Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 11 FRETTIR Styrktar- og sjúkrasjóður verslunarmanna JÓHANNES Jónsson, kaupmaður í Bónus, afhendir Guðmundi Vikari Einarssyni, yfirlækni, gjöfina, en í miðið er Ólafur Jensson, formaður Styrktar- og sjúkrasjóðs verslunarmanna. Gefa hálfa milljón kr. til kaupa á þvagfæraskurðtæki STYRKTAR- og sjúkrasjóður verslunarmanna í Reykjavík gaf Landspítalanum á mánudag hálfa milljón króna, sem á að setja í sjóð til kaupa á Holmium- leysigeislatæki til þvagfæra- skurðlækninga. Gjöfin var af- hent við hátíðlega athöfn í Höfða í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. Holmium-tækið er notað til aðgerða á karlmönnum, sem eru með alvarlega þvagfærasjúk- dóma á borð við krabbamein í blöðruhálskirtli. Nú eru notuð nokkur mismunandi tæki við þvagfæraaðgerðir á Landspítal- anum og myndi Holmium-tækið leysa þau af hólmi. Tækið kostar 14-15 milljónir króna og hyggst sjóðurinn halda áfram að safna fé til kaupanna. Styrktar- og sjúkrasjóður versl- unarmanna var stofnaður 24. nóvember árið 1867 og var gjöf- in því afhent á 130 ára afmæli hans. Kaupmenn í Reykjavík stofn- uðu sjóðinn upphaflega. Hann varð sjálfstæður þegar VR varð að stéttarfélagi, en í upphafi voru jafnt launþegar og vinnu- veitendur í félaginu. Nú eru um 200 manns í sjóðnum og hefur hann undanfarið að mestu sinnt góðgerðarmálum. Samstarf Framsóknarf lokksins við Reykjavíkurlistann Hefur veikt flokksstarfið HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að sam- starf Framsóknarfiokksins í R-list- anum í Reykjavík hafi komið niður á starfi flokksins í Reykjavík. Hann segir það stefnu Framsóknarfiokks- ins að bjóða fram í eigin nafni, en flokkurinn muni hins vegar standa heilshugar að baki R-listanum í borg- arstjórnarkosningunum næsta vor. „Það liggur alveg ljóst fyrir að Framsóknarflokkurinn mun bjóða fram með Alþýðubandalaginu, Al- þýðuflokknum og Kvennalistanum við borgarstjórnarkosningarnar næsta vor undir merkjum R-listans. Við munum standa að því af heilind- um eins og við höfum gert. Ég tel hins vegar að það eigi að vera lang- tímamarkmið í Framsóknarflokknum að bjóða fram í sveitarstjórnarkosn- ingum í eigin nafni. Það er verið að stækka sveitarfélögin og ég tel að þróunin verði sú að flokkarnir muni í vaxandi mæli bjóða fram undir eig- in merkjum. Það er að mínu mati ekkert til sem heitir óháð og ég tel að það muni draga úr þessum óháðu framboð víða um land. Það er okkar reynsla að það sé ekki gott fyrir flokkinn og flokks- starfið að vera mjög lengi í kosninga- samstarfi með öðrum. Það hefur veikt okkar flokksstarf og gert flokkinn minna sýnilegan á viðkomandi stöð- um. Við höfum einfaldlega ekki nægi- lega góða reynslu af þessu sam- starfi." Halldór sagði að ekki bæri að skilja þessi orð sín á þann veg að ákveðið hefði verið að Framsóknarflokkurinn yrði ekki með í samstarfi R-listans eftir fjögur ár. Um þetta hefði ekk- ert verið ákveðið. Ef A-flokkarnir sameinuðust um framboð í næstu alþingiskosningum væri komin upp ný staða í íslenskum stjórnmálum og Framsóknarflokkurinn yrði að taka mið af því. Styðjum R-listann Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi sagði að Framsóknarflokkurinn tæki heilshugar þátt í samstarfinu um R-listann og hann sagðist vita að formaður flokksins gerði það. Hall- dór væri hins vegar að lýsa stefnu flokksins til framtíðar, ekki síst með hliðsjón af hugsanlegum breytingum á flokkaskipan í landinu. Alfreð sagði rétt hjá Halldóri að flokks- starfið í Reykjavík hefði nokkuð mótast af samstarfinu við R-listann. Kraftarnir hefðu farið í það, en hann sagðist telja að hægt væri að hafa flokksstarfið öflugt þó að flokkurinn tæki þátt í kosningabandalagi með öðrum flokkum. 18 stöðvar sendar út á breiðbandi w. i HÓtímlm POSTUR og sími hf. hóf á föstu- dag útsendingar til reynslu á breið- bandinu. Friðrik Friðriksson, for- stöðumaður breiðbandsþjónustu P&S, sagði að hægt væri að ná 15 stöðvum og í þessari viku yrði þremur bætt við. Um miðjan des- ember væri reiknað með að útsend- ingar hæfust á barnarás þar sem boðið yrði upp á efni talsett á ís- lensku. „Þetta er lokaprófun til að láta reyna á kerfið fyrir formlega opn- un, um miðjan desember," sagði Friðrik og bætti við að úsendingar- merkið væri opið meðan á prófun stæði. Hann sagði að nú hefðu um 20 þúsund heimili aðgang að breið- bandinu. Hægt væri að kcmast að því hvort það væri tengt rneð því að hringja í þjónustur.úmer eða slá inn heimilisfang á vefsíðu Pósts og síma. Ekki bara efni á ensku „Kerfið hefur það mikla flutn- ingsgetu að það opnar nýja mögu- leika til að taka á móti efni frá öðrum mál- og menningarsvæð- um," sagði hann. „Við erum með tvær þýskar stöðvar, ARD og Pro-7, ítalska ríkissjónvarpið og eina franska rás og reiknum með að verða með eina spænska." Friðrik sagði að nú væri hægt að ná Ríkissjónvarpinu, útsending- um frá Alþingi og stöðinni Omega auk útvarpsstöðva og þær rásir yrðu áfram opnar. Þá væri hægt að ná ýmsum erlendum stöðvum, sem yrðu í áskrift. Þeirra á meðal væru fréttastöðvarnar CNN, CNBC og Sky, tónlistarstöðvarnar MTV og CMT og sígildar kvik- myndir og teiknimyndir nánast all- an sólarhringinn. Hann sagði að ekki stæði til að gefa út sjónvarpsvísi, en hins veg- ar yrðu kynningar á efni. „Þetta er ekki sjónvarpsstöð heldur fyrst og fremst dreifikerfi, sem leitar eftir samningum við innlendar og erlendar sjónvarpsstöðvar," sagði Friðrik. „Við höfum samanlagt gert samninga við um 25 innlendar og erlendar sjónvarpsstöðvar og vonumst til þess að þeim fjölgi." mfcM Skagafjörður ^Jiúnaþing Vangaveltur um sér- framboð í Hafnarfirði JÓHANN G. Bergþórsson bæjarfull- trúi í Hafnarfírði segir að niðurstaða í prófkjöri sjálfstæðismanna um síð- ustu helgi gefi vangaveltum um sérframboð byr undir báða vængi. „Engin niðurstaða liggur fyrir enn sem komið er enda liggur ekk- ert á," sagði hann. Um 1.850 félagsmenn voru skráðir í Sjálfstæðisfélaginu fyrir kjördag og benti Jóhann á að um 300 nýir félagar hefðu bæst við fyrir prófkjörið. Það þýddi að af þeim rúmlega 900 sem tóku þátt í prófkjörinu væru um 600 eldri félagar eða 34%. Sérframboð af vinstri væng? Jóhann sagði það skipta máli hvernig til tækist hjá vinstri flokk- unum og hvort þeim tækist að sam- einast um framboð. „Ég held að það sé alveg ljóst að jafnvel þótt við Ellert Borgar gerum ekki neitt að það muni koma fram sérfram- boð," sagði hann. „Ekki síst ef óbreytt lið verður hjá Alþýðubanda- lagi og Alþýðuflokki." mídM einsöngvara kemur fram m«ikl ,/',a,!«i áttm Stjórnaiitli: Séra Hjálmar Jónsson, alþingismaður. m Stjórnandi: Guðmundur St. Sigurðsson Undirleikari: Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Stjórnandi: Stjórnándi: Sveinn Árnason. Björgvin Þ. Valdimarsson. • Undirleikari: Undirleikari: Thomas Higgerson. Sigurður Marteinsson. Einsöngur. Einsöngur. - Tvísöngur. HQTEL Sími 568 7111 - Fax 568 5018 $m$&fiwi Stjornandi: Sveinn Árnason. Undirleikari: Pál Szabo. Einsöngur. leikur fyrir dansi til kl. 03:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.