Morgunblaðið - 16.11.1997, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 35
I
SÉÐ yfir Sundin á fögrum degi.
gerla. Ennfremur er sagt að flokka
megi viðtakann sem síður viðkvæmt
svæði eins og það sé skilgreint í
mengunarvamareglugerð. Geta má
þess að mikið hefur verið gert af
straummælingum í Faxaflóa eða alit
frá árinu 1967 og hafa þær verið
notaðar til kvörðunar á reiknilíkani
fyrir dreifíngu mengunar.
í september og október 1995
komu út tvær skýrslur um krækl-
ingarannsóknir vegna væntanlegr-
ar losunar fráveituvatns út af Ána-
naust (RF, Guðjón Atli Auðunsson
og Hannes Magnússon). Rannsókn-
in var liður í mati á áhrifum núver-
andi losunar frárennslis á lífríki
viðtaka og verður notuð sem gagna-
grunnur við mat á áhrifum væntan-
legrar losunar. í örstuttu máli þá
felst rannsóknin í því að 30 til 40
kræklingum var komið fyrir í net-
hólk. Nethólkunum var síðan komið
fyrir víða í viðtakanum út af Ána-
naustum og þeir hafðir þar í tvo
mánuði. Til viðmiðunar var haft
kræklingabúr í Hvalfírði. Rann-
sóknin leiddi í ljós að skelfiskur
innan við 4 kílómetra frá landi
myndi flokkast sem „slæmur" m.t.t
gerla, en sagt er að þegar ný útrás
verði komin í gagnið mætti gera
ráð fyrir að gæði kræklins upp við
landið gætu orðið viðunandi m.t.t.
gerla og yrði hann líklega hæfur
til neyslu. Hérna á þó eftir að taka
tillit til meiri losunar en nú er og
meira gerlamagns að vetri og einn-
ig áhrifa hreinsunar skólps í hreinsi-
stöð. Styrkur málma að kadmíni
undanskildu reyndist í öllum tilvik-
um lægri en hámarksgildi fyrir fisk
og fiskvörur til manneldis kveða á
um. Ekki var unnt að tengja styrk
kadmíns við áhrif af völdum frá-
rennslis. Almennt má segja um
dreifingu málma í kræklingi úti á
Sundunum að þrátt fyrir hlutfalls-
lega mikla losun sumra þeirra mið-
að við fólksfjölda, þá ná þeir ekki
að safnast fyrir í kræklingnum svo
nokkru nemi að silfri undanskildu.
Kemur þetta til af aðallega tvennu:
lágum styrk þeirra í frárennsli borg-
arinnar m. a. vegna þynningar, og
tiltölulega örrar þynningar frá-
rennslisins er út á Sundin er kom-
ið. PCB efni sýndu svipaða hegðun
og silfur, þ.e. hár styrkur næst
ströndu, sem lækkar er frá dregur
landi í það að ná styrk sýnis í Hval-
firði á ystu stöðinni út af Ánanaust-
um (4000 m). Styrkur klórlífrænna
þátta er í öllum sýnum vel undir
þeim hámarksgildum sem eiga við
um físk og fiskivörur til manneldis.
í skýrslunni er talað um að finna
þurfi uppsprettur skaðlegra efna í
háum styrk og koma í veg fyrir
losim eða takmarka hana verulega.
í október 1996 kom út skýrsla
um næringarefni í sjó undan Ána-
naustum (Hafrannsóknastofnun,
Jón Ólafsson, Magnús Danielsen,
Sólveig Ólafsdóttir og Þórarinn
Arnarsson). í skýrslunni segir að
mest áhrif frá núverandi frárennsli
séu næst landi og að skólpið berist
út frá landinu í tiltölulega þunnu
yfirborðslagi eða efstu 5 metrunum.
Merki skólps koma fram í seltu,
styrk kísils og ammoníaks en vart
í styrk annarra uppleystra næring-
arefna. Þá koma þau einnig fram
í magni fosfórs og köfnunarefna í
gruggi. Með mælingum á seltu og
kísli má afmarka áhrifasvæði skólp-
losunar og má nota kísil til að meta
viðstöðutíma skólps í viðtakanum.
Mettun súrefnis var 85% utan við
6000 metra frá ströndinni en var
um_ 82% 500 metra frá landi.
Árið 1996 kom einnig út skýrsla
um lífríki botns á fyrirhuguðum
skólpútrásarstað (Líffræðistofnun
HI, Jörundur Svavarsson). Á rann-
sóknarsvæðinu 3200 til 3700 metra
frá landi var yfirleitt klapparbotn
með sandpollum. Aða var áberandi
á öllu rannsóknarsvæðinu og var
víðast hvar vel niðri í sandinum,
þannig að oftast sást aðeins glitta
í hana. Á grynnri hluta svæðisins
sat stórþari gjarnan á öðunni og
myndaði lágvaxinn þaraskóg.
Kiappirnar voru víðast þaktar
skorpulaga þörungum. Einnig voru
þarna sniglar, hettur, og stórkross-
ar. Utan við 3700 metra frá landi
tók við sandbotn. í skýrslunni segir
einnig að óljóst sé hvaða áhrif auk-
ið skólpmagn hafí á lífríkið á losun-
arstað en líklegt sé að aukið fram-
boð næringarefna hafi áhrif á vöxt
og viðfang einhverra þörungateg-
unda og líklegt að einhveijar teg-
undir aukist að magni en aðrar
dvíni. Þrátt fyrir mikinn fjölbreyti-
leika er lífríki við Ánanaust ekki
einstætt og minnir á lífríki á svip-
uðu dýptarbili á klapparbotni ann-
ars staðar í Faxaflóa.
Enn stendur yfir úrvinnsla úr
rannsókn á setmyndun á útrásar-
stað, en í bráðabirgðaniðurstöðum
hennar segir að taldar séu yfir-
gnæfandi líkur á að það set sem
berst á svæðið um fyrirhugað útrás-
arrör muni ekki safnast upp við
rörið, heldur flytjast burt innan
tíma, sem mælist í klukkustundum
fremur en dögum.
Verkefninu ekki lokið
Framhald verður á rannsóknum
á viðtaka og öðrum strandsvæðum
borgarinnar og einnig á þeim ár-
angri sem hreinsistöðin nær. Fram
kemur í þeim rannsóknum sem gerð-
ar hafa verið að í frárennslinu er
fleira en þar ætti að vera eða þung-
málmar, PCB, og ýmis óvistvæn
efni. Þótt þessi efni mælist ekki allt-
af í háum styrk má segja að hvaða
magn sem er sé of mikið þar sem
hægt er með góðum vilja að koma
í veg fyrir að þau berist þangað.
Hægt er að bjóða lífríkinu í sjónum
upp á ákveðið magn næringar eins
og mikið af efnunum í skólpinu skil-
greinist, en ekki efni sem koma til
með að vinna þar mein um ókomna
framtíð. Efni sem lífverur innbyrða
og eiga erfítt með að bijóta niður
með starfsemi sinni geta valdið
krabbameini og fleiri sjúkdómum og
geta efnin flust upp í fæðukeðjunni
allt til manna og valdið þar sömu
sjúkdómum. Það verður þvi aldrei
of mikið biýnt fyrir íbúum borgar-
innar að engin efni sem flokkast sem
spilliefni mega fara í niðurföll, slíkt
kemur einfaldlega aftan að okkur
seinna meir.
Hreinsun strandsvæða við
Reykjavík og nágrenni er alls ekki
lokið ennþá. Eftir er að byggja
hreinsistöðvar sem koma til með
að taka við skólpi frá öllum norð-
austurhluta Reykjavíkur og er und-
irbúningsvinna við þá framkvæmd
í fullum gangi hjá gatnamálastjór-
anum í Reykjavík. Það má þó með
sanni segja að með þeim fram-
kvæmdum sem gerðar hafa verið á
holræsakerfi borgarinnar á undan-
förnum árum og með byggingu
hreinsistöðvar og útrásar hafi verið
tekið stærsta skrefið til þessa í
umhverfismálum hérlendis.
Höfundur er
umhverfisverkfræðingur og
starfará umhverfissviði
Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
DAGUR 1
(SLENSKRAR
TUNGU
Til hamingju með daginn
íslendingar
Munið
Ráðstefnudaginn 1997
nóvember 1997
að Kjarvalsstöðum
Skráning stendur yfir
(I)
Ráðstefnuskrifstofa
ISLANDS
SÍMI: 562 6070
BRÉFASÍMI: 562 6073
RÁÐSTEFNURÖD
samgönguraduneytisins og r.h.a.
22. nóvember 1997
Alþýðuhúsinu á Akureyri, 4. hæð.
Fundarstjóri: Ama Ýrr Sigurðardóttir, RHA.
Dagskrá
13.00 Skráning.
13.15 Setning — Trausti Þorsteinsson, RHA.
13.20 Ávarp — Steingrímur Sigfússon, alþingismaður.
Samgöngubætur og eildi þeirra
13.30 Breytingar á samgöngumystri —
Einar K.Guðflnnsson, formaður samgöngunefhdar
Alþingis.
13.45 Breytt flutningamynstur á þjóðvegum —
Jón Rögnvaldsson, aðstoðarvegamálastjóri.
14.00 Áhrif bættra samgangna á sjávarútveg —
Ari Þorsteinsson, framkvstj. Snæfells.
14.15 Vöruflutningar á sjó — Benedikt Olgeirsson,
forstöðumaður innanlandsdeildar Eimskips.
14.30 Flugsamgöngur — Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri.
14.45 Kaffihlé.
Staða Akurevrar sem þjónustumiðstöðvar
15.05 Stefna bæjaryfirvalda — Berglind Hallgrímsdóttir,
forstöðumaður Atvinnumálaskrifstofu
Akureyrarbæjar.
15.20 Hlutverk þjónustuaðila — Ingi Bjömsson,
framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar Odda.
15.35 Hlutverk fjórðungssjúkrahúsa — Halldór Jónsson,
framkvæmdastjóri FSA.
15.50 Háskólinn á Akureyri — Jón Þórðarson,
forstöðumaður sjávarútvegsdeildar
Háskólans á Akureyri.
Hvert stefnir?
16.05 Breytingar á sviði verslunar —
Benedikt Kristjánsson, formaður
Kaupmannasamtaka fslands.
16.20 Stjórnsýsla og opinber þjónusta í ljósi breyttra
samgangna — Krisján Þór Júlíusson,
bæjarstjóri á ísafirði.
16.35 Panelumræður og fyrirspurnir.
17.00 Ráðstefnuslit.
Önnur ráðstefnan í ráðstefnuröð Samgönguráðuneytisins og
Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri.
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.
Skráning fer fram í síma 463 0900, fax 463 0999,
netfang maria@unak.is.