Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 42
5 42 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ 4 AÐSENDAR GREINAR Vannýtta auðlindin STÖÐUGUR ágangur mannsins á landgæði jarðar krefst endur- gjalds. Vistkerfí á um fjórðungi þurriendis jarðar er ógnað. Ef við lítum í okkar heima- garð hefur orðið gífur- leg rýrnun landgæða *.>frá upphafi byggðar. Auðnir, áður gróðri klæddar, blasa nú við og rofabörð minna okkur á að jarðvegs- og gróðureyðing held- ur linnulaust áfram. Nýútkomin skýrsla Landgræðslu ríkisins og Rannsóknastofnun- ar landbúnaðarins staðfestir þessa nötur- legu mynd. Þrátt fyrir 90 ára ötult starf Landgræðslunnar, Skógræktar ríkisins, skógræktarfélaga og ***? annarra víðs vegar um land allt svo og aukna vakningu almenn- ings á umhverfismálum eigum við enn óralangt í land. ísland er mesta eyðimerkursvæði álfunnar. Vannýtt auðlind í uppblásnu landi Lífræn efni til jarðvegsmyndun- ar eru hluti af hringrás náttúrunn- ar. Lauf falla af trjám, rotna og sjá lifandi rótum plantna fyrir mikilvægri næringu. Vísindamenn ^ hafa bent á að íbúar jarðar hafi snemma tekið að endurnýta lífræn úrgangsefni. Þeir hafi hent matar- leifum sínum í hauga og orðið þess áskynja að góð skilyrði mynd- uðust til ræktunar. í heimi vax- andi mengunar búa íslendingar enn við þau forréttindi að eiga ómenguð fallvötn, heitt vatn í jörðu, hreint loft, tært vatn og aðgang að auðlindum sjávar. Ein er sú auðlind, ekki síður mikilvæg en þær framantöldu en nánast ónýtt enn sem komið er. Það eru lífræn efni sem til falla og hægt væri að nýta til að vinna gegn hraðfara gróður- og jarðvegseyð- aj ingu landsins. MiUjóna verðmætum kastað á glæ Samtökin Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs létu nýverið gera úttekt á magni, gerð og dreif- ingu lífrænna efna sem til falla Jóna Fanney Friðriksdottir BÓKHALOSHUGBÚNAÐUR /ywWINDOWS Fyrir árið 2000 FnKERFISÞRÓUNHF ±bJ Fákafeni 11 - Sími 568 8055 8055 www.treknet.is/throun frá hesthúsum, svína-, eggja- og alifugla- og loðdýrabúum í Land- náminu. Svæðið er aðeins um 3% af heildarflatarmáli landsins og nær yfir strandlengju Reykjanesskagans, í austri að Ölfusá, Sogi, Þingvallavatni og inn í botn Hval- fjarðar. Þar búa hins vegar um 70% þjóðar- innar. í niðurstöðum skýrslunnar kemur m.a. fram að í Landn- áminu falla árlega til yfír 70 þúsund tonn af húsdýraáburði og sennilega annað eins magn af mómold og garðaúrgangi. Verð- mæti þessara áburðarefna eru 100-150 milljónir króna. Oftast eru þessi efni urðuð eða veitt beint í sjó fram. Varla þarf að hafa mörg orð til að út- skýra þá gríðarlegu mengun sem Ein er sú auðlind, sem nýta mætti til að vinna gegn gróður- og jarð- vegseyðingu landsins. Jóna Fanney Friðriksdóttir segir að það séu þau lífrænu efni sem til falla. þetta getur valdið lífríki sjávar. Árlega falla til einnig um 50 þús- und tonn í Landnámi Ingólfs sem eldhús- og garðaúrgangur frá heimilum, úrgangur frá veitinga- húsum, verslunum, og ýmsum öðr- um atvinnurekstri. Enn vantar hér á landi tilfinnanlega stefnumótun um endurvinnslu lífræns sorps og því fer mest af þessari náttúruauð- lind forgörðum. í nágrannaríkjum okkar hins vegar er förgun lífræns áburðar og úrgangs bönnuð með lögum. Þúsundir tonna engum til gagns Röng landnýting er ein megin- orsök landeyðingar. Nærtækt dæmi um hraðfara gróður- og jarðvegseyðingu er Krýsuvíkur- land. Þegar ekið er um hrjóstrugt landið í dag er næsta ógerlegt að gera sér í hugarlund að þar hafi verið stórbýli, mörg kot og hjáleig- ur og mikil landgæði áður en eyði- leggingaröflin náðu yfirtökum. í dag blasir við okkur eyðimÖrk. Lífræn áburðarefni er einn val- kostur til uppgræðslu örfoka lands. í nokkurra kílómetra fjar- lægð bíða þúsundir tonna næring- arríkra áburðarefna engum til gagns, renna í sjó fram eða bíða urðunar. Eiginleikar lífræns úr- gangs frá húsdýrahaldi er ekki Wicanders Kork'O'Plast EF ÞÚ BÝRÐ ÚTI Á LANDI ÞÁ SENDUM VIÐ ÞÉR ÓKEYPIS SÝNISHORN OG BÆKLING. JKprk-q-Plast er með slitsterka vinylhúð" og notað á gólf sem mikið mæðir á, svo sem flugstöðvum og sjúkrahúsum. JKork-q-Plast er auðvelt að þrifa og þægilegt er að ganga á því.. Þ. ÞORGRlMSSON & CO Ármúla 29, 108 Reykjavík, sími 553 8640 eingöngu bundinn næringarefnun- um. Efnið er einnig afburðagott til að viðhalda raka og öðrum æskilegum eiginleikum í jarðveg- inum. Lífrænu efnin rotna hægt og því gætir áburðaráhrifanna í mörg ár. Kostir lífræns áburðar til uppgræðslu eru þar af leiðandi ótvíræðir. Markmið samtakanna Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs er að græða landið upp með þessum efnum. Úrgangur er auðlind Árið 1994 endurunnu Austur- ríkismenn 65% af þeim 2,2 milljón- um tonna lífræns úrgangs sem til féll í landinu. Yfirvöld þar stefna að því að endurvinnslan verði um 90% árið 2000. Nokkur heimili hér á landi framleiða sinn eigin jarð- veg úr lífrænu húsasorpi, enda þarf ekki mikinn umbúnað til þess. Þessi heimili eru þó enn sem kom- ið er tiltölulega fá. Á íslandi, sem er mesta eyði- mörk Evrópu, ætti að vera óheim- ilt að fleygja úrgangi sem hægt er að endurnýta. Afurðin frá jarð- vegsgerð lífrænna efna er kölluð molta, og inniheldur hún mikið magn köfnunarefnis, fosfórs og kalíums sem eru helstu næringar- efni plantna og er hún því tilvalin í ræktun og uppgræðslu. Yfir 30% af heildarmagni heimilissorps eru lífræn efni og áætla má að í því mikla magni sorps er til fellur frá veitingahús- um, matvöruverslunum og öðrum atvinnurekstri sé þetta hlutfall a.m.k. helmingi meira. Stöndum við alþjóðasamninga Sveitarfélög landsins hafa sýnt meðferð lífræns úrgangs áhuga, en umræðan snýst enn mest um það hvort slíkt sé hagkvæmt. Vissulega kallar endurvinnsla á uppstokkun innra skipulags m.a. á tvöfalt sorphirðukerfi. Á móti kemur að útgjöld sveitafélaganna vegna almennrar sorphirðu myndu lækka og urðunarstöðum fækka. íslensk stjórnvöld hafa gert samning um að minnka úrgang til urðunar eða brennslu um helm- ing um næstu aldamót. Um- hverfisvernd verður þó ekki tryggð af stjórnvöldum einum saman. Það sem máli skiptir er hugarfars- breyting og vilji til að framkvæma. Niðurstöður tilraunaverkefnis um flokkun lífræns úrgangs sem hófst árið 1994 í Hafnarfirði bend- ir til þess að heimilin séu tilbúin. Greiðum skuldina Með alþjóðasamningum hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til að draga úr gróðurhúsaáhrifum, sporna gegn gróður- og jarðvegs- eyðingu og stuðla að uppgræðslu eyddra og vangróinna svæða. Hingað til hefur löggjafi landsins þó ekki sett fram neina skýra stefnumótun um það hvernig mæta skuli því geigvænlega um- hverfisvandamáli sem eyðingin hér á landi er. Endurvinnsla og nýting lífrænna efna til áburðargjafar eða framleiðslu á jarðvegsefnum er þjóðhagslega hagkvæm leið til að endurheimta land úr tötrum og búa komandi kynslóðum frjósama jörð. Höfundur er framkvœmdasijóri samtakanna Gróður fyrir í'élk í Landnámi Ingóifs. DANS Morgunblaðið/J6n Svavarsson HAFSTEINN M. Hafsteinsson og Jóhanna B. Bernburg. Skemmtilegur dagur og góður dans DANS í þróttahúsiö á Seltjarnarncsi LOTTO-DANSKEPPNI DANSSKÓLA AUÐAR HARALDS OG DANS- SMIÐJU HERMANNS RAGNAR S Sunnudaginn 23. nóvember 1997 nafn SL. SUNNUDAG fór hin árlega LOTTO-danskeppni fram. Var keppnin haldin í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi og voru keppendur hátt í 200. Keppt var í fjölmörgum flokkum frá 7 ára og yngri uppí 16 ára og eldri. Mörgum kann að þykja keppninnar skrýtið, en það stendur fyrir að sigurveg- arar í hverjum flokki draga sér miða og á honum er númer, sem vísar til vinn- ings, svona líkt og á hluta- veltu. Keppnin gekk vel að mínu mati og held ég að flestir hafí haft ánægju af þessum degi. Margir mjög sterkir dansarar voru mættir til leiks og var oft á tíðum hðrð keppni um verðiaunasætin. Sérstak- lega sterkur og jafn var flokkur 12-13 ára, með frjálsri aðferð. Þar er margt mjög efnilegra og sterkra dansara, sem gam- an verður að fylgjast með í keppnum í vetur hér heima og heiman. Að lokinni hinni eigin- legu LOTTO-danskeppni var háð liðakeppni. Til leiks voru mætt 4 lið úr fjórum skólum; Dansskóli Auðar Haralds/Dansmiðja Her- manns Ragnars, Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar, Dansskóli Jóns Péturs og Köru og Dansskóli Sigurð- ar Hákonarsonar. Hvert lið samanstóð af þremur pörum, eitt í flokki 11 ára og yngri, eitt í flokki 12-15 ára og eitt í flokki 16 ára og eldri. Keppnin var skemmtileg og gekk hratt og vel fyrir sig. Að lokum fór svo að lið Dansskóla Auðar Haralds/Danssmiðju Her- manns Ragnars stóð uppi sem sig- urvegari, en liðið skipuðu Hrafn Hjartarson og Helga Björnsdóttir, Sturlaugur Garðarsson og Díana íris Guðmundsdóttir, Baldur Gunn- björnsson og Elín Birna Skarphéð- insdóttir. Að síðustu var svo tilkynnt hvert LOTTO-par ársins væri, en LOTTO- parið er það par sem hlaut bezta samanlagðan árangur hjá öllum dómurum. Að þessu sinni voru það Hrafn Hjartarson og Helga Björns- dóttir sem unnu þennan titil og eru HILMIR Jensson og Ragnheiður Eiríksdóttir. H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.