Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 31 LISTIR BOKMEIViWIR Skáldsaga ÓSKASLÓÐIN Eftir Kristjón Kormák Guðjónsson, Mál og menning 1997 - 192 bls. YMIS rit hafa verið skrifuð um vanlíðan eiturlyfjaneytenda þótt fá þeirra hafi verið skráð á íslenska tungu. Víst er að sú lífsleið er engin óskaleið þótt þeir sem ánetjaðir verða slíkum efnum sjái enga aðra leið. Pað er því ef til vill kaldhæðin tvíræðni fólgin í titli fyrstu bókar bráðungs rithöfundar, Kristjóns Kormáks Guðjónssonar, sem fjallar um slíkt iíf, er hann nefnir bók sína Óskaslóðina. I bókinni kynnumst við dofnum heimi eiturlyfjaneytandans og þrautagöngu hans um svipugöng undirheimanna þar sem allt snýst Svipugöng undirheimanna um fíknina. Þetta er ófögur lýsing og á bókarkápu segir að höfundur þekki yrkisefni sitt vel svo að líkleg- ast er hún raunsönn. Helstu kostir bókarinnar eru lip- urlega skrifaður texti og nokkuð sterk uppbygging sögunnar. Hún er sögð af sögumanni, Krumma að nafni, sem jafnframt er aðalpersón- an. Hann stefnir markvisst í glötun vegna óstöðvandi flknar. Jafnframt leiðir hann lesanda með sér inn í dapurlegustu skúmaskot samfélags- ins og sýnir honum þá nauð og eymd sem fylgir eiturlyfjaneyslu. Lýsing- ¦ ¦ • in er ítarleg en ofbeldisfull og átakanleg og at- hygli höfundar beinist bersýni- lega að öllum dekkstu hliðum eiturlyfjasamfé- lagsins. Höfund- ur sýnir að hann Kristjón hefur töluverðan Kormákur skilning á því Guðjónsson hvernig dópið leysir upp öll tilfinningaleg gildi þannig að jafnvel stóru ástinni er fórnandi fyrir sprautu. Hins vegar fer minna fyrir því að reynt sé að skilgreina eðh og ástæður eiturlyfja- veruleikans eða tengja þann veru- leika öðrum tilvistarspurningum að nokkru marki. Þessi áhersla höfundar á eitiir- lyfjaheiminn og rík söguhneigð bók- arinnar eru þó dálítið á kostnað ann- ars. Þannig er sögufléttan spunnin úr þunnum þráðum auk þess sem hún er nokkuð fyrirsjánleg. Þetta er saga af pilti sem glatast og frásögn af ást sem er dæmd til að enda með skelfingu. Svipað má raunar segja um sögu- persónur. Þær eru oft fremur skuggamyndir en verur í lit. Að vísu er töluverð vinna lögð í aðalpersón- una, Krumma. Reynt er að skýra baksvið hans og á stöku stað beitir höfundur kunnáttusamlegum að- ferðum við að lýsa piltinum. Draum- ar koma þar við sögu, ekki síst þar sem Krummi er látinn mæta sjálfum sér barni eins og til að afhjúpa öm- urleika eiturlyfjalífernis hans í sam- anburði við sakleysi barnsins. En aðrar persónur eru fremur sviplitl- 'ar. Flestar eru þær þrælar dópsins og þau persónueinkenni þeirra yfir- gnæfa öll önnur, hvort sem eiturlyf- in gera þær að söíumönnum fíkni- efna, þjófum, ofbeldismönnum eða hórum. Þetta gerir það að verkum að sagan verður á köflum ofurlítið eintóna endurtekning á svipuðum ofbeldisverkum og vímuþrugli. Oskaslóðin er þó í heildina tekið lipurlega skrifuð bók og af allnokk- urri kunnáttu. Helstu gallar hennar, fulllítil áhersla á persónusköpun og sögufléttu, koma ekki í veg fyrir að hún myndi sannfærandi heild. Hér er því þokkalega af stað farið af hálfu hins unga höfundar. Skafti Þ. Halldórsson Lýður Björnsson Nýjar bækur • REKSTRARSAGA Innrétting- anna, safn tíl iðnsögu íslendinga er eftir Lýð Björnsson í ritstjórn As- geirs Asgeirssonar. Fá fyrirtæki eru jafn þekkt og Innréttingarnar sem gjarnan eru kenndar við Skúla Magnús- son landfógeta. Oft hefur verið fjallað um þær í bókum og þá einkum lögð áhersla á bar- áttu Skúla fyrir brautargengi þeirra og illvígar deilur hans við danska kaupmenn. Innréttinganna er oftast minnst sem fyrstu tilraunar til að stuðla að efnahagslegu sjálfsforræði lands- manna og leysa hana úr vítahring einokunar. Hér er saga Innréttinganna sögð á nýstálegan hátt. Þetta er saga fyrirtækis í iðnrekstri. Margt hefur þar skírskotun til nútíma. Fjallað er um hlutafjáröflun, hlutafjáraukn- ingar, hagræðingu í rekstri, mark- aðssetnirigu og síðast en ekki síst framleiðslu og framkvæmdir. Útgefandi er Hiðíslenska bók- rnenntafélag. Bókin er 180 bls. Leiðb. verð: 3.990. Félagsmanna- verð: 3.192. • OFURLAXAR og aðrir minni er eftir Kristján Gíslason. Kristján er þekktur meðal ís- lenskra stang- veiðimanna fyrir það að hafa skap- að ýmsar þær stangveiðiflugur sem náð hafa mestum vinsæld- um meðal þeirra sem iðka flugu- veiði með stöng. „En Kristján er ekki síður kunn- ur fyrir bækur sínar tvær um veiðar sem hafa komið út á liðnum árum, Kristján Gíslason notið ómældra vinsælda og hlotið skínandi dóma. Hér lyftir hann penna á ný, miðlar af reynslu sinni til veiðimanna, rifjar upp ævintýri af árbakkanum í óborganlegum veiði- sögum og lýsir heimagerðu laxaflug- unum sínum ítarlega í máli og mynd- um," segir í kynningu. Meðal annars er hér að finna um það bil þrjátíu uppskriftir að laxveiðiflugum og ná- kvæmar litmyndir af hverri þeirra. Útgefandi er Forlagið. Ohrlaxar og aárir mmni er 204 bls. auk lit- myndasíðna. Bókin er unnin íPrent- smiðjunni Odda hf. Erlingur Páll Ingvarsson hannaði kápu. Leiðbein- andiverð: 3.680 kr. • NYIR inngangsfyrirlestrar um sálkönnun er eftir Sigmund Freud í þýðingu Sigurjóns Björnssonar. I þessu riti, sem er sjálfstætt framhald af Inn- gangsfyrirlestr- um um sálkönn- un, fyrra og síð- ara bindi, rekur Freud það sem helst hefur stað- ist tímans tönn í kenningum hans. Þá gerir hann hér fullnaðar grein fyrir kenn- ingunni um formgerð sálarlífsins (sjálf, yfirsjálf og það). Settar eru fram nýjar kenningar um kvíða og hvatalífið (árásarhvöt). Hér er að finna yfirlit um sálarfræði kvenna og athyglis- verða umræðu um yfirskilvitleg fyr- irbæri og kommúnisma. Nýir inngangsfyrirlestrar um sálkönnun birtust fyrst á prenti ár- ið 1933, en á því sama ári brenndu nasistar bækur Freuds í Berlíin. Útgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag. Bókin er 228 bls. Leiðb. verð 2.485 kr. Félagsmanna- verð 1.988. • ÞÆTTIR úr sögu vestræanar menningar. Frá 1848 til okkar daga - Nútímasaga er eftir Guð- mund J. Guðmundsson og Ragnar Sigurðsson. I þessu fjórða bindi í ritröðinni er fjallað um tímabilið frá byltingarár- inu mikla 1848 og til okkar daga. Sem fyrr er aðaláhersla lögð á stjórnmála- og hagsögu, en nú fá aðrir heimshlutar en Evrópa og Amerfka mun nánari umfjöllun. Eins og áður er það markmið höf- unda að gefa kost á hentugri kennslubók fyrir framhaldsskólastig og eru efnistök miðuð við það. Bólrin ætti þó ennig að geta nýst almenn- ingi sem aðgengilegt yfirlitsrit um tímabilið. Fjöldi Ijósmynda er í bókinni auk rúmlega 20 vandaðra sögukorta, sem gerð voru sérstaklega fyrir hana. í sama flokki eru: Fornöldin, Miðaldir og Nýöldin 1492-1848. Utgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag. Bókin er 197 bls. Leið beinandi verð: 3.075 kr. Félags- mannaverð: 2.460 Sigurjón Björnsson. LIFEYRISSJOÐUR STARFSMANNA KJilUSlNS VELJIÐ FYRIR 1. DESEMBER Sjóðfélagar sem kjósa að færa sig úr B-deild sjóðsins í A-deild þurfa að tílkynna sjóðnum þá ákvörðun sína fyrír 1. desember 1997. m wWti^r KY. hver mínúta éftir kl.ig:oo á kvöldin PÓSTUR OG Síl Stök rúmteppi frw Rúrnteppasett rrá kr. 13.630
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.