Morgunblaðið - 16.11.1997, Qupperneq 34
34 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER1997
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
STÓRT SKREF í UMHYERF-
ISUMBÓTUM í NÁND
MIKIÐ vatn og fleira hefur runn-
ið til sjávar síðan hlaðinn var ræsa-
stokkur í Lælqargötu þar sem læk-
urinn rann, en það var árið 1913
og þótti mikið átak sem gjörbreytti
umhverfisaðstæðum þar. Síðan höf-
um við verið stöðugt að í þessum
málum og verkefninu lýkur reyndar
aldrei því borgin þenst út og ávallt
aukast kröfumar til umhverfísgæða.
Mengun hafsins
Mengun hafs er vandamál víða
um heim en þó sérstaklega í þétt-
býlli löndum og þar sem mikill iðn-
aður er. Hér á landi er fátt fólk og
landfræðilegar aðstæður yfirleitt
þannig að við verðum lítt vör við
mengun vegna skólps. Þó eru þeir
staðir til þar sem mengunin verður
verulega sýnileg samanber fréttir
af grútarmengun og fleiru sem rek-
ur á fjörur. Víða erlendis þar sem
losun er mikil og aðstæður oft við-
kvæmar skapast stór vandamál
vegna ofvaxtar á þörungum sem
jafnvel geta gefið frá sér stórhættu-
legt eitur. Þannig aðstæður hafa
ekki skapast við Reykjavík þrátt
fyrir tiltölulega mikla losun í lítinn
fjörð eins og Skeijafjörð. Þetta þýð-
ir þó ekki að hér mengist sjór ekki
yfir þau mörk sem talin em var-
hugaverð eins og saurkólígerlamæl-
ingar hafa oft leitt í Ijós. Að meðal-
tali myndast um 240 lítrar af skólpi
vegna hvers íbúa á sólarhring. Til
viðbótar fer í fráveitukerfið regn
og afrennsli hitaveitu úr húsum.
Vegna þess geysilega magns sem
rennur til sjávar og hefur víðast
hvar ekki farið lengra en rétt út
fyrir stórstraumsfjörumörk hefur
ástand strandsvæða í Skeijafirði
og norðan Reykjavíkur m.t.t. geria
verið hreint út sagt afleitt um ára-
bil. Þetta hefur m.a. valdið því að
fólki hefur verið ráðið frá því að
taka þar sjóböð og fjöruferðir hafa
verið farnar með efablöndnum hug,
en nú eru miklar breytingar í vænd-
um.
Fjölþjóðlegt átak
íslendingar gerðust aðilar að svo-
kölluðum Parísarsamningi frá 1974
sem fjallar um vamir gegn mengun
sjávar frá landstöðvum og gekk
hann í gildi hér 1981. Árið 1991
kom út tilskipun frá Evrópusam-
bandinu sem vísar til Parísarsamn-
ingsins og eru í henni settar fram
ákveðnar kröfur um tegund hreins-
unar og tímamþrk miðað við stærð
íbúðabyggðar. í henni er gefið svig-
rúm til að nota svokallaða eins
þreps hreinsun þar sem hægt er
að sýna fram á að umhverfið verði
ekki fyrir skaðlegum áhrifum. Skil-
greining á eins þreps hreinsun í til-
skipuninni er sú að notaðar séu
eðlis- og/eða efnafræðilegar að-
ferðir til að botnfella svifagnir. Sér-
fræðingar EFTA og ES í þessum
málum bentu á að fleiri aðferðir
væru til og sögðu að notkun sía á
lítið viðkvæmum svæðum væri lík-
lega álitin jafngilda botnfellingar-
aðferð. Því var eftirfarandi bókun
gerð að hálfu íslendinga. „íslend-
ingar eru aðilar að Parísarsam-
þykktinni og hafa samþykkt
PARCOM tilmæli nr. 88/2, sem
miðar að því að draga úr því að
næringarsölt berist til svæða aðild-
arlanda Parísarsamþykktarinnar.
Markmið þessara tilmæla eru hin
sömu og markmið tilskipunar EB
frá 21. maí 1991 um meðferð skólps
frá þéttbýlissvæðum. Tilskipuninni
(91/271/EB) virðist ætlað að kveða
á um tæknilegar lausnir með tilliti
til aðstæðna á meginlandi Evrópu,
án þess að taka mið af mismunandi
umhverfísaðstæðum og stijálbýlli
Hreinsun fráveituvatns
frá stórum hluta höfuð-
borgarsvæðisins er á
næsta leiti en í upplýs-
ingaþjónustu ráðhúss-
ins mun starfsleyfis-
tillaga fyrir fyrstu
skólphreinsistöðina í
Reykjavík liggja frammi
til 27. nóvember næst-
komandi. Að mati
Gunnars Svavarsson-
ar hefur með byggingu
hreinsistöðvar og útrás-
ar verið tekið stærsta
skrefíð til þessa í um-
hverfismálum hérlendis.
svæðum. Með vísan til 8. og 10.
liðs EFTA/ENV-skjals nr. 14/91
og með tilliti til markmiða tilskipun-
arinnar líta íslendingar svo á að
notkun síu til forhreinsunar nægi á
lítt viðkvæmum svæðum svo mark-
miðum tilskipunarinnar sé náð. ís-
lendingar geta samþykkt tilskipun-
ina út frá þessum skilningi." Ekki
hafa verið gerðar athugasemdir við
þessa bókun. Bókunin var m.a.
byggð á því að í Noregi er síunarað-
ferð beitt norðan Norðursjávar þar
sem útrás er ekki inni í fjörðum.
Víða erlendis eru gerðar kröfur
um meiri hreinsibúnað en hér sem
kemur til vegna þess að skólpmagn-
ið þar er margfalt meira og viðtak-
amir eru ár eða flóar og þröngir
firðir sem ekki hreinsa sig vel á
náttúrulegan hátt, þ. e. viðkvæmir
viðtakar. Mengunarvamareglugerð
gerir þá kröfu að áður en eins þreps
hreinsun sé heimiluð skuli rannsaka
ítarlega áhrif skólps á umhverfið og
sýna fram á að þróaðri hreinsiað-
ferðir hafi engin umhverfisbætandi
áhrif. Því voru framkvæmdar hér
ýmsar ítarlegar rannsóknir á vænt-
anlegum losunarstað sem tóku m.a.
til strauma, botnlífríkis, efnagrein-
inga og fleira. Þær rannsóknir sem
gerðar voru á lífríki og botni voru
einnig til þess gerðar að hafa við-
mið fyrir rannsóknir sem gerðar
verða þegar losunarstaðurinn hefur
verið tekinn i notkun. Hollustuvemd
ríkisins samþykkti þann 1. október
síðastliðinn að viðtakinn utan við
Akurey skilgreindist sem síður við-
kvæmur, þar sem ekki sé hætta á
ofnæringu nærinarefna eða súrefn-
isþurrð óg losun hreinsaðs skólps
hafí ekki skaðleg áhrif á umhverfíð
þar.
Nefna má að í löndum þar sem
þróaðri hreinsiaðferðum er beitt til
hreinsunar skólps er ekki allur
vandinn leystur því að eftir hreins-
unina situr fjall af föstum úrgangi
sem þarf að meðhöndla á dýran
hátt. Svokölluð tveggja þrepa
hreinsun byijar á botnfellingu
svifagna. Síðan er beitt lífrænni
hreinsun sem oft fer fram í kemm
þar sem örveruvöxtur er örvaður
en einmitt þær sjá um að innbyrða
lífræn efni og annað í skólpinu og
umbreyta því í koltvísýring, vatn
og hlutlausan efnismassa. Að því
loknu fer efnismassinn í frekari
meðferð og að lokum verður til efni
sem helst minnir á mold. Afurðinni
er síðan gjarnan dreift
á ræktunarland sem
áburði. Enn eru þó í
vísindaheiminum mikl-
ar vangaveltur um það
hvort þetta sé heilsu-
samlegt þar sem ekki
hefur enn verið hægt
að komast hjá því að
þessi afurð innihéldi
eitthvað af hættuleg-
um efnum eins og
þungmálmum og þrá-
virkum lífrænum efn-
um. Hreinsun af þessu
tagi kostar margfalt
það sem eins þreps
hreinsun kostar.
Ný hreinsistöð
Þessa dagana liggur frammi í
upplýsingaþjónustu ráðhúss
Reykjavíkur starfsleyfistillaga fýrir
fyrstu meiriháttar skólphreinsistöð-
ina í Reykjavík og var hún sam-
þykkt á heilbrigðisnefndarfundi 3.
október síðastliðinn. í henni eru
sett fram ákvæði um hreinsun
skólps, eftirlitsmælingar, skráning-
ar, rannsókn á virkni og umhverfís-
áhrifum auk krafna um umgengni
við stöð, meðhöndlun fastra úr-
gangsefna, lykthreinsun, hávaða-
takmarkanir o. fl. Stöðin og búnað-
urinn sem í henni er kostaði um
800 milljónir króna. Yfírumsjón
með framkvæmdinni hafði gatna-
málastjórinn í Reykjavík.
Skólp frá um 100.000 manns auk
skólps frá ýmissi starfsemi kemur
til með að fara um stöðina og þar
að auki regn og hitaveituvatn. Iðn-
aðar- og þjónustuskólpið er áætlað
samsvara skólpi frá um 70.000
manns. Reiknað er með að um 600
lítrar af skólpi fari um stöðina á
hverri sekúndu eða 52 milljónir lítra
á dag, en hönnunarmagn fyrir út-
rásina, sem er 120 sentimetrar að
þvermáli, er 2500 lítrar á sekúndu.
Fráveituvatnið kemur frá Seltjarn-
amesi, Vesturbænum, Fossvogs-,
Breiðholts-, Árbæjar- og Selás-
hverfi og fljótlega er reiknað með
fráveituvatni frá Kópavogi og
Garðabæ. Til samanburðar má geta
þess að rennsli Elliðaánna er 2000
til 4000 lítrar á sekúndu.
En hvað er stöðin hönnuð til að
gera? Aðveituskólpið kemur fyrst
inn í gijótfang þar sem möl og fleiri
þungir hlutir eru felldir til botns.
Þá er það leitt inn í rennu þar sem
fínar færibandasíur fjarlægja vænt-
anlega um 50% af föstum svifögn-
um. Þetta fasta efni fer af færi-
bandinu í snigil sem pressar úr því
vatn en síðan fer það í lokaða gáma
sem geymdir eru í sérstöku hús-
rými. Eftir þessa síun
fer skólpið í geysistór
ker þar sem mjög er
hægt á rennslishraðan-
um þannig að agnir
sem eru eðlisþyngri en
vatn falla til botns en
léttari efni eins og fita
og olía fljóta upp með
aðstoð lofts sem dælt
er í fínum bólum upp
í gegnum kerin og er
fleytt ofan af yfirborð-
inu inn í sérstaka þró.
Því sem fellur til botns
er dælt gegnum af-
vötnunarsnigil og inn í
lokaða gáma. Síðan
rennur hreinsaða
skólpið í þró þaðan sem því er dælt
í plast-fráveitulögn á sjávarbotni
fjóra kílómetra á haf út frá Ána-
naustum eða um einn og hálfan
kílómetra norðvestur af Akurey.
Síðasti 500 metra kafli lagnarinnar
er útrás þar sem dreifistútar eru
með um 6 metra millibili og dýpi
þar er um 20 til 30 m.
Fráveitulögn stöðvarinnar var
lengdarhönnuð þannig að gerla-
magn færi ekki yfir viðmiðunar-
mörk mengunarvarnareglugerðar á
strandsvæðum (strandsvæði er
fjara ásamt 250 metrum út fyrir
stórstraumsfjörumörk). Reglugerð-
in segir að þar sem útivistarsvæði
séu við fjörur eða matvælaiðnaður
í grennd skuli fjöldi saurkólígerla
eða saurkokka í a. m. k. 90% til-
fella vera undir 100 í 100 ml utan
þynningarsvæðis (þynningarsvæði
er sá hluti viðtaka þar sem þynning
mengunar á sér stað og eftirlitsaðil-
ar með mengunarvamareglugerð
samþyggja að mengun megi vera
yfir viðmiðunarmörkum). Náesta
strandsvæði við útrásina er við
Akurey sem er útivistarsvæði skv.
skipulagi og á sjórinn þar að vera
í góðu lagi eftir að losun hefst. Til
samanburðar við þær kröfur sem
gerðar eru við strendur Reykjavík-
ur, þá eru leyfðir frá 100 til 1000
saurkólígerlar eða saurkokkar í 100
ml á baðströndum í Evrópu.
Rannsóknir
Eins og fýrr sagði hafa verið gerð-
ar margar rannsóknir vegna vænt-
anlegrar losunar hreinsaðs skólps
frá stöðinni og er hér minnst á helstu
niðurstöður úr þeim, en ekki er um
tæmandi samantekt að ræða.
í desember 1991 kom út skýrsla
um rannsókn á gerlamengun frá
skolpútrásum í Reykjavík (Vatna-
skil, Snorri Páll Kjaran og Sigurður
Lárus Hólm). í ljós kom að meðal-
kólígerlafjöldi í hreinu skólpi er 9
Gunnar
Svavarsson
miljón^ E-kólí gerlar í 100 millilítra
sýni. í sjónum er dauðatími gerl-
anna frá 5 til 10 klukkustundir,
skemmstur á sumrin og lengstur í
desember. Því meiri sól þeim mun
skemur lifa gerlarnir. Gerlafjöldi á
strandsvæði við meginútrás getur
farið yfir 100.000 í 100 ml en er
oft yfir 10.000 á nokkur hundruð'
metra kafla við þær.
Árið 1992 kom út skýrsla um
efnamælingar fráveituvatns við
Ingólfsgarð, Laugalæk og í Breið-
holti (Rannsóknarstofnun fiskiðn:
aðarins, Guðjón Atli Auðunsson). í
henni segir að þegngildi (þegngildi
er magn efnisþáttar á sólahring
deilt niður á fjölda persóna sem
liggja að baki fráveituvatni) málma
í Skúlagötu og Laugalæk séu nokk-
urt áhyggjuefni og ástæða sé til
að kanna uppsprettu þeirra nánar
þar sem um tímabundnar losanir
virðist að ræða. Sömu sögu er að
segja um PCB efni. Sagt er að vörn
gegn mengun af þessu tagi felist í
að uppræta uppsprettuna frekar en
að leggja í kostnað við hreinsun á
öllu frárennslinu. Lagt er til að
könnuð séu áhrif málma á lífríki
losunarstaðar með kræklingarann-
sókn fýrir og eftir að losun hefst.
í janúar 1993 kom út skýrsla I
um gerlamengun á strandsvæðinu
frá Orfirisey og að olíubirgðastöð-
inni í Skeijafirði (Líffræðistofnun
HÍ, Jörundur Svavarsson). Mæling-
arnar voru gerðar í nóvember og
desember 1992. Hún leiddi í ljós
að víðast hvar var saurkólígerla-
mengun á bilinu 160 til 1500 gerlar
í 100 ml. Ástandið var best í Sel-
tjörn eða um 40 saurkólígerlar í
100 ml en verst utan við olíubirgða-
stöðina í Skeijafirði (þar er Foss-
vogsræsi) þar sem meðaltal saur-
kólígerla var um 22.000 í 100 ml.
Árið 1994 kom út skýrsla um
neðansjávarmyndartöku við enda
fyrirhugaðrar útrásar (Hafrann-
sóknarstofnun, Kjartan Thors). í
henni segir að botninn sé úr grófu
seti, þ.e. möl og grófum sandi. í
setinu er mikið af skeljum og skelja-
brotum. Á köflum kemur fýrir dreif
af fínefni ofaná grófa setinu. Grófa
setið er víða gárað með 10 til 20
sentimetra ölduhæð og er það víða
holótt og að því er virðist sundur-
grafið af lífverum. Fínefnið sest til
mjög tímabundið vegna sjávar-
strauma og stormöldu.
í janúar 1994 kom út skýrsla II
um gerlamengun á svæðinu frá
Örfirisey og að olíubirgðastöðinni í
Skeijafirði (Líffræðistofnun HÍ,
Jörundur Svavarsson). Þetta er
sama svæði og var athugað ári
áður en nú var komin bráðabirgða-
útrás við Eiðsgrandann, en áður var
því skólpi veitt í Skeijafjörðinn.
Saurkólígerlamagn var víðast hvar
frá 70 og upp í 2300 gerlar í 100
ml, lægst í Seltjörn eins og áður.
Við Fossvogsræsi var kólígerla-
magn hins vegar meira en helmingi
hærra en áður eða 52.900 gerlar í
100 ml. Gerlamengun jókst töluvert
utan við Eiðisgrandann en minnk-
aði að sama skapi í Skeijafirði.
í maí 1994 kom út skýrsla um
efnamælingar á fráveituvatni frá
dælustöð á Gelgjutanga (RF, Guð-
jón Atli Auðunsson). I henni segir
m.a. að þá viku sem mælingar stóðu
yfir hafi mæliþættir hvorki virst
vaxa eða minnka. Regn leiðir ekki
til aukningar á blýstyrk en hann
mældist lágur. Flestir málmar
mældust í lágum styrk. Köfnunar-
efni mældist nokkuð hátt og er
ástæða til að kanna það nánar. PCB
efni greindust ekki. Lífræn efni sem
innihalda halogenefni mældust
nokkuð há en þessi efni sem að
öllum líkindum koma frá leysiefnum
í iðnaði eru viðsjárverð vegna upp-
söfnunar í lífverum. Fenólefni sem
einnig eru í lífrænum leysum mæld-
ust einnig í nokkuð háum styrk.
í desember 1994 kom út skýrsla
um sjávarstrauma í Faxaflóa og
dreifingu mengunar vegna fyrirhug-
aðrar útrásar (Vatnaskil, Snorri Páll
Kjaran og Sigurður Lárus Hólm). I
niðurstöðum hennar segir að veruleg
vatnaskipti eigi sér stað á fyrirhuguð-
um losunarstað og að útrásin komi
til með að uppfylla vel kröfur meng-
unarvamareglugerðar fyrir saurkólí-