Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 27 KRAKKAR! LISTIR Nýjar bækur • GLERHYLKIÐ og fiðríldið er eftir Jean-Dominique Bauby í ís- lenskri þýðingu Guðrúnar Finn- bogadóttur. Bók þessi á sér mjög sérstæða sögu. Bauby var ritstjóri eins þekktasta tískutímarits í heimi, ELLE, maður á besta aldri sem hafði allt til alls og naut bæði vin- sælda og virðingar. 8. desember 1995 missti hann skyndilega með- vitund og þegar hann vaknaði upp nokkrum vikum síðar var hann al- gjörlega lamaður. Eini hluti líkam- ans sem hann gat hreyft var vinstra augnalokið. Skynjun hans var þó óbrengluð og hugsunin skýr. Þrátt fyrir gífurlega fótlun réðst Bauby í að vinna bók og segja í henni frá hinum lokaða heimi sín- um. Bókin varð strax metsölubók í Frakklandi og hefur nú verið þýdd á fjölmörg tungumál. Gagnrýnend- ur hafa lofað bókina sem meistara- verk. Útgefandi er Fróði hf. Glerhylkið ogfiðrildið er 121 bls. Kápuhönnun annaðist Ómar Örn Sigurðsson. Bókin erprentunnin og bundin í Prentsmiðjunni Odda hf. Verð kr. 1.980 m/vsk. • GRUND 75 ára - Afmælisrit 1922-1997 er skráð af sr. Guð- mundi Óskari Ólafssyni. í bókinni er greint frá að- draganda að stofnun heimilis- ins og frumherj- unum, sem að verkinu stóðu. Þá er rakin byggingar- og starfssagan í veigamestu þátt- um, allt frá upp- hafi 1922 og fram til 1997. Fjölmargar ljósmyndir frá gamalli og nýrri tíð prýða bókina, sem sýna heimilis- og starfsfólk í önn sem hvíld. Bókaútgáfan Grund gefur bókina út. Hún er 182 síður ogprentuð í Prenthúsinu. Bókin fæst á skrif- stofu Grundar og kostar 3.200 kr. • MÁNADÍS í myrkri grafar er eftir Mary Higgins Clark í þýðingu Gissurs 0. Erlingssonar. Þetta er þrettánda skáldsaga þessa spennu- sagnahöfundar Vinsæll tískuljósmyndari, Maggie Holloway, lendir í óhugnan- legri atburðarás þegar stjúpmóðir hennar er myrt. Hún sannfærist um að morðið tengist öðrum slíkum á auðugum konum í Newport og fljótlega er hún sjálf orðin fyrirhug- að fórnarlamb morðingjans. Skjaldborg gefur bók- ina út og er hún 306 bls. Leiðbein- andi verð er 2.980 kr. • MORÐ um borð er eftir Agöthu Christie í þýðingu Ragnars Jónas- sonar. I flugvél yfir Ermarsundinu sat svartklædd, miðaldra kona - hreyfingarlaus. Hún hafði verið myrt á undarlegan hátt. Enn und- arlegra var hins vegar að enginn farþeganna tók eftir því hver myrti hana - ekki einu sinni Hercule Poirot! En hann var ákveðinn í að komast að sannleikanum. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er er 196 bls. Leiðbeinandi verð er 2.980 kr. Guðmundur Óskar Ólafsson þessi saga sem fjallar um mæðgur búnar óvenjulegum hæfileikum, ör- lög þeirra og þeirra nánustu. Sagan gerist á íslandi og í Noregi og við hana fléttast óhugnanlegir sam- tímaviðburðir sem hafa hræðilegar afleiðingar. Nótt á Mánaslóð er 248 bls. og leiðbeinandi útsöluverð er 2.980 kr. Útgefandi er Skjaldborg. • BRÆÐUR af Ströndum, dag- bækur, ástarbréf, almenn bréf, sjálfsæ visaga, minnisbækur og samtíningur frá 19. öld, er eftir Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræð- ing. Bók þessi er sú fyrsta í ritröð sem nefnist Sýn- isbók íslenskrar alþýðumenning- ar. Ritröðinni er ætlað að birta persónulegar heimildir sem varðveittar eru í handritasöfnum og hafa ekki áð- Sigurður Gylfi ur komið fyrir Magnússon sjónir almenn- ings né fræðimanna. Bókin Bræður af Ströndum er heimildarrit sem hefur að geyma sýnishom úr textum þeirra bræðra Halldórs og Níelsar Jónssona auk þess sem birt eni bréf eftir þriðja bróðurinn, ísleif og einnig bréf ekkju Halldórs, Elínu Samúelsdótt- ur. Eftir þá Halldór og Níels liggja miklar skrifaðar heimildir af ýmsum toga. Bók þessi er hugsuð sem skemmtilesning fyrir áhugafólk um sögu og menningu fyrri aldar sem og fræðimenn sem hugsanlega sjá sér hag í að nýta sér heimildir á borð við þessar í rannsóknum sínum. „I bókinni fá heimildir bræðranna að njóta sín án þess að við þeim sé hróflað, en það gefur lesandanum skemmtilega nálægð við textann og líf þess fólks sem þar kemur við sögu,“ segir í kynningu. Áður hafa komið út eftir Sigurð Gylfa bækum- ar Menntun, ást og sorg og Lífs- hættir í Reykjavík 1930-1940. Útgefandi er Háskólaútgáfan og sér hún um dreifingu. Ritið kostar 2.900 kr. IIONS MUNIÐ EFTIR OKKUR TANNIOGTÚPA Öll Lionsdagatöl eru merkt: Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa. Allur hagnaður rennur til líknarmála. Er tölvan þín að gefa upp öndina ? Þarftu stækkunargler til að lesa á skjáinn ? Veistu ekki hvað internetið er ? Er nýjasti tölvuleikurinn eins og flettiskilti ? Þá er kominn tími til að endurnýja ! TARGA turn 200 MMX AMD K6 örgjörvi 4320 MB Quantum harður diskur 32 MB EDO innra minni Tseng Labs ET6000 4mb skjákort BT.Tölvur kyhna vinnuþjark heimilanna sem er á við tveggja tonna trukk í vinnslu en sem sportbíll í keyrslu. Hver hlutur hefur verið valinn vandlega í þetta frábæra tilboð sem inniheldur geggjaðan 17 TOMMU SKJÁ. • NÓTT á Mánaslóð er eftir Birgittu H. Halldórsdóttur. Þetta er fimmtánda skáldsaga Birgittu. „Ég er norn, komin af nomum í beinan kvenlegg." Þannig hefst MeXlkÓskir lampar, afrískir púðar og dúkar, húsgögn & gjafavara Nýbýlavegi 30. Sími 554 6300. Opið sunnudag 13-17 17" Targa skjár (1024x768x85hz) 24 hraða Pioneer geisíadrif Soundblaster 16 hljóðkort 240 watta hátalarar 33.600 mótald m/ faxi og símsvara Windows 95 CD og bók 6 íslenskir leikir 149.900 kr \ Stækkun í 64mb og Soundblaster 64 ^^^^^kostcnuiðein^OáOU- GSM símar og fjöldi fylgihluta NOKIA 1611 • 110 tíma rafhlaða • Númerabirting •199 númera simaskrá • Sendir/Möttekur SMS • Vinnuþjarkur 19.990 NOKIA 8110 • 70 tíma rafhlaða • Númerabirting • 324 númera símaskrá • Sendir/Móttekur SMS • Sýnir hverjir hringdu • Einstaklega nettur 44.990 ERICSSON 628 • 83 tíma rafhlaða • Númerabirting •150 númera símaskrá • Sendir/Móttekur SMS • Sýnir hverjir hringdu • Góður í vasa 25.990 A Grensásvegi 3 • Sími 5885900 • Fax 5885905 www.bttolvur.is • Netfang : bttolvur@mmedia.is ÖRUGGT 06 ÓDÝRT Opið virka daga 10-19 • Opið laugardaga 10-16 BT.TÖLVUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.