Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ESB býður „EES-lausn" á þátttöku Islands í Schengen-vegabréfasamstarfinu „Algjörlega ófullnægjandi" að mati utanríkisráðherra EVRÓPUSAMBANDIÐ. hefur sett fram hugmyndir um tilhögun þátt- töku íslands og Noregs í Schengen- vegabréfasamstarfinu eftir að það verður innlimað í sambandið. Tillaga ESB byggist á svokallaðri „EES- lausn" og gengur skammt til móts við samningskröfur Íslands og Nor- egs. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir plaggið frá ESB al- gerlega ófullnægjandi og lýsti hann óánægju sinni með útspil ESB á fundi EES-ráðsins í Brussel í gær. í „EES-lausn" felst að Evrópu- sambandið vill að þátttaka íslands og Noregs í ákvarðanatöku verði með svipuðum hætti og í stofnunum Evrópska efnahagssvæðisins. Þar eiga EFTA-ríkin fulltrúa í sérfræð- inganefndum, sem fj'alla um mál á undirbúningsstigi, en hafa ekki áhrif á hina eiginlegu ákvarðana- töku í ráðherraráði ESB. í viðræðum um samstarfssamn- inga íslands og Noregs við Scheng- en-ríkin, sem undirritaðir voru í Lúxemborg fyrir tæpu ári, buðu Schengen-ríkin upp á lausn af þessu tagi en ísland og Noregur hófnuðu henni og kröfðust fullrar þátttöku í öllum viðræðum innan vegabréfa- samstarfsins, á þeirri forsendu að þar væri rætt um viðkvæmari mál en í EES, svo sem gæzlu landa- mæra og innra öryggis. Niðurstaðan varð sú að fulltrúar íslands og Nor- egs sitja á öllum fundum. Nú, eftir að ákveðið hefur verið að innlima Schengen í ESB og semja þarf upp á nýtt um þátttöku Islands og Noregs í vegabréfasamstarfinu, halda ríkin tvö þessari kröfu sinni til streitu. Ríkin hafa bæði farið fram á að fá áfram að taka þátt í öllum viðræðum innan ESB um vegabréfasamstarfið og að hafa til- lögurétt í samstarfinu. Vilja þau breyta sem fæstu frá samstarfs- samningunum. ESB vill ekki óbreytt fyrirkomulag I plaggi Evrópusambandsins kemur hins vegar fram sú skoðun, að ekki sé hægt að taka upp stofn- anafyrirkomulagið í samstarfs- samningunum óbreytt, þar sem það myndi hafa í för með sér breytingar á sáttmálum ESB sjálfs. Halldór Ásgrímsson segir að ís- land og Noregur hafi lýst afstöðu sinni fyrir fulltrúum Evrópusam- bandsins á fundi EES-ráðsins í gær, en þeirra á meðal var Jacques Poos, utanríkisráðherra Lúxem- borgar og forseti ráðherraráðs ESB. „Við teljum EES-lausn algerlega ófullnægjandi og ekki samrýmast því samkomulagi um Schengen, sem var undirritað á sínum tíma," segir Halldór. Fundur' nefndar Evrópusam- bandsins um undirbúning nýrra við- ræðna við ísland og Noreg hófst í Brussel í gær. Halldór segir íslenzk og norsk stjórnvöld bíða eftir niður- stöðu þess fundar. Gert hefur verið ráð fyrir að samningaviðræður ESB og landanna tveggja um nýja samn- inga hefjist á næstu vikum. Reykháf- ur Goth sendur til Fleetwood REYKHÁEURINN af breska togaranum Goth verður sendur af stað til heimabæjar togar- ans, Fleetwood, í dag en reyk- háfurinn kom í troll Helgu RE fyrir rúmri viku. Goth hvarf út af Vestfjörðum fyrir 49 árum og hafa engar leifar hans fundist fyrr en nú. Hannes Þ. Hafstein, fyrrver- andi forstjóri SVFÍ, hefur sam- ið við Eimskipafélagið um flutning reykháfsins til hafnar í Immingham en þaðan verður hann fluttur til Fleetwood. Að sögn Davids Pearces, á Fleetwoodskrifstofu dagblaðs- ins Blackpool Evening Gazette, hefur verið boðað til borgara- fundar í bænum í næstu viku um það hvar og hvernig sé best að koma reykháfnum fyrir til að minnast skipverjanna. Morgunblaðið/Kristinn Strandaði í innsiglingunni RÆKJUSKIPIÐ Hersir strand- aði í innsiglingunni í Reykjavík- urhöfn í kl. 7.20 í gær. Verið er að dýpka innsiglinguna vegna væntanlegrar olíubryggju. Þarna er innsiglingarbauja en Hersi var siglt öfugum megin við hana. Lóðsbáturinn Magni aðstoðaði við að losa hann af strandstað og var Hersir kominn að bryggju kl. 13. Ekki var að sjá að skemmdir hefðu orðið á skipinu. Hersir var að koma úr veiðiferð og var landað ur hon- umígær. Borgarráð framlengdi vínveitingaleyfi Hafnarkrárinnar Veitingasala hefj- ist ekki fyrir kl. 18 BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita Hafnarkránni vínveitingaleyfi frá kl. 18 í stað kl. 12. Leyfið er veitt til reynslu í þrjá mánuði og er bundið við yfirlýsingu rekstrar- aðila um breyttan opnunartíma, samstarf við Heilbrigðiseftirlit um betra hreinlæti og lögreglu varð- andi almennan brag á rekstri. Um frávik er að ræða frá þeirri meginreglu að veitingastaðir á götuhæðí miðborginni séuopnirfrá kl. 12. í umsögn skrifstofustjóra Félagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar segir að hann hafi á undan- förnum misserum komið á Hafn- arkrána nokkrum sinnum og síðast föstudagskvöldið 7. nóv. sl. Hann sé þeirrar skoðunar að lágmarks- kröfum um hreinlæti staðarins og ástand gesta sé alls ekki fullnægt. í hans huga geti almennur bragur veitingastaðarins ekki talist góður nema almennir borgarar geti komið og dvalið og notið veitinga, óáreitt- ir af gestum staðarins, en því sé ekki að heilsa á fyrrgreindum veit- ingastað. Þá segir: „Ef Félagsmála- ráð mælir ekki gegn umbeðnu leyfi, telur undirritaður rétt að binda leyf- ið við yfírlýsingar rekstraraðila um opnunartíma kl. 18 og sarnstarf við borgaryfirvöld um betra hreinlæti og bættan almennan brag á rekstri staðarins til reynslu i 3 mánuði." -----------» ? ?----------- Landsvirkjun taki við Icenet BORGARRÁÐ hefur samþykkt að Landsvirkjun verði falið að hafa umsjón með framkvæmdum Icenet- verkefnisins af íslands hálfu. í tillögunni sem lögð var fram í borgarráði er rík áhersla lögð á það gagnvart iðnaðar- og viðskiptaráð- herra og Landsvirkjun að gætt verði þeirra hagsmuna borgarinnar, sem lágu til grundvallar þátttöku hennar í verkefninu, það er að verksmiðja til framleiðslu á sæstreng rísi í borg- inni. Blaðauki um Ólaf K. Magnússon BLAÐAUKI fylgir blaðinu í dag til minningar um Ólaf K. Magn- ússon, ljósmyndara Morgun- blaðsins um árabil og brautryðj- anda í íslenskri dagblaðaljós- myndun. Birtist þar úrval mynda Ólafs. Útför Ólafs K. Magnús- sonar verður gerð frá Krists- kirkju í Landakoti kl. 15 í dag. Ungir læknar draga úr yfirvinnu um mánaðamót ÚTLIT er fyrir að þjónusta við sjúkl- inga á Landspítala og Sjúkrahúsi Reykjavíkur skerðist um næstu mánaðamót. Þá fara ungir læknar að vinna í samræmi við vinnutímatil- skipun Evrópusambandsins. Það þýðir að þeir munu draga verulega úr yfirvinnu. Fundur verður í kjara- deilu lækna og ríkisins í dag, en talsmenn lækna telja að enn sé langt í að samningar takist. Ungir læknar tilkynntu fyrir tveimur mánuðum að þeir myndu haga vinnutíma sínum í samræmi við vinnutilskipun Evrópusam- bandsins. Það þýðir að þeir munu vinna fáar yfirvinnustundir og lítið eða ekkert á nóttunni. Þeir lýstu sig jafnframt tilbúna til samstarfs við spítalana um aðgerðir meðan verið væri að koma þessari breyttu vinnu- tilhögun á. Þorvaldur Veigar Guðmundsson, lækningaforstjóri á Landspítala, sagði að stjórnendur spítalans hefðu Útlit fyrir að þjónusta við sjúki- inga skerðist falið yfirlæknum á hverri deild að bregðast við þessari nýju stöðu. Hann sagði að séð yrði til þess að þessi breyting hefði ekki áhrif á deildir sem sinna bráðaþjónustu. Það mætti hins vegar búast við að þjónusta við aðra sjúklinga skertist. Sérfræðingar myndu væntanlega þurfa að taka á sig aukna vinnu, en hann kvaðst vona að það yrði ekki í svo miklum mæli að það kæmi niður á rekstri spítalans. Vinnutímabreytingar hafa verið nokkuð ræddar á síðustu fundum samninganefndar ríkisins og lækna, en Helgi H. Helgason, formaður Félags ungra lækna, sagði að niður- staða væri enn ekki fengin. Breyt- ingar á vinnutíma væru nátengdar umræðum um breytingar á launalið samninga og þeim hefði miðað hægt áfram. Hann sagðist vera óánægður með gang samningaviðræðna að undanförnu. Ekkert benti til þess að kjaradeilan væri að leysast. Ingunn Vilhjálmsdóttir, formaður samninganefndar lækna, sagði að enn bæri ýmislegt á milli samnings- aðila og vandséð væri hvenær samn- ingar tækjust. Hún sagði að strangt til tekið væri vinnutímatilskipum ESB brotin á spítölunum í dag og nauðsynlegt að tekið yrði á því í kjarasamningunum. Reyndar væri gert ráð fyrir því að samningsaðilar hefðu frest fram til næsta vors að breyta vinnutilhögun, en samnings- aðilar yrðu í því sambandi að leggja þessa vinnutímatilskipun til grund- vallar. Hún sagði ljóst að röskun yrði á starfsemi spítalanna um næstu mánaðamót, en stefnt væri þó að því að allir fengju nauðsyn- lega þjónustu. Kristín Einarsdóttir úr Kvennalistanum Ekkiminn flokkur KRISTÍN Einarsdóttir lýsti yfir því í gær að hún væri gengin úr Samtök- um um kvennalista og sagði í bréfi, sem hún afhenti samtökunum, að á landsfundi Kvennalistans við Úlf- ljótsvatn hefði orðið stefnubreyting, sem hún hefði ekki getað sætt sig við. „Þetta er ekki lengur minn flokk- ur," sagði Kristín í gærkvöldi. Hún hafi engin pólitísk áform, en erfitt verði að yfirgefa kvennapólitíkina. I bréfinu segir hún að á landsfund- inum hafí meirihlutinn ákveðið að stilla Kvennalistanum upp við hlið „svokallaðra vinstriflokka" og taka þátt í samstarfsviðræðum við þá vegna Alþingiskosninga 1999. „Ekki var vilji til þess hjá þeim, sem ákaf- ast studdu þessa leið, að ræða málin, skoða frá öllum hliðum og reyna að ná sáttum," skrifar Kristín, sem sat átta ár á þingi. Um leið hafi verið sagt skilið við „grundvallarsjónarmið Kvennalistans og vinnubrögð".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.