- hverjir Islendingar sem voru komnir úr utanlandsferð og voru í miklu stuði. Þeir vom með partí alla nótt- ina, en Þjóðverjamir, sem em þeir viðskiptavinir sem gera hvað mestar kröfur, urðu einskis varir. Við komumst á snoðir um gleðskapinn klukkan sex um morguninn vegna þess að hávaðinn barst fram á gang. En milli veggja heyrðist ekki þmsk. Stóru herbergin skera okkur einnig talsvert úr. Eg held að ég geti fullyrt að ekkert annað hótel hér á landi hafi svona mörg stór herbergi og fyrir vikið fáum við mikið af fjölskyldum, s.s. bama- fólki.“ Þetta er nú nýtt af nálinni hjá ykkur, gengur þetta sem sé vel enn sem komið er? „Eins og ég gat um áðan, þá er þetta heils árs hótel og því vantar nokkuð upp að við getum talist full- bókuð. En ég hef tröllatrú á þessu og þetta hefur gengið nógu vel til þess að við erum komin yfir núllið í hótelrekstrinum og erum farin að sjá dálítinn ávinning. Ferðamanna- bransinn er auk þess í vexti hér á landi og á eftir að mala þjóðarbúinu gull ef vel er að verki staðið.“ Hvemig á að standa vel að verki? „Hótel Vík er nýlega komið í samvinnu við svokölluð Regnboga- hótel, þau era þá tíu talsins. Þetta em allt heilsárshótel eins og Hótel Vík og við ætlum í krafti fjöldans að markaðssetja okkur saman. Ferða- mannabransinn er að breytast og við stöndum betur að vígi að nýta sóknarfærin ef við erum nokkrir saman. Emm þá sterkari, vinnan og kostnaðurinn dreifist á fleiri hend- ur. Það þarf að brydda upp á nýj- ungum, lengja ferðamannatímann. Nú þegar má sjá framfarir í þessum efnum. Þá þarf að fara nýjar leiðir í markaðssókn, róa á ný mið. Sjálfur hef ég t.d. augastað á Kanada og Spáni. Það em óplægðir akrar um allt;“ segir Þórarinn og látum við það verða lokaorðin. FERÐflSKRlFSTOFA GUÐIVIUNDAR JÓNASSONAR AUGLÝSIR SKÍÐAFERÐIR TIL SVISS OG C0L0RAD0 1998 , Boðiö verður upp á 4 brottíarir tii bins tjöibreytta oo skemmtilega skíöasvæðis í Crans-Montana í Sviss: . 7. febrúar 1 vika kr. 57.900. 2 vikur kr. 78.900. \ 14. íebrúar 1 vika kr. 57.900. Páskaferð 6 dagar kr. 47.300. llÍÍI^V Innifalið í verdi er tiuo til Luxemborgsr. tlugvallarskattur akstur til og trá Crans- Montana. gisting i tveggja manna herbergi með morgy.iverði og íslensk íararstjóm. Einnig gefst kostur á dýrari gistinp með 1/2 tæði. • Páskaferð 10 danar verð kr. 106.100. ' Innilalið í verði er fiug um Amsterdam til Ziirich og hsim fra Genf. flugvallar’' ' skattur. akstur milli fiugvallar cg Crans-Montana. gisting í tveggja manna he'rbergj :]£b - , á fjögurra stjömu hóteli með 1/2 fsði og islensk fararstjórn. .-. ’»_• '■ - Eiít stórkostlegasta skíðasvæði Kiettafjallanna er Vaii i Coiorado. ’ Þangað bjóðum við tveggja vikna ferð þann 12. íebrúar. lr \ :x .. Verðkr. 169 500. • ‘ \_ Innifaiið í verði er fiug til Oenver, akstur miili ílugvallar og Vail. gisting i tveggja manna herbergi á góðu hóteli i miðjum skíöabsnum og íslensk fararstjórn. ’, v - Leitiö nánari uppplýsinga hjá utanlandsdeild okkar, ^rWk FerðaskrHstofa GUDMUNDAR JÓNASS BORGARTÚNI 34 SÍMI511 1515 Eitt blað fyrir alla! JMmrgtmMðMti - kjarni málsins! Stór fjórhjóladrifinn bill á frábæru verði FRÁ KR! 2.190.000,- Á 6ÖTUNA. HOIVDA VATNAGARÐAR24 3: 568 8900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.