Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 60
* 60 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SNERTANLEG AST KVIKMYNDAHATIÐ helguð ungum frönskum leikstjórum stendur yfir dagana 22.-27. nóvem- ber. Háskólabíó stendur að hátíðinni í samvinnu við franska sendiráðið. „Oublie-moi" eða „Gleymdu mér" er ein myndanna sem sýndar eru á hátíðinni. Leikstjóri hennar, Noémie Lvovsky, _"u var viðstödd setningu há- tíðarinar á laugardaginn. - Um hvað fjallar myndin? „Hún er um Nathalie sem er elskuð af manni, en heldur að hún elski annan mann. Hún þarf að ná öllu út úr þessari ást- arþörf sinni. Eignast ást- ina eins og hún væri eitt- hvað sem hægt er að snerta. Það sem hún lær- ir af öllu saman er mun- urinn á því hvað er að girnast og vilja einhvern og því að elska einhvern. Myndin er líka um vini hennar ^ sem eru aldrei heima hjá sér, því þeir eru að leita að sínum stað í líf- inu. Fyrstu hugmyndirnar að mynd- inni kviknuðu út frá mjög loft- kenndum spurningum um ástina og tilveruna, sem voru mér hug- leiknar á þeim tíma. Svo fór ég að vinna handritið og fann þá persón- urnar og út frá þeim kom svo sag- an sjálf." - Ertu ánægð með þessa fyrstu kvikmynd þína? „Nei, ekkert sérstaklega. Ég er mjög ánægð með samstarfsfólkið, tæknimennina og sérstaklega leik- arana sem eru frábærir. En ekki myndina í heild, þótt sumt sé eins og ég hafði hugsað mér. Mér finnst bara svo erfitt að líta á myndina sem eitthvert klárað verkefni. Ég get ekki séð hana í dag án þess að velta fyrir mér hvað hefði mátt bet- ur fara. Þegar ég gerði myndina þá var ég búin að fá nóg af myndum sem voru bara eitt langt „sjó", en núna finnst mér myndina mína vanta þá hlið. Það er frekar mikið talað í henni og ég vona að f slend- ingar endist til að horfa á hana. Þetta er samt mjög einlæg mynd." - „Hvernig er að vera ungur leikstjóri í Frakklandi í dag? „Ég held að það sé mun auðveld- ara en í mörgum öðrum Evrópu- löndum, þó það sé samt alltaf erfitt. Frakkar setja stórar fjár- Morgunblaðið/Arni Sæberg LEIKSTJÓRINN Noémie Lvov- sky er fulltrúi ungra franskra kvikmyndagerðarmanna á há- tíðardögum Háskólabíós og franska sendiráðsins. hæðir í kvikmyndagerð sem gerir það að verkum að við þurfum ekk- ert að hugsa um peninga. Fram- leiðendurnir sjá um þá auk nokk- urra sjónvarpsstöðva. Það er hægt að gera kvikmyndir án þess að þær þurfi að verða mjög vinsælar og standa undir kostnaði. Ég held að flestar myndirnar á þessari hátíð hafi verið gerðar með REY ÍJÁYIK k \ H T 1 \ R Tískusýning : á Kaffi Reykjavík á morgun fimmtudagskvöld kl. 21.30 Sýndur veróur fatnaóur frá versl. ffeSSfá Álftamýri Módelsamtökin sýna. ^^ Kynnir er Helðar Jónsson, snyrtir ^^ Hepisode ^K;9£j$f fatnaöur fyrir ungu konuna Tilboð á mat: 1 1 Hunangsgljáö kjúklingabringa með grænmeti risotto kr. 950 1 M rlljómsveltln Karma leikur tll kl. 01 Fóstudags- og laugardagskvöld: ' Hljómsveitin Karma leikur fyrir dansi.^ ¦w V Mlir velkomnir ^^^^jí-jí J það í huga að segja sögu án þess að græða margar milljónir. Við getum því gert okkar myndir nokk- uð áhyggjulaus. Það á ekki við víðast hvar ann- ars staðar, nema kannski í Englandi nú orðið." - Hvernig finnst þér hinar myndirnar á hátíð- inni? „Eg er búin að sjá þær allar nema ,Augustin" og mér finnst þær mjög góðar. Myndin eftir Pascale Ferran er sér- lega góð og mér finnst það mjög skemmtilegt því hún var upphafleg gerð fyrir sjónvarp. Það er frönsk-þýsk sjón- varpsstöð, ARTE, sem er í listræna kantinum, sem gefur ungu fólk peninga, ekki mikla samt, til að gera myndir. Leikstjór- anum er gjörsamlega gefinn laus taumur, og þetta verða oft svo góðar myndir að þær eru settar í bíó eftir á. Þetta er mjög gott fordæmi fyrir hinar sjón- varpsstöðvarnar sem setja leik- stjórum sínum stólinn fyrir dyrn- ar; þeir verða að tala um visst þjóðfélagsvandamál og persónurn- ar verða að vera af öllum kynþátt- um o.s.frv. Þetta verður vanalega eitthvert samsull sem enginn vill horfa á." - Hverjir eru uppáhaldsleik- stjóranir þínir og hafa þeir haft áhrif á „Gleymdu mér"? „Þeir sem mér dettur fyrst í hug eru Francois Truffaut, Ingmar Bergmann og Aki Kaurismaki. Bergmann er viss áhrifavaldur í þessari mynd. Kannski frekar það sem hann hefur skrifað heldur en kvikmyndirnar hans, þar sem ég las mikið eftir hann þegar ég var að skrifa handritið. Við spyrjum okkur sömu spurninga; hvernig er hægt að lifa með einhverjum, hver eru þessi sálrænu átök sem mynda tengsl milli fólks? Truffaut hefur eflaust einhver áhrif á næstu mynd mína sem ég er að klára þessa dagana. Hún er svo falleg þessi yfirborðslega gleði sem ríkir alls staðar og svo sorgin sem hvfiir undir. Það sem heillar við Kaurismaki er dulúðin. I hvert skipti sem ég sé mynd eftir hann þá er ég alveg dá- leidd og veit varla af hverju. Allt er gegnumfrosið en samt svo heillandi að ég bara tárast." Stutt Handteknir af Chuck Norris ? CHUCK Norris lætur sér ekki nægja að leika lögreglumann í „Walker, Texas Ranger". Hann hefur verið varalögreglumaður hjá lögreglunni í Terrell í Texas síðastliðin tvö ár, og á dögunum (ók hann þátt í handtöku hdps af eiturlyfjasölum í borginni. Sumir þeirra sem voru handteknir rugl- uðust alveg í ríminu þegar leik- arinn mætti á svæðið og spurðu: „Eruð þið að taka upp fyrir kvik- mynd?" Norris þurfti víst ekki að nota hæfni sína við karate við hand- tökurnar. Hinir ákærðu voru glaðir yfir því, en Norris er þekktur fyrir að leika óvægna bardagamenn í myndum eins og „Invasion USA", „Silent Rage", „Forced Vengeance" og „Missing in Action". Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson „ÞAÐ væri hægt að horfa á „Helbláan" alla nóttina." Ljúft pönk SÖLVI segist helst hlusta á uppá- haldstónlistina sína þegar hann er einn því hann vitji hafa allt í botni. Á ¦—^^^^^^^— kvöldin horfir hann oft á góða mynd, og nú þurfa hinar þreyttu amerísku formúlu- myndir að víkja fyrir breskum myndum sem séu á allan hátt mann- legri og betri. Cake - Fashion Nugget og Beck - Odelay „Sem gamall pönkari hef ég mjög gaman af þessum hljómsveitum sem spila pönkaða tónlist en samt frekar ljúfa. Með aldrinum vill maður smám saman hafa hana rólegri. Ég gæti trúað því að Cake væri að stæla Beck örlítið, en þeir eru samt þræl- skemmtilegir. Ég keypti báðar plöt- urnar í sumar og hef hlustað á þær síðan." Helblár Blue in the Faee -1995 Leikstj: Wayne Wang og Paul Aust- er. Harvey Keitel, Lou Reed, Mich- ael J. Fox, Jim Jarmusch, Roseanne og Mel Gorman. I HAVEGUM Hjá Sölva Ingólfssyni farandverkamanni „Ólíkt mörgum öðrum finnst mér þessi mynd betri en sú fyrri, „Reyk- ur". I myndinni eru ^^^^^^^^— margar og skemmtilegar per- sónur, og má þar nefna Jim Jarmusch, sem er mjög góður. Mynd- in, sem er einungis byggð á samtöl- um, er svo skemmtileg og heillandi að ég hefði geta haldið áfram að horfa á hana alla nóttina, og var dauðsvekkt- ur þegar hún var búin." Nakinn Naked -1993 Leikstj: Mike Leigh. David Thewlis, Lesley Sharp, Katrin Cartlidge og Greg Cruttwell. „Þessi mynd, sem fjallar um stefnuleysi og óánægju enskra ung- menna, er besta myndin sem ég hef séð eftir þennan leikstjóra sem nú á miklu fylgi að fagna. Myndin er gróf og húmorinn í henni bæði svartur og svæsinn. David Thewlis er mjög sterkur leikari og er atveg frábær í þessari mynd. Atriðið þar sem hann spjallar við næturvörðinn er svo ótrúlegt að maður er alveg gáttaður þegar það er búið." BORIS Karloff og Elsa Lanchester í „The Bride of Frankenstein" frá árinu 1935. Mulder, Scully og Frankenstein LEYNIÞJONUSTUPARIÐ Muld- er og Scully eltist ekki við geimver- ur heldur Frankenstein-skrímsli í þætti sem verður á dagskrá í lok nóvember í Bandaríkjunum. Maður- inn á bak við Ráðgátur, Chris Cart- er, er mikill aðdáandi sögunnar um Frankenstein og skrímsli hans, og hefur lengi viljað skrifa þátt þar sem slíkt skrímsli yrði í aðalhlut- verki. „Ég fann bara aldrei leið til þess að koma þessu efni svo vel væri inn í þáttaröðina," sagði Cart- er í viðtali við New York Times. „Ég held að það sem truflaði mig hafl verið að ég las bók Mary Shelley og fannst hún alltaf svo ótrúleg. Bókin er of rómantísk." Carter byggði þess vegna sitt skrímsli á kvikmynd James Whale með Boris Karloff frá árinu 1931. „Ég ákvað meira að segja að hafa þáttinn svart/hvítan sem virðingar- vott við Whale. Skrímslið er nú- tímaauðnuleysingi sem hefur Cher á heilanum." Þátturinn hefur yfirskriftina „The Post-Modern Prometheus" en bók Shelley hafði undirtitilinn „The Modern Prometheus". Þessi titill er líklega sterkustu tengslin við bók- ina þar sem kvikmyndaskrímsli Karloffs átti fátt sameiginlegt með málglöðu skrímsli Shelleys.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.